Fréttablaðið - 03.01.2006, Side 49
23■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { heilsublaðið } ■■■■
Oft er sterk lykt af nýjum rúmfötum
og stafar þefurinn af efnum eins og
formalíni eða litarefnum sem notuð
eru við framleiðslu rúmfatanna.
Umhverfisstofnun ráðleggur
fólki því að þvo rúmfötin fyrir
fyrstu notkun því þessi efni geta
framkallað ofnæmi, sérstaklega
hjá börnum, en megnið af þessum
efnum hverfur við þvott.
Þvoðu rúm-
fötin!
Mikilvægt er að þvo öll rúmföt og vefnað-
arvöru áður en hún er tekin í notkun.
Sjálflýsandi hálsbönd eru sjaldan
holl fyrir börn og varar Umhverfis-
stofnun við notkun þeirra á heima-
síðu sinni, ust.is, en dönsk yfirvöld
hafa rannsakað þessi leikföng.
„Stjörnur sem hægt er að líma í
loft og á veggi innihalda ekki hættu-
leg efni og eru heldur ekki hættu-
legar þegar þær lýsa. Sjálflýsandi
hálsbönd, sem eru gerð úr þunnum
plastslöngum sem innihalda sjálf-
lýsandi vökva, geta aftur á móti
verið hættuleg,“ segir á síðunni, en
þessi vökvi er blanda margra efna
og þar á meðal geta verið þalöt sem
bönnuð eru í leikföngum ætluðum
smábörnum.
Sjálflýsandi
leikföng
Umhverfisstofnun varar við sjálflýsandi
hálsböndum fyrir börn.
Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir
setti saman námskeið sem
inniheldur hina fullkomnu
hreyfingu að hennar mati.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hreyfiland var upphaflega stofn-
að fyrir konur með börn, en eig-
andi þess og stofnandi, Krisztina
G. Agueda, á mikla íþróttamennt-
un að baki og hefur þróað sérstakt
æfingakerfi fyrir börn, mæður og
barnshafandi konur. Námskeiðin
bera öll skemmtileg heiti, eins og
bumbufimi, mæðrafimi og snill-
ingafimi. Hreyfiland hefur vaxið
og dafnað og eru mörg skemmtileg
námskeið í boði á nýju ári. Má þar
nefna dansleikfimi fyrir 20 ára og
eldri sem Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir
kennir.
„Dansleikfimin kom fyrst og fremst
til vegna áhuga hjá mér,“ segir
Kolbrún Ýr hlæjandi og bætir við:
„Þetta er nokkuð sem ég hef þróað
sem hina fullkomnu hreyfingu að
mínu mati.“ Hún segir námskeið-
ið hafa fengið góða viðtökur, enda
hafi verið þörf á danstímum fyrir
þennan aldurshóp.
„Margir telja sig þurfa að búa yfir
vissri danstækni eða kunnáttu til
að fara á dansnámskeið en dans-
leikfimi er nokkuð sem fleiri telja
sig ráða við,“ segir Kolbrún Ýr.
Meginuppistöðu tímans segir hún
vera dans, djassdans, salsa, hipp-
hopp, nútímadans eða hvað það sem
andinn blæs henni í brjóst. Í þetta er
svo blandað öllum nauðsynlegustu
styrktaræfingum, teygjum og fleiru.
„Þetta eru fyrst og fremst skemmti-
legir tímar,“ segir Kolbrún Ýr.
Hin fullkomna hreyfing
Hreyfiland er líkamsræktarmiðstöð fyrir mæður. Margt spennandi námskeiða
er þar í boði eins og bumbufimi og dansleikfimi.