Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.01.2006, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 03.01.2006, Qupperneq 4
4 3. janúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Heilsugæsla á höf- uðborgarsvæðinu var um áramót- in sameinuð í eina stofnun. Innan stofnunarinnar verða heilsugæslustöðvarnar í Garða- bæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mos- fellsbæ, Reykjavík og á Seltjarn- arnesi, alls 15 heilsugæslustöðvar, auk Heilsuverndarstöðvarinnar og Miðstöðvar heimahjúkrunar í Reykjavík. Starfsmenn stofnunar- innar eru alls um 600 og forstjóri hennar er Guðmundur Einarsson. Tvær nýjar heilsugæslustöðv- ar verða opnaðar í janúar, Heilsu- gæslan Fjörður í Hafnarfirði og Heilsugæslan í Glæsibæ í Reykja- vík. ■ Höfuðborgarsvæðið: Heilsugæsla sameinuð ELDSVOÐI Ólafur J. Óskarsson, varaformaður Hjálparsveitar skáta í Hveragerði, segir sveitina ekki fá bætta fjóra vélsleða sem brunnu á gamlársdag. Sleðarnir eru gjörónýtir. Trygging sveitarinnar nær ekki yfir vélknúin ökutæki og því verð- ur sveitin að bera skaðann af snjó- sleðamissinum sjálf. Sama gildir um Ford-sendibifreið sem stóð fyrir utan húsnæðið og kviknaði í í brunanum. Hún er að sögn Ólafs J. þó ekki ónýt en mikið skemmd. Matsmenn tryggingafélags sveitarinnar skoðuðu húsið í gær. - æþe Bruninn á gamlársdag: Fjórir vélsleðar ekki tryggðir BRUNINN Í HVERAGERÐI Hér stendur Ford- sendibifreiðin sem fæst ekki bætt. Hún skemmdist ekki mikið. FRÉTTABLADID/KIDDI RÓT SÝRLAND Nefnd á vegum Samein- uðu þjóðanna sem rannsakar morð- ið á Rafik Hariri, fyrrum forsæt- isráðherra Líbanons, vill yfirheyra Bashar Assad Sýrlandsforseta eftir að Abdel Halim Khaddam, fyrrver- andi varaforseti landsins, sakaði hann um hlutdeild í morðinu. Í samtali við Al-Arabiyya-sjón- varpsstöðina fyrir helgi sagði Khaddam að nokkrum mánuðum fyrir banatilræðið í febrúar 2005 hefði Assad hótað Hariri öllu illu héldi hann áfram andstöðu sinni við að framlengja valdatíma Emiles Lahoud, forseta Líbanons. Khaddam sagði jafnframt útilokað að sýrlenska leyniþjónustan hefði skipulagt slíkt tilræði án vitundar forsetans. Nefnd SÞ sem fer með morðrannsóknina vill því ræða við Assad um málið, svo og Farouq al- Sharaa utanríkisráðherra. Khaddam var varaforseti Sýr- lands frá 1984 til 2004 en féll í ónáð og hefur dvalið í París undanfarna mánuði. Á sunnudaginn samþykkti svo stjórn Baath-flokksins að reka Khaddam úr flokknum og stefna honum fyrir landráð. „Ljóst er að Khaddam er orðinn þátttakandi í samsæri Ísraela og Bandaríkja- manna sem miðar að því að grafa undan einingu Sýrlands og stefnu þess,“ segir í yfirlýsingu sem rík- isfréttastofan SANA birti. - shg Fyrrverandi varaforseti Sýrlands ásakar forseta landsins um samsæri: Forsetinn verði yfirheyrður MEÐAN ALLT LÉK Í LYNDI Litlir kærleikar eru á milli Bashars Assad (til vinstri) og Abdels Halim Khaddam í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJARAMÁL Vélstjórafélag Íslands, Landssamband íslenskra útvegs- manna og Samtök atvinnulífsins gerðu þann 29. desember nýjan kjarasamning um kjör vélstjóra á fiskiskipum. Gildistími nýja samningsins er til 31. maí 2008. Samningurinn er í meginatrið- um sambærilegur við samninga útvegsmanna við önnur stéttar- félög sjómanna. Þó eru frávik, til dæmis hvað varðar greiðslur orlofs í tengslum við starfsaldur, greiðslur í styrktar- og sjúkra- sjóð og uppsagnarfrest, þannig að greitt er álag á hlut allra vél- stjóra. Einnig er boðið upp á tvær leiðir varðandi séreignarsparnað og tímakaup verður greitt vegna löndunar á uppsjávarfiski. Póstatkvæðagreiðsla um samn- inginn fer fram meðal starfandi vélstjóra á fiskiskipum og atkvæði verða talin 15. febrúar. ■ Nýr kjarasamningur vélstjóra: Svipaður og sjómanna FISKISKIP Vélstjórar á fiskiskipum greiða atkvæði um nýjan samning og atkvæði verða talin 15. febrúar VILNÍUS, AP MiG-29-orrustuþotur pólska flughersins tóku um helg- ina við lofthelgiseftirliti á vegum Atlantshafsbandalagsins í Eystra- saltslöndunum þremur, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Orrustuþoturnar fjórar komu í stað bandarískra þotna sem sinntu þessu eftirliti síðasta ársfjórðung. Flugherir nokkurra NATO-ríkja, Belgíu, Bretlands, Noregs, Dan- merkur og Þýskalands, hafa skipst á um að sinna eftirliti með lofthelgi Eystrasaltslandanna frá því þau fengu fulla aðild að bandalaginu vorið 2004. Löndin þrjú hafa ekki eigin flugher. ■ Lofthelgi Eystrasaltslanda: Pólverjar taka við eftirliti ÚKRAÍNA, AP Talsmenn Gazprom, rússneska gassölu-einokunarfyr- irtækisins, lýstu því yfir í gær að fyrirtækið hygðist auka gas- magnið sem það dældi til Evrópu- sambandslanda í gegnum leiðslur í Úkraínu. Daginn áður skrúfaði Gazprom fyrir alla gassölu til Úkraínu vegna deilu um verð, en það olli þrýstingsfalli í leiðslun- um sem liggja vestur í álfu og þar með skilaði sér mun minna gas þangað en áður. Þetta var tilkynnt í símskeyti sem sent var úkraínska gasfyr- irtækinu Neftogaz og var tekið fram að aukagasið sem ákveð- ið hefði verið að dæla í gegnum leiðslurnar væri til að bæta upp það magn gass sem Úkraínumenn tækju sér úr þeim. Úkraínskir ráðamenn hafa neitað því að í landinu væri stundaður stuldur á gasi sem ætlað væri vestur-evr- ópskum kaupendum. Gazprom skrúfaði fyrir gas- flutninga til Úkraínu á nýársdag eftir að þarlend stjórnvöld neit- uðu að fallast á rúmlega fjórfalda verðhækkun á gasinu. Um 80 prósent af því gasi sem Rússar selja til annarra Evrópulanda er flutt um leiðslur sem liggja um Úkraínu og fullyrða talsmenn Gazprom að nægilegt magn gass muni áfram renna um þær til að gaskaupendur vestar í álfunni verði ekki fyrir óþægindum af völdum þessarar deilu. En skömmu eftir að dregið var úr gasstreyminu inn í leiðslurnar í Úkraínu fór þrýstingur að falla í mörgum öðrum Evrópulöndum. Yfir fjórðungur alls þess jarðgass sem notað er í Evrópu kemur frá Rússlandi. Í Frakklandi sögðu talsmenn gasfyrirtækja að þar hefði gasmagnið í leiðslunum frá Rússlandi minnkað um 30 pró- sent. Verst varð Serbía þó úti; helmingi minna gas barst þangað og skömmtun var tafarlaust tekin upp. Rof á gasstreyminu til heim- ila og fyrirtækja varð þó hvergi nema í Serbíu, þar sem dreifiveit- ur gripu til varabirgða til að bæta upp gasið sem vantaði í leiðslurn- ar að austan. Ríkisstjórnir Þýskalands og fleiri ESB-landa skoruðu á stjórn- völd í Rússlandi og Úkraínu að komast tafarlaust að málamiðlun í gasverðsdeilunni. Rússar tóku um áramótin við formennskunni í G8-hópi mestu iðnvelda heims og Vladimír Pútín Rússlandsforseta er í mun að náttúruleg orkuauð- legð Rússlands skili sér betur í pólitískum áhrifum. Mest finna fyrrverandi austantjaldslöndin fyrir þessu, en þau eru háðust gas- og olíukaupum frá Rússlandi. audunn@frettabladid.is ÞRÝSTINGURINN FELLUR Hluti af jarðgasleiðslunni frá Rússlandi til Úkraínu í þorpinu Boy- arka nærri Kíev. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Gazprom heitir tryggu gasstreymi vestur Rússneska gasfyrirtækið Gazprom hét því í gær að viðskiptavinir þess vestar í álf- unni fengju sitt með skilum þrátt fyrir að búið væri að loka fyrir gassölu til Úkraínu. Megnið af því rússneska gasi sem notað er í öðrum Evrópulöndum fer um Úkraínu. Múslimar halda námskeið Samtök múslima í Danmörku hafa ákveðið að halda námskeið um íslam fyrir danska fréttamenn. Námskeiðið mun taka einn dag og er áætlað að halda það í apríl. Talsmaður múslíma í Danmörku segir ástæðuna vera skopteikningar af Allah sem birtust í Jyllands Posten síðastliðið haust. DANMÖRK Heróínfengur Tyrkneska lögreglan gerði um helgina 194 kíló af heró- íni upptæk austast í Tyrklandi, nærri landamærunum að Íran, og handtók þrjá menn grunaða um eiturlyfjasmygl. Anatolia-fréttastofan greindi frá þessu í gær. TYRKLAND 104,9002 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 62,98 63,28 Sterlingspund 108,59 109,11 Evra 74,49 74,91 Dönsk króna 9,985 10,043 Norsk króna 9,317 9,371 Sænsk króna 7,922 7,968 Japanskt jen 0,536 0,5392 SDR 89,98 90,52 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 30.12.2005 ���������������������� ���� ����������������������������������� ��� � �� ����������������������� ����������� ������ �������������������� �� ������������� ���� �������� �� �������� ������ ����� ������ ��������� ������ ��������� �������� ������ �������� ������������� ��������������� ���������������� ���������������� ��������������� ���������������� ���������������� ���������������� �������������� ���������������� �������������� �������������� �������������� ��������������� ������������� ������������ ��������������� �������������������� ������������������� �������� ��� � ������� ����� ������ �������� � � �������� � ��������� � ������� �������� �������� � �� ���� ������������� �� ������ ������������� ��� ��� ������ ��������� ��� �� � ���� ��� ��� ������� � ��� � ������������ ��� �� � � ��� �� ������ ������� ������ ��������� �� ���������� �� ��� ����������� ������� �� ���� �� �� �� �� �������� ����������� � ��������� ��������� � �� ������ �� ���������� ������� �� ��� ������������� ������������� ������������� � � � � � � � � � � � � �� � �� ������������� ������������� ������������� ������������� ������������� �� �� ��������� ������������� ��������� ���������� �� � ��
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.