Fréttablaðið - 03.01.2006, Side 78

Fréttablaðið - 03.01.2006, Side 78
 3. janúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR30 JANÚAR FEBRÚAR MARS APRÍL MAÍ JÚNÍ JÚLÍ ÁGÚST SEPTEMBER OKTÓBER NÓVEMBER DESEMBER OKTÓBER Baltasar Kormákur tilkynnir að hann muni sjálfur leik- stýra Mýrinni en upphaflega var gert ráð fyrir að Reynir Lyngdal myndi taka það að sér. Októberbíófest hefst með pompi og prakt en tilkynnt er að Tarantino muni sækja landið heim vegna frumsýningar Hostel, hryllingsmyndar sem hann framleiðir en Íslandsvinurinn Eli Roth er í leikstjórastólnum. SEPTEMBER Clint Eastwood hrópar „klippa“ í síðasta skipti og hópurinn hverfur af landinu. Allt lítur vel út eftir tökurnar sem vöktu mikla athygli. Kvikmyndin Strákarnir okkar er frumsýnd en í ljós kemur að gallað eintak var notað á frumsýningu. ÁGÚST Clint Eastwood mætir á klakann ásamt fríðu föruneyti. Mestur er áhuginn á Ryan Phillippe sem leikur lausum hala og Reykjavíkurmeyjarnar halda vart vatni yfir þessum snoppufríðu drengjum. Karl- peningur Reykjavíkur líkir þessu við ástandið á tímum seinni heimstyrjald- arinnar. Cameron Diaz birtist öllum að óvörum í Leifsstöð og skoðar sig um í borginni. Smástirnið Rob Schneider kemur og kynnir mynd sína European Gigolo. Myndin er leiðinleg en stjarnan skemmtir landanum á Rex. Jón Ólafsson og Hildur Vala opinbera ást sína en þetta Idol-par vekur ekki mikla hrifningu hjá aðstandendum keppninnar. Allt fer þó vel að lokum. JÚLÍ Harrison Ford stoppar hér eina nótt og tryllir ungar sem eldri meyjar á börum Reykjavíkur með fótafimi sinni. Engin kemst þó í náin samskipti við Hollywood-hetjuna. Rapparinn Snoop Dogg leikur fyrir Íslendinga og býður í partí. Hann segist elska Ísland en honum þykir víst vænt um allar þjóðir. JÚNÍ Clint Eastwood boðar komu sína hingað til lands en hann ætlar að nota svartar fjörur á Suðurnesjum sem töku- stað fyrir kvikmyndina sína, Flags of our Fathers. Duran Duran heldur tónleika í Egilshöll við mikinn fögnuð gamalla aðdáenda sem fylla húsið. Stemningin er rosaleg og gömlu poppararnir standa svo sannarlega fyrir sínu. Árið 2005 var viðburðarríkt í afþreyingariðnaðinum hér heima sem erlendis. Skilnaðir og óvænt pör, frægir gestir og uppákomur sem líða seint úr minni einkenndu þetta ár sem gárungarnir hafa nefnt Clint-(f)árið. DESEMBER Kiefer Sutherland sækir landann aftur heim í annað skiptið á einu ári. Nú er hann með rokkhljómsveitina Rocco and the Burden með sér sem heldur tónleika á Nasa. Tarantino býður í kung fu-partí og heldur mikið teiti á Rex. A Little Trip to Heaven er frumsýnd en þar leikstýrir Baltasar Kormákur Hollywood - stjörnun- um Forest Whitaker og Juliu Stiles. NÓVEMBER Quentin Tarantino mætir á klakann ásamt Eli Roth gagngert til að kynna hryll- ingsmyndina Hostel þar sem Eyþór Guðjónsson leikur eitt aðalhlutverkanna. Tarantino fellur kylliflatur fyrir landi og þjóð og tilkynnir að hann muni sækja landið aftur heim í bráð. Hann heimsækir forsetann og lætur vígja sig sem víking. Hljómsveitin White Stripes heldur magnaða tónleika í Laugardagshöllinni. Sigur Rós heldur líklega sína bestu tónleika fyrr og síðar. MAÍ Ingvar E. Sigurðsson er ráðinn í hlutverk Erlends rannsóknarlögreglumanns í Mýrinni. Miklar vangaveltur höfðu verið um hver myndi hreppa þetta eftirsótta hlutverk, en sú niðurstaða að velja Ingvar fékk blendin viðbrögð. Baltasar Kormákur, leikstjóri myndarinnar, taldi Ingvar hafa „aldurslaust“ yfirbragð. Kvikmynd Dags Kára, Voksne Mennesker, var frumsýnd hér á landi eftir að hafa fengið misjöfn viðbrögð gagnrýnenda á Cannes. OKTÓBER Breski Leikarinn Daniel Craig er valinn til þess að leika ofurnjósnar- ann James Bond í næstu myndinni um kappann. Mun myndin heita Casino royale. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að fá mótleikkonu á móti Bond. Hafa Angelina Jolie, Sienna Miller og Scarlett Johansson allar hafnað hlutverkinu. SEPTEMBER Ofurfyrirsætan Kate Moss fær á baukinn í fjölmiðlum þegar myndir birtast af henni sniffandi kókaín. Fyrir vikið missir hún fjölda auglýsingasamninga og orðspor hennar bíður hnekki. Hún skráir sig í meðferð og hættir með dópistanum Pete Doherty þar sem hann hefur yfirmáta slæm áhrif á hana. JÚLÍ Michael Jackson er sýknaður af ákæru um kynferðislegt ofbeldi gagnvart ungum dreng. Aðdáendur hans um allan heim fagna en orðspor söngvarans fellur hratt hjá almenningi. ekki ósvipað og sölutöl- urnar á plötunum hans. DESEMBER Grínleikarinn góðkunni Richard Pryor fellur frá. Pryor hafði barist við MS- sjúkdóminn lengi vel en varð að láta í minni pokann að lokum. Spjallþáttastjórnandinn Johnny Carson yfirgefur einnig þennan heim. NÓVEMBER Ofurparið Nick Lachey og Jessica Simpson skilja eftir einungis tveggja ára hjónaband. Að þeirra sögn skilja þau sem góðir vinir. MAÍ Sjötta og seinasta myndin í Star Wars-seríunni er frumsýnd. Myndin, sem nefnist Revenge of The Sith, verður aðsóknarmesta mynd ársins og er lofuð í hástert af gagnrýnendum víða um heim. JANÚAR Jennifer Aniston og Brad Pitt segja veröldinni frá því að hjónaband þeirra sé orðið að engu og hafi þau nú ákveðið að skilja að borði og sæng. Skilnaðurinn verður ekki formlegur fyrr en í september. Grunar marga að Angelina nokkur Jolie eigi hlut að máli og hafi tælt til sín Brad við tökur á spennumyndinni Mr. and Mrs. Smith. FEBRÚAR Mugison kom sá og sigraði á íslensku tónlistarverðlaunahátíðinni sem haldin var snemma í febrúar. Hlaut hann verðlaun fyrir bestu poppplötuna, besta lagið, umslag ársins og sem vinsælasti flytjandinn. FEBRÚAR Réttarhöldin yfir Michael Jackson hefjast í Kaliforníu í Banda- ríkjunum. Er Jackson ákærður fyrir að hafa misnotað dreng kynferðislega. Hefur málið tekið mjög langan tíma og dregst enn frekar á langinn á árinu 2005. MARS Athafnamaðurinn Eyþór Guðjónsson hreppti aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd eftir Eli Roth sem ber heitið Hostel. Er þetta fyrsta kvik- myndahlutverkið sem Eyþór hefur tekið að sér. Komu nokkrir íslenskir leikarar til greina í hlutverkið, svo sem Auðunn Blöndal og Rúnar Freyr Gíslason. Eyþór skaut þeim öllum ref fyrir rass og hreppti rulluna. MARS Tom Cruise og Katie Holmes tilkynna að þau séu saman. Það á eftir að verða umfjöllunarefni slúð- urblaðanna næstu mánuðina. Cruise mætir til Opruh Winfrey og hoppar á húsgögnunum þegar hann tilkynnir henni og umheiminum að hann sé ástfanginn upp fyrir haus. APRÍL Kvikmynd Dags Kára, Voksne Mennesker, er valin til sýninga á hinni virtu kvikmyndahátíð í Cannes í Frakklandi. Verður hún sýnd í svokölluðum Un Certein Regard-flokki, en í þann flokk eru einungis valdar um tuttugu kvikmyndir sem þykja sérstaklega athyglisverðar, hvaðanæva úr heiminum. JÚNÍ Sjötta bókin um galdrastrákinn Harry Potter kemur út og rýkur bókin út eins og heitar lummur. Tilkynnt er að höfundurinn J.K. Rowling, muni hefjast handa við seinustu bókina eftir áramót. Hvað bar hæst á árinu 2005? JANÚAR Kiefer Sutherland fagnar nýja árinu hér á landi. Hann kom skömmu síðar fram í þætti Davids Letterman og lýsti gamlárs- kvöldinu hér sem geðveiki.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.