Tíminn - 19.11.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.11.1976, Blaðsíða 3
Föstudagur 19. nóvember 1976 3 Fyrirsjáanlegt var, að ofnar færu sundur á innan við tveim árum í Hrísey — en þó var ekki gripið til ráðstafana til að koma í veg fyrir það HV-Reykjavik — Menn eru, aö vonum, óhressir yfir hitaveitunni hér i Hrisey. Efnainnihald hita- veituvatnsins hefur valdið þvi að bæði ofnar i húsum og jafnvel leiðslur I veggjum húsa. hafa farið i sundur og nokkrir aðilar hafa orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni af þessum völdum. Mest tjón hefur orðið i þeim húsum þar sem ofnar hafa bilað meðan enginn var heima, og fólkið hefur komið að öllu á floti, sagði Björgvin Jónsson oddviti i Ilrisey, i viötali við Timann i gær. Áður en hitaveita var tengd i Hrisey, fóru fram mælingar á holu þeirri sem hitaveituvatnið er Ný gang- brautarljós i gær voru tengd ný gangbrautar- Ijós á Hringbraut i Reykjavik á móts við Umferðarmiðstöðina, en á þessum stað er ávallt mikil um- ferð bifreiða og eiga gangandi vegfarendur oft i erfiðieikum með að komast leiöar sinnar yfir göt- una. Ljósmyndari Timans G.E. tók þessa mynd i gærmorgun er verið var að tengja þessi nýju Ijós. fengiðúr. Mælingar þessarleiddu i ljós að bæði salt og súrefni var mjög mikið i vatninu — það mikið, að ef hitaveitan yrði tengd beint, eins og áætlað var, án þess að gerðar væru sérstakar ráð- stafanir til þess að minnka súr- efnisinnihald vatnsins, yrði tær- ing það mikil f ofnum, að þeir myndu,að minnsta kosti þunnir stálofnar, tærast i sundur og eyði- leggjast á innan við tveim árum. Þrátt fyrir þetta ákvað sveitar- stjórnin i Hrisey að tengja hita- veituna beint. — Ég get engu svarað til um það hvers vegna ekki var tekið tillit til þessarar vitneskju, sagði Björgvin Jóns- son, oddviti, enda var ég ekki orðinn oddviti hér á þessum tima. Hins vegar held ég að betra sé að spyrja sérfræðinga okkar að þessu, en það var verkfræöistofan Vermir, sem var ráðgjafafyrir- tæki okkar i sambandi við þetta . Timinn náði i gærkvöldi sam- bandi við Matthias Matthiasson, tæknifræðing hjá Vermi. Matthias, sem þá var kominn heim til sin, baðst undan þvi að svara spurningum um þetta mál fyrirvaralaust. Nokkuð væri um liðið og vildi hann kanna skjöl fyrirtækisins varðandi þetta fyrst, til þess að vera viss um að gefa nákvæm svör. Vélbóturinn Jón Ágúst: Steytti á skerí en komst klakklaust til hafnar Gsal-Reykjavik — Um klukkan átta I gærmorgun koin vélbátur- mn Jón Ágúst GK-60 til hafnar í Sandgerði — þá orðinn mjög siginn. og vatn byrjaö aö leka litillega á milli lestar og lúkars. A bryggjunni beiö slökkviliöið og hóf þegar að dæla úr skipinu. Jón Agúst steytti á skeri norð- vestur af Reykjanesi, 'Ut af Hafnarbergi um klukkan sex i gærmorgun, en losnaði fljótlega af skerinu fyrir eigin vélarafli. Mikið gat kom hins vegar á botn skipsins og flæddi sjórinn inn i lestina. Skipiö hélt þegar áleiðis til lands, en bræla var á þessum slóðum I gærmorgun og þungur sjór. Slysavarnafélaginu barst til- kynning um hvað gerzt hafði i gegnum Loftskeytastööina i Reykjavik og var þegar haft samband viö björgunarsveitina Sigurvon i Grindavik um að út- vega bát, sem gæti siglt á móti Jóni Agústi. Var vélbáturinn Dagfari ÞH fenginn til þess aö sigla á móti hinu sökkvandi skipi, en fyrirfram var vitað að ekki myndi vera hægt að koma dælum á milli skipanna. Hins vegar átti Dagfari að vera til staðaref eitthvað óvæntgerðist* Sem betur fór kom ekki til þess,að Dagfari þyrfti aö koma skipverjunum á Jóni Agústi til hjálpar, þvi það tókst að sigla skipinu til hafnar. Bjargaði það miklu, að skilrúm milli lestar og lúkars og lestar og vélarrúms héldu, en þó var \atn farið aö seytla inn i lúkarinn er komið var i Sandgerðishöfn. Skemmdir voru ekki fullkann- aðar i gær, en ljóst er þó, að mikil rifa er á botni skipsins. Jón Agúst GK-60 er stálbátur smiðaður árið 1960. Skipið er gert út frá Sandgerði og var á linuveiðum er það tók niöri. Endanleg ákvörðun um hita- veitutenginguna hefur þó, sam- kvæmt hlutarins eðli, legið hjá sveitarstjórn i Hrisey. Hjá Björgvin Jónssyni í Hrisey fengust i gær ennfremur þær upplýsingar að tæringin hefði unnið á ofnum af flestum teg- undum. Aðeins gamlir pottofnar hefðu staðizt hana til þessa og hafa nú verið gerðar ráöstafanir til þess að fá nokkuð af slikum ofnum, notuðum, frá Raufarhöfn, til uppsetningar i Hrisey. — Það er unnið að þvi nú að finna einhverja lausr. á þessu fyrir okkur, sagði Björgvin, og hefur mönnum meðal annars dottið i hug að bæta út i vatnið einhverjuefnisem minnka myndi súrefnið i þvi. Það sem okkur þykir verst i dag er að vita ekki hvernig ástatt er i dreifingar- kerfinu sjálfu, þvi ef það þarfnast mikillar endurnýjunar, þá verður það stór biti fyrir okkur. — Tæringin i ofnum og leiðslum i Hrisey hefur verið mun hraðari en viðast annars staðar. Ef Dal- vik er tekin til samanburðar þá kemur i ljós að pyttatæring er tvöföld i Hrisey á við pyttatær- ingu á Dalvik, en jafnatæring allt að fjórföld. Tekið skal fram að sú mikla tæring, sem orðið hefur i leiðslum i veggjum, var ekki fyrirséö. Kirkjuþing kemur saman í dag.... Nýkjörið kirkjuþing kemur sainan til fundar I dag. Kirkju- þing hafa veriö haldin annað hvort ár s.l. 20 ár, kemur þvi kirkjuþing saman i 10. sinn. Kjör- timabil kirkjuþingsmanna er 6 ár. Kirkjuþing hefst meö guösþjón- ustu i Hallgrimskirkju kl. 16.00. Að lokinni guðsþjónustunni verður þing sett i fundarsal Hallgrimskirkju, en þar verða fundir þingsins haldnir aö þessu sinni. Samkvæmt iögum um kirkjuþing skal það eigi standa lengur en tvær vikur, en ekki er vist hvort þingið muni standa svo lengi, segir i frétt frá Biskups- stofu. RUSSATRUFLANIRNAR Á FJARSKIPTUM VIÐ SKIP OG FLUGVÉLAR HÆTTAR | — að minnsta kosti í bili, segir Stefdn Arndal, stöðvarstjóri í Gufunesi | HV-Reykjavík — Þessar púlstruf lanir. sem valdið hafa okkur vandkvæðum af og til síðan í maímánuði/ eru nú horf nar, að minnsta kosti í bili. Við erum að vona, þar sem þær hafa verið minnst áberandi, en þó er það aldrei að vita, sagði Stefán Arndal, stöðv- arstjóri í Gufunesi í viðtali við Tímann í gær. — Viö höfum enga skýringu fengið á þessu fyrirbrigði, sagði Stefán ennfremur, en við höföum samband við þær stöðvar, sem við skiptum mest við, i Noregi, írlandi og Kanada, og kom þá i ljós, að þeir áttu lika í erfiöleikum með þessar truflanir. Truflanir þessar voru á tiðnibil- inu 2 Megarið til 21 Megariö og færðust til á því, þannig aö þær voru aldrei verulega lengi á sömu bylgjulengd. Norðmenn hafa sagt okkur að þeir hafi miðað þær út i Okrainu, nálægt Poltava. Þessar truflanir hafa veriö mjög hvimleiðar, því að á þessu tiönisviði erum við, og flestar aðrar þjóðir, með öll stuttbylgju- viöskipti okkar bæði við skip og flugvélar. Þetta hlýtur lika aö hafa truflað ákaflega viða, um alla Evrópu og sjálfsagt viðar en það, Auðvitað hefur þetta valdiö miklum vandkvæðum stundum, þvi þegar skilyrði hafa verið góð, hafa truflanirnar verið þaö sterk- ar, að þær hafa algerlega komið i veg fyrir viöskipti á þeim bylgju- lengdum, sem þær hafa veriö á. — ávíðavangi 1 Alþýðublaðinu I gær er fjallað um kröfugerð náms- manna. Blaðið segir: Kröfur námsmanna ,.Að undanförnu hafa háværir hópar háskólastúdenta vakið mcðýmsum tilburðum athygli á þeirri versnandi aðstöðu, sem námsmenn hafa til fram- haidsnáms, ekki sizt þeir, sem stunda nám sitt við erlenda háskóla. Þeir hafa bent á að ekki hafi verið sinnt kröfum þeirra um upphæð námslána og endur- greiðslukjör, svo og að greiðsla þeirra hafi dregizt Það er að vísu rétt, aö námslán eru engan veginn nægjanlega há til að fram- flcyta fjölskyldum náms- manna. Meðan svo er má bú- ast viö að einhverjir hætti við nám. um stundarsakir a.m.k.; og þá eru þeir betur settir, sem geta sótt lán I vasa feöra sinna. Slikt er ekki fullkominn jöfnuður. En það er margs að gæta. i fyrsta lagi eru háskólastú- denlar ekki einir þrýstihópa i þjóófélaginu, sem veröa að sætta sig viö það hlutskipti að fá ekki kröfum sfnum fultnægt úr sjóöurn rlkisins. Flestir hópar, sem æskja einhverrar fyrirgreiðslu, hafa orðið að nægjast með málamiðlun af einhverju tagi, sumir hafa ekkert fengið. Þeir sem um stjórnvölinn halda reyna aö miöla af beztu getu án þess að seilast öllu lengra i skatt- heimtu til rikissjóðs. Lág- launahópar hafa slegið af kröfum sinum I kjara- samningum, jafnvel meöan þeir hafa horft upp á betur launaöa hópa fá riflegri umb- un.” Forréttindabarátta ,,1 öðru lagi beinist barátta háskólastúdenta ekki fyllilega að jöfnuði. Þeirra er öðrum þræði forréttindabarátta. Til dæinis hefur ekki heyrzt á úti- fundum þeirra nein kröfugerð um að veitt sé til fullorðins- fræðslu, né launafólki sé gef- inn kosturá námslánum, hvað þá námslaunum, til að mennta sig eða læra iön. Þrátt fyrir vigorð um sam- stöðu verkafólks og náms- manna, þá örlar ekki á kröfu- gerð um bætta aðstöðu verka- fólks eða láglaunahópa til hliðstæðra tækifæra. Námsmenn þurfa að gera sér grein fyrir þvi að þeir eru ekki eini þrýstihópurinn I þjóðfélaginu. Það eru ekki annars vegar þeir, hins vegar þjóöfélagiö. Þeir eru aðeins hluti einnar heildar — llkt og hlekkur f keðju. Að sama skapi verða þeir, sem ræða þessi mál að gera sér grein fyrir þvf, að það er heldur ekki ætlazt til að þeir, sem stunda nám verði að búa við miklum mun lakari lifskjör. Það hefur verið fundið að þvf að stúdent- ar noti námslán til að kuupa sér h Ijóm f lutningstæki, áfengi- og jafnvel leyfi sér þann munað að geta og ala börn! Þarna er skammt öfg- anna I milli.” í þjónustu öfganna „Ljóst virðist vera að hús- bændurnir i menntamálaráðu- neytinu og forsprakkar stúdenta tala ekki með öllu sama tungumál. Það er for- senda þess að mál leysist. Úti- fundir og sirkustilburðir auka engan skilning, og margt af þvi, sem talsmenn stúdenta hafa látið frá sér fara gerir aöeins illt verra, — og stund- um er eins og óskað sé þess eins að um málið sé fjallað af öfgahópum á báðar hliðar. Þeir námsmenn, sem gengið hafa um götur hafa ekki nægi- Framhald á bls. 19.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.