Fréttablaðið - 03.01.2006, Síða 41

Fréttablaðið - 03.01.2006, Síða 41
15■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { heilsublaðið } ■■■■ „Farið var út í þessa rannsókn með það að leiðarljósi að safna upplýs- ingum um eldra fólk til að öðlast betri skilning á því hvernig fólk eldist,“ segir Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar. Öldrunarrannsóknin er sam- starfsverkefni Hjartaverndar og bandarískra heilbrigðisyfirvalda og er ein stærsta og ýtarlegasta far- aldsfræðilega rannsókn á heims- vísu á heilbrigði öldrunar í heim- inum. Með rannsókninni er leitast við að öðlast skýra mynd af því hvernig fólk eldist. Beinþéttni fólks er könn- uð, sem og breytingar á blóðþrýst- ingi og vitrænni getu með aldri. Fólkið sem rannsakað hefur verið tók þátt í hóprannsókn Hjarta- verndar á árinu 1967. Það þýðir að til verða gögn um viðkomandi einstaklinga yfir meginhluta ævi þess, svo hægt er að kanna hvað í líkamsstarfsemi þeirra breytist við öldrun. „Hugmyndin er sú að geta beitt þeirri þekkingu sem við náum til þess að beita forvörnum í þessum aldurshópi, þannig að fólk lifi ekki endilega miklu lengur, heldur eigi einfaldlega þægilegra ævikvöld og þurfi síður að fara inn á stofnanir og sjúkrahús,“ segir Vilmundur. Þegar hafa niðurstöðurnar svar- að mörgum spurningum og lofar rannsóknin góðu. „Eftir að hafa skoðað þær niður- stöður sem við erum þegar komin með segi ég að forvarnir eru fyrir fólk á öllum aldri, ekki bara unga fólkið,“ segir Vilmundur. Forvarnir fyrir alla Hjartavernd hefur undanfarin fimm ár staðið fyrir öldrunarrannsókn sem hátt í sex þúsund Íslendingar hafa tekið þátt í. Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar, en hátt í 6.000 manns hafa nú tekið þátt í öldrunarrannsókn Hjartaverndar. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Kaffibollinn er leið margra til rænu að morgni í skammdeginu, en kaffið er þó ekki allt þar sem það er séð. Kaffi getur hækkað blóðþrýsting ef það er drukkið í óhóflegum mæli og aukið kólesterólmagn í blóði. Þá er einnig mælt með því að ófrískar konur hemji kaffidrykkjuna sem þær frekast geta þar sem það getur haft hamlandi áhrif á járnfrásog. Kaffisvolar geta þó huggað sig við það að kaffið hefur einnig ýmis jákvæð áhrif. Það hefur til að mynda verið talið minnka líkur á gall- og nýrnasteinamyndun og draga úr hættu á ristilkrabbameini. Það skal hins vegar athugað að kaffi er afar þvaglosandi og því mikilvægt að drekka einnig annan vökva til að forðast ofþornun. Margir kjósa að fá sér í aðra tána, ef ekki báðar, þegar þeir lyfta sér upp á síðkvöldum. Allir kannast við lát- lausa síbylju um hættuna af áfengis- neyslu og afleiðingar hennar. Færri vita hins vegar að rannsóknir benda til þess að mjög hófleg áfengisneysla, sem sárafáir Íslendingar þekkja af reynslu, getur minnkað líkur á hjar- takvillum. Fjögur til fimm vínglös á viku valda því tæpast miklu heilsu- tjóni og gætu jafnvel verið til bóta. Kaffi og vín í skammdeginu Kaffið og áfengið eru haldreipi margra í grámyglu skammdegisins. En hverjir eru kostir og gallar þessara vinsælu drykkja? Fólk ætti að geta gætt sér óhrætt á kaffibolla eða vínglasi af og til.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.