Fréttablaðið - 03.01.2006, Side 48

Fréttablaðið - 03.01.2006, Side 48
22 ■■■■ { heilsublaðið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ „Við erum með mikið afreksfólk í frjálsum íþróttum og höfum verið með síðustu ár, bæði á landsvísu og heimsvísu. Það er án efa að skila sér til krakkanna,“ segir Sigurður Haraldsson, formaður stjórnar frjáls- íþróttadeildar FH, en margir þessara hæfu íþróttamanna hafa æft og æfa hjá FH. „Ég held við séum með sex eða sjö krakka sem eru á skólastyrk í Bandaríkjunum og úti um allan heim út af frjálsum íþróttum. Til frjálsíþrótta teljast allar stökkgreinarnar, kastgreinarnar og hlaupgreinarnar, svo sem langhlaup, spretthlaup og grindahlaup. „Þetta eru allt ólympískar greinar,“ segir Sigurður. Hjá FH æfa frjálsíþróttamenn á öllum aldri, og eru iðkendur um 250 talsins alls en félagarnir eru um 800. Yngsti aldurshópurinn eru fimm ára börn, og þeir elstu tilheyra öldungadeild félagsins. „Við erum með mjög hæfa þjálf- ara og æfum mest í Kaplakrika sem er æfingasvæði FH, en á veturna þegar okkur skortir innanhúsæf- ingaraðstöðu þá höfum við verið að fara í hallir í Kópavogi og víðar,“ segir Sigurður. Frekari upplýsingar um frjáls- íþróttadeild FH er að finna á vef- síðunni frjalsar.is og jafnframt er hægt að hafa samband beint við þjálfarana. Frjálsar íþróttir í Hafnarfirði Þó boltinn fái yfirleitt mesta umfjöllun á síðum dagblaðanna hefur áhugi ungs fólks á frjálsum íþróttum ekkert farið minnkandi, enda hafa íslenskir frjálsíþróttamenn náð stórkostlegum árangri á alþjóðlegum markaði seinustu árin. Ólympíufarinn Þórey Edda Elísdóttir æfir stangarstökk með FH. Hún lenti í fimmta sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Sigrún Hjálmtýsdóttir, betur þekkt sem Diddú, segist sinna líkamanum allt árið um kring. „Það skiptir svo miklu máli að vera í góðu formi ef maður er söngvari.“ Hún segist ekki ætla að brydda upp á neinni nýbreytni þetta árið en kannski fara örlítið oftar í leikfimi. „Annars eru auðvitað nýliðin jól, með stórum stöfum, og ég hélt upp á þau út í ystu æsar. Maður leyfir sér það því þá er að einhverju að vinna í líkamsræktinni, ekki alltaf bara hjakk í sama farinu.“ Diddú segist ekki mikil hlaupa- manneskja. „Ég er meira fyrir að ganga. Ég geng stundum rösklega í náttúrunni hér í Mosfellsdalnum, en það er bara á góðviðrisdögum - annars fer ég í ræktina.“ Diddú söngkona heldur sér í góðu formi. Heilsan Sjósund, brúarhopp, fjallahjól- reiðar, rafting-ferðir, fallhlíf- arstökk, vélsleðaferðir, svif- drekaflug, teygjustökk og svo f ramveg i s . Adrenalín er heilsubætandi fyrir alla þá sem hafa heilsu til, en einnig bráðnauðsynlegt fyrir þá sem eru þreyttir á tilbreytingarlausu borgarlífi. Rétt er að minna á það að gott adrenalín- stuð þarf ekki allt- af að kosta mikið, það eina sem þarf er nettur kokkteill af fífldirfsku og ævintýraþrá. Brúar- hopp getur verið hressandi í skammdeginu en þó er kannski réttast að bíða fram að sumri. Adrenalín

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.