Tíminn - 19.11.1976, Blaðsíða 8
kiaiil
8
Föstudagur 19. nóvember 1976
Gunnlaugur Finnsson, alþingismaður:
Leysa verður vandamál
Bílddælinga án tafar
— ríkisrekinn skuttogari gæti leyst sérstök vandamál
Rikisstjórnin hefur faliö framkvæmdadeild Framkvæmdastofn-
unar rfkisins aö gera úttekt á atvinnuástandi á Bfldudal og gera til-
lögur um útbætur á þvi. Þegar skýrsla byggöadeildar liggur fyrir
mun rikisstjórnin taka sinar ákvaröanir. Þær veröa þó fyrst og
fremst byggöar á þvi, aö hjálpa Bflddælingum til sjálfsbjargar,
enda óhjákvæmilegt aö heimaaöilar hafi forustu um reksturinn og
beriábyrgöá honum. Þetta kom m.a. fram Isvari forsætisráöherra
viö fyrirspurn Gunniaugs Finnssonar um úrbætur I atvinnumálum
Bflddælinga og viöbrögö rikisvaidsins viö þvi alvarlega ástandi,
sem þar hefur skapazt.
Viö umræöur um máliö lagöi Gunniaugur áherzlu á aö tryggja
yröi hráefnisöflun til Bfldudals og koma hraöfrystihúsinu þar I
gang. Lagöihann áherzlu á aö þarna væri á feröinni sérstætt mál,
sem ekki þyldi biö, þviaö fjöldifólks væri þegar fluttur burt og aörir
aö flytja. Benti hann á aö 171 Bflddælingur heföi skrifaö undir
áskorun til rikisvaldsins um sérstaka fyrirgreiöslu varöandi
togarakaup.
Gunnlaugur taldi, aö vel gæti komiö til greina aö rikiö geröi út
skuttogara til aö leysa vandamál Bflddælinga og annarra staöa,
sem svipaö timabundiö atvinnuleysi herjaöi á.
Byggja varð nýtt
frystihús
Hér á eftir fara kaflar úr ræö-
um þeim, sem Gunnlaugur flutti á
Alþingi um máliö.
1 upphafi sagöi Gunnlaugur, aö
núverandi ástand i atvinnumál-
um á Bíldudal ætti sér vart for-
dæmi. Rakti hann siöan þróun at-
vinnumála þar og sagöi m.a.:
Þegar Framkvæmdastofnum
rikisins haföi meö höndum at-
huganir vegna hraöfrystihúsa-
áætlunarinnar lá þaö ljóst fyrir aö
á Bfldudal var ekki hægt aö
byggja upp atvinnulif til framtiö-
ar nema þar risi nýtt frystihús af
grunni, eöa aö þaö frystihús, sem
fyrir var, yröi algjörlega endur-
byggt. 1 húsum, sem voru þá eign
Fiskveiöisjóös íslands, var þá
rekin starfsemi, en sú starfsemi
lagöist niöur árið 1975. Fyrirtækiö
varö þá gjaldþrota, aö visu var
uppi nokkur meiningarmunur um
þaö, hvort þaö væri þaö i raun og
veru eöa ekki, um þaö ætla ég
ekki aö fjalla hér, og mér hefur
ekki tekizt aö sannreyna, hvort
svo var I raun og veru, en ég hef
heyrt sagt, aö þaö nálgist þaö aö
vera á núlli. Hins vegar hef ég
heyrt tölur um töluvert gjaldþrot,
og á þaö legg ég ekki dóm.
Stofnaö var fyrirtæki á Bildudal
um svipaö leyti og Fram-
kvæmdastofnunin eöa Byggöa-
sjóöur tók aö sér aö reka atvinnu-
fyrirtækiö um tima, en um þann
þátt ætla ég heldur ekki aö fjalla
hér. Nú hins vegar var stofnaö
fyrirtæki heima á Bildudal, og i
samvinnu og i samráöi viö
Byggöasjóö hófst endurbygging
frystihússins.
Fundur með
þingmönnum
Hinn 28. febr. slðastliðinn boö-
uöu Bilddælingar þingmenn Vest-
fjaröakjördæmis á fund, sem
haldinn var á Bildudal og mættu
þar flestir þingmenn Vest-
firðinga. Þá voru uppi nokkrar
deilur varðandi framkvæmdirnar
viö uppbygginguna, en þá var
áætlaö aö þaö kynni aö vera hægt
aö leysa máliö þannig, aö atvinna
hæfist eftir 2-3 vikur. Þ.e.a.s. I
siöari hluta marz-mánaðar. Þá
var keyptur bátur til Bildudals,
sem mun hafa tekiö til viö veiöar i
aprfllok, en aöstaöa var ekki fyrir
hendi á Bfldudal til þess aö verka
aflann.
Þegar kemur fram á sumar, þá
er málum enn svo komiö, aö
starfræksla hefur ekki farið I
gang. Ég sleppi þvi aö tala um
deilur, sem uröu á milli heima-
manna annars vegar og Fram-
kvæmdastofnunar rikisins um
framkvæmd verksins, ég tel þaö
ekki skipta höfuömáli. Hitt vil ég
þó undirstrika aö ég tel aö
Byggöasjóöur hafi komiö á mjög
góöan hátt inn I þetta dæmi, og
hafi skilaö hlutverki sem raun-
verulegur Byggöasjóöur.
Svona standa þvi málin og langt
frá þvi aö vera I lagi. Bátur hefur
aö vlsu veriö fenginn til Bildudals
og þvi aö hluta séö fyrir hráefnis-
öfluninni. Hins vegar er eitthvað,
sem alvarlega strandar á i sam-
bandi viö aö koma frystihúsinu af
staö.
Fjórmagn vantar
Þaö viröist hafa skort þarna inn
i heildaráætlunina, aö báturinn
gæti tekiö til starfa, sem og aö
frystihúsiö sjálft gæti tekiö til
starfa. Hér inn I vantar fjár-
mögnunarþátt, bæöi til þess aö
inna af hendi greiöslur vegna
vinnu heimamanna á staönum,
sem og til rekstrar á viökomandi
fyrirtæki.
Fyrirspurn min var I tvennu
lagi, og annaö var þaö, hvaö
rlkisstjórnin hyggöist gera til
þess aö leysa þessi mál, þvi aö ég
tel aö þau séu orðin svo alvarlegs
eölis, að þaö sé rikisstjórnarhlut-
verk ekki slzt meö tilliti til þeirra
undirskrifta, sem Bilddælingar
hafa sent frá sér, — áskorun 171
manns, sem hefur skrifaö undir
áskorun um sérstaka fyrir-
greiöslu varöandi togarakaup til
öflunar hráefnis, þvl aö einn bát-
ur aflar ekki nema lítils hlutar
þess hráefnis, sem þarf. Mér er
þaö ljóst, aö miöaö viö þær hug-
myndir, sem uppi hafa veriö hjá
rikisstjórninni, þá er ekki grund-
völlur til þess aö Bilddælingar
geti keypt sér skuttogara, þetta
er yfirleitt fátækt fólk, sem hefur
ekki mikið fram aö leggja, og sizt
af öllu á fyrsta starfsári, og þess
vegna er sföari hluti fyrirspurnar
minnar i þá átt, hvort rikisstjórn-
in gæti hugsað sér — aö fenginni
heimild Alþingis — aö gera út, svo
sem I eitt ár, skuttogara til þess
að leysa vandamál Bllddælinga,
sem og annarra staöa, þar sem
mjög mikill skortur er á hráefni.
Ekki nýjar
hugmyndir
*
Mönnum þykir þaö kannski
liggja nokkuö fjarri aö taka upp
vangaveltur nú um aö rikiö geri
út fiskveiöiskip. Þetta mál er svo
sem engan veginn nýtt. Þaö hefur
oft veriö flutt hér á Alþingi. Þaö
mun hafa verið flutt upphaflega
1950 og þá af Alþýöuflokksmönn-
um 1955 — þá var þaö flutt af
Hannibal Valdimarssyni og Ei-
riki Þorsteinssyni og þaö má
tengja þá viö tvo stjórnmála-
flokka á Islandi. Þaö var flutt I
frv. formi áriö 1969, þá af sex
þingmönnum Framsóknarfl. úr
jafnmörgum kjördæmum lands-
ins, og á sama þingi var þaö flutt
af tveimur þingmönnum Alþýöu-
bandalagsins. Siðan hefur verið
hljótt um þessar hugmyndir og ég
vil aöeins vekja athygli á þvi, aö
sú hugmynd, sem ég hreyfi I þess-
ari fyrirspurn er þannig, að rikiö
sé ekki til frambúöar aö taka upp
rikisútgerö á fiskiskipum, heldur
sé farin þessi leið til að leysa
ákveöin vandamál. Ég veit aö
fyrsta svarið yröi I þá átt, aö
rikissjóður ætti ekki aö standa I
slikum útgjöldum. Ég vil aöeins
benda i þvi sambandi á þaö, aö
rikissjóöur stendur nú þegar fyrir
miklum útgjöldum vegna togara-
flota landsmanna. Ef gætt er aö
þvi, hvaö búast mætti viö aö rikiö
þyrfti að leggja út á einu ári, þá
hef ég þær upplýsingar frá Þjóö-
hagsstofnun, aö þar sé áætlaö
rekstrartap togaranna sem eru
yfir 500 brúttó-smálestir um 30
millj. kr. yfir áriö. Þar af er gert
ráö fyrir, aö afskriftir séu um 22
millj. þannig að þaö eru þá um 8
millj. til viöbótar viö afskriftirn-
ar. En á árinu 1977, sem hér raun-
verulega er rætt um er áætlaö tap
24 millj. eöa u.þ.b. þaö sama og
afskriftirnar.
Miklar
ríkisdbyrgðir
Viö sjáum I rikisreikningi
hvernig háttaö er ábyrgöum
rikissjóös eöa greiöslum rikis-
ábyrgöasjóös vegna þeirra tog-
ara, sem eru innan viö 500
brúttó-smálestir. Ég hef þær upp-
lýsingar, aö á árinu 1975 hafi ver-
ið greiddar 289,2 millj. kr. vegna
rikisábyrgöa togara, sem eru yfir
500 brúttó-smálestir og áætlaöar
greiöslur til loka september-
mánaðar 1976, eöa á yfirstand-
andi ári eru áætlaöar 212,7 millj.
kr. Aö sjálfsögðu er hér ekki um
neinar endanlegar tölur að ræöa,
enda falla á árinu tvær afborgan-
ir vegna þessara lána. Mér skilst,
að rlkisábyrgðasjóður eöa rikis-
sjóöur hafi tekið þessi lán beint og
standi skil á þeim og hafi endur-
lánaö þau innanlands.
Ég vil þess vegna endurtaka
það, aö ég tel, aö þaö sé hugmynd,
sem verulega og i alvöru mætti
athuga hvort ekki væri rétt að
taka skip á leigu til skamms tima.
Ég heyröi þaö þegar landhelgis-
gæzlan skilaöi Ver, aö eigendurn-
ir væru tregir til aö taka viö þvi.
Viö höfum séö i blöðum hug-
myndir um þaö, að þeir leigi þaö.
En hvort sem skipiö heitir Ver
eöa eitthvaö annaö, þá hef ég
heyrt nefnd fleiri skip, sem væru
á lausu, og vil ég vekja athygli á
þvi, aö viögetum fariö út fyrir isl.
leigumarkaö til að leysa þetta
mál.
Ekki md gera
upp d milli staða
Viö getum ekki gert upp á milli
staöa. Þaö eru hvort sem er aö
koma ný skip til landsins, sem
leggjast á þessa fiskistofna meö
öðrum, og ég tel vel hugsanlegt,
að gera út skip, sem i hverri
veiöiferð, þó þaö sé nokkuð stórt,
gæti séö fyrir hráefni fyrst og
fremst til Blldudals, og að þaö
veröi þá hægt aö flytja hráefniö á
milli til Patreksfjaröar og
Tálknafjaröar, og eins til fleiri en
einnar útgeröarstöövar á Snæ-
fellsnesi, ef um þaö er aö ræöa.
Fleiri togarar
verða ekki keyptir
erlendis frd
1 svari forsætisráöherra viö
fyrirspurninni kom m.a. fram, aö
ekki yröi I bráð veitt rlkisábyrgö
vegna togarakaupa erlendis frá,
enda væri veiöigeta togaraflota
okkar I dag meiri en nóg meö
hliðsjón af stærö og veiöiþoli
helztu fiskstofna okkar.
Sagðiforsætisráðherra, aö bæöi
hann og sjávarútvegsráðherra
ræddu um bátaútgerð til aö
tryggja frystihúsinu nægjanlegt
hráefni, og taldi ráöherra aö ekki
kæmi til greina að gera út fisk-
veiðiskip af rlkinu. Heimaaðilar
yröu aö hafa forgöngu um aö
bjarga sér.
Slðan rakti ráöherra hvað gert
heföi verið fyrir Bflddælinga og
sagöi m.a.:
Hinn 5. september 1975 afsalaöi
Fiskveiðasjóöur Fiskvinnslunni á
Bildudal h.f. frystihúsi, fiski-
mjölsverksmiöju o.fl. fyrir 11
millj. kr., en matsverö eignanna
var þá 20.7 millj. kr. Auk þess var
félaginu seld kælivélasamstæöa
uppsett fyrir 4,6 millj. kr., en
söluverð þessara eigna var allt
lánað félaginu eöa 15.6 millj. kr.
Fyrirtækiö var endurbyggt og
voru endurbæturnar metnar á
65,7 millj. kr. en út á þær fram-
kvæmdir lánaöi Fiskveiöasjóöur
40 millj. kr., en út á þessar sömu
framkvæmdir hefur Byggöasjóö-
ur lánaö beint 26 millj. kr. og 3
millj. til hreppsfélagsins, eöa'
33.6% út á heildarmatsverö eign-
anna. Alls hafa þannig veriö lán-
aðar 84.6millj. kr. útá eignir, sem
metnar eru á 86,4 millj. kr. —
þrátt fyrir þaö aö upphaflegt
matsverömæti á 20.7 millj. kr.
væri selt á 11 millj. kr. eins og áö-
ur segir.
Byggðasjóöur vinnur nú aö
lánsútvegun aö fjárhæö 9.5 millj.
kr. vegna byggingarskulda og
hefur ritað Atvinnujöfnunarsjóöi
beiöni um 3 millj. kr. lán og
Landsbanka Islands um 3 millj.
kr. lán en Byggðasjóður áformar
aö lána 3.5 millj. kr.
Byggöasjóöur rak fiskvinnsl-
una I nokkra mánuði 1975. Ekki er
enn lokiö uppgjöri, en sjóöurinn
ber þar mjög skaröan hlut frá
boröi, en metiö var meira þá aö
halda uppi fullri atvinnu.
Þá ber aö geta þess aö Atvinnu-
leysistryggingasjóöur veitti 2
millj. kr. styrk til Bildudals til aö
halda uppi skelfiskvinnslu, en þaö
fé var greitt meö milligöngu
hreppsins og Byggöasjóös.
Vegna kaupa á vélskipinu Haf-
rúnu (207 br. lestir) til Bildudals
lánaði Byggöasjóöur 4 millj. kr.
og veitti auk þess 15 millj. kr.
ábyrgð á greiðslum til seljanda
næstu 3 árin. Þá hefur sjóöurinn
veitt 5 millj. kr. veöleyfi I bátnum
til Landsbanka Islands vegna
lána bankans til vélaviögeröa
o.fl.
Sókn h.f. á Bildudal átti vél-
skipið Andra (184 br. lestir).
1 september 1975 veitti Byggöa-
sjóður þessu fyrirtæki 5 millj. kr.
skuldabreytingarlán til að koma
skipinu á llnuveiöar frá Blldudal
en I þess staö er skipiö selt haust-
ið 1975 til Þorlákshafnar.
t desember sama ár er Sókn h.f.
enn lánaðar 2.5 millj. kr. til aö
gera upp skuldir viö hreppinn og
vaxtavanskil viö sjóöinn.
Meðal þeirra, sem þátt tóku I
umræöunum auk fyrirspyrjanda
og forsætisráöherra voru Sigur-
laug Bjarnadóttir (S), Matthlas
Bjarnason sjávarútvegsráðherra,
Steingrimur Hermannsson (F),
Sverrir Hermannsson (S),Karvel
Pálmason (Sfv) og Stefán Jóns-
son (Ab)
alþingi