Tíminn - 19.11.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 19.11.1976, Blaðsíða 17
Föstudagur 19. nóvember 1976 17 Snillingur Klempel skaut FH á bólakaf skoraði 13 mörk hjá FH-ingum og Slask sigur 22:20 FH-ingar réöu ekki við hina frábæru vinstrihandar- skyttu/ Pólverjanna Jerzy Klempel, þegar þeir mættu WKS Slask Wroclaw í Evrópukeppni meistaraliða i Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Snillingurinn Klempel var algjörlega óstöðvandi — hann skoraði 13 mörk og FH-ingar réðu ekkert við hann, þrátt fyrir að þeir reyndu að láta „skugga" elta hann um allt í síðari hálf leiknum. Þessi frábæri leikmaður, sem gerði FH-ingum lifið leitt, er mesti handknattleiksmaður, sem hefur sést á fjölum Laugardals- hallarinnar, siðan Gunnlaugur Hjálmarsson var og hét. Klempel GEIR HALLSTEINSSON.... er hér stöðvaður á siðustu stundu. Það er Klempel sem sést i bakið (nr. 5) á. Timamynd Gunnar. ,,Við mættum þarna hópi af villidýrum” Danir óhressir yfir HM-leik Portúgala gegn þeim í Lissabon „Ekkiknattspyrna,heldur strið”, sagði I fyrirsögn eins af stærstu dagblöðum Kaupmannahafnar I gær, eftir að Danir höfðu tapað landsleik sinum i Portúgal 1-0. Leikurinn, sem fór fram i Lissa- bon i fyrrakvöld, vai4-Jiöur i heimsmeistarakeppninni i ár. t einu dönsku blaðanna, Tabloid B.T., sagði i gær: ..Leikurinn var harður af hálfu beggja liða, spilaður var lélegur fótbolti, með áminningum, brottrekstri af velli og kilingum, þegai/ verst lét. Hann liktist meir styrjöld en knattspyrnu”. Ekstra Bladet ;tók i svipaðan streng, en það birti myndir frá leiknum á forsiðu, með eins orðs fyrirsögn: „Hneyksli”. Ein myndanna sýndi einn af sóknarmönnum Portúgala, Fern- andes, þar sem hann hélt Per Roentved, einum af sóknarleik- mönnum Dana, kverkataki. önnur mynd sýndi danskan leik- mann koma miklu sveifluhöggi, — með vinstri hendi — á höfuð portúgalsks leikmanns. Haft er eftir dönsku leikmönn- unum, að dómarinn, Abdelka Aouissi, hafi dæmt heimamönn- um mjög i ' vil, og að Portúgalirnir hafi leikið eins og geðbilaðir menn. Niels Christen Holmström, sem leikur með franska liðinu Bordeaux, sagði eftir leikinn: — Við mættum þarna hópi af villi- dýrum. Þetta var suður- evrópskur fótbolti eins og hann gerist verstur. — — Ef dómarinn sneri sér við til þess að horfa á mark Portúgal- anna, áttum við alltaf á hættu, að i okkur væri sparkað, eða við værum slegnir, jafnvel þótt við værum ekki með boltann, bætti hann við. Erik Hyldstrup, aðalritari danska knattspyrnusambands- ins, sagði i gær aö Danir myndu kæra dómgæzlu ddmarans i leiknum til alþjóða-knattspyrnu- sambandsins (FIFA). Siðari hálfleikur leiksins var sýnu harðari en hinn fyrri og var þá einum leikmanna Portúgala visað af leikvelli, en þrir aðrir, þar af tveir Danir, fengu áminn- ingu. er geysileg skytta — fjaður- magnaður og snöggur leikmaður, með mikinn stökkkraft. Hann munaði ekki um að stökkva upp langt fyrir utan punktalinu, og senda knöttinn þaðan i neta- möskva FH-inga. Klempel skor- aði 13 mörk, eins og fyrr segir — það hjálpaði honum mikið, að Birgir Finnbogason var ekki i essinu sinu i FH-markinu. Þetta einstaklingsframtak Klempel varð FH-ingum að falli. FH-ingar náðu sér ekki fullkom- lega á strik i leiknum, en leikur þeirra byggðist mest á þeim Viðari Simonarsyni og Geir Hall- steinssyni, sem áttu góöa kafla. Viðar hélt FH-liðinu á floti i fyrri hálfleik, en þá var hann afkasta- mikill og skoraði 5 mörk, en i siðari hálfleiknum vaknaði Geir til lifsins — hann skoraði þá 6 mörk, en hafði ekki tekist að skora eitt einasta i fyrri hálfleik. Evrópuleikurinn var jafn i fyrri hálfleiknum og var staðan 9:9 i leikshléi. Slask-liöið tók siðan leikinn i sinar hendur i upphafi siðari hálfleiksins og náðu þá fljótlega 5marka (19:14) forskoti. FH-ingar vöknuðu þá við vondan draum og settu á fulla ferð. Geir náði þá að sýna marga af sínum gömlu, góðu sprettum — og undir hans stjórn náðu FH-ingar að jafna (20:20) þegar 6 minútur voru til leiksloka. En það dugði þeim ekki — Pólverjarnir skoruðu tvö siðustu mörkin og tryggðu sér sigur 22:20. Það er ekki að efa, að FH-ingar hefðu unnið sigur á Pólverjunum, ef þeir hefðu náð að sýna sinar Sigmundur Ó. Steinarsson IÞROTTIR réttu hliðar, og ef markverðirnir hefðu varið eitthvað af skotum Pólverjanna. Mörk FH-liðsins skoruðu Geir 6, Viðar 6(1), Þór- arinn 3, örn 2, Guðmundur Arni 1, Janus 1 og Kristján 1. — SOS Þeir þurfa að standa í ströngu... 18-manna landsliðshópur valinn Kristján Sigmundsson, hinn ungi og efnilegi markvÖrður hjá Þrótti, er nú kominn i landsliðs- hópinn i handknattleik, sem byrjar að æfa af fullum krafti undir stjórn Januzar Cherwinsky, landsliðsþjálfara, og undirbúa sig fyrir HM-keppnina i Austurrlki. Þeir 18 leikmenn, sem skipa landsliðshópinn, eru: Jón Karlsson...........Valur Bjarni Guðmundsson.....Valur Þorbjörn Guðmundsson.... Valur GeirHallsteinsson.......F.H. Viðar Simonarson .......F.H. Þórarinn Ragnarsson....F.H. Ami Indriðason........Grótta ViggóSigurðsson......Vikingur BjörgvinBjörgvinsson. .Vikingur Þorbergur Aðal steinsson...........Vikingur Magnús Guðmundsson.. Vikingur Ólafur Einarsson.....Vikingur AgústSvavarsson.........l.R. SigurðurSveinsson ...Þróttur Gunnar Einarsson.....Haukar BirgirFinnbogason.......F.H. ÓlafurBenediktsson.....Valur Kristján Sigmundsson ... Þróttur Hörður Sigmarsson úr Haukum var valinn i hópinn, en hann gaf ekki kost á sér, þar sem hann stendur i ströngu námi. —SOS Mörg verkefni framundan hjá landslíðinu í handknattleik: „Ef strákarnir standa sig vel þá er hæpið að gera breytingar með því að kalla ,,útlendingana" heim, segir Karl Ben. — Við munum undirbúa lands- liðið eins vel fyrir Heims- meistarakeppnina í Austurriki, eins og við getum, sagði Sigurður Jónsson, formaður H.S.Í. þegar hann kynnti undirbúning lands- iiðsins fyrir biaöamönnum i gær, en. undirbúningurinn fyrir HM- keppnina er einhver mesti undir- búningur, sem islenzkt landsiið hefurfengið fyrir stórkeppni, fyrr eða siðar. Sigurður sagði, að það yrðu 59 landsliðsæfingar hjá landsliðinu, undir stjórn Januzar Cherwinsky, landsliðsþjáifara — 14 landsleikir og 10 opinberir æfingaleikir. Januz mun byrja að þjálfa landsliðið af fullum krafti um helgina, enþá verða 6 æfingar hjá landsliðinu i Reykjavik og Hafnarfirðí, en siðan verður haldið áfram af fullu fram að HM- keppninni i Austurriki, og æft og leikið nær daglega, og suma dag- ana tvisvar sinnum á dag. Januz er mjög ánægður með æfingapró- grammið, sem hefur verið sett upp. Hann sagðist leggja mikið upp úr þvi, að æfingasókn leik- manna verði 100%, þvi að það væri ekki hægt að halda full- komnar æfingar, nema að allir landsliðsmennirnir legöu hart að sér og mættu. Januz mun einnig taka nokkra leikmenn (7) i séræfingar, þar sem ýmis atriði og leikbrellur verða æfðar — eins og gegnum- brot, og hvernig bezt er að skora mörk úr hornum. Þá er hann með markverði á séræfingum — þrisvar i viku. „Útlendingarnir” — Það er ekki ákveðið, en hugsanlegt, að „útlendingarnir” verði notaðir i HM-keppninni, sagði Birgir Björnsson, formaður landsliðsnefndarinnar i hand- knattleik, þegarhann var spurður um þaö, hvort þeir handknatt- leiksmenn, sem leika með erlendum liðum, verði kallaðir heim i landsleikina sem fram- undan eru. Birgir sagði, að Januz hefði áhuga á að fá að sjá „útlending- ana” leika, og gæti svo farið, að þeirfengju tækifæri tilað spreyta sig i V-Berlin um áramótin, þegar landsliðið tekur þar þátt i fjögurra liða keppni. Karl Benediktsson landsliðs- nefndarmaður, sagði, að þeir leikmenn, sem nú þegar hafa verið valdir, fengju sina eldskirn i þeim landsleikjum, sem eru framundan gegn Dönum og A- Þjóðverjum. Ef við stöndum okkur vel i þeim leikjum, þá er engin ástæða til að gera stór- breytingar á landsliöinu. En ef við töpum aftur á móti stórt, og sóknarleikurinn hjá okkur verður ekki beittur, þá getur svo fariö, að leikmennirnir sjálfir og við, sem sjáum um landsliöið, leitum eftir styrk frá „útlendingunum”, sagöi Karl. Karl sagði, aö þetta myndi allt skýrast eftir leikina gegn Dönum og A-Þjóðverjum, þá sjáum viö hvar við stöndum. Þá sagöi Karl, að það kæmi sterklega til greina að kalla nokkra „útlendinga” heim i janúar, og láta þá spreyta sig gegn Pólverjum og Tékkum. ,,Okkar sterkasta 115 i HM” Birgir sagði, að stefnan hjá Januzi landsliðsþjálfara væri sú að móta sterkt lið hér heima með þeim leikmönnum, sem væru til staðar —ogað sjálfsögðu yrði allt gert til að landsliðið yrði nógu sterkt fyrir B-liða keppnina i Austurriki i febrúar. Á þessú sést, að það verður nóg að gera hjá landsliðsmönnum okkar fram að HM-keppninni. Þeir leggja hart að sér, og von- andi eiga þeir eftir aö uppskera mikið 1 samræmi við þá vinnu, sem þeir leggjaá sig, undir stjórn Januzar, halda merki íslands á lofti. —SOS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.