Fréttablaðið - 03.01.2006, Síða 56
30
Þetta er fríði hópurinn sem hjálpar
Heiðari við Salsakennslu í Havana
Kennarar á námskeiðinu verða:
Heiðar Ástvaldsson
Harpa Pálsdóttir
Erla Haraldsdóttir en þau hafa
öll oftar en einu sinni verið á
námskeiðum á Kúbu og meðal
annars á Listaháskólanum í
Havana.
Juan Alberto Borges frá Kúbu • Konusalsa byrjendur og framhald
• Námskeið í Salsa fyrir pör og
einstaklinga
• Salsa fyrir unglinga
Þetta eru Erla Haraldsdóttir og Harpa
Pálsdóttir ásamt hinum frábæra og
fræga Salsakennara Erodys sem tók
þær og Heiðar í nokkra einkatíma
Kúbufarar sérstaklega
velkomnir á sérstakt
Kúbufaranámskeið, þar
sem við förum yfir öll
sporin, sem við lærðum
í Havana og bætum við
eftir þörfum.
10 nemendur fá 10% afslátt af ferð með Úrval
Útsýn til Kúbu 23. mars og aðrir 10 fá 10%
afslátt af ferð til Kúbu 3. apríl og geta þá eytt
einum degi í Salsa með Heiðari.
Innritun daglega í síma 551 3129 kl. 16 til 22
Heiðar sími 896 0607
E-mail: heidarast@visir.is
Salsa með Heiðari
Kennslan hefst mánudaginn 9. janúar.
Það dansa allir á Kúbu og aldurinn
skiptir ekki máli.
Reykjavík Mosfellsbæ
• Freestyle, Hip Hop
Ath.
Kennum einnig samkvæmisdansa
fyrir börn, unglinga, fullorðna
og keppnisfólk.
■■■■ { heilsublaðið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Ristil- og endaþarmskrabbamein er
eitt algengasta krabbamein beggja
kynja á Íslandi. Árlega greinast yfir
100 ný tilfelli og á bilinu 40 til 50
manns látast á ári hverju af völd-
um sjúkdómsins (miðað við árabilið
1995-1999).
Þessi krabbamein eru mun
algengari meðal eldra fólks og um
90% allra sem greinast eru eldri
en 50 ára. Karlar eru í heldur meiri
hættu en konur á að fá ristilkrabba-
mein en krabbamein í endaþarmi
leggst jafnt á alla.
Lífslíkur þeirra sem greinast með
ristil- eða endaþarmskrabbamein á
háu stigi eru um fimm ár en unnt
er að lækna það ef meinið er greint
nægilega snemma.
Yfirleitt er mögulegt að fyrir-
byggja krabbamein af þessu tagi. Það
hefur góðkynja forstig sem nefnt er
kirtilæxli og hægt er að greina löngu
áður en það veldur skaða. Fyrsta ein-
kenni sjúkdómsins er blóð í hægð-
um og með leit má yfirleitt greina
þetta forstig eða illkynja æxli á byrj-
unarstigi. Mælt er með því að fólk
yfir fimmtugu láti athuga á eins til
tveggja ára fresti hvort blóð finnist
í hægðum þeirra. Viðvarandi breyt-
ingar á hægðavenjum gefa einnig
tilefni til frekari athugunar.
Áhætta á að fá þetta krabbamein
hefur verið tengd mikilli neyslu á
rauðu kjöti, fitu og trefja- og kalk-
snauðri fæðu. Einnig eru vísbend-
ingar um hægt sé að draga úr hættu
á ristilkrabbameini með því að
minnka reykingar og áfengisneyslu
og stunda heilbrigða líkamsrækt.
Lítill hluti þessara meina er arf-
gengur og ef slík krabbamein eru
þekkt hjá nánum ættingjum þá er
reglulegt eftirlit nauðsynlegt og fólki
bent á að ræða við lækni í tengslum
við það.
Hættan minni með
reglubundnu eftirliti
Með algengari krabbameinum hérlendis er krabbamein í ristli og endaþarmi, sem ár-
lega dregur fjölda fólks til dauða.
Mecca Spa heilsuræktarstöðvarnar
hafa gengið í endurnýjun lífdaga
með nýjum eiganda, Sigrúnu Bene-
diktsdóttur, sem tók við rekstrinum
síðasta sumar.
„Við erum nýbúin að taka lík-
amsræktarsalinn í gegn og skipta
út öllum tækjum. Við erum að
fara að opna fallegan 70 fermetra
sal og ráða fleiri kennara. Opn-
unartíminn á Nýbýlavegi hefur
líka verið lengdur og nú opnum
við klukkan 6.15 á morgnana,“
segir Sigrún og bætir við að ýmis
splunkuný námskeið verði kennd
á árinu.
„Við erum að fara í gang með
þrekhringi, sem eru hóptímar þar
sem fólk færist milli stöðva. Ný
vaxtarmótunarnámskeið fyrir fólk
sem kallar á breytingu á líkama og
lífsstíl eru líka á leiðinni í janúar og
svo ætlum við að bjóða upp á jóga
fyrir barnshafandi konur.“
Mecca Spa er staðsett á Nýbýla-
vegi 24 og á Hotel Nordica.
Nýjungar hjá Mecca Spa
Sigrún Benediktsdóttir hefur gerbreytt Mecca Spa.
Mikilvægt er að leita til læknis ef einkenna verður vart svo unnt sé að lækna meinið í tæka
tíð. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES