Fréttablaðið - 29.12.2005, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 29.12.2005, Blaðsíða 25
[ ] FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Heimild: Almanak Háskólans �������������� ������� ������������������ ������������� �������� ������ ����������������� ��� ���� ������������������� ������� ������� ������������� �������������� �������������� ��������������� �������������� � �������� Góðan dag! Í dag er fimmtudagurinn 29. desember 363. dagur ársins 2005. Kennarinn er nú pínu vitlaus. Í gær sagði hún að 7x8 væru 56 en í dag heldur hún því fram að 8x7 séu 56! KRÍLIN Reykjavík 11.21 13.30 15.39 Akureyri 11.36 13.15 14.54 Flugeldum er aðeins leyfilegt að skjóta upp frá klukkan níu á morgnana fram að miðnætti dagana 28. desember til 6. janúar. Nýársnótt er þar aug- ljóslega undanskilin. Lögregla sinnir kvört- unum undan ónæði af völdum flugelda og getur brot á þess- um reglum varðað við sektir. Heimilismenn geta nýtt rólegar stundir sem gefast milli jóla og nýárs til að fara í gegnum gamalt dót, renna augum yfir fataskápinn og aðra muni til að sjá hvað má missa sín og hvað vantar. Útsölurnar fara að byrja og gott að vera undir þær búinn. www.missir.is er vefur sem á erindi til einstaklinga sem vilja leita sér stuðnings á erf- iðum tímum. Markmið vefs- ins er að safna upplýsingum um og auðvelda aðgang að efni sem fjallar um viðbrögð fólks við sjúkdómum, erfiðri lífsreynslu og sorg. Á vefnum er ítarleg skrá yfir heimildir ritaðar á íslensku eða þýddar úr öðrum málum eftir fagfólk um sjúkdóma og áföll. Söngkonan Anastacia hefur hafið samstarf við S. Oliver, sem er þýskur hönnuður, og stefnir hún á að hanna kvenmannsföt. Línan mun samanstanda af léttari fötum eins og gallabuxum og bolum og núna stendur yfir leit að breskum dreif- ingaraðila. Vonandi að Ana- staciu farnist vel á nýju sviði. Setstöðuráðgjöf fyrir not- endur hjólastóla er í boði hjá hjálpartækjamiðstöð TR. Um er að ræða nýja starfsemi en sambærileg ráðgjöf hefur verið í boði hjá systurstofnunum á Norðurlöndunum um nokkurt skeið. LIGGUR Í LOFTINU [ÁRAMÓT HEILSA HEIMILI TÍSKA] Íris Kristinsdóttir söngkona klæðir sig eftir því í hvernig skapi hún er en henni finnst skipta miklu máli að fötin séu þægileg. Íris segist ekki elta tískuna neitt sérstak- lega og bara kaupa það sem henni finnst flott og klæðir hana vel. „Það er samt mjög þægilegt að það er eiginlega allt í tísku núna svo maður getur valið úr,“ segir hún. Íris keypti sér síðast brúna peysu sem hún notar mikið. „Ég keypti hana í Ex-unum í Kringlunni og hún er rosalega hlý og góð. Hún er hekluð með svona götum svo mér finnst mjög flott að vera annaðhvort í brún- um eða hvítum bol innanundir,“ segir hún. Íris er ekki ennþá búin að finna sér jólaföt. „Ég er komin sjö og hálfan mánuð á leið þannig að ég passa ekki í neitt lengur en ég ætla að fara á stúfana um helgina og reyna að finna mér eitthvað,“ segir hún en hana langar í einhvern flottan kjól. Íris segir að það sé margt sem sé ómiss- andi í fataskápinn. „Flottar gallabuxur eru til dæmis alveg ómissandi.“ Íris segist allt- af hafa verið mjög mikið í gallabuxum en núna kemst hún ekki lengur í þær. „Ég er farin að sakna gallabuxnanna minna mjög mikið,“ segir hún og hlær. Írisi finnst líka mikilvægt að eiga góða boli. „Núna er ég alveg vitlaus í brúnt og kaupi bara brúna og dökkbrúna boli,“ segir hún og bætir við að svo sé auðvitað nauðsynlegt að eiga flotta skó og þægileg og flott undirföt. „Það verður að vera eitthvað flott innanundir öllu hinu.“ emilia@frettabladid.is Notar brúnu hlýju peysuna mjög mikið Íris Kristinsdóttir söngkona er mjög hrifin af brúnu þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Flugeldasala er farin af stað og úrvalið hefur sjaldan verið meira. Fjöldi aðila selur flugelda í ár en stærstir á markaðn- um eru björgunarsveitirnar. Auk þeirra er hægt að nálgast flugelda hjá ýmsum íþróttafélögum, einkaað- ilum og aðilum sem styrkja ýmis málefni. Opnunartími flugeldamarkaða Söluaðili Staðsetning 29. des 30. des 31. des Björgunarsv. um allt land 10-22 10-22 9-16 Valur Hlíðarendi 16-22* 16-22* 9-18 Fram Safamýri 10-22 10-22 9-16 KR Frostaskjól 10-22 10-22 9-16 Gullborg Bíldshöfði 10-22 10-22 9-16 & Bæjarlind Flugelda- Aktu-taktu markaður ** í Mjóddinni 16-22* 16-22* 9-18 *25% afsláttur af flugeldum á þessum dögum á viðkomandi sölustað. ** Til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Opnunartímar flugeldasölustaða ÁRAMÓTADRESSIÐ Glitrandi fagurt BLS. 2 TÚLIPANAR Rétt umhirða BLS. 7 HESTAR Þjálfun með fötluðum BLS. 8 NAUTAKJÖT Vinsælt í veisluna BLS.9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.