Fréttablaðið - 29.12.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
VEÐRIÐ Í DAG
Sími: 550 5000
FIMMTUDAGUR
29. desember 2005 — 352. tölublað — 5. árgangur
Stútfullur
BT bæklingur
fylgir blaðinu
í dag!
HVÍTA-RÚSSLAND
Ofurfyrirsætur
bannaðar
tíska - heimili - heilsa - áramót
Í MIÐJU BLAÐSINS
FÍKNIEFNI Alls létust 134 fíkni- og
vímuefnasjúklingar sem dvalið hafa
á sjúkrahúsinu á Vogi, á fyrstu átta
mánuðum þessa árs, að sögn Þórar-
ins Tyrfingssonar yfirlæknis. Þess
ber að geta, að þarna er um fíkni-
efnaneytendur, sjúklinga sem mis-
nota lyf og áfengissjúklinga að ræða.
Þórarinn segir þessar tölur aðeins
gefa grófa mynd af ástandinu, því
dánarorsakar þeirra sem verið
hafa á Vogi, séu oft lengi að berast.
Þannig hafi engar tölur borist fyrir
síðustu mánuði ársins. Hann bendir
jafnframt á að árlega komi 17 til 18
þúsund sjúklingar á Vog og það segi
sína sögu um stöðu mála.
Fimmtán þeirra sem létust úr
sjúklingahópnum voru 39 ára og
yngri. Sá yngsti var 18 ára.
Þórarinn segir ekki koma á
óvart að sprautufíklar finnist
látnir eftir að morfínfíkn barst til
landsins í kringum 1998. Þeim sem
verði henni að bráð fjölgi mjög ört.
Nú séu um 50 manns í svokallaðri
viðhaldsmeðferð á Vogi og þörf sé
fyrir slík úrræði fyrir mun fleiri
einstaklinga, en fjárveitingar til
sjúkrahússins leyfi ekki meir.
Umræða um málefni fíkla sem
nota svokölluð ópíumefni, sem eru
einkum morfínskyld efni, eða heró-
ín, hefur vaxið mjög í kjölfar þess
að kona á fertugsaldri og maður
á fimmtugsaldri fundust látin í
Reykjavík í fyrradag. Dánaror-
sök þeirra er ekki ljós en þau voru
bæði sprautufíklar, samkvæmt
upplýsingum blaðsins.
Matthías Halldórsson aðstoðar-
landlæknir segir að ekki hafi verið
teknar sérstaklega saman tölur yfir
andlát fíkniefnaneytenda. Enda
geti reynst erfitt að úrskurða dán-
arorsök einungis af völdum fíkni-
efna, þar sem svo margt annað geti
haft áhrif samhliða þeim.
,,En þær breytingar sem verða
í þessum efnum endurspeglast
á Vogi,“ segir Matthías. Hann
bætir við að notkun contalgins,
sem er morfínskylt lyf, hafi ekki
aukist að marki í lækningalegum
tilgangi á undanförnum árum,
samkvæmt lyfjagagnagrunni
landlæknisembættisins. „Það er
miklu betra eftirlit nú en áður,“
segir Matthías. „Við sendum út
aðvörunarbréf til lækna ef við
sjáum að einhverjir eru að ganga
á milli þeirra.“
Matthías segir að af þeim lyfj-
um sem flokkist undir læknislyf
sæki fíklar mest í contalgin og
amfetamín. Hið fyrra sé örv-
andi en hið síðara vímuvaldandi
verkjalyf. - jss / sjá síðu 14
134 sjúklingar hafa látist á
fyrstu átta mánuðum ársins
Á annað hundrað fíkni- og vímuefnaneytendur úr sjúklingahópi Vogs létust á fyrstu átta mánuðum ársins.
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir ekki koma á óvart að sprautufíklar finnist látnir og þeim
sem verði morfínfíkn að bráð hafi fjölgað mjög ört hin síðustu ár.
Sprenging á tertumarkaði
Skotkökur verða sífellt vinsælli með
hverjum áramót-
um, enda eru
þær öruggari
en flugeldarn-
ir ef rétt er með
farið.
FÓLK 36
BJARTVIÐRI VESTAN TIL en stöku
él allra austast og suðaustast. Frost 0-5
stig en frostlaust með suðurströndinni.
VEÐUR 4
ÞÓRARINN
TYRFINGSSON
YFIRLÆKNIR Á VOGI
MATTHÍAS HALL-
DÓRSSON AÐSTOÐ-
ARLANDLÆKNIR
Fjárkúgun eða flokksvernd?
„Hvað er framkvæmdastjóri Sjálfstæð-
isflokksins að gera í banka-
ráði Landsbanka Íslands?“
spyr Ólafur Hannibalsson.
„Var það kannski gert að
skilyrði fyrir einkavæð-
ingu?“
Í DAG 22
MEÐAL LESTUR 12-49 ÁRA
57%
37%
*Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallup í október 2005.
Fólk undir
fimmtugu velur
Fréttablaðið!
Siglir á Gambíufljóti
Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður
greiningardeildar Landsbankans,
fagnar fertugsafmæli sínu í dag á
Kanaríeyjum.
TÍMAMÓT 26
HEILBRIGÐISMÁL Lyfjastofnun
varar við því að vart hafi orðið við
falsútgáfu flensulyfsins Tamiflu í
sölu á netinu. Skortur hefur verið
á lyfinu hjá framleiðanda, en sala
á því hefur margfaldast í kjölfar
umræðu um fuglaflensu og mögu-
legan heimsfaraldur nýs flensu-
stofns.
Lyfjastofnun segir að aukin
eftirspurn eftir ákveðnum lyfjum
auki líkur á ólögmætri verslun og
jafnframt á lyfjafölsunum. „Lyfja-
stofnanir í Bandaríkjunum, Taí-
van, Austurríki og í Hollandi hafa
fundið falsað Tamiflu sem keypt
hefur verið í netverslunum,“ segir
á vef Lyfjastofnunar og bent er á
að netverslun með lyf sé óheimil
hér á landi. „Enda er slík verslun í
flestum tilvikum án eftirlits heil-
brigðisyfirvalda.“ - óká
Lyfjastofnun varar við svindli:
Falsað Tamiflu
selt á netinu
LÖGREGLA Kona þurfti að bíða í
tæpar tvær stundir eftir hjálp
eftir að hún velti bíl sínum í þjóð-
garði Snæfellsjökuls um hádeg-
isbil í gær. Lélegt símasamband
er á þessum slóðum. Konan slapp
með minniháttar meiðsl en hún
var í bílbelti. Bíllinn er hins
vegar mikið skemmdur eftir
veltuna.
Önnur bílvelta varð á Snæfells-
nesi um fimmleytið, við Enni rétt
utan Ólafsvíkur. Þá missti karl
stjórn á bíl sínum í vindhviðu
með þeim afleiðingum að bíllinn
fór tvær veltur. Maðurinn hlaut-
minniháttar meiðsl og að sögn
lögreglu má þakka bílbeltinu að
ekki fór verr. Bíllinn er töluvert
skemmdur eftir óhappið. - æþe
Tvær bílveltur við Ólafsvík:
Beið í tæpa tvo
tíma eftir hjálp
KJARAMÁL Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra kveðst undr-
andi á því að fá það svar frá
Kjaradómi að úrskurður hans
frá 19. desember skuli standa
óbreyttur.
„Ég hafði gert mér vonir
um það að Kjaradómur mundi
bregðast við með ábyrgum
hætti. Það liggur alveg ljóst fyrir
að þær hækkanir sem þarna hafa
orðið hafa valdið óróa og að aðil-
ar vinnumarkaðarins sætta sig
ekki við þetta,“ sagði Halldór á
skyndifundi með blaða- og frétta-
mönnum eftir að niðurstaða
Kjaradóms við erindi forsætis-
ráðherra lá fyrir um að úrskurð-
urinn frá því fyrir jól stæði.
Halldór segir að skipuð verði
nefnd sérfróðra manna hið snar-
asta sem falið verði að fjalla um
breytingar á starfsemi Kjara-
dóms og Kjaranefndar. Nefnd-
inni er ætlað að endurskoða og
undirbúa frumvarp til laga-
breytinga sem lagt verði fyrir
þingið þegar það kemur saman.
Í svari Kjaradóms í gærkvöldi
við beiðni forsætisráðherra um
endurskoðun ákvörðunarinn-
ar frá 19. desember um launa-
hækkun þingmanna, dómara og
fleiri, kemur fram, að dómurinn
hafi þegar útskýrt forsendur
ákvörðunar sinnar ítarlega og
ekkert það hafi komið fram sem
bendi til þess að dómurinn hafi
ekki gætt lögmætra sjónarmiða
við þá ákvörðun.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
formaður Samfylkingarinnar,
segir góðra gjalda vert að hefja
undirbúning lagabreytinga með
skipun nefndar. Hins vegar standi
óbreyttur vandinn sem skapist
um áramótin þegar dómurinn
tekur gildi. - jh / sjá síðu 6
Forsætisráðherra er ósáttur við afstöðu Kjaradóms og lætur undirbúa lagabreytingar:
Undrast viðbrögð Kjaradóms
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Á SKYNDIFUNDI MEÐ BLAÐA- OG FRÉTTAMÖNNUM Í GÆRKVÖLDI Forsætisráðherra undrast þá ákvörðun Kjaradóms
að láta fyrri úrskurð sinn standa þrátt fyrir beiðni um endurskoðun. Hann hafi vonast til að dómurinn brygðist við með ábyrgum hætti.
Viggó verður dómari
Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í
handknattleik, hefur tekið
að sér dómgæslu í fjáröfl-
unarleik fyrir ÍR á föstudag.
Hann mælir með að
dómarar mæti og
læri hvernig eigi að
dæma.
ÍÞRÓTTIR 40
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
. Ó
L.
ALLIR LITIR HAFSINS ERU KALDIR
Ný íslensk spennu-
þáttaröð á RÚV
Kvikmyndin verður ekki sýnd hér á landi
FÓLK 46