Fréttablaðið - 29.12.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 29.12.2005, Blaðsíða 56
40 29. desember 2005 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Það verður ekki tekið af leikmönnum meistaraflokks ÍR í handbolta að þeir fara frumlegar og skemmtilegar leiðir í fjáröflun sinni fyrir æfingaferð til Kanarí- eyja. Þeir eru búnir að bóna bíla, selja spilastokka og halda handboltanám- skeið. Punkturinn yfir i-ið er síðan leikur sem fram fer í Austurbergi á föstudags- kvöldið. Þá tekur ÍR-liðið á móti liði sem skipað er gömlum ÍR-ingum á borð við Einar Hólmgeirsson, Ragnar Óskarsson, Fannar Þorbjörnsson, Hannes Jón Jónsson og Ólaf Gylfason. Liðinu stýra síðan Hólmgeir Einarsson, stjórnar- maður félagsins, og Hrafn Margeirsson, fyrrum markvörður liðsins. Dómarapar- ið er síðan ekki af verri endanum en landsliðsþjálfararnir Viggó Sigurðsson og Bergsveinn Bergsveinsson munu taka hið óverðskuldaða starf að sér að þessu sinni. Viggó hefur verið óhræddur við að láta dómara heyra það í gegnum tíðina og eflaust bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig honum ferst verkið úr hendi. „Hólmgeir bað mig um að vera eitt- hvert skemmtiatriði þarna og það var alveg sjálfsagt. Ég er alltaf að dæma á æfingum þannig að ég er öllu vanur,“ sagði Viggó við Fréttablaðið í gær en hann mælir með því að dómarar lands- ins fjölmenni á völlinn. „Ef þeir vilja læra þá mæta þeir,“ sagði Viggó léttur. Landsliðsþjálfarinn segist vera sann- gjarn dómari og sá eini sem hann hefur áhyggjur af að verði til vandræða í leikn- um er Júlíus Jónasson, aðstoðarþjálfari ÍR. „Ég gæti þurft að taka hann eitt- hvað í gegn. Hann er aldrei til friðs,“ sagði Viggó en hann býst fastlega við að vera útidómari allan leikinn. Berg- sveinn fær að hlaupa enda segist hann vera í toppstandi að því er Viggó segir. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og er frítt inn. FJÁRÖFLUNARLEIKUR HJÁ ÍR: GAMLIR ÍR-INGAR MÆTA ÍR-LIÐI DAGSINS Í DAG Viggó bregður sér í hlutverk dómara SAMSETT MYND/ KRISTINN HANDBOLTI Öllum að óvörum, meðal annars Guðmundi Guðmundssyni þjálfara, er Fram á toppnum í DHL-deild karla nú þegar langt hlé á mótinu er hafið vegna hátíð- anna og þátttöku íslenska lands- liðsins á EM í Sviss sem hefst í lok næsta mánaðar. „Ég held að eng- inn, hvorki ég né aðrir handbolt- amenn, hafi átt von á því að Fram yrði á toppnum um jólin,“ segir Guðmundur en Fram hefur eins stigs forskot á Hauka eftir 14 leiki í deildinni, en liðið hefur unnið tíu leiki, gert tvö jafntefli og aðeins tapað tveimur leikjum. „Fram átti í erfiðleikum á síð- asta tímabili og þegar ég tók við liðinu gerði ég mér grein fyrir því að verkefnið yrði erfitt. Auk þess er ég með mjög ungt lið í höndun- um og ég átti von á því að það tæki lengri tíma fyrir okkur að komast á þennan stall,“ segir Guðmundur, sem tók við liði Fram fyrir tíma- bilið í ár eftir að hafa verið í fríi frá þjálfun íslensks félagsliðs frá árinu 1999. Hann segir að lykillinn að velgengni Fram það sem af er móti sé dugnaður og metnaður lærisveina sinna. Leikmennirnir eru allir mjög samviskusamir og metnaðarfullir og það er forsend- an að velgengni. Þeir eru tilbún- ir að fara eftir því sem ég legg upp með og til þessa höfum við verið með réttu svörin gagnvart hinum liðunum, bæði varnar- og sóknarlega, og við höfum náð að finna það leikskipulag sem hentar þessu liði. Leikgleðin er mikil og sjálfstraustið hefur aukist leik frá leik.“ Guðmundur telur að þrátt fyrir að deildin sé ekki eins sterk og hún hefur áður verið þá sé hún að mörgu leyti mun skemmtilegri og telur hann að hið nýja fyrirkomu- lag deildarinnar hafi komið henni til góða. „Mótið hefur verið rosalega skemmtilegt og margir spenn- andi leikir. Við hjá Fram höfum upplifað algjörlega byltingu hvað varðar áhuga á liðinu og umgjörð í kringum leiki. Hver einasti leik- ur skiptir miklu máli og það er að skila sér til áhorfenda.“ Guðmundur segir að deildin hafi ekki spilast eins og hann átti von á og að hann hefði átt von á að nokkur lið væru ofar en raun ber vitni. „FH, Stjarnan, HK og jafn- vel Afturelding eru allt lið sem ég átti von á að yrðu ofar en Stjarnan hefur verið á siglingu og ég á von á að liðið fari að blanda sér í bar- áttuna eftir áramót. Menn hafa sagt að Fylkir hafi komið á óvart en að mínu mati er liðið einfald- lega feikiöflugt með góðan mann- skap. Þeir hafa staðið sig mjög vel en ég átti alveg eins von á því.“ Upprunalegt og opinbert mark- mið Fram fyrir tímabilið var ein- falt – að enda mótið á meðal átta efstu liða svo að sæti í úrvalsdeild að ári verði tryggt. Guðmundur segir að það markmið sé enn í fullu gildi en neitar því jafnframt ekki að í ljósi góðs gengis Fram-liðsins hafi orðið til ný markmið innan liðsins sem almenningi verður þó ekki gert kunnugt um. „Það er alveg ljóst að við erum búnir að breyta okkar markmiðum.“ Ætlar Fram að verða Íslands- meistari? „Við erum allavega í barátt- unni núna og ætlum að sjálfsögðu að reyna að halda okkur í henni í seinni hluta mótsins.“ vignir@frettabladid.is Við höfum breytt markmiðunum Guðmundur Guðmundsson, þjálfari toppliðs Fram í DHL-deild karla í handbolta, segist engan veginn hafa átt von á því fyrir tímabilið að lið hans myndi sitja á toppi deildarinnar yfir hátíðarnar. KOMINN INN MEÐ KRAFTI Guðmundur Guðmundsson gerir frábæra hluti með hið unga Fram-lið og hefur komið inn í íslenska boltann af krafti á nýjan leik. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓLÞ FÓTBOLTI Hinn stóryrti stjóri Chel- sea, Jose Mourinho, hefur verið mjög ólíkur sjálfum sér síðustu vikur því hann hefur ítrekað beð- ist afsökunar á hinu og þessu og er orðinn mjög lítillátur sem er hlið sem hann hefur ekki sýnt áður. Steininn tók algjörlega úr í gær þegar hann baðst afsökunar á því að hafa verið svona hrokafullur frá því hann kom til Englands. „Ég varð Evrópumeistari með Porto 24. maí og kom til Chelsea tveimur eða þremur dögum síðar. Fjölmiðlar byrjuðu strax að efast um mig og ég varð steinhissa. Svo hissa að ég biðst afsökunar ef ég hef verið hrokafullur en ég tel mig ekki hafa verið það,“ sagði Mourinho. „Eftir þessar móttökur var áskorunin mikil að standa sig. Ef ég hefði ekki staðið mig svona vel fyrsta árið hefðu blöðin legið í mér,“ sagði Mourinho og bætti við að honum hefði þótt sárt að sjá á eftir Adrian Mutu á sínum tíma enda hefði hann verið góður strákur. Aðstæður hefðu aftur á móti ekki boðið upp á annað en að láta Mutu fara. Annars hefði félagið sent út röng skilaboð sem það vill alls ekki senda út í knatt- spyrnuheiminn. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, fór að breytast í mjúkan mann um jólin: Biðst afsökunar á hrokanum JOSE MOURINHO Óvænt orðinn mjög lítillátur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Samkomulag franska bakvarðarins Willy Sagnol við Juventus er líklega úr sögiunni eftir samtal hans við Karl-Heinz Rumenigge, stjórnarformann Bay- ern Munchen. Samningur Sagnol við Bayern rennur út næsta sumar og hafði hann samþykkt að ganga til liðs við ítölsku meistarana fyrir næstu leiktíð. En svo virðist sem að Rumenigge hafi náð að sann- færa Sagnol um að Bayern sé liðið sem hann á mesta möguleika á að vinna meistaradeildina með, en áður hafði Sagnol lýst yfir löngun sinni til að vinna þá keppni. „Ég er 99 prósent viss um að Sagnol muni skrifa undir nýjan samning þegar hann kemur aftur til München í janúar eftir jóla- fríið,“ sagði Rumenigge í gær en hann vildi ekkert fara út í hvað það hefði nákvæmlega verið sem hann sagði við Sagnol sem fékk hann til að skipta um skoðun. „Það er á milli mín og hans.“ - vig Franski bakvörðurinn Willy Sagnol: Áfram hjá Bayern eftir allt saman? WILLY SAGNOL Hefur tekið miklum framförum hjá Bayern. FÓTBOLTI Stuart Pearce, knatt- spyrnustjóri Manchester City, segist munu taka Shaun Wright- Phillips opnum örmum fari svo að hann fái möguleika á því að snúa aftur til félagsins. Wright-Phillips hefur ekki fengið mörg tækifæri í byrjunarliði Chelsea í ár eftir að hafa verið keyptur til liðsins fyrir rúmar 20 milljónir punda í sumar en orðrómur hefur verið uppi um að Man. City gæti hugsanlega fengið hann lánaðan út tímabilið. „Hann er frábær leikmaður og frábær félagi. Auðvitað myndi ég vilja hafa hann í mínu liði,“ segir Pearce, sem vill ekki meina að Wright-Phillips hafi gert rangt með því að fara til Chelsea. „Það var rétt ákvörðun hjá honum að fara og eðlilegt skref fyrir leikmann í þeirri þróun sem hann hefur verið í undanfarin ár. Ég held að hann muni fara á HM og það hlýtur að koma að því að hann fái að spila meira,“ segir Pearce. - vig Stuart Pearce stjóri Man. City: Vill fá Wright- Phillips til baka STUART PEARCE Vill fá Wright-Phillips aftur. > McShane bestur í Grinda- vík Knattspyrnumaðurinn Paul McShane var í gær útnefndur íþróttamaður Grinda- víkur árið 2005 en hann var lykilmaður í liði Grindavíkur sem bjargaði sér frá falli úr Landsbanka- deildinni á ævintýra- legan hátt. Körfubolt- kappinn Páll Axel Vilbergs- son varð annar og körfuknatt- leikskonan Berglind Anna Magn- úsdóttir varð þriðja. Allir á völlinn Það er lítið jólafrí hjá körfuboltamönn- um en fimm leikir fara fram í Iceland Express-deild karla í kvöld og tilvalið að gera sér dagamun um jólin og skjótast á völlinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.