Tíminn - 19.11.1976, Blaðsíða 13
Föstudagur 19. nóvember 1976
13
Létt lög milli atriöa.
Spjallaö viö bændur kl.
10.05. Óskalög sjúklinga kl.
10.30: Kristin Sveinbjörns-
dóttir kynnir.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar. Viö vinnuna.
Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Lögg-
an, sem hló” eftir Maj Sjö-
wall og PÞER Wahlböm.
Ólafur Jónsson flytur for-
málá að sögunni og byrjar
lestur þýðingar sinnar.
15.00 M iðdegistónleikar
Arthur Grumiaux og
Lamouréux hljómsveitin
leika „Havanaise” op. 83,
„Introduktion” og Rondo
Capriccioso” op. 28 eftir
Saint-Saens. Konunglega
filharmoniusveitin i Lund-
unum leikur „Scherzo
Capriccioso” op. 66 eftir
Dvorák og polka og fúgu úr
óperunni „Svanda” eftir
Weinberger, Rudolf Kempe
stjórnar.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 PopphornJ7.30 Ótvarps-
saga barnanna: „Óli frá
Skuld” eftirStefán Jónsson,
Gísli Halldórsson leikari les
(12).
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 Þingsjá Umsjón: Kári
Jónasson.
20.00 Tónleikar Sinfóniuhljóm-
sveitar tslands í Háskóla-
biói kvöldið áður —■ fyrri
hluti. Hljómsveitarstjóri:
Karsten Andersen. Einleik-
ari á pianó: Christina Ortiz
frá Brasiliua. „A krossgöt-
um” eftir Karl O. Runólfs-
son. b. Pianókonsert i a-
moll op. 54 eftir Robert
Schumann. — Jón Múli
Árnason kynnir tónleikana.
20.55 Leiklistarþáttur i umsjá
Hauks J. Gunnarssonar og
Sigurðar Pálssonar.
21.20 Rómansa eftir Einar
Markússon Höfundur leikur
á pianó.
21.30 (Jtvarpssagan: „Nýjar
raddir, nýir staöir” eftir
Truman Capote Atli
Magnússon les þýðingu sina
(7).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir Ljóöaþátt-
ur Umsjónarmaður: Óskar
Halldórsson.
22.40 Afangar Tónlistarþáttur
i umsjá Ásmundar Jónsson-
ar og Guðna Rúnars Agn-
arssonar.
23.30 Fréttir. Dagskrarlok.
sjónvarp
Föstudagur
19. nóvember
20.00 Fréttir og veöur
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Kastljós Þáttur um inn-
lend málefni.
21.40 A himnum er paradis — á
jöröu HangchowStutt mynd
um mannh'fið i borgunum
Hangchow, Shanghai og
Kweilin i Suður-Kina og ná-
grenni þeirra, en þetta
svæði hefur hingað til veriö
lokað Utlendingum. Þýðandi
Sveinbjörg Sveinbjörnsddtt-
ir. Þulur Ingi Karl Jó-
hannesson. (Nordvision —
Norska sjónvarpið).
21.50 Svartigaldur (Night-
mare Alley) Bandarisk bió-
mynd frá árinu 1947 Aðal-
hlutverk Tyrone Power, Jo-
an Blondell og Coleen Gray.
Stan Garlisle starfar sem
kynnir hjá farandsirkus.
Hann kemst yfir dulmáls-
lykil, sem hugsanalesarar
nota, og þykir sér nú hagur
sinn farinn að vænkast.
Þýðandi Kristmann Eiðs-
son.
23.35 Dagskrárlok
Hinrik konunqur VIII
og konur hans sex
Eftir Paul Rival
hann og hrei f meira en sjálf tónlistin og við slíkt eru tón-
ar orgelsins jafn vel ekki sambærilegir, því á slíkum
augnablikum titraði allur líkaminn af unaði. Hinrik fór
ánægður úr hvílu Elísabetar, þá var hann kyrrlátur og
upphafinn, honum fannst hann umvafinn fögru mána-
skini. Tómas Boleyn lét sem hann grunaði ekkert.
Svona leið tíminn og Hinrik varð átján ára. Faðir hans
tórði enn, einhvernveginn tókst honum að draga fram
lífið þó lítið væri eftir af lungum hans. Hann langaði
jafnvel enn til að kvænast aftur, hann bað hinnar ákaf-
lyndu Margrétar af Habsburg, hún var tuttugu og f jög-
urra ára, og hafði er hér var komið sögu reynst of jarl
tveggja kröftugra eiginmanna. Hinrik VII, stóðst haustið
og veturínn, en aprílmánuður varð honum um megn,
hvassviðriðog vorsólin brutu niður síðasta viðnámsþrótt
hans. Þegar honum varð Ijóst að hann var að deyja, vildi
hann stofna spítala og gefa nokkuð af peningum til fá-
tækra, en þá var það um seinan, hann varð því að svífa
til hins æðsta dóms hlaðinn illa fengnum auði.
Krúnan, hljóðpípan og hjónasængin.
(1509-1512)
Gleðilegur atburður
Fólkiðdáir ekki vizku. Hinrik VII, hafði gefið þegnum
sínum frið. Drykkjuskapur var fátíður. Verzlun stóð í
blóma og Frakkland greiddi skatt. Álögur innanlands
voru að vísu þungar, en það f é var geymt í ríkisf járhirzl-
unni, handbært til að greiða með öll nauðsynleg útgjöld.
Englendingar hefðu því átt að telja sig gæfumenn. En
friðurgetur af sér hugsanir um dauðann og Englending-
um leiddist.
Lögtök
Eftir kröfu tollstjórans i Reykjavik og
að undangengnum úrskurði verða lögtök
látin fram fara án frekari fyrirvara, á
kostnað gjaldenda en ábyrgð rikissjóðs,
að átta dögum liðnum frá birtingu þess-
arar auglýsingar, fyrir eftirtöldum
gjöldum:
Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi,
svo og söluskatti af skemmtunum, vörugjaldi af innlendri
framleiðslu, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, söluskatti
fyrir júll, ágúst og september 1976, svo og nýálögöum
viöbótum viö söluskatt, lesta-, vita- og skoöunargjöldum
af skipum fyrir áriö 1976, gjaldföllnum þungaskatti af
dfsilbifreiðum samkvæmt ökumæium, almennum og
sérstökum útflutningsgjöldum, aflatryggingasjóös-
gjöldum, svo og tryggingaiðgjöldum af skipshöfnum
ásamt skráningargjöldum.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik
18. nóvember 1976.
Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið
16. nóv. 1976.
Lausar stöður
Lausar eru til umsóknar tvær stööur lækna viö heilsu
' gæslustöö á Siglufiröi.
Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 14. desember n.k.
Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið
17. nóv. 1976.
Lausar stöður
Lausar eru til umsóknar tvær stööur iækna og ein staöa
hjúkrunarfræöings viö Heilsugæslustööina I Árbæ,
Reykjavík.
Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 20. desember n.k.
Stöðurnar veitast frá 1. janúar 1977.
Dauða þessa ágæta konungs var tekið með fögnuði.
Hraðboðar þustu frá Richmond á harðaspretti, með
flaksandi skykkjum, þeir hrópuðu fréttirnar á götum i
Westminster og London. Lávarðarnir riðu af stað, hóp-
um saman, ásamt fylgdarliði sínu, þessir flokkar voru
meðalvæpni. Kaupmennog iðnaðarmenn fóru í flokkum
um göturnar, þeir voru háværir og nutu aprílsólarinnar,
þeir hrópuðu þar til þeir voru orðnir hásir: „Lengi lifi
Hinrik VIII", svo lituðust þeir um eftir nýjum skemmt-
unum.
Fólkið handtók skattheimtumenn hins látna konugs, á-
samt hinum ófyrirleitnu hermönnum þeirra. Þessir
menn voru dregnir úr bælum sínum og látnir i gapa-
stokkana, sem voru á götuhornunum, þar voru þeir
grýttir með skemmdu grænmeti, fólkið skipulagði
keppnileika þar sem þeir báru sigur af hólmi er hæfðu þá
bezt þá, er voru í gapastokkunum, þegar svo lýðurinn
taldi þessa óvinsælu menn f ullbarða, voru þeir leystir og
látnir öfugir upp á gamlar bikkjur sem voru síðan
teymdar aftur og fram um göturnar. Allir tóku þátt í
þessari skemmtan, jafnvel húsfreyjur, sem steyptu
daunillum óþverra yfir þessa aumu riddara, út um
gluggana. Þegar kvöldaði kveiktu menn á kyndlum og
það var orðið framorðið þegar hinum aumu fórnardýr-
um var loks varpað í fangelsi, þar sem þeir loks fengu
hvíld í einveru og óhreinindum, þá höfðu Lundúnabúar
loks fengið fylli sína af hef nd, hrópum og víni.
Þá kom að því að hyggja að útför konungs, lík hans var
smurt, það var tekið vax mót af andliti hans, eftir því
átti svo að gera mynd, sem láta átti á líkpallinn. Graf-
hvelfingin undir kirkjugólfinu í Westminster var undir-
búin. Iðnnemar og slæpingjar komu úr borginni og söfn-
uðust saman hjá klausturkirkjunni þar var svo sem á-
gætt að deyja í apríl og vera jarðaður í maí.
Nýi konungurinn grét föður sinn, með því staðfesti
hann regluna, en vér leyfum oss að efast um, að hann
hefði vakið gamla manninn til lífsins aftur þó hann hefði
getað það. Krúnuna láta menn ekki af hendi þegar þeir
hafa einu-sinni öðlazt hana. En Guð lagði ekki þá raun á
konunginn, konungar Englands höfðu að vísu vald til að
lækna ýmsa kvilla með hálsaðgerðum, en ekki til að end-
urvekja þá dauðu. Menn mega ekki vera of metnaðar-
gjarnir.
Það er afar þægilegt að vera konungur þegar maður er
átján ára og hneigður til skemmtana. Hinrik VII, hafði
ekki verið slæmur faðir, en hann hafði haldið fast um
gull sitt. Hinn ungi Hinrik krafðist lyklanna að fjár-
geymslunni. Hann vildi fá að eyða úr f járhirzlunni, hann
ætlaði að hafa burtreiðar, hann vildi sýnaþjóðinni yfir-
burði sína í íþróttum, hann vildi eta og drekka Ijúffenga
rétti hann vildi seðja hirðina. En hann mundi líka þurfa
að stjórna en það var meira vandamál.
Konungur gat valið milli tveggja áhafna á stjórnar-
f leyið, hermanna og presta, hersins og kirkjunnar. Her-
mennirnir voru leikfélagar Hinriks, hershöfðingjar og
lávarðar, sem svo lengi höfðu verið aðgerðarlausir.
Amma hans og kennari, Fisher, studdu bæði kirkjunnar
menn. Hermennirnir voru skemmtilegir félagar, en það
var ekki laust við að þeir minntu á syndina. Kirkjunnar
menn höfðu réttlætið sín megin en þeir voru leiðinlegir.
Hinrik var í vafa um hvora þessara tveggja áhafna
hann skyldi taka. En þegar svo kom að því að dæma hina
tvo f jármálaráðgjafa föður hans, þá hikaði Hinrik ekki
við að varpa þeim í fangelsi, enda voru þeir hataðir af
öllum. Það var augljóst að f jármálastefna hinnar nýju
stjórnar átti að vera, minni tekjur, meiri eyðsla. Slik
AAarmari
ó gólf
og sólbekki
3 LITIR
ulega
fyrirligg jandi
BVGGIR K*
Grensósvegi 12
Sími 1—72—20