Fréttablaðið - 03.01.2006, Page 70

Fréttablaðið - 03.01.2006, Page 70
 3. janúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR22 timamot@frettabladid.is Ástkær bróðir okkar og mágur, Einar Guðnason viðskiptafræðingur sem lést þriðjudaginn 20. desember síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 4. janúar næstkomandi kl. 11.00 árdegis. Gerður Guðnadóttir Sigrún Guðmundsdóttir Bjarni Guðnason Anna Guðrún Tryggvadóttir Þóra Guðnadóttir Baldur H. Aspar Bergur Guðnason Hjördís Böðvarsdóttir Jónína Margrét Guðnadóttir Sveinn Snæland Elín Guðnadóttir Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. MERKISATBURÐIR 1521 Martin Luther King er bannfærður af rómversk- kaþólsku kirkjunni vegna trúarlegra skoðana sinna. 1597 Heklugos hefst með stórum eldgangi og jarðskjálftum. 1888 Kristín Bjarnadóttir verður fyrst kvenna til að kjósa til bæjarstjórnarkosninga í Reykjavík. 1948 Þýskur togari bjargar fjórum skipverjum sem hrakist höfðu í nær átta sólarhringa á hafi úti á vélbátnum Björgu. 1990 Íslandsbanki hf. hefur starfsemi. 1993 George Bush Bandaríkja- forseti og Boris Jeltsín Rússlandsforseti skrifa undir samkomulag um að minnka kjarnorkuvopna- birgðir landanna. J.R.R. TOLKIEN (1892-1973) FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Hugrekki finnst á ólík- legustu stöðum.“ J.R.R. Tolkien var breskur rithöf- undur, þekktastur fyrir verk sín um Hringadróttinssögu. Sólveig Ólafsdóttir hefur síðastliðin sjö ár starfað sem sendifulltrúi Rauða krossins í yfir tuttugu löndum og búið til lengri tíma í Sviss, Simbabve, Kína og Srí Lanka. Hún hefur nú snúið aftur til hinnar ástkæru fósturjarðar og tekur við starfi sviðsstjóra útbreiðslusviðs Rauða kross Íslands þar sem hún mun sjá um upplýsinga- og kynningarmál. Sólveig er Reykvíkingur en ólst að hluta upp í Selárdal í Arnarfirði. Hún lauk BA prófi í ensku frá Háskóla Íslands og stundaði nám í alþjóða- stjórnmálum og blaðamennsku í Bandaríkjunum og hefur starfað við blaðamennsku og upplýsingamál allt frá árinu 1988. Áhugi hennar á starfi Rauða krossins vaknaði þegar hún starfaði við erlendu deild fréttastöðv- ar Sjónvarpsins og skrifaði fréttir um margt sem tengdist Rauða krossin- um. „Síðan á ég góðan vin sem heitir Jón Valfells og hann ber ábyrgðina á þessu,“ segir Sólveig kímin um það hvernig hún gekk til liðs við Rauða krossins. Þau Jón störfuðu saman hjá EFTA í Brussel um tíma. „Þegar Jón flutti sig yfir til Rauða krossins í Genf atti hann mér út í þetta og fékk mig til starfa,“ segir Sólveig sem sótti sendi- fulltrúanámskeið vorið 1998 og hóf síðan störf við upplýsingadeild Rauða krossins í Genf. Sólveig hefur farið víða í starfi sínu. Hún starfaði í Albaníu þegar flótta- menn komu frá Kosovo. Þá hefur hún verið við hjálparstörf í Kína, Tævan, Mongólíu, Indlandi, Pakistan og í meira en tíu löndum í Afríku en hún vann á svæðisskrifstofu í Simbabve í þrjú ár. Innt eftir því hvort eitthvert þess- ara landa sé minnisstæðara en annað segir Sólveig hvert land vera með sínu sniði og sérkennum. „Simbabve hefur óskaplega sterk ítök í mér. Þá var það sterk og mikil reynsla þegar ég fór til Tævans út af jarðskjálftum. Að fara til Mongólíu var rosalega sterk upplifun enda unnum við í miklum vetrarkuld- um, eða í allt að 50 stiga frosti,“ segir Sólveig um þau lönd sem henni eru efst í huga. Sólveig hefur sannarlega upplifað hörmungar og mannlega eymd. Það er þó ekki sú reynsla sem hún man best eftir. „Það sem stendur upp úr er lífs- viljinn og þessi mannlega reisn að stíga upp úr erfiðleikunum,“ segir Sólveig með áherslu. Hún tekur dæmi af því þegar hún starfaði að alnæmisverkefn- um í Afríkulöndum þar sem upp undir 40 prósent þjóðarinnar er sýkt. „Þar eins og annars staðar er það svo sterkt í mannskepnunni að berjast fyrir lífi og afkvæmum. Það fyllir mann frek- ar bjartsýni en að draga mann niður,“ segir Sólveig sem telur það örvandi verkefni að flytja aftur til Íslands til að setjast hér að og skjóta aftur rótum. Hún vill þó ekki slá því föstu að hún verði hér um ókomin ár. „Það er rosa- lega skemmtilegur lífsmáti að setjast að í öðru landi og ég útiloka það alls ekki en ég myndi þá helst ekki vilja gera það ein. Ef einhver vildi deila með mér þeim lífsmáta þá væri ég hæstánægð,“ segir Sólveig glettin en hlakkar til að hefja störf í næstu viku. SÓLVEIG ÓLAFSDÓTTIR: SVIÐSSTJÓRI ÚTBREIÐSLUSVIÐS RAUÐA KROSS ÍSLANDS Skýtur rótum á Íslandi VÍÐFÖRULL SENDIFULLTRÚI Sólveig Ólafsdóttir hefur starfað sem sendifulltrúi Rauða krossins í yfir tuttugu löndum síðastliðin sjö ár. Hún tekur nú við starfi sviðsstjóra útbreiðslusviðs Rauða kross Íslands. GVA ANDLÁT Álfheiður Lára Þórðardóttir, Skólagerði 14, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 28. desember. JARÐARFARIR 11.00 Þorsteinn Ingi Jónsson, Árkvörn 2b, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 13.00 María Jensen, Samtúni 28, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. AFMÆLI Vilhelm Anton Jónsson, tónlistar- og myndlistarmaður (Villi naglbítur), er 28 ára. Sölvi Blöndal tónlist- armaður er 31 árs. Úlfur Grönvold myndlistarmaður er fertugur. Matthías Jóhann- essen, skáld og fyrrverandi ritstjóri, er 76 ára. LEIÐRÉTTING Eitt ár var haft af afmælisbörn- um gærdagsins og biðst Frétta- blaðið innilegrar afsökunar á því. Rétt er að Halldór Hermannsson skipstjóri á Ísafirði varð 72 ára. Björgólfur Guðmundsson athafnamaður varð 65 ára. Þórð- ur Friðjónsson, forstjóri Kaup- hallarinnar varð 54 ára. Pjetur Sævar Hallgrímsson, kaupmaður í Neskaupsstað varð 53 ára. Jón Gnarr, skemmtikraftur og pistla- höfundur varð 39 ára og Kjartan Sveinsson tónlistarmaður í Sigur Rós varð 28 ára. FÆDDUST ÞENNAN DAG 1909 Victor Borge, danskur píanóleikari og grínisti. 1883 Clement Attlee, forsætisráðherra Breta 1945-1951. 1829 Konrad Duden, þýskur málvísinda- maður. 106 f. Kr. Sísero, rómverskur stjórn- málamaður. Á þessum degi árið 1967 andaðist Jack Ruby úr krabbameini. Ruby var eigandi næturklúbbs í Dallas og myrti Lee Harvey Oswald, meintan morðingja Johns F. Kenn- edy Bandaríkjaforseta. Stuttu áður hafði dómstóll í Texas afturkallað dauðadóm yfir honum fyrir morð- ið á Oswald og á döfinni voru ný réttarhöld. Í nóvember 1963, tveimur dögum eftir morðið á Kennedy, var Oswald færður í kjallara lög- reglustöðvarinnar í Dallas á leið í öruggari fangelsi. Mikill fjöldi fólks og fjölmiðla beið eftir að fylgjast með því þegar Oswald yrði færð- ur í burtu. Þegar Oswald kom inn í herbergið steig Jack Ruby fram og særði hann banasári með einu skoti úr skammbyssu. Ruby var þegar handtekinn en hann rétt- lætti verknaðinn með því að hann hefði verið sturlaður vegna morðs- ins á forsetanum. Sumir töldu hann hetju en hann var samt sem áður ákærður fyrir morð að yfir- lögðu ráði. Ruby átti og rak nokkrar nekt- arbúllur og dansstaði í Dallas og var að einhverju leyti tengdur skipulagðri glæpastarfsemi. Sumir samsæriskenningamenn halda því fram að Ruby hafi verið fenginn til að drepa Oswald til að hylma yfir með stærra samsæri. Ruby neitaði því og sagðist drifinn áfram af föð- urlandsást. Í mars árið 1964 var hann fundinn sekur og dæmdur til dauða. ÞETTA GERÐIST > 3. JANÚAR 1967 Morðingi morðingja lætur lífið JACK RUBY HANDTEKINN Ástkær dóttir mín, móðir okkar, systir, tengdamóðir og amma Bjarnfríður H. Guðjónsdóttir (Fríða), Orrahólum 7, Reykjavík verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 5. janúar kl. 13.00. Lára Hjartardóttir Ester Gísladóttir Haukur Barkarson Eyrún Helga Jónsdóttir Sigurður Sigurðsson Elva Rut Jónsdóttir Erna Ósk Guðjónsdóttir Þórdís M. Guðjónsdóttir Margeir Elentínusson Lára Samira Benjnouh Yann Le Pollotek Telma Rún, Mikael Elí og Sóley Nadía Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi Jóhann Jónasson frá Öxney, Sveinskoti Álftanesi lést á Vífilsstöðum föstudaginn 30. desember. Jarðaför- in fer fram frá Bessastaðakirkju föstudaginn 6. janúar kl.14.00. F.h. aðstandenda. Margrét Sigurðardóttir Elín Jóhannsdóttir Jón B. Höskuldsson Snorri Jóhannsson Hrönn Sveinsdóttir Sturla Jóhannsson Sólborg Pétursdóttir Jónas Jóhannsson Sigrún Jóhannsdóttir Sigríður Tryggvadóttir barnabörn og barnabarnabörn. 13.00 Sigríður Ásmundsdóttir, Bólstaðarhlíð 41, verður jarðsungin frá Dómkirkj- unni. 13.30 Pétur Þórarinn Þorleifs- son, síðast til heimilis að Dalbæ, Dalvík, verður jarð- sunginn frá Dalvíkurkirkju. 15.00 Jónas Tryggvi Gunnarsson frá Vík í Mýrdal, Kristnibraut 25, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.