Tíminn - 19.11.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.11.1976, Blaðsíða 9
Föstudagur 19. nóvember 1976 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Heigason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur f Aöal- stræti 7, sími 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Verð I lausasölu kr. 60.00. Áskriftargjald kr. 1.100.00 á mánuði. Blaðaprenth.f., Viðræðurnar við Efna- hagsbandalagið Það er nú ljóst, að engir teljandi möguleikar eru fyrir hendi til samkomulags milli íslands og Efna- hagsbandalagsins um gagnkvæm fiskveiðiréttindi. Ástæðan til þess er einfaldlega sú, að hvorugur aðil- inn hefur eitthvað að láta, sem verulegu máli skipt- ir, eins og nú er ástatt með fiskstofnana. Hins vegar er mikil þörf á þvi, að þessir aðilar komi sér saman um aukna vernd fiskstofnanna. Ástandið á íslandsmiðum er nú þannig, að svo nærri er gengið þorskstofninum, að islenzkir fiski- fræðingar telja, að hámarksaflinn á næsta ári megi ekki vera öllu meiri en 275 þús. smál. Á þessu ári mun þorskafli íslendinga verða um 280 þús. smál. Svipuðum afla þurfa Islendingar að ná á næsta ári, ef ekki á að skapast neyðarástand viða um land. Augljóst er þvi, að Islendingar geta ekki veitt út- lendingum á næsta ári leyfi til þorskveiða, sem ein- hverju máli skipta, en þorskurinn er sú fisktegund, sem Bretar sækjast fyrst og fremst eftir. Nokkru öðru máli skiptir um ufsa og karfa, en á þvi sviði hafa Vestur-Þjóðverjar svo rifleg veiðileyfi á næsta ári, að um frekari leyfi til ufsa- og karfaveiða getur ekki orðið að ræða. Segja má, að það gæti skapað vissa möguleika til að rýmka um veiðileyfi útlendinga, ef hægt væri að fá gagnkvæm veiðiréttindi á móti. Um slikt virðist hins vegar ekki að ræða hjá Efnahagsbandalaginu, eins og nú er ástatt með fiskstofnana á þeim svæð- um innan væntanlegra 200 milna fiskveiðilögsögu þess, þar sem íslendingar myndu helzt veiða. Ef rétt væri á málum haldið, ætti að banna sildveiðar á Norðursjó um skeið, en þótt það verði ekki gert, geta veiðileyfi íslendinga þar ekki orðið veruleg. Sama er að segja um fiskimiðin við Grænland. Þau mega heita uppurin og er þar þvi þörf stórfelldrar iiákverndar. Meðan verið er að endurreisa fisk- stofpana þar, geta veiðar Islendinga ekki orðið þar neitt að ráði. Þau veiðileyfi, sem Efnahagsbanda- lagið gæti veitt okkur við Grænland og á Norðursjó, munu sennilega alls ekki vega á móti þeim fisk- veiðiréttindum, sem íslendingar hafa þegar veitt Vestur-Þjóðverjum og Belgiumönnum á næsta ári, en sem hljóta að færast yfir á Efnahagsbandalagið sem heild, ef samningar takast við það. En þótt ekki geti orðið að sinni um frekari gagn- kvæm fiskveiðiréttindi milli Islands og Efnahags- bandalagsins að ræða, er mikil nauðsyn á þvi, að þessir aðilar reyni að ná samkomulagi um gagn- kvæma fiskvernd. Fyrir íslendinga er mikilsvert, að fiskstofnarnir við Grænland verði styrktir að nýju, t.d. bæði þorskstofninn og karfastofninn. Sama gildir um sildarstofninn á I^orðursjó. Það er lika til hagsbóta fyrir Efnahagsbandalagið, að fisk- stofnarnir við ísland verði styrktir. Eins og Lúðvik Jósepsson hefur bent á, gæti orðið mögulegt að veita þvi veiðiréttindi hér siðar, þegar fiskstofnarn- ir eru búnir að ná sér. Þá er viðhald fiskstofnanna við ísland viss trygging fyrir þvi, að íslendingar geti selt fisk til landa Efnahagsbandalagsins, en á þvi hafa t.d. Þjóðverjar mikinn áhuga. íslendingar skilja vel, að þetta ástand getur skap- að Bretum vissa erfiðleika, en þó aðeins i bili. Vegna útfærslunnar á fiskveiðilögsögu Efnahags- bandalagsins i 200 milur skapast nýir stórauknir möguleikar fyrir brezka útgerð, sem eiga að geta bætt henni að fullu og öllu veiðitapið við ísland. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Deilur Tyrkja og Grikkja harðna Þróun hafréttarmdlanna eykur þær Makarios EITT af þeim vandamálum, sem bíða Jimmy Carter, þegar hann tekur við for- setaembættinu, og reynzt get- ur honum erfiður hnútur að leysa, er deila Tyrkja og Grikkja. Vandi Carters getur orðið enn meiri sökum þess, að hann tók i kosningabar- áttunni ótvirætt afstöðu með Grikkjum, einkum i sambandi við Kýpurdeiluna, en hann gagnrýndi Kissinger mjög fyrir afskipti hans af henni. Ýmsir andstæðingar Carters töldu þessa afstöðu hans stafa af þvi, að hann væri að sækjast eftir fylgi manna af griskum ættum, en þeir eru allfjöl- mennir i Bandarikjunum og hafa viða mikil áhrif, m.a. á þingi Bandarikjanna, en þar hafa þeir hvað eftir annað stöövað f járveitingar til Tyrkja eða gert það að skil- yrði fyrir þeim, að Tyrkir drægju her sinn frá Kýpur. Það þykir nú liklegt, að þessi svokölluðu grisku öfl á Banda- rikjaþingi láti enn meira taka til sin eftir að Carter er setztur að i Hvita húsinu. Hvergi utan Bandarikjanna var sigri Carters lika meira fagnað en á Kýpur, eða þeim hluta eyjarinnar, sem lýtur stjórn Grikkja. Makarios forseti gaf öllum opinberum starfs- mönnum fri daginn eftir for- setakosningarnar i Banda- rikjunum til þess að fagna sigri Carters. EN ÞAÐ er viðar en i Banda- rikjunum, sem Grikkir mega sin miklu betur en Tyrkir á áróðurssviðinu. Þannig hefur allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna nýlega samþykkt til- lögu með öllum greiddum atkvæðum gegn atkvæði Tyrkja einna, þar sem skorað var á Tyrki að flytja heim her sinn frá Kýpur og hefja jafn- framt viðræður við Grikki um lausn Kýpurmálsins. Slikar samþykktir hafa áður verið gerðar á þingi Sameinuðu þjóðanna, en Tyrkir látið þær eins og vind um eyrun þjóta. Hið sama munu þeir einnig gera nú. Þeir halda áfram óbreyttum herafla sinum á Kýpur og vinna að þvi að skipuleggja þar nýtt tyrkneskt riki, sem nær nú yfir um 40% af flatarmáli eyjarinnar, enda þótt tyrkneski minnihlutinn á , Kýpur sé ekki nema um 20% ibúa. Grikkir, sem bjuggu viða á þessu svæði, hafa flestir ýmist flúið eða verið hraktir i burtu. Allar horfur virðast nú á, að Kýpur muni i náinni framtið skiptast i tvö riki, en tyrkneska rikið mun þó ekki njóta viðurkenningar annarra en Tyrkja einna og tilvera þess muni eingöngu byggjast á þvi, að Tyrkland verndar það með hervaldi. Talið er, að nú sé um 40 þús. manna tyrk- neskur her á Kýpur. Það er hins vegar fleira en Kýpur, sem veldur ósátt Tyrkja og Grikkja um þessar mundir. Eyjarnar, sem Grikkir ráða yfir á Eyjahafi og eru sumar skammt undan ströndum Grikklands, valda einnig alvarlegum deilum og stafar það af þróun hafréttar- mála. Lýsi Grikkland yfir 12 milna landhelgi i stað þriggja nú, geta þeir lokað flestum siglingaleiðum Tyrkja um Eyjahaf. Þá lizt Tyrkjum enn verr á, ef Grikkir lýsa yfir 200 milna efnahagslögsögu. Þá öðlast þeir réttindi til að vinna oliu og önnur auðæfi úr hafs- botni skammt undan ströndum Tyrklands. Tyrkir berjast þvi fyrir þvi, aö sér- reglur verði látnar gilda, þegar þannig er ástatt, og hafa reynt að fá þvi fram- gengt á hafréttarráðstefnum, en með litlum árangri. Stjórnir landanna hafa reynt að ná samkomulagi um sérlega skipan þessara mála, en það hefur strandað til þessa. Tyrkir hafa ótvirætt gefið til kynna, að þeir muni beita hervaldi til að koma i veg fyrir, að Grikkir noti þennan umdeilda rétt sinn, og gæti það hæglega leitt tii striðsátaka milli landanna. ÞESSAR deilur Tyrkja og Grikkja hafa þegar haft veru- leg áhrif á utanrikisstefnu þeirra, sem m.a. hefur valdið erfiðleikum innan Atlants- hafsbandalagsins. Grikkir hafa ótvirætt gefið til kynna, að þeir ætluðust til stuðnings af hálfu bandalagsins og yrði hann ekki veittur, gæti það 'leitt til úrsagnar Grikkl. úr þvi. Til að árétta þetta, hafa Grikkir hætt þátttöku i hernaðarlegu samstarfi innan bandalagsins og þrengt veru- lega aðstöðu þá, sem Banda- rikjaher hefur haft i Grikk- landi. Nýlega hefur Kara- manlis forsætisráðherra Grikklands hafnað tilboði Luns, framkvæmdast jóra Nato, að bandalagið taki að sér milligöngu, og sýnt með þvi vissa vanþóknun á banda- laginu. Þótt Grikkir séu þannig ekki ánægðir með afstöðu Nato og Bandarikj- anna, telja Tyrkir. að þessir aðilar hafi verið hliðhollari Grikkjum en sér. Tyrkir hafa þvi' einnig þrengt að her- stöðvum Bandarikjanna i Tyrklandi og sýnt sig þess albúna að ganga lengra i þessum efnum, og jafnvel að vingast við Rússa, þótt löngum hafi verið kalt milli þeirra og Tyrkja og þeir talið sig helzt óttast ásælni úr þessari átt. Rússar hafa lika reynt að notfæra sér þetta og sýnt Tyrkjum meiri vinsemd en áður. M.a. veitt þeim lán, sem nemur rúmlega einum milljarði dollar. Deila Tyrkja og Grikkja getur þvi vissulega orðið Carter erfitt viðfangsefni, ef Bandarikin eiga að halda áfram sæmilegri sambúð við þá báða. En Carter getur haft sér til afsökunar, að hann tók hér við slæmum arfi frá Kiss- inger, sem vegna vanþóknun- ar á Makariosi lét grisku hers- höfðingjastjórnina fá frjálsar hendur til að reyna að steypa honum úr stóli. Það gaf Tyrkj- um tækifæriö til að senda her- inn til Kýpur. Þ.Þ. Demirel forsætisráðherra Tyrklands

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.