Fréttablaðið - 29.12.2005, Blaðsíða 10
10 29. desember 2005 FIMMTUDAGUR
Tegund Ver› me› afslætti
Pathfinder XE beinskiptur 3.590.000,-
Pathfinder SE beinskiptur 3.950.000,-
Pathfinder SE sjálfskiptur 4.090.000,-
Pathfinder LE sjálfskiptur 4.590.000,-
Pathfinder LE IT 4.790.000,-
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00
ÉG ÆTLA EKKI A‹
HANGA INNI Í VETUR
7 manna, cruise control, spólvörn, skri›vörn,
regnskynjari og miklu meira.
PATHFINDER
NISSAN
SKIPT_um landslag
Gagnasafn opnað Bókasafn Reykja-
nesbæjar hefur opnað netaðgang að
gagnabanka safnsins um Suðurnes í
tilefni þess að fyrsta tölublað mán-
aðartímaritsins Faxa kom út fyrir 65
árum. Á vef bæjarins kemur fram að
meginuppistaðan sé tilvísanir í greinar
og fréttir í Faxa. Að auki muni í honum
vera valdar heimildir um Suðurnes úr
bókum og tímaritum. Slóðin er www.
reykjanesbaer.is/bokasafn.
SVEITARSTJÓRNARMÁL
LÖGREGLA Skemmdir voru unnar
á þremur stöðum á Suðurnesjum
um hádegisbilið í fyrradag.
Lögreglan í Keflavík segir að
rétt fyrir klukkan tólf hafi borist
tilkynning um að brotin hafi verið
rúða í útihurð í Reykjaneshöllinni
í Njarðvík. Örfáum mínútum fyrr
var tilkynnt um að brotnar hefðu
verið fimm rúður í valtara sem
geymdur var við bílaþjónustu í
Grindavík. Þá var klukkan tólf til-
kynnt um veggjakrot á suðurhlið
Samkaupa í Njarðvík. Á staðnum
fundust úðabrúsar.
Ekki er enn vitað hvaða
skemmdarvargar voru þarna á
ferðinni. - óká
Ófundnir skemmdarvargar:
Rúðubrot og
málað á vegg
FANNFERGI Í KÓREU Mikið hefur snjóað
á Kóreuskaga að undanförnu og hafa
opinberir starfsmenn vart haft undan við
að hreinsa götur og torg. Fólk hefur látist
vegna kuldans og mikið rask hefur orðið á
skólastarfi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Fjölskyldan hornsteinninn Átta
af hverjum tíu íbúum Argentínu segja
fjölskylduna vera hornstein samfélagsins
enn þann dag í dag samkvæmt könnun
Gallup þar í landi. Er þetta svipað hlut-
fall og hjá öðrum þjóðum Rómönsku
Ameríku.
Mafían að störfum Ofbeldi fer
vaxandi á götum Buenos Aires. Morðum
og skipulögðum tilræðum fer fjölgandi
og telur lögreglan í borginni að upp-
gangur sé á ný innan raða argentínsku
mafíunnar.
ARGENTÍNA
KITGUM, AP Lýtaaðgerðir hafa
gefið fórnarlömbum limlestinga
í Úganda nýja von. Enginn veit
hversu margir hafa þar orðið fyrir
barðinu á uppreisnarmönnum
Byltingarhers drottins, sem staðið
hafa fyrir bardögum í norðurhluta
landsins síðastliðin nítján ár.
Sabina Abwo er eitt fórnar-
lambanna, en uppreisnarmenn-
irnir skáru eyru hennar og varir
af andlitinu. Abwo var tekin til
fanga er hún var að safna eldiviði
í grennd við flóttamannabúðir og
taldi að ætlun uppreisnarmann-
anna væri að drepa hana. Þess
í stað var hún hins vegar send
afskræmd til baka, öðrum sem
ekki studdu ríkisstjórnina víti til
varnaðar.
Skurðirnir hafa að sjálfsögðu
valdið fórnarlömbum þeirra mikl-
um þjáningum. Mikil skömm þjak-
ar fólkið og ryk og flugur komast
í eyru þeirra auk þess sem þau
eiga í miklum vandræðum með að
borða og drekka.
Nú hefur fólkinu hins vegar
borist hjálp, en fyrr í þessum
mánuði fóru teymi sjálfboðaliða
á vegum alþjóðlegu samtakanna
Læknar án landamæra, hollenskra
stjórnvalda og læknasamtaka til
Úganda. Þá voru varir græddar á
fimmtán sjúklinga með skurðað-
gerð, en teymin munu í kjölfarið
koma til landsins á þriggja til sex
mánaða fresti til þess að veita
sjúklingum eftirmeðferð og gera
fleiri aðgerðir.
Ekki er vitað hversu lengi
verkefninu verður haldið áfram,
en það veltur á fjármögnun þess
og því hversu margir sjúklingar
gefa sig fram.
Að minnsta kosti tuttugu
manns hafa þegar sóst eftir því að
fá lækningu, en einungis var hægt
að gera að sárum fimmtán þeirra
fyrsta kastið þar sem búnaður er
af skornum skammti.
Byltingarher drottins er talinn
hafa numið um 25 þúsund börn
brott frá fjölskyldum sínum og eru
börnin meðal annars notuð sem
bardagamenn eða kynlífsþrælar.
Börnin eru meðal annars neydd
til þess að skera eyru eða varir af
fólki og þeim síðan sagt að þau fái
aldrei aftur samþykki samfélaga
sinna eftir að hafa framið slíkan
voðaverknað. helgat@frettabladid.is
Lýtaaðgerðir
gefa nýja von
Uppreisnarmenn hafa skorið eyru og varir af fjölda
fólks í langvinnri borgarastyrjöld í Úganda. Lýta-
læknar hafa nú gert aðgerðir á fimmtán manns.
FÓRNARLAMB UPPREISNARMANNA Sabina Abwo er ein þeirra sem misstu eyru og varir í
borgarastyrjöld sem geisað hefur síðastliðin nítján ár í norðurhluta Úganda. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FERÐAMÁL Formaður Félags leið-
sögumanna segir brýnt að sett verði
lög sem skilyrði leiðsögumenn til að
vera með starfsleyfi. Þróun síðustu
ára kalli mjög svo eftir þessu.
„Það hafa sennilega allir leið-
sögumenn hér á landi lent í því að
með fyrsta hópnum, sem verið er
að leiðsegja, komi hópstjóri sem
punktar allt vel hjá sér og tekur
eftir öllu sem fram fer,“ útskýrir
Ásta Óla Halldórsdóttir, formaður
félagsins. „Svo þegar næsti hópur
kemur þylur þessi hópstjóri það
sem hann lærði af leiðsögumannin-
um fyrir ferðamennina og þar með
finnst þeim þeir ekki þurfa leið-
sögumann lengur.“
Þessir hópstjórar eru á mjög
lágum launum sem leiðsögumenn
geta ekki keppt við, segir Ásta Óla,
en þeir beita síðan öðrum brögðum
til að drýgja tekjur sínar. „Svo selja
þeir margir hverjir miða á söfn á
mun hærra verði og taka mismun-
inn sjálfir. Einnig láta þeir borga
matinn fyrir fram og fara svo fram
á afslátt á veitingastöðunum og
aftur er kominn nokkur mismunur
sem þeir geta stungið í vasann,“
segir Ásta.
Hún segir einnig kominn kurr
í rútubílstjóra sem verði að fylgja
hörðum reglum og vera með ýmis
leyfi upp á vasann en svo komi
erlendir ökumenn í unnvörpum
með stóra hópa sem ekkert eftirlit
sé haft með. - jse
Formaður Félags leiðsögumanna vill að lög verði sett um starfsleyfi:
Segir leiðsögumenn einnota
FERÐAMENN Á ÍSLANDI Íslenskir leiðsögu-
menn þjálfa upp hópstjóra sem síðan gera
leiðsögumenn óþarfa í augum þeirra sem
að ferðunum standa.