Fréttablaðið - 03.01.2006, Page 40

Fréttablaðið - 03.01.2006, Page 40
14 „Við stækkum í austur út á Pollinn og tæplega þreföldum bygging- una og verðum þá ein af stærstu líkamsræktarstöðvum landsins,“ segir Guðrún Gísladóttir, fram- kvæmdastjóri Átaks heilsuræktar við Strandgötu á Akureyri. „Við opnuðum haustið 2003 og þetta hefur bara gengið það vel að stöð- in er ekki nógu stór eins og hún er í dag. Það er lítið sem ég get bætt við og mig vantar pláss til að gera meira fyrir kúnnana. Þess vegna ákvað ég að fara út í þessar fram- kvæmdir.“ Verktakar hófu vinnuna í byrj- un desember og fylltu 28 metra út í Pollinn. „Húsið mun hafa þá sérstöðu að það stendur í raun frítt í sjó,“ segir Guðrún. Áætluð starfslok eru í lok sumarsins og gerir Guðrún ráð fyrir að stöðin verði opnuð á ný með pompi og prakt 1. september. Átak er hefðbundin líkamsrækt- arstöð sem byggir meðal annars á Les Mills-kerfunum. Þar er boðið upp á þolfimi, tæki, hlaupabraut- ir, einkaþjálfun, aðhaldsnámskeið fyrir bæði konur og karla og ýmis- legt fleira. Í dag starfa þar sautján kennarar og einkaþjálfarar. Frekari upplýsingar um stöðina er að finna á vefsíðu hennar, atakak.is. Átak þrefaldast að stærð Svo vel hefur gengið hjá líkamsræktarstöðinni Átaki á Akureyri síðan hún var opnuð árið 2003 að eigendur hennar hafa ákveðið að stækka stöðina úr tæplega 500 fermetrum í rúma 1.400 fermetra. Guðrún Gísladóttir, framkvæmdastjóri heilsuræktarinnar Átaks á Akureyri. ■■■■ { heilsublaðið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Fátt er betra í góðu veðri en að sitja út á höfn, anda að sér sjáv- arloftinu og dorga. Þegar farið er að dorga er um að gera að taka með sér gott nesti og ágætan stól, því ef veiðin er slæm gerir það ekkert til ef hitt er í lagi. Miðbæjarhöfnin hefur reynst mörgum ágæt, en til eru marg- ir aðrir góðir staðir, en höfnin í Geldinganesi hefur verið nokkuð vinsæl meðal dorgara. Kannski ekki mikil líkamsrækt en góð úti- vist, tilvalið fyrir eldra fólk. DORGAÐU EVERY BODY TELLS A STORY PÚLSMÆLAR Nýtt útlit FS1 FS3c F4 F11 RS200sd hlaupamælir F6 Söluaðilar: Útilíf Smáralind, Kringlunni og Glæsibæ // Markið // Örninn // Hreyfing Afreksvörur // Fitness Sport // Maraþon // Hlaup.is // Hreysti Maður Lifandi Borgatúni og Hæðarsmára // Halldór Ólafsson Akureyri Guðmundur B. Hannah Akranesi // Georg B. Hannah Keflavík 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.