Fréttablaðið - 29.12.2005, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 29.12.2005, Blaðsíða 50
bio@frettabladid.is > Ekki missa af... Ice Harvest með þeim John Cusack og Billy Bob Thornton. Fínasta film noir-skemmtun um tvo hrappa sem halda að þeir komist upp með að ræna frá glæpaforingja. Skemmtileg flétta með góðum leikurum og athyglis- verðum endi. Fyrir þá sem nenna ekki að sjá ævintýramyndir eða íslenskar kvikmyndir. Look, why don’t we just the cut the shit here? We both know why I was transferred. People think I’m crazy, in which case, I’m fucked and nobody wants to work with me. Or they think I’m faking to draw a psycho pension, in which case, I’m fucked and nobody wants to work with me. Basically, I’m fucked. Martin Riggs útskýrir fyrir Roger Murtaugh af hverju hann sé ekki með neinn félaga í Lethal Weapon. Árið sem nú er að líða hefur ekki verið auðvelt fyrir Jennifer Aniston. Í janúar á þessu ári sótti hún um skilnað frá eiginmanni sínum Brad Pitt og þurfti síðan að þola stöðugt áreiti frá fjölmiðlum á meðan Pitt lá ástfanginn í örmum Angelinu Jolie. Leiklistin er Aniston í blóð borin. Faðir hennar, John Aniston, lék lengi í sápuóperunni Days of Our Lives. Móðir hennar, Nancy Dow, reyndi einnig fyrir sér í leiklistinni með misjöfnum árangri en einbeitti sér að uppeldi barnanna sinna eftir að hún skildi við eigin- mann sinn. Jennifer var staðráðin í að gera leiklistina að lifibrauði sínu en það gekk hvorki né rak á upphafsár- um hennar. Hún fékk smáhlutverk í sjónvarpsþáttum og tók þátt í leiksýningum. Árið 1993 var ferillinn kominn í þrot en þá kom upp í hendurnar á henni prufuþáttur sem bar heitið Friends Like These. Aniston var boðið að prófa sig á hlutverki Monicu Geller en harðneitaði og sagðist frekar vilja fá hlutverk stroku- prinsessunnar Rachel Green. Framleiðendurnir féllust á þessa bón hennar og það þarf varla að hafa fleiri orð um framhaldið. Þættirnir fengu nafnið Friends og eru meðal vinsælustu sjón- varpsþátta sem framleiddir hafa verið. Aniston hafði alltaf í hyggju að reyna fyrir sér á hvíta tjaldinu og hefur náð ágætis árangri á því sviði. Henni hefur í það minnsta tekist betur upp en hinum í Vinunum sem vel flestir hafa þurft að sætta sig við hlutverk í b-myndum. Hún stofnaði kvikmynda- fyrirtæki ásamt Brad Pitt og hefur verið að færa út kvíarnar í framleiðslu á kvikmyndum. Þau eiga það enn sameiginlegt þrátt fyrir skilnaðinnn fræga. Næst kom Aniston fram í kvikmyndum á borð við Derailed þar sem hún lék á móti Clive Owen að ógleymdri kvikmyndinni The Break Up þar sem núverandi kærasti hennar, Vince Vaughn, leikur stórt hlutverk. Vinkonan sló í gegn Þegar litið er yfir „kreditlista“ kvikmyndarinnar Rumor Has It... er ljóst að hér hefur öllu verið tjaldað til. Rob Reiner í leikstjóra- stólnum og Jennifer Aniston, Kevin Costner og Shirley MacLa- ine í aðalhlutverkum. Þar að auki eru George Clooney og Steven Soderbergh meðal framleiðenda. Sarah Huttinger stendur á tíma- mótum í lífi sínu. Kærastinn hennar Jeff veður eld og brennistein fyrir hana og Sarah hefur nýlega tekið bónorði hans. Á leiðinni í brúðkaup systur sinnar gerir Sarah sér grein fyrir því að hún hefur alltaf verið utanveltu í fjölskyldu sinni, sem elskar tennis og býr í Pasadena. Faðir hennar hefur aldrei getað skilið Söruh og eftir andlát móður- innar hafa feðginin fjarlægst hvort annað. Sarah sér því fram á að amman, Katherine, verði eini ljósi punkturinn í þessari veislu enda er hún feiknalegur stuðbolti. Það er þó varla búið að opna kampavínið þegar sú gamla missir út úr sér leyndarmál sem hún hafði lofað að taka með sér í gröfina. Í ljós kemur að mamma Söruh var ekki öll sem hún var séð og það sé hugsanlegt að pabbi Söruh eigi ekki heiðurinn af getnaði hennar. Eftir því sem Sarah grefur dýpra kemst hún í raun um að hugsanlega sé fjöl- skylda hennar fyrirmyndin að bók- inni The Graduate þar sem ungur drengur er dreginn á tálar af sér eldri konu en er ástfangin af dóttur hennar. Þetta veldur auðvitað Söruh miklum sálarkvölum og hún ákveð- ur að leita þennan unga mann uppi. Þar sem er reykur... Kvikmyndaleikstjórinn Terry Gilliam verður seint sakaður um að fara troðnar slóðir í kvikmynda- gerð sinni. Hann hefur núna búið til ævintýri um Grimm-bræðurna frægu sem ferðuðust um og söfn- uðu þjóðsögum. Jakob og Will eru svikahrapp- ar í Frakklandi. Þeir ljúga því til að þeir geti ráðið niðurlög- um illra álaga, stokkið nornum á braut eða látið skrímsli hverfa. Grimm- bræðurnir auðgast á hjá- trú heimskra manna...eða svo telja þeir. Á sama tíma og stjórnvöld komast á snoðir um óheillindi þeirra eru Jakob og Will fengnir í lítinn sveitabæ þar sem ungar stúlkur hafa horfið sporlaust að undanförnu. Að sjálfsögðu telja bræðurnir að hér sé ekki um neina töfra að ræða en þegar þeir fara grenslast fyrir uppgötva þeir að ekki er allt sem sýnist. Ævintýrum á borð við Rauðhettu, Öskubusku og Hans og Grétu er síðan blandað inn í söguþráðinn þannig að úr verður sannkallaður töfraheimur að hætti Gilliam. Það eru Matt Damon og Heath Ledger sem leika svika- bræðurna. Damon vakti fyrst athygli fyrir handrit sitt að myndinni Good Will Hunting sem hann samdi ásamt fóstbróð- ur sínum Ben Affleck. Síðan hefur hlutskipti þeirra tveggja verið heldur ólíkt. Damon hefur tekist að halda sér á toppnum á meðan ferill Affleck hefur verið á hægri en öruggri niðurleið. Heath Ledger er á hvers manns vörum í Hollywood um þessar mundir og er það ekki síst vel- gengni Brokeback Mountain að þakka. Þar leikur Ledger sam- kynhneigðan kúreka á móti Jake Gyllenhal en myndin var tilnefnd til sjö Golden Globe-verðlauna á dögunum. Þessi ástralski leikari skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann fékk hlutverk son- arins í The Patriot á móti landa sínum Mel Gibson. Leikstjórinn Terry Gilliam verður að teljast stórstjarnan í kvikmyndinni um Grimm-bræðr- urna. Gilliam var eini bandaríski meðlimur Monty Python-flokksins og hefur yfirleitt verið utangarðs í kvikmyndageiranum. Myndir hans hafa þó notið mikillla vinsælda enda hrífast margir af ótrúlegu hugmyndaflugi hans og sérkenni- legum stíl. Gilliam hefur misstigið sig nokkrum sinnum á ferli sínum en á að baki tímalausa snilld á borð við The Fisher King og Twel- ve Monkeys að ógleymdum kvik- myndunum Brazil, Time Bandits og Monty Python and the Holy Grail. freyrgigja@frettabladid.is GRIMM-BRÆÐURNIR Jakob og Will eru svikahrappar af guðs náð en þegar þeir komast í kynni við alvöru galdra og álög eiga þeir úr vöndu að ráða. Ævintýri að hætti Gilliam COSTNER OG ANISTON Það verður uppi fótur og fit þegar upp kemst að Huttinger-fjölskyld- an er hugsanlega fyrirmyndin að The Graduate. JENNIFER ANISTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.