Fréttablaðið - 29.12.2005, Blaðsíða 12
29. desember 2005 FIMMTUDAGUR12
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Nokkrir hestamenn huguðu
að hrossum sínum í Víði-
dalnum í Reykjavík í gær.
Sumir járnuðu, aðrir gáfu
eða mokuðu undan og enn
aðrir riðu út.
Sigurður Matthíasson landsliðs-
maður var í hesthúsinu sínu að
sinna því sem sinna þarf. Í mörg
horn er að líta og ekki líður sá
dagur að Sigurður fari ekki í Víði-
dalinn. „Ég kem hingað bæði til-
neyddur og af einskærum áhuga.
Lífið er hestur,“ segir Sigurður
og hlær. Á veturna sinnir hann
tamningum, þjálfun og hrossa-
sölu, á sumrin rekur hann reið-
skóla ásamt konu sinni Eddu Rún
Ragnarsdóttur og á haustin held-
ur reiðskólinn áfram og við bæt-
ast frumtamningar. Svo keppir
hann og fer sjaldnast heim verð-
launalaus.
Sigurður stóð vart fram úr
hnefa þegar hann fyrst fór á bak
og hefur nánast verið á baki allar
götur síðan.
Þessa dagana eru hestamenn í
þéttbýli að taka hross sín á hús
eftir útigönguna frá í vor. Margir
leggja mikið upp úr að gera það
fyrir áramót og sumir geta vart
hugsað sér að nýtt ár renni upp
fyrr en hestar eru komnir úr
haga.
Þó var ró yfir öllu í Víðidaln-
um í gær, einstaka hross var úti
undir berum himni og vaklaði
um í gerði sínu. Sag var borið inn
í nokkur hesthús en því er mokað
undir hrossin, þeim til þæginda.
Þá voru smiðir að störfum enda
bæði byggt nýtt og gamalt lagað
í hesthúsabyggðinni.
Hvers vegna í
ósköpunum ekki?
„Það sem ég hef mestar
áhyggjur af er ef menn
hanga allir á sama flek-
anum. Ef það kemur gat á
flekann, þá er ekki hægt að
stökkva á annan fleka.“
BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFS-
SON KAUPAHÉÐINN UM ÍSLENSKT
VIÐSKIPTALÍF Í MARKAÐNUM.
Svei þessum
fjölmiðlum
„Fjölmiðar hafa tekið gagn-
rýnislaust við málflutningi
[sjálfstæðismanna] og full-
trúar minnihlutans sjaldan
eða aldrei kallaðir til viðtals
eða í umræðuþætti um
málefni bæjarins.“
EYJÓLFUR BRAGASON GARÐ-
BÆINGUR Í GREIN UM GARÐABÆ Í
FRÉTTABLAÐINU.
Rúna Helgadóttir var nýkomin
úr reiðtúr úr Heiðmörk. Hún er
í Árbæjarskóla og ver jólafríinu
sínu í Víðidalnum. „Ég hef verið í
þessu síðan ég fæddist,“ segir hún
á meðan hún tekur hnakkinn af
hestinum sínum. Sjálf á Rúna fjóra
hesta en fjölskyldan er allt í allt
með um tuttugu hross. Og fólkið
hennar lætur sér ekki nægja hefð-
bundna hestamennsku, hún vinnur
að því að koma upp hestasundlaug í
Víðidalnum sem áætlað er að verði
komin í gagnið á vordögum. Slíkar
laugar eru notaðar til tamninga.
„Það er skemmtilegast að keppa
og svo er alveg æðislegt að ríða
út og vera frjáls í náttúrunni,“
segir Rúna aðspurð um hvað sé nú
skemmtilegast við hestana.
Þessi jólin fékk hún ekkert
tengt hestum í jólagjöf en í fyrra
fékk hún hnakk.
Rúna ber örlítinn kvíðboga í
brjósti vegna flugeldanna um ára-
mót en hávaðinn og blossarnir geta
farið illa í hesta. „Við kveikjum
ljósin hér í hesthúsinu og stillum
útvarpið, þeir róast við það,“ segir
Rúna hestamaður sem er í Víði-
dalnum frá morgni til kvölds dag-
ana sem frí er í skóla.
SINDRI, RÚNA OG ÚRAN gægjast út um dyraopið á hesthúsinu. Rúna veit ekkert skemmti-
legra en að sinna hestunum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Rúna Helgadóttir hefur verið í hestamennsku síðan hún fæddist:
Skemmtilegast að keppa
JÁRNAÐ Hjalti Guðmundsson var
við járningar í Víðidalnum í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FJÖR Á BAKI Dagbjört Hjaltadóttir, Bjarki Sturlaugsson og Viggó Hjaltason skemmtu sér á baki á einum af gæðingunum í húsi Sigurðar og
Eddu Rúnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LÍFIÐ ER HESTUR segir Sigurður Matthíasson sem hefur verið á hestbaki nánast frá fæð-
ingu. Edda Rún stendur hjá. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Lífið er
hestur
Ugglaust vel að
því kominn
„Hann er ugglaust vel að því kom-
inn en ég ætla svo sem ekki að
taka neina ábyrgð á því,“ segir Jón
Kr. Ólafsson, söngvari á Bíldudal
um val Markaðarins á manni ársins
í viðskiptalífinu, en Björgólfur Thor
Björgólfsson varð fyrir valinu að
þessu sinni.
Jón fylgist ekki grannt með gangi
mála í heimi viðskiptanna og veit,
að eigin sögn, ekki hvernig kaupin
gerast á eyrinni. „Ég botna bara
ekkert í þessum peningamönnum.
Það virðist sem fjórir til sex menn
í okkar litla landi geti keypt heims-
byggðina. Hvaðan koma allir þessir
peningar til þessara manna? Ég fer
ekkert ofan af því að í denn var
talað um mis- og stéttaskiptingu
en ég sé ekki betur en að alveg
sama staða sé komin upp aftur.
Það er búið að snúa mottunni
við. Nokkrir menn eiga helling af
peningum en hinir eiga ekkert af
peningum og geta bara bitið í sig.“
Jón tekur þó fram að eflaust hafi
þessir menn gert góða hluti, hann
bara botni ekkert í öllum þessum
peningum.
SJÓNARHÓLL
BJÖRGÓLFUR THOR ER MAÐUR
ÁRSINS Í VIÐSKIPTALÍFINU
JÓN KR. ÓLAFSSON SÖNGVARI.
„Allt gott að frétta af mér, enda búin að vera
extra stór jól hjá okkur“ segir Þorvaldur Árnason
forstöðumaður kvikmyndadeildar hjá Sambíóunum.
Annar í jólum og 27. voru tveir af stærstu dögum
fyrirtækisins frá upphafi hvað varðar aðsókn. Það
er auðvitað aðallega þessum gríðarstóru myndum,
King Kong og The Chronicles of Narnia, að þakka
en einnig spilar inn í mikil hefð fyrir því að fara í bíó
um þetta leyti. Í gamla daga biðu kvikmyndahúsin
með allar frumsýningar fram til annars í jólum og
þá flykktist fólk í bíó. Hefðin lifir enn þó búið sé að
dreifa úr frumsýningunum. Árni segist sjálfur hafa
verið mjög ánægður með stórmyndirnar. „Persónu-
lega var ég spenntastur fyrir King Kong. Ég sá bæði
gömlu myndin frá 1933 og þá frá 1976, sem ég sá á
stóra tjaldinu í Háskólabíó þrettán ára gamall, en ég
verð að segja þessi nýja sé sú besta.“
Þorvaldur segir að jólin séu sennilega albesti tími
ársins í bíóunum, með tilliti til aðsóknar hvern dag.
„Tímabilið frá 26. og fram á þrettándann er alltaf
sterkt, sterkara en sumarmyndirnar vafalaust. Tökum
nýju Harry Potter-myndina sem dæmi, en hún er
orðin vinsælasta mynd ársins þó hún hafi einungis
verið mánuð í sýningu. Það er samt ekki skrítið í
ljósi þess hún er sú langbesta til þessa. Fólk virðist
virkilega njóta þess þegar gott úrval er af fjölskyldu-
myndum.“.
Þorvaldur sér um innkaup fyrir Sambíóin ásamt
fleirum og segir að þar sé stefnan góð blanda af stór-
myndunum og minni framleiðslu. „Sérstaklega eftir
að við fórum að sjá um Háskólabíó höfum við reynt
að vera með meira af evrópskum og sjálfstætt fram-
leiddum myndum. Aðallega í gegnum kvikmynda-
hátíðirnar, bæði þessar tvær stóru sem við leggjum
lið og með því að vera með eins konar míní-hátíð-
ir. Áhuginn fyrir svona myndum hefur aukist mikið,
sérstaklega hjá ungu fólki og það var náttúrulega
ótrúlegt þegar 34.000 manns létu sjá sig á hátíðinni í
haust. Vandamálið er að þess-
um myndum vegnar miklu
betur með einhvers konar
hátíðarumgjörð en ef þær eru
frumsýndar í almennri sýn-
ingu. Það er stundum sorglegt
að sjá virkilega góðar myndir
fara alveg framhjá fólki.
Sambíóin stefna á nýtt bíó
í Grafarvogi og Þorvaldur er
bjartsýnn á komandi ár. „Við
erum lengi búin að vera með
bíó við Eigilshöll á teikniborð-
inu og það verður að öllum
líkindum farið að grafa fyrir því í ár. Grafarvogur er
orðinn svo stór að það gengur ekki mikið lengur
að þar vanti bíó. Svo eru fjölmargar myndir sem ég
hlakka til að sjá árið 2006 og er Flags of Our Fathers
þar fremst meðal jafningja“.
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÞORVALDUR ÁRNASON, FORSTÖÐUMAÐUR KVIKMYNDADEILDAR SAMBÍÓANNA:
Albesti tími ársins í bíó
ÞORVALDUR ÁRNA-
SON Forstöðumaður
kvikmyndadeildar
Sambíóanna.