Tíminn - 05.11.1976, Page 5
Föstudagur S. nóvember 1976
TÍMINN
5
NYJUNG I f
BÚSTAÐAKIRKJU
Auglýsið í Tímanum
Jón Sigurðsson
tekur aftur við
starfi
róðuneytis-
stjóra í fjórmóla-
róðuneytinu
Frá 1. nóvember hefur Jón
Sigurðsson, ráðuneytisstjóri,
tekið að nýju við starfi sinu i
f jármálaráðuney tinu eftir
tveggja ára leyfi frá störfum,
segir í frétt frá ráðuneytinu.
Höskuldur Jónsson, sem verið
hefur settur ráðuneytisstjóri,
mun taka að nýju við starfi skrif-
stofustjóra frá og með næstu ára-
mótum. Hefur Höskuldi Jónssyni
verið falið sérstaklega að starfa
að gerð kjarasamninga á næsta
ári.
Þá hefur Þorsteini Geirssyni,
lögfræðingi, sem verið hefur
deildarstjóri tekjudeildar og
settur skrifstofustjóri, veriö falin
forstaða tolladeildar ráðuneytis-
ins i stað Þorsteins ölafssonar,
sem nýverið tók við starfi fram-
kvæmdastjóra Kisiliðjunnar h.f.
Þorsteinn Geirsson mun gegna
starfiskrifstofustjóra til 1. janúar
n.k.
Loks hefur Arni Kolbeinsson,
lögfræðingur, verið settur
deildarstjóri i ráðuneytinu og fal-
in forstaða tekjudeildar ráðu-
neytisins. Arni Kolbeinsson er
fæddur 17.7. 1947. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um i Reykjavik 1967 og embættis-
prófi i lögfræði 1973. Hann stund-
aði framhaldsnám i skattarétti
við Oslóarháskóla á árunum 1974
og 1975. Arni hóf störf i ráðuneyt-
inu 1973. Hann er kvæntur Sigriði
Thorlacius.
Gangbrautar-
Ijós tekin
í notkun
Gsal-Rvlk — Tekin hafa veriö f
notkun gangbrautarljós á
Hafnarfjarðarvegi rétt sunnan viö
Vífilsstaöaveginn og eiga þau aö
auövelda mjög umferö fólks yfir
þennan fjöifarna veg. Gang-
brautarljós þessi eru þannig, aö
sá gangandi vegfarandi, sem þarf
aö fara yfir veginn, ýtir á hnapp á
staurnum og kviknar þá skömmu
siöar grænt ljós fyrir hann, en
rautt fyrir bila.
Sunnudaginn 7. nóvember verð-
ur messaöað venju kl. 2 siðdegis I
Bústaðakirkju i Reykjavik. En sú
nýbreytni verður tekin upp, að
eftir að guðsþjónustu lýkur verð-
ur kirkjugestum boöiö aö ganga
til hinna vistlegu saiarkynna
safnaðarheimilis kirkjunnar, þar
sem sóknarnefndin býöur upp á
kaffisopa og kirkjugestum gefst
tækifæri til þess aö leggja spurn-
ingar fyrir predikarann eöa ræöa
frekar hina ýmsu þætti ræöu
hans. En dr. Björn Björnsson,
prófessor mun stiga I stólinn við
guðsþjónustuna og flytja predik-
un dagsins.
Það heyrist oft, að predikun sé
erfiðasti þáttur messunnar, og
stundum fari kirkjugestir heim
með fleiri spurningar, sem ræðan
hefur vakið, en þær sem hún hef-
ur svarað. Hvaö sem því liður, er
það von forystumanna Bústaða-
kirkjusóknar, að kirkjugestum
þyki þessi nýbreytni þess virði að
gefa henni gaum og kynna sér,
hvað hún hefur upp á að bjóöa.
Ekki er það þó ætlunin, að hér
sé um aðeins eitt einstakt tæki-
færi að ræða. Prófessorarnir dr.
Björn og dr. Þórir Kr. Þórðarson
munu skiptast á um þaö að
predika i Bústaðakirkju fyrsta
sunnudag hvers mánaðar vetrar-
langt, og mun dr. Þórir stiga i
stólinn fyrsta sunnudag I desem-
ber.
Þá er einnig vert að vekja
athygli á þvi, aö barnagæzla er
starfrækt meðan á messu stend-
ur. Ekki vegna þess, aö börn séu
ekki velkomin, það sannar barna-
samkoman, sem er á hverjum
sunnudagsmorgni ki. 11, heldur
vegna þess að betur er unnt að
njóta messunnar I eðlilegri kyrrð
kirkjunnar. Er heldur ekki aö efa,
að börnin kunna vel að meta leik-
fangasafn þaö, sem Heildverzlun
Ingvars Helgasonar hefur gefiö
kirkjunni. Séra ólafur Skúlason
íþróttahús í
byggingu í Vindóshlíð
Sumarstarfi K.F.U.K. I Vindás-
hlið er lokið að þessu sinni. Þar
með lauk 30. starfsári sumar-
starfsins. Fyrstu árin var dvalið I
tjöldum en fljótlega reis þar
myndarlegur skáli. Var hann að
mestu byggður I sjálfboðavinnu
og fyrir frjáls framlög velunnara
starfsins. Arið 1958 var gamla
kirkjan á Saurbæ á Hvalfjarðar-
strönd flutt upp I Vindáshlið. Var
hún endurvigð 16. ágúst 1959.
1 sumar var hafin bygging 390
fermetra iþróttahúss. Það teikn-
uðu Guðmundur og Björgvin R.
Hjálmarssynir. Var lokið viö að
steypa plötuna á liðnu sumri. Til
fjáröflunar fyrir bygginguna i
Vindáshlið hafa Hliðarstúlkur
efnt til happdrættis og veröur
Reykvikingum boðið aö kaupa
miða á laugardag.
Skeifan kynnir Onasse sófasettið.
Onasse, sófasetútf setn fartf hefur sicjurjor um Evrópu. Frábœr hönnun
og fagvinna býóur þá hvílá sem sóst er eftir. Selt gegn póstkröfu.
Onasse sófasettió fæst hjá okkw.
SMlimVI-GlO SIMI 44144m.K.IÖRGARIV SIMI /(">71