Tíminn - 19.11.1976, Blaðsíða 5
Föstudagur 19. nóvember 1976
5
En Punja veit a6 gullíöjj
þýðir vopn og blóðugir ■ |
bardagar! Þaðverður
Timann vantar fólk til
blaðburðar i eftirtalin
hverfi:
Melar
Bogahlíð
Bólstaðahlið
Miðbraut
Seltjarnarnesi
Fellin
Breiðholti
LEIKFELAG HORNAFJARÐAR
SÝNIR KARDEMOAAMUBÆINN
S.A. Hornafirði. Leikfélag
Hornaf jarðar hefur starfað i 14
ár og sýnt 22 leikrit á þeim tíma,
það hefur tekið til sýningar
mörg viðamikil verk svo sem
Ævintýri á gönguför, Þrjá
skálka, Andorra, Gullna hliðið,
Tobacco Road, og nú undan-
farnar 6 vikur hafa félagar þess
æft barnaleikritið Kardi-
mommubæinn eftir Thorbjörn
Egner, sem er langviðamesta
verkið frá stofnun félagsins
1962.
Helztu persónur og leikendur
eru: ræningjana leika Haukur
Þorvaldsson, Ari og Emil Þor-
steinssynir Soffia frænka: Sig
rún Eiriksdóttir, Bastian bæjar-
fógeti: Asgeir Gunnarsson,
Tobias: Gisli Arason, Kamilla:
Halldóra Sigurðardóttir,
Tommi: Guðmundur Friðjóns-
son, Frú Bastian: Þóra
Sigurðardóttir, Pylsugerðar-
maður: Einar Gunnlaugsson,
Bakari: Hrollaugur Marteins-
son, Rakari: Elisa Jónsdóttir,
Berg kaupmaður: Geir Björns-
son, og ljónið leikur Anna Þor-
steinsdóttir.
Að sögn formanns félagsins
Hauks Þorvaldssonar er ekki
langt frá þvi að svona sýning
kosti um 700 þúsund krónur til-
búin til flutnings. Eins og fyrr
segir hefur leikritið verið æft i 6
vikur öll kvöld og helgar, og 5ést
bezt á þvi hve gifurlega vinnu og
fórnfúst starf það fólk, sem að
þessari sýningu stendur, leggur
á sig. 36 leikendur koma fram,
þar af 18 börn. Ef störf allra
þátttakenda sýningarinnar frá
byrjun æfingartimans væri
reiknað með i kostnaði er ekki
fjærri lagi að svona sýning
mundi kosta u.þ.b. 4 milljónir.
Það er þess vegna gremjulegt
að hið opinbera skuli ekki hlúa
betur að þessu fórnfúsa starfi
áhugamanna en raun er á. A
siðasta ári voru veittar 2.4
milljónir til leiklistarstarfs
áhugamannafélaga um allt
land, en þyrfti að vera 10 sinn-
um meiri sagði Haukur að lok-
um.
Sem fyrr segir eru leikendur
36, auk þess er 9 manna lúðra-
sveit undir stjórn Þrastar
Höskuldssonar, pianóundirleik
annast frú Guðlaug Hestnes.
Leikstjórn annast Sunna Borg,
og er þetta annað verkefni
hennar fyrir leikfélagið en hún
stjómaöi ,,Ertu nú ánægð kerl-
ing” fyrir félagið á s.l. ári.
Aætlaðar sýningar eru 10, en
frumsýning er laugardaginn 20.
nóv. kl. 15.
Stjórn Leikfélags Hornafjarð-
ar 1976 skipa: Haukur Þor-
valdsson netageröarmeistari
formaður, aörir i stjórn eru
Erla Asgeirsdóttir bankagjald-
keri, Sigriöur Guðmundsdóttir
kennari Kristbjörg Guðmunds-
dóttir fulltrúi og Stefán Ólafsson
kennari.
Hópatriöi. Tlmamyndir: Sverrir Aðalsteinsson.
Soffla frænka: Sigrún
Eiriksdóttir og Kamilla litla:
Halldóra Sigurðardóttir. Sigrún
hefur ásamt Gfsla Arasyni
komið fram I allflestum
verkum hjá félaginu.
Tobias: GIsli Arason, Tommi:
Guðmundur Friðjónsson, og
Bastfan bæjarfógeti: Asgeir
Gunnarsson.