Tíminn - 05.11.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.11.1976, Blaðsíða 9
Föstudagur 5. nóvember 1976 TlMlNN‘ 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur GIslason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, sfmar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðal- stræti 7, simi 26500 — afgreiösluslmi 12323 — augiýsinga- simi 19523. Verö I lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f. Rógsherferðin nýja í forystugrein Timans siðastl. miðvikudag, var sýnt fram á, að stjórnmálaskrif hafi orðið mál- efnalegri siðustu áratugina en áður var, en nú væru hin gömlu persónulegu niðskrif að hefja göngu sina aftur undir nafninu rannsóknarblaða- mennska. í grein eftir Þráin Valdimarsson, sem nýlega birtist hér i blaðinu, er vikið á athyglis- verðan hátt að þessu afturgengna fyrirbrigði, sem beinist mjög að þvi að koma óorði á stjórn- málamenn. Þráinn segi m.a.: „Málefnaleg gagnrýni er hverjum manni nauð- synleg. Stjórnmálaflokkar og forsvarsmenn þeirra hafa aldrei þurft að liða fyrir það, eftir þvi sem ég þekki, að þeir fengju ekki eðlilegt aðhald frá hinum margvislegu félagssamtökum innan flokkanna. Er ekki einnig nokkuð ljóst fyrir öllum, sem eitthvað hafa fylgzt með islenzkri pólitik, að hin harða samkeppni stjórnmálaflokkanna, oft i tvi- sýnni baráttu i kjördæmunum, um fylgi kjós- enda, leiðir af sér, að hver og einn leitar eftir snöggum bletti, sem hægt er að nota á andstæðing sinn eða andstöðuflokk? Engin starfsemi i landinu er undir annarri eins smásjá og stjórnmálastarfsemi. Engir einstak- lingar hafa verið og eru undir eins harðri gagn- rýni og stjórnmálamenn. Við þessu er ekkert nema gott að segja, meðan menn gæta velsæmis i gagnrýni sinni, en það er nauðsynlegt ekkert sið- ur þeim, sem gagnrýna en þeim, sem fyrir henni verða. En hvernig stöndum við i dag, hvað þetta snert- ir? Er það nokkur ósanngirni að segja, að við sé- um komnir langt af réttri leið? Eru ekki dæmin ljóslifandi fyrir okkur? 1 stað heilbrigðrar mál- efnalegrar gagnrýni, böðlast menn áfram með alls kyns órökstuddum sleggjudómum, lymsku- legum rógi, hvar sem þvi er við komið, dylgjum um „tengsl” stjórnmálamanna við glæpaverk og yfirhylmingu þeirra við slika iðju. Það, sem hlýtur að vekja hvað mesta furðu þeirra, sem um þessi mál hugsa, er að harðast er sótt að þeim stjórnmálamönnum, sem þekktastir eru fyrir festu og heiðarleika i störfum sinum. Nægir i þessu sambandi að minna á aðförina að dómsmálaráðherranum. ’ ’ Grein sinni lýkur Þráinn Valdimarsson með þessum orðum: „Ég minntist á það i upphafi þessara orða, að okkur íslendingum væri sennilega meira virði en nokkrum öðrum að njóta lýðræðis og frelsis. Frelsis til fr jálsrar hugsunar, sköpunar og starfs. Ekki til niðurrifs og afskræmingar á flestu, sem gert er og gert hefur verið. Það er eitthvað meira en litið að i uppeldi þess fólks, sem telur sig helzt geta öðlazt pólitiskan frama með þvi að af- skræma alla hluti. Ef svo er komið hjá okkur, er stutt i það, að lýðræðinu sé hætt og þar með þvi frelsi, sem við njótum. öfgaöflin i þjóðfélaginu munu fagna þvi, að þessi darraðadans haldist sem lengst. Þetta vinnur fyrir þau eins og sjálf- malandi kvörn. Er ekki nauðsynlegt, að almenningur hætti að láta sér nægja að vera mataður i pólitik? Heldur taki virkan þátt i pólitisku starfi stjómmála- flokkanna og kynni sér þannig af eigin reynd störf þeirra og markmið.” Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Nýtt mútumál vekur athygli í Washington Stjórn Suður-Kóreu ásökuð um að múta þingmönnum Þinghúsiö I Seoul, höfuöborg Suöur-Kóreu, annaö hiö stærsta I heimi mótmælir hins vegar harölega öllum ásökunum um, að hún hafi skipulagt einhverja mútustarfsemi I Bandarikjun- um, heldur hafi hún unnið að umræddum hagsmunamálum Suður-Kóreu eftir venjulegum diplómatiskum leiðum og m.a. eingöngu haft samband við þingmenn eða þingnefndir á þann hátt. Hún heldur þvi jafnframt fram, að Norður- Kóreustjórn hafi komið á framfæri umræddum sögnum um mútustarfsemi stjórnar Suður-Kóreu og sé tilgangur hennar með þvi að draga at- hyglina frá eiturlyfjasölu Norður-Kóreum anna á Norðurlöndum, sem nýlega varð upplýst um og mikla at- hygli hefur vakið. TIL VIÐBÓTAR þessu hafa bandarlskir fjölmiðlar upp- lýst, að leyniþjónusta Suö- ur-Kóreu fylgist nákvæmlega með Kóreu-mönnum, sem eru búsettir I Bandaríkjunum, og gera þeim þeirra, sem eru andvígir stjórn Suður-Kóreu, margvíslegar skráveifur. Leyniþjónustur erlendra ríkja fá að starfa i Bandarikjunum, ef samkomulag hefur náðst um, að bandarlska leyniþjón- ustan megi starfa opinber- leága I viðkomándi löndum. Slfkt samkomulag er milli Bandarikjamanna og Suður- Kóreu. Bandarisku blöðin telja, að stjórn Suður-Kóreu sé ekki ein um það að halda uppi mútu- starfsemi til þess að reyna að hafa áhrif á þingmenn og aðra valdamenn i Washington. Af hálfu bandariskra stjórnvaida er reynt að hafa strangt eftir- lit með þessu, og yfirleitt er þeim, sem reka upplýsinga- eða áróðursstarfsemi fyrir er- lend rlki I Washington, skylt að skrá sig og fá þá vissa viöurkenningu I staöinn. A þennan og annan hátt er reynt aö tryggja, að þessi starfsemi fari fram fyrir opnum tjöld- um. Aösjálfsögðu missa menn þennan rétt, ef þeir gera sig seka um mútur. Þ.Þ. SAMKVÆMT frásögnum bandariskra fjölmiðla er ný- lega hafin i Washington rann- sókn á viðtækri mútustarf- semi, sem sögð er hafa verið skipulögð af stjórn Suður- Kóreu i þeim tilgangi að hafa áhrif á afstöðu þingmanna til málefna Suður-Kóreu, en þingið fjallar m.a. um fjár- framlög til efnahagsaðstíÁar þar og um dvöl bandariskra hersveita i landinu. Hvort tveggja er stjórn Suður-Kóreu að sjálfsögðu mikið áhuga- mál. A Bandarikjaþingi hefur þeim röddum farib fjölgandi, sem halda þvi fram að draga eigi úr umræddum fjárfram- lögum og flytja beri banda- riskan her heim frá Suður- Kóreu, þar sem mikill auka- kostnaður fylgir dvöl hans þar. Það er þvi skiljanlegt, aö stjórn Suður-Kóreu vilji hafa áhrif á afstöðu bandariskra þingmanna i þessum efnum, en hitt er jafn óeðlilegt og ó- sæmandi, að reynt sé að gera það með mútum að tjaldabaki. Samkvæmt áðurnefndum frásögnum hefur viðskipta- höldur frá Suður-Kóreu, Park Tong Sun, haft a.m.k. hluta þessarar miklu starfsemi með höndum. Hann er búsettur i Washington og fæst meðal annars við verzlun á hris- grjönum og oliu. Auk þess rekur hann klúbb, George Towne Club, sem er eftirsóttur kvöldverðarstaður. Bæði Ford forseti og kona hans eru heið- ursfélagar þar ‘og þurfa þvi ekki að greiða neitt sérstakt aðgöngugjald, og sama gildir um alla dómara hæstaréttar og helztu ráðherrana. Þessir aðilar hafa þó ekki verið neitt bendlaðir við meinta mútu- starfsemi Parks, en það mun algengt, að bandariskir leið- togar leyfi viðurkenndum klúbbum að skrá sig sem heið- ursfélaga, þótt þeir mæti þar sjaldan eða ekki. SAMKVÆMT þvi, sem banda- risku fjölmiðlarnir skýra frá, hefur Park fengið árlega frá 500.000-1.000.000 dollara frá rikisstjórn Suður-Kóreu til ráðstöfunar i áðurnefndu Park Tong Sun skyni. Alls er talið, að hann hafi haft samband á einn eða annan hátt við um 90 þing- menn. Fæstir þeirra hafa þó fengið fé af honum, en örfáir munu hafa viðurkennt, að hann hafi lagt nokkra upphæð i kosningasjóð þeirra, en slikt var leyfilegt, ef féð var ekki notað til persónulegra þarfa. Annars hvilir mikil leynd yfir rannsókn þessara mála, og blöðin játa að þau hafi enn ekki neitt til að styðjast viö, nema óstaðfestar sögusagnir. Ein sagan er sú, að ameriska leyniþjónustan, CIA, hafi komið fyrir hlustunartæki á skrifstofu Parks, forseta Suð- ur-Kóreu, en þar hafi þeir nafnarnir rætt um skipulagn- ingu umræddrar starfsemi. CIA hafi þvi lengi verið kunn- ugt um þetta og fylgzt með þessu. Stjórn Suður-Kóreu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.