Fréttablaðið - 03.01.2006, Síða 6

Fréttablaðið - 03.01.2006, Síða 6
6 3. janúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR Skráning Verslunarfrelsi og vernd–Hver er hagur neytenda? Valger›ur Sverrisdóttir, vi›skiptará›herra Hva› kostar íslenska landbúna›arkerfi›? Dr. Jón fiór Sturluson forstö›uma›ur Rannsókna- seturs verslunarinnar, Bifröst Valmöguleikar til lækkunar matvælaver›s A›alsteinn Leifsson, a›júnkt Háskólanum í Reykjavík D A G S K R Á 8:15 Valger›ur Sverrisd. A›alsteinn Leifsson Jón fiór Sturluson Morgunver›arfundur á Grand Hótel fimmtudaginn 5. janúar kl. 8:30 – 10:00 Lækkun matarver›s og landbúna›arstefna Áhrif landbúna›arstefnunnar og a›ger›ir til lækkunar matarver›s Fundarstjóri: Sigur›ur Jónsson, framkvæmdastjóri SVfi – Samtaka verslunar og fljónustu A›gangseyrir: 2500 kr. me› morgunver›i Skráning á www.fvh.is e›a í síma 511 1317 8:30 Leigubílstjóri selur dóp Lögreglan í Keflavík stöðvaði leigubílstjóra á gaml- ársdag vegna gruns um fíkniefnasölu. Hún fann amfetamín í úlpuvasa hans. Heima hjá honum fundust rúmlega þrjátíu e-pillur, nokkuð magn af vaxtar- hormónum og ólöglegt skotvopn. Málið telst upplýst. LÖGREGLUFRÉTTIR FÍLABEINSSTRÖNDIN, AP Hettuklædd- ir vígamenn gerðu árás á aðalher- stöð stjórnarhers Fílabeinsstrand- arinnar í hafnarborginni Abidjan í gærmorgun. Borgarastríð hefur staðið yfir með hléum á Fílabeins- ströndinni frá því árið 2002, en í áratugi var landið eitt það friðsæl- asta í Vestur-Afríku. Norðurhluti landsins er á valdi uppreisnar- manna en suðurhlutinn stjórnar- hollra. Í fyrstu fréttum af árásinni kom ekkert fram um hverjir staðið hefðu að henni. Hershöfðinginn Philippe Mangou reyndi að róa fólk í sjón- varpsávarpi. Árásinni hefði verið hrundið. Hann bað íbúa á svæðinu um að halda sig innandyra á meðan árásarmennirnir væru eltir uppi. Skömmu fyrir jól var mynd- uð ný ríkisstjórn, þjóðstjórn með þátttöku allra málsmetandi stjórn- málahreyfinga landsins, og var Charles Konan Barry valinn til að fara fyrir henni. Myndun hinnar 32 manna þjóðstjórnar er álitin- mikilvægur áfangi að því að koma á sáttum milli stríðandi fylkinga í landinu. - aa Átök á Fílabeinsströndinni þrátt fyrir nýmyndaða þjóðstjórn: Ráðist á herstöð stjórnarhersins AKUEDO-HERSTÖÐIN Stjórnarhermaður gengur hjá brunnu bílflaki við Akuedo- herstöðina í Abidjan í gær, eftir að árás uppreisnarmanna var hrundið. NORDICPHOTOS/AFP Hefndaraðgerð í ölæði Ungur maður brást hinn versti við því að vera vísað út af dansleik á Akranesi í síðustu viku, sótti bifreið sína og ók henni marg- sinnis á bifreið dyravarðarins sem vísaði honum af ballinu. Maðurinn, sem var ölvaður, fór síðan rakleiðis á lögreglu- stöðina og sagði frá verknaðinum. BANDARÍKIN, AP Miklir eldar hafa geisað á sléttum Oklahoma, Nýju- Mexíkó og Texas undanfarna daga. Fjórir hafa látið lífið í eldunum og á annað hundrað hús hafa eyði- lagst. ■ Skæðir sinueldar: Heilu þorpin þurrkuðust út ELDSMATUR Hús í Arlington í Texas skemmdust í eldinum um helgina. SJÁVARÚTVEGUR Kristinn H. Gunn- arsson, þingmaður Framsókn- arflokksins, telur að við upphaf kvótakerfisins fyrir liðlega 20 árum hafi stórum hluta ekki verið úthlutað á grundvelli veiðireynslu. Hann vill fá svör við því frá sjávarútvegsráðherra hve stórt hlutfall kvótans fór til manna án veiðireynslu. Í fyrirspurnum sem bíða svara á Alþingi spyr hann einnig um skerðingar við upphaf úthlutunar sem loðnu- og rækjuút- gerðir urðu fyrir. „Það átti að miða við veiði- reynslu útgerða síðustu þrjú árin áður en kvótakerfið var tekið upp. Þeir sem fengu úthlutun áttu að að fá hana í krafti veiðireynslu sinn- ar.“ Kristinn véfengir að réttur- inn hafi verið látinn helgast af veiðireynslunni. „Af hverju fengu menn úthlutað veiðirétti án veiði- reynslu? Var ætlunin að úthlutun án veiðireynslu yrði ótímabund- in og að menn nytu sama réttar og hinir sem höfðu raunverulega útgerðarsögu og veiðireynslu? Spyrja má hvort ekki sé eðlilegt að innkalla slíkan kvóta og endur- úthluta.“ Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir að líklega hafi stjórnvöld viljað taka tillit til mismunandi aðstæðna við úthlutun. „Skip gátu verið frá veiðum á viðmiðunartíman- um eða hugsanlega var um nýjar útgerðir að ræða. Núorðið er sára- lítill hluti kvótans í upprunalegri eign. Þeir sem stunda úgerð í dag hafa að mestu keypt þann kvóta sem þeir hafa til umráða,“ segir Friðrik. Kristinn segist vilja draga fram að eignarhaldið á aflaheim- ildum sé að nokkru leyti án tilvís- unar í veiðireynslu. Því sé eðlilegt að líta svo á að slíkur afnotaréttur eða kvóti sé aðeins tímabundinn. „Ég spyr hve mikið sé eftir af upphaflegri úthlutun og hver sé réttlætingin fyrir því að heim- ila framsal ef menn framselja í litlum mæli kvóta sem þeir hafa öðlast með útgerð. Eru menn nú að framselja kvótaeign sem ekki byggðist á veiðireynslu og var af öðrum tekin? Er ekki í lagi að flytja aflaheimildir til annarra í dag ef það var í lagi fyrir liðlega 20 árum?“ spyr Kristinn H. Gunn- arsson. johannh@frettabladid.is Telur forsendur til að innkalla kvóta Kristinn H. Gunnarsson telur að stjórnvöld geti innkallað kvótaúthlutun ef hún byggist ekki á veiðireynslu. Framkvæmdastjóri LÍÚ segir lítið af upphaflegri úthlutun kvóta vera enn í upprunalegri eign. KUNDALINI JÓGA eftir forskrift Yogi Bhajan - Nýtt á Íslandi! Orkugefandi - markv iss t - umbreytandi Byrjum í dag 3. janúar ALLIR VELKOMNIR Þriðjudagar og fimmtudagar 18.35-19.50 Laugardagar 10.00-11.15 Kennari Auður Bjarnadóttir. Skráning og upplýsingar: audur@vortex.is eða 8461970. www.lotusjogasetur.is AKUREYRIN EA-110 Meginreglan við upphaf kvótakerfis- ins var að miða við afla og veiðireynslu útgerða næstu þrjú ár á undan. Dæmi voru einnig um að kvóti gæti fylgt skipstjórum. Aðrir fengu kvóta án veiðireynslu og enn aðrir sættu skerðingu, segir Kristinn. BYGGÐAMÁL „Hann er kominn nýi póstmaðurinn, vaskur, enda af góðum ættum, en þetta er ekki spurning um menn heldur það hvort við getum fengið jógúrt og axlabönd þegar okkur van- hagar um það,“ sagði Baldur Vil- helmsson eftir að nýi pósturinn við Ísafjarðardjúp hafði komið að bænum í Vatnsfirði í fyrsta sinn. Súðavíkurhreppur lét gera könnun á þjónustuþörf íbúa við Djúpið og hefur nú brugðist við niðurstöðunum í samvinnu við Íslandspóst. Áfram verður farið með póstinn frá Ísafirði þrisvar í viku og tekið við sendingum í sömu ferð. Þá mun landspóstur- inn einnig flytja farþega til og frá Ísafirði og Súðavík. Gunnar Pétursson, fyrrver- andi póstur sem lét af störf- um um áramótin, sinnti einnig sveitunum við Djúpið með því að sendast fyrir menn og ná í ýmsa vöru úr bænum. „Þetta verður leyst með því að íbúarn- ir geta hringt í ákveðinn mann sem mun sinna því að skjótast eftir vörum fyrir þá og koma þeim með póstbílnum þannig að þessi þjónusta sem Gunnar hélt uppi á ekki að leggjast af,“ segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi. - jse Póstflutningar um Ísafjarðardjúp verða áfram þrisvar í viku: Nýi pósturinn við Djúpið BALDUR VILHELMSSON Í ÍSAFJARÐADJÚPI Fyrrverandi sóknarpresti í Vatnsfirði leist vel á nýja póstinn. KJÖRKASSINN Strengdir þú áramótaheit? Já 31% Nei 69% SPURNING DAGSINS Í DAG Eru starfslokagreiðslur til fyrrverandi forstjóra FL Group ásættanlegar? Segðu skoðun þína á visir.is Neyðarlög afturkölluð Jacques Chirac Frakklandsforseti hyggst tilkynna í vikunni að neyðarlög, sem sett voru í nóvember í því skyni að binda enda á óöld í innflytjendaúthverfum franskra borga, yrðu aftur afnumin. Gildistími þeirra hafði áður verið framlengdur fram í febrúar. FRAKKLAND LÖGREGLA Um hálfa klukkustund tók að klippa konu úr jeppabif- reið sem valt í gær eftir árekstur við fólksbíl á Vesturlandsvegi við Grundarhverfi á Kjalarnesi. Guðjón Baldursson, læknir á vakt á slysadeild, segir konuna ekki alvarlega slasaða. Líkleg- ast hafi hún ekki brotnað heldur aðeins tognað við veltuna, en henni var haldið á sjúkrahúsinu í nótt. Loka þurfti Vesturlandsvegi í rúma tvo tíma vegna árekstursins og mynduðust því kílómetra lang- ar raðir bíla sem voru á leið um veginn. Lögreglan segir marga hafi hringt og kvartað yfir bið- inni. Tildrög slyssins séu óljós. - gag Kílómetraraðir vegna slyss: Klippa þurfti konu úr jeppa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.