Tíminn - 19.11.1976, Blaðsíða 20

Tíminn - 19.11.1976, Blaðsíða 20
Áuglýsingasími Tímans er LEIKFANGAHÚSIÐ Skólavörðustig 10 - Sími 1-48-06 Fifher Price leikjong eru hetmsjrceg Brúðuhús Skólar Benzinstöðvar Sumarhús Póstsendum Flugstöðvar Bílar ^ALLAR TEGUNDIR - - FÆRIBANDAREIAAA FYRIR ' Lárétfa færslu Einnig: Færibandareimar úr ryöfríu og galvaniseruöu stáli ÁRNI ÖLAFSSON & COv 40088 a* 40098 — „AAikið auka frá Portú- _in gal segir Ólafur Jóhannes- son, viðskiptardðherra, en íslendingar kaupa lítið frá Portúgal en selja þeim mikið til þess að Gsal-Reykjavik. — A fundinum gafst tækifæri til 'að ræða við portúgaiska embættismcnn vum viðskipti landanna, en þau eru ákaf- lega mikilvæg fyrir okkur, sagði ólafur Jóhannesson viðskiptaráð- herra. sem nýkominn er heim af ráðherraíundi EFTA I Lissabon. — Fyrstu niu mánuði þessa árs hafa Portúgalir keypt af okkur vörur fyrir 6.583 milijónir króna, en sömu mánuði fluttum við inn vörur frá Portúgal fyrir 211 milijónir kr. Portúgaiir leggja að sjálfsögðu mikla áherzlu á það, að hér verði breyting á, sagði viðskiptaráðherra. FRA RADHERRAFGNDI EFTA — A myndinni sjást fulltrúar íslands á fundinum, t.f.v. Kornelius Sigmundsson, varafastafulltrúi tsiands hjá EFTA, Haraldur Kröyer, fastafulltrúi ts- lands hjá EFTA, ólafur Jóhannesson, viðskiptaráöherra og aðalfulltrúi tslands á fundinum, og Þórhallur Asgeirsson ráðuneytisstjófi i viðskiptaráöuneytinu. -- Það kom ennfremur fram i ræðum ráðherra á fundinum, að vegna þess, að efnahagsástandið i Portúgal er ákaflega erfitt og þeir búa við stórkostlegan viðskipta- halla — veröi af þeirra hálfu lögð áherzla á það, að kaupa fyrst og fremst af þeim löndum, sem kaupa vörur af þeim. Það hefur verið reynt mikið af hálfu tslend- inga aðauka innflutning frá Portú- gel og viðskiptaráöuneytið hefur reynt mikið til þess en það hefur gegnið treglega af ýmsum ástæð- um. Ráðherra sagöi aö islenzk fyrirtæki hefðu fengið uppgefin nöfn á portúgölskum fyrir- tækjum, sem þau hefðu siðan skrifað til — t.d. hefði Samband isl. samvinnufélaga sýnt áhuga á að ná viðskiptum við Portúgala — „EFTA hefur verið hvati fyrir okkar iðnað" Gsal-Reykjavik — Þaö er al- mennt taliö að við höfum haft gagn af þvi aö vera i Friverzlun- arbandalagi Evrópu, að þvi leyti til, að þaö hefur veriö hvati fyrir okkar iðnað. Hins vegar erum við enn á aölögunarstigi, þannig að tollarnir eru núna 40%, en lækka um næstu áramót niöur I 30%. Þessi eru orð ólafs Jóhannes- sonar viöskiptaráðherra i samtali við Timann i gær um ráðherra- fund EFTA-rikjanna, sem haldinn var i Portúgal, 11. og 12. nóvember s.l. undir forsæti viðskiptaráðherra Portúgals, Antonio Barreto. Ólafur Jóhannesson var aðalfulltrúi ís- landsá fundinum, en meöhonum sátu fundinn þeir Þórhallur As- geirsson ráðuneytisst jóri, Haraldur Kröyer, fastafulltrúi Is- lands hjá EFTA og Kornelius Sig- mundsson varafastafulltrúi. Ráðherrafundir EFTA, Fri- verzlunarbandalags Evrópu, eru haldnir tvisvar á ári og var fundurinn að þessu sinni haldinn i höfuöborg Portúgals, Lissabon. Ólafur Jóhannesson viðskipta- ráðherra sagði, að sérstaklega. hefði verið fjallað um málefni Portúgals á þessum fundi. Mikill hluti fundartimans heföi farið I umræður um efnahagserfiðleika Portúgals og aðstoð hinna EFTA- rikjanna við landið. Iðnþróunarsjóður fyrir Portú- gal, sem stofnaður var á vegum EFTA, hefur nú tekið til starfa og hefur þegar veitt fyrsta lán sitt. Einstök EFTA-riki hafa einnig veitt Portúgal margvíslega efna- hags- og tækniaðstoð. Auk málefna Portúgals var á fundinum rætt um ástand efna- hags- og viðskiptamála i heimin- um. Komu fram áhyggjur yfir þvi, að hin hagstæða þróun efna- hagslifsins i hinum stærri rikjum hefði stöövazt i bili, og töldu ráð- herrarnir vafasamt, að hagvöxt- ur myndi aukast aftur á næstunni nema tíl kæmu sérstakar ráð- staíanir, einkum i stærstu iðn- aðarríkjunum, til þess aö örva eftirspurn og fjárfestingu og draga úr atvinnuleysinu. Meö viðeigandi aðgerðum hefur sumum EFTA-rikjunum tekizt að stemma stigu við atvinnuleysi, enda þótt það hafi sums staðar haft i för með sér óhagstæöan greiöslujöfnuð við útlönd. A fundinum var lögð áherzla á mikilvægi þess að halda verð- bólgunni i skefjum. Þá fjallaði ráðherrafundurinn um samstarfið innan EFTA og framtiðarhlutverk samtakanna. í þvi sambandi var ákveðiö að efna til sérstaks fundar Ráðgjafa- nefndar EFTA, ásamt fulltrúum frá rikisstjórnunum, til að ræða áfra mhaldandi efnahagssam- starf Evrópu. Ráögjafanefndina skipa fulltrúar frá ýmsum sam- tökum atvinriulifsins og af Islands hálfu eru i nefndinni fulltrúar frá Alþýðusambandi Islands, Félagi isl. iðnrekenda, Sambandi isl. samvinnufélaga, Verzlunarráöi Islands og Vinnuveitendasam- bandi Islands. Akveðið erað fundur Ráðgjafa- nefndarinnar veröi haldinn i Stokkhólmi 14. og 15. febrúar á næsta ári. en treglega hefði gengið að fá svör. Timinn innti ráðherra eftir þvi, hvort hann hefði sagt portúgölskum ráðamönnum frá þessum vandkvæðum i viötölum sinum við þá og hvaða skýringu þeir hefðu gefið. Ólafur sagði, að hann hefði fært þetta i tal við þá, en engin sérstök svör heföu komið við þvi. — Iðnaður er i uppbygg- ingu og sköpun i Portúgal, og það getur verið að sú sé ástæðan að einhveriu leyti. Það er tiltölulega skammt siðan breytt var um stjórnarformið, og þetta er að smákomast i eðlilegt horf, sagði hann. Að sögn Ólafs framleiða Portúgalir ýmsar vörur, sem Is- lendingar gætu keypt af þeim s.s. veiðarfæri, skófatnað, þurrkaða ávexti, vefnaðarvörur og fleira. — Við ætluðum að nota þessa ferð, sagði viðskiptaráöherra, til þess sérstaklega að ræða við- skipti við Portúgal, og það tókst að nokkru leyti, en þó ekki i þeim mæli, sem við hefðum viljað, þvi að viðskiptaráðherra Portúgals og aörir portúgalskir embættis- menn voru mjög uppteknir végna fundarins. Portúgal nýtur vaxandi vin- sælda sem ferðamannaland, og Framhald á bls. 19. II „Topp' fundur hjó EFTA Gsal-Reykjavik — Að sögn ólafs Jóhannessonar viö- skiptaráöherra var ákveðið á EFTA-fundinum i Lissabon, að cfna til svokallaðs ,,topp fundar” Efta-rikjanna og mun hann væntanlega verða hald- inn i Vin 20. mai n.k. Ólafur sagði, að þaö væri aö frum- kvæði Austurrikismanna. sein ákveðið hefði verið aö efna til þessa fundar, en á hann myndu mæta forsætisráðherr- ar og EFTA-ráöherrar aðildarrikjanna. — A þessum „topp-fundi” veröa rædd mál, sem varða EFTA og samband þess við Efnahagsbandalag Evrópu (EBE) auk samhanda EFTA viö ýmsa aöra aöiia. sagöi ólafur. „Topp-íundur” hefur ekki verið haldinn á vegum EFTA vfv,r- PALLI OG PESI v * « • IIIC9LU > trésmiðir. — Hvað ertu að rugla? — Jú, þeir slá svo marga varnagla.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.