Fréttablaðið - 03.01.2006, Síða 58

Fréttablaðið - 03.01.2006, Síða 58
32 C M Y CM MY CY CMY K ■■■■ { heilsublaðið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ „Góður þjálfari er harður þjálfari, það er ekki spurning,“ segir Sonja Gylfadóttir, einkaþjálfari hjá World Class Laugum. „En í hörku þurfa ekki að felast nein leiðindi, fólk þarfnast mest jákvæðni og hvatn- ingar frá þjálfaranum sínum.“ Sonja hefur mikinn áhuga á öllu sem viðkemur starfi sínu, sem hún segir vera afar gefandi, fjölbreytt og mannlegt. „Starfið er mitt áhugamál, þar tengist allt sem viðkemur mannlegu heilbrigði, ræktun líkama og ekki síst hugans. Hugarfarsbreyting fólks skiptir höfuðmáli, fólk þarf einfald- lega að læra að meta heilsu sína og gefa sér tíma fyrir sjálft sig því við eigum bara einn líkama og verðum að hlúa vel að honum. Sjálfrækt líkama og hugar er mikilvæg öllum, ekki síst nú á tímum þegar hrað- inn einkennir líf svo margra,“ segir Sonja, sem er sjálfstætt starfandi eins og allir einkaþjálfarar World Class. Fólk af öllum aldri, stærðum og gerðum og með mismunandi kröf- ur sækir til Sonju í einkaþjálfun. Fleiri og fleiri leita þessa dagana til einkaþjálfara, því aginn sem hann veitir hjálpar fólki við að byrja að hreyfa sig og að ná betri árangri og kemur jafnframt í veg fyrir að fólk gefist upp eftir fyrstu törnina. „Þetta er allavega fólk á öllum aldri með mismunandi kröfur og í mismunandi ástandi sem kemur til mín. Sem þjálfari legg ég áherslu á að fólk fái áhuga fyrir heilbrigði sínu og geri kröfur á sjálft sig, en markmiðin verða þó að vera raun- hæf,“ segir Sonja og bætir við að eitt það skemmtilegasta við starfið sé að fá að kynnast öllu því fólki sem sækir til einkaþjálfarans í leit að þekkingu og tilsögn um eigið heilbrigði. Sonja býr til raunhæfa æfingar- áætlun í samvinnu við hvern við- skiptavin og hjálpar honum að byrja á og halda matardagbók. Svo fylgir hún áætluninni hart eftir, gefur ráð um mataræði og hreyfingu almennt. Jafnframt segir hún mælingarnar sem gerðar eru í upphafi, svo sem þyngdar- og þolmælingar, vera skemmtilega hvatningu þegar síðari mælingar séu gerðar, því árangur sjáist þá svart á hvítu. „Umfram allt þá er ræktun lík- amans öllum nauðsynleg og það að öðlast góða heilsu ætti að vera öllum hvatning til að skella sér í gallann og mæta,“ segir Sonja brosandi. Hugarfarið mikilvægast Það er einfaldlega ekki hægt að undirstrika um of mik- ilvægi breytts hugarfars gagnvart líkamanum þegar kemur að líkamsræktarátaki, að sögn einkaþjálfarans Sonju Gylfa- dóttur. Sonja Gylfadóttir einkaþjálfari segir að fólk verði að læra að meta heilsu sína og gefa sér tíma fyrir sjálft sig. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Á nýja árinu er tilvalið að læra að öskra á framandi tungumáli og sparka eins og brjálaður maður. Aikido, júdó, tae kwon do og karate er meðal þess sem er í boði í bar- dagaíþróttum hér á landi. Liðleiki og styrkur þjálfast vel í þessum greinum sem og viðbrögð þín ef einhver ræðst á þig í dimmu húsa- sundi. En bardagaíþróttir eru hvað bestar fyrir geðheilsuna, því öll öskrin og spörkin geta ekki annað en skilað sér í gríðarlegri útrás. Bardaga- íþróttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.