Fréttablaðið - 29.12.2005, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 29.12.2005, Blaðsíða 14
 29. desember 2005 FIMMTUDAGUR14 fréttir og fróðleikur Á annað hundrað fíkni- og vímuefnaneytendur úr sjúklingahópnum á Vogi létust á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Sá yngsti var átján ára. Eitt hundrað þrjátíu og fjórir fíkni- og vímuefnaneytendur úr hópi sjúklinga sem hafa verið til með- ferðar á sjúkrahúsinu Vogi létust á fyrstu átta mánuðum ársins 2005. Fimmtán þeirra voru 39 ára og yngri. Sá yngsti var átján ára, en sá næstyngsti nítján ára. Þetta segir Þórarinn Tyrfings- son, yfirlæknir á Vogi. Hann segir ekki koma á óvart að sprautufíkl- ar finnist látnir, eftir að bera fór á morfínfíkn hérlendis, eins og gerð- ist í fyrradag þegar kona á fertugs- aldri og maður á fimmtugsaldri fundust látin í Reykjavík. Dánaror- sök þeirra er ekki ljós en þau voru bæði sprautufíklar, samkvæmt upplýsingum blaðsins. „Þessi ópíumlyf eru mjög hættu- leg,“ segir Þórarinn. „Þol fíklanna er oft breytilegt og þeir geta lent í því að fá það mikla öndunarhömlun að þeir látist þess vegna. Þá hægir á önduninni, hún verður síðan nokkrum sinnum á mínútu þar til menn hætta að anda. Þá deyja þeir úr súrefnisskorti.“ Dauðsföll vegna ópíumeitrunar „Fram til 1995 fengum við nánast ekkert dauðsfall vegna ópíumeitrun- ar, það er af völdum morfíns, heró- íns eða þessara sterku verkjalyfja,“ heldur Þórarinn áfram. „Í skýrslum frá rannsóknarstofu Háskólans í lyfjafræði var ekki getið um nein dauðsföll af þeim ástæðum. Nú hefur þetta aukist, fyrst og fremst eftir að morfínfaraldurinn fór af stað hér á landi upp úr 1998. Það þarf ekki að koma mönnum á óvart. Það er mjög áberandi að þeir sem eru að deyja úr okkar hópi deyja mjög ungir, marg- ir fyrir fertugsaldurinn. Það eru talsverð afföll úr þessum hópi sjúk- linga. Við fundum sárlega fyrir því um og eftir árið 2000 hvað við vorum að missa marga úr okkar hópi. Þá vorum við að fara inn í breytt ástand með tilkomu morfínfíknarinnar.“ Í ársskýrslu SÁÁ fyrir árið 2004 kemur fram að nýir sprautufíklar sem komu á Vog á því ári og notuðu morfín voru 47. Þá höfðu alls 769 einstaklingar greinst með ópíum- efnavanda á síðustu tíu árum. Nýju tilfellin af ópíumefnafíkn höfðu aldrei verið fleiri en 2004, þegar þau voru 117 talsins. Í júní 2005 kemur enn fram hjá talsmönnum Vogs að ópíumfíklum fjölgi stöðugt. Fíkn í lyf sem ávísað er af læknum sé orðinn aðalvandi 7-10 prósenta þeirra sem komi á sjúkrahúsið. Um sé að ræða róandi og örvandi ávanalyf og sterk verkja- lyf, ópíumefni eða morfínefni. „Þess vegna höfum við lagt svo mikla áherslu á viðhaldsmeðferðina við ópíumefnunum því aðalkostur hennar er að fækka dauðsföllum hjá ungu fólki, auk þess að koma í veg fyrir að það smitist af lifrarbólgu C og öðrum sýkingum,“ segir Þór- arinn. „Einnig minnka félagsleg vandamál og oft ná menn nokkuð eðlilegri félagslegri virkni, jafnvel svo mikilli að hægt er að tala um að þeir gjörbreytist og séu orðnir edrú. Viðhaldsmeðferðin gengur því mjög vel sem slík, þótt ekki sé mikið um það rætt.“ Tæplega fimmtíu í viðhaldsmeð- ferð Nú eru tæplega fimmtíu manns í viðhaldsmeðferð á Vogi. Þórarinn segist hafa reiknað það út að það spari útskriftir á 150 þúsund töflum af contalgini á ári. Ekki eru nema tvö ár siðan þessi hópur sjúklinga var þrjátíu manns, en hefur farið hraðfjölgandi. Og alltaf bætast nýir fíklar við. „Þessi meðferð er engu að síður öll í uppnámi,“ heldur Þórarinn áfram. „Það hafa ekki fengist til hennar þeir fjármunir sem þarf. Það er ekki einu sinni að við fáum lyfjakostnaðinn greiddan. Engu að síður er viðhaldsmeðferðin það eina sem getur komið í veg fyrir dauðs- föll af þessum toga. Það er ein af meginröksemdunum fyrir því að halda þessari meðferð úti.“ Hann segir flesta morfínfíklana, sem noti að mestu contalgin, koma á Vog af höfuðborgarsvæðinu. Auk contalginsins noti þeir örvandi efni í bland. „Síðan fáum við alltaf menn frá útlöndum, einkum Amsterdam og Kaupmannahöfn, sem eru margir hverjir að koma úr heróínneyslu. Heróínið hefur borist hingað í mjög litlum mæli með einstaklingum en það hefur aldrei farið nema í næsta nágrenni við þá svo vitað sé. Það hefur aldrei, að ég viti, farið að neinu magni á markað hér.“ FRÉTTASKÝRING JÓHANNA SIGÞÓRSDÓTTIR jss@frettabladid.is Fyrsta gervihnettinum í Galileo-verkefni Evrópu- sambandsins var skotið á loft í vikunni. Verkefn- ið er svar Evrópu við GPS-staðsetningartækni Bandaríkjamanna en mun verða samhæft því kerfi að fullu þegar fram líða stundir. Hvað er Galileo? Evrópa þarfnast gervihnattastaðsetningartækn- innar óháð öðrum og tilgangur Galileo-verkefnis- ins var að koma slíku kerfi á fót í samstarfi en jafn- framt samkeppni við hina bandarísku GPS-tækni sem mjög hefur rutt sér til rúms víða um heim, þar á meðal hér á Íslandi. Hvernig virkar þetta? Staðsetningartæknin virkar á þann hátt að hægt er að staðsetja hvað sem er hvenær sem er með mikilli nákvæmni alls staðar í heiminum og er slík tækni þegar orðin mörgum ómetanlegt hjálpar- tæki. Besta dæmið er um jeppamenn hér á landi sem nýta sér tæknina til að staðsetja sig nákvæm- lega uppi á hálendinu. Skiptir þá engu hvort skyggni er gott eður ei. En tæknin eykur einnig öryggi annars staðar. Margar bifreiðar eru með slíka tækni og þau er hægt að nota til að leiðbeina fólki um bestu leið- irnar. Tæknin er mikið notuð í flugi og á sjó af sömu ástæðum. Hver er framtíðin? Um nokkurt skeið hafa verið uppi hugmyndir um að taka gjald af ökumönnum fyrir hvern ekinn kílómetra, meðal annars í Bretlandi og á Íslandi. Slíkar mæling- ar yrðu framkvæmdar að öllu leyti með slíkum stað- setningartækjum og engin leið að svindla. Ekki er úr vegi í framtíðinni þegar verð á hverju einstöku tæki verður orðið lágt að til að mynda bændur setji slík tæki á búfénað þegar rekið er til fjalla. Þannig er hægt að tryggja að eftirlegukindur verða engar á haustin. FBL GREINING: GALILEO-VERKEFNIÐ Svar Evrópu við GPS SPRAUTUFÍKLAR Morfínfíknin sem hélt innreið sína hér á landi í kringum aldamótin breytti vondu ástandi margra fíkla í verra. Margir látast hér á landi á ári hverju af öndunarhömlun sem þessi eiturlyf valda. ÞÓRARINN TYRFINGSSON Yfirlæknirinn á Vogi segir stórt skarð höggvið í sjúklinga- hópinn á þessu ári. 134 sjúklingar af Vogi létust fyrstu átta mánuði ársins FJÖLDI GREINDRA ÓPÍUM- OG MORFÍNFÍKLA Fjöldi greindra morfínfíkla sem sprauta í æð á sjúkrahúsinu Vogi 1994- 2004 Konur Karlar Alls Látnir Konur Karlar Misnotkun morfíns 27 89 126 4 1 3 Morfínfíkn 44 102 146 10 4 6 Morfíntilfelli alls 71 191 272 14 5 9 Fjöldi greindra ópíumfíkla á sjúkrahúsinu Vogi 1994- 2004 Konur Karlar Alls Látnir Konur Karlar Misnotkun ópíumefna 91 201 292 14 0 14 Ópíumefnafíkn 209 268 477 33 10 23 Ópíumtilfelli alls 300 469 769 47 10 37 22.693 1997 1999 200520032001 SVONA ERUM VIÐ FJÖLDI ÍBÚA Í KÓPAVOGI SÍÐUSTU ÁR Heimild: Hagstofa Íslands 24.291 25.352 26.468 Fuglar taldir Um háveturinn fer iðulega fram fugla- talning sem Náttúrustofnun Íslands stendur fyrir. Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur og ljósmyndari, tekur þátt í talningunni. Hvernig fer fuglatalning fram og hvenær? Þetta er miðsvetrartalning, hún fer fram um það leyti sem dagarnir eru stystir, oftast milli jóla og nýárs. Hverjir sjá um talninguna? Hver sem vetlingi getur valdið tekur þátt, áhugamenn sem atvinnumenn, enda ekki það mikið um fuglafræð- inga á landinu. Fólk sem vill hjálpa við talninguna setur sig einfaldlega í samband við Náttúrustofnun.. Hvaða áhrif hafa niðurstöðurnar? Talningin getur gefið mjög góða mynd af sveiflum og og tegundasamsetn- ingu, sérstaklega ef sama fólkið telur sama svæði mörg ár í röð. SPURT OG SVARAÐ FUGLATALNING Jóhann Óli Hilmarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.