Tíminn - 19.11.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.11.1976, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 19. nóvember 1976 Kynning á ungu framsóknarfólki Umsjónarmenn: Pétur Einarsson r Omar Kristjdnsson Hermann Sveinbjörnsson Úrbætur í dómsmálum Liklega eru loksins allir orðnir sammála um það, að of litlu af tekjum rikisins hefur verið varið til löggæzlu og dómsmála á undanförnum áratugum. Til glöggvunar má nefna það hér, að tekjur af irinflutningi tóbaks og áfengis, — en stór hluti afbrota er i beinum tengslum við áfengis- neyzlu, — gera talsvert betur en að greiða útgjöld vegna löggæzlu, dómskerfis og skriffinnsku rikis- ins. t upphafi ályktunar um dómsmál, sem samþykkt var á siðasta SUF-þingi siðla sumars segir svo: „Að undanförnu hafa dómsmál verið mjög i brennidepli vegna þess, hve alvarlegum afbrot- um i þjóðfélaginu hefur fjölgað. Sýnt er, að hvorki lögregla né dómstólar hafa valdið þvi hlutverki, sem þeim er ætlað að gegna. 1 umræð- um manna á milli hefur gætt þess misskilnings, að dómsmálaráðherra geti sagt dómurum fyrir verkum i dómsstörfum, og þvi megi kenna ráð- herra og ráðuneyti um allt það, sem aflaga hefur farið á þessu sviði. Staðreyndin er hins vegar sú, að dómsmálin hafa verið hornreka i stjórnmála- umræðum á tslandi um árabil og er þar að finna ástæðuna fyrir þvi, hversu vanmáttugt kerfið hefur verið i raun.” í ályktuninni er ennfremur bent á það, að á siðasta Alþingi hafi dómsmálaráðherra lagt fram fjölda lagafrumvarpa, sem öll stefna að þvi að gera lögreglu og dómstóla færari til að takast á við hin stærri dómsmál. Nú hafa þessi frumvörp öll verið lögð fyrir Alþingi á nýjan leik að undanskildu frumvarpinu um lögréttudómstólana, sem lagt mun fram innan skamms. Vonandi er að þau hljóti aðra af- greiðslu nú en á siðasta þingi, þegar einn þing- maður þæfði málin og kom i veg fyrir að frum- vörpin yrðu að lögum með þvi að hengja hatt sinn á þá einu umsögn, sem var andvig frumvarpinu um rannsóknalögreglu rikisins, þ.e. umsögn lög- reglustjórans i Reykjavik. Svokölluð réttarfarsnefnd, sem skipuð var að frumkvæði Ólafs Jóhannessonar, dómsmálaráð- herra, þann 6. október 1972, fékk það verkefni, að stuðla að hraðari meðferð dómstóla og meiri að- skilnaði dómsvalds og framkvæmdavalds. Alls- herjarnefnd neðri deildar Alþingis leitaði umsagna 5 aðila um framvarpið um rannsóknar- lögreglu rikisins, sem allar voru jákvæðar utan ein, sem áður var minnzt á. Þeir sem leitað var til voru Félag rannsóknarlögreglumanna i Reykjavik, Lagadeild H.Í., Landssamband lög- reglumanna, lögreglustjórinn i Reykjavik, rikis- saksóknari og yfirsakadómarinn i Reykjavik. Langflestir virðast sammála um það, að þessi nýju frumvörp stefna i rétta átt. Það er svo hins vegar nokkuð ljóst, að þegar þau verða að lögum, mun framkvæmd þeirra hafa einhvern auka- kostnað i för með sér. Ágreining um kostnaðar- aukann verða þingmenn að leggja til hliðar. Slikt má ekki standa þessum mikilvægu umbótum fyrir þrifum og er hér með skorað á alla alþingis- menn, að sýna sama hug til þessara mála og dómsmálaráðherra og greiða fyrir samþykki frumvarpanna sem aUra fyrst. -hs- Guðmundur Stefánsson ráðunautur: ALVARLEGAR BLIKUR Á LOFTI í LANDBÚNAÐINUAA Guömundur Stefánsson Framsóknarmenn eiga að standa vörð um samvinnufélögin Guömundur Stefánsson ráöu- nautur er uppalinn i Túni I Flóa. Ilann stundaöi nám á Hvann- eyri og lauk þar búfræðikandi- datsprófi vorið 1971. Siðan hefur hann starfað sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suður- lands. Guðmundur var form. Félags ungra Framsóknar- manna i Arnessýslu, og i sumar var liann kjörinn i stjórn Sam- bands ungra framsóknar- manna. Við tókum Guðmund tali og spurðum hann fyrst, hvers vegna hann aðhylitist hugsjónir samvinnustefnunnar? — Það er vegna þess að ég tel samvinnustefnuna þjóna bezt hagsmunum fjöldans. Almennt er viðurkennt, að hin frjálsa samkeppni sé varla til i svona fámennu landi, og það er allt of áhættusamt fyrir afskekkt byggðalög að eiga allt sitt undir einum einstaklingi, bæði varð- andi verzlun og atvinnurekstur. Sá einstaklingur getur þegar minnst varir stokkið burt og ekkert skilið eftir. f samvinnufélögunum getur vfólkið komið bæði á deildafundi og aðalfundi og fylgzt með rekstri atvinnulifsins i sinni heimabyggð. Þar getur það gagnrýnt það sem betur má fara og stuðlað með þvf að úr- bótum ýmissa mála. Þannig getur fólkið sjálft, haft áhrif á ■atvinnuuppbyggingu og verzlunarrekstur i sinni heima- byggð. Hins vegar tel ég ekki eðlilegt að stefna að auknum rikis- rekstrií þvi formi,sem hann er i sósialiskum löndum. Hins vegar eru sum þjónustuverkefni þess eðlis, að bezt er að þau séu á höndum rikisins eins og t.d. vegagerð o.þ.h. Flóttinn fró landbúnaðinum Nú starfar þú með bændum og fyrir bændur. Hvað getur þú sagt okkur af búnaðarmálum á Suðurlandi? — Afkoma Sunnlendinga byggist að langmestu leyti á landbúnaði. Þar eru þó alvar- legar blikur á lofti. Alvarlegast er flóttinn frá mjólkurfram- leiöslunni, enda hlýtur það að vera mjög óhagkvæmt að flytja mjólk úr fjarlægum landshlut- um á aðalneyzlusvæðið. Bændur, sem búa við gamlar byggingar, eru sumir ragir við að fara út i byggingarfram- kvæmdir, þegar þeir eiga von á þvi að þá vanti eins til tveggja mánaðar laun upp i það sem verðlagsgrundvöllurinn ætlar þeim. Þvi finnst þeim hægar að stunda vinnu i næsta þorpi og fá þar laun sin að fullu greidd. Það er þvi brýnt að bændur fái laun sin að fullu greidd og verði ekki enn um sinn jafn tekjulágir og raun ber vitni. Annað mikið hagsmunamál bænda og þjóöarinnar allrar er að bændum verði gert áuöveft að byggja meiri votheys- geymslur. Þjóðin hefur ekki efni á að láta svo mikil verðmæti fara forgörðum, eins og við þurrheyskapinn tvö sl. sumur. AuKin votheysverkun i hentug- um geymslum myndi tryggja jafnari mjólkurframleiðslu kringum aðalsölusvæðið. Þá þarf einnig að koma þriggja fasa rafmagni út um sveitirnar. Að öðrum kosti er ekki unnt að tæknivæða vot- heysgjöfina, eins og þarf. Og i beinu framhaldi af þessu má minna á hina slæmu stöðu Stofnlánadeildar landbúnaðar- ins. Þar verður að taka til hendi ogrétta hennarhlut. Það er ekki hægt að horía upp á það að þeir fáu, sem enn vilja fjárfesta i landbúnaði fái ekki lán, vegna þess að ekkert fé er til i deild- inni. Með þvi móti heldur flótt- inn frá landbúnaðinum enn áfram. Of fóir vilja berjast Hvers vegna er þátttaka fólks i stjórnmáium ekki meiri en raun ber vitni? — Ætli það sé ekki af þvi að allt of margir eru sáttir við „kerfið”, og þótt fólk gagnrýni það, þá eru allt of fáir, sem hafa áhuga á að berjast fyrir breytingum á þvi. En hverer ástæðan fyrir van- trausti almennings á alþingi og stjórnmálamönnum? — Fjölmiðlar sýna ekki rétta mynd af alþingi. Ef einhver skopleg orðaskipti eiga sér þar stað, þá er þeim gerð mjög góð skil i fjölmiðlum. Þá hafa út- varpsumræður oft borið keim af sjmdarmennsku og öfgafullum málflutningi. Þó álit ég að þetta sé að færast i betra horf, og venjubundnum störfum þings- ins séu nú gerð betri skil en var fyrir nokkrum árum. Hver er skoöun þin á núver- andi stjórnarsamstarfi? Ég tel samvinnustefnuna vinstri stefnu, þvi að hún stuðl- ar að áhrifum fjöldans á at- vinnufyrirtækin. Þess vegna tel ég eðlilegra að Framsóknar- flokkurinn starfi með vinstri flokkunum, sé þess kostur, en ekki Sjálfstæðisflokknum. Hins vegar skortir oft heilindi i gerð- um vinstri flokkanna. Nægir þar að nefna málflutning Þjóðvilj- ans i launadeilum um að lág- launamaðurinn lifi ekki af laun- um sinum og nú eigi að rétta hlut hans. En i samningum er hann alltaf svikinn, en hálauna- hópurinn fær mesta hækkun. Þeir beita láglaunamanninum fyrir plóginn, en hálaunamenn- irnir hirða uppskeruna. Eru tengsl Framsóknar- flokksins og samvinnu- hrey f ingarinn ar nægilega mikil? — Það er eðlilegt, að þeir, sem berjast fyrir sömu málefnum, standi saman, og það er eðlileg- ast að framsóknarmenn standi vörð um samvinnufélögin. Hins vegar er til gott fólk i öðrum vinstri flokkum, sem skilur nauösyn samvinnufélaganna og vill styöja þau. Það verður að gæta þess, að það fólk fái einnig að starfa innan samvinnufélag- anna. Hver eru mikilvægustu verk- efni núverandi ríkisstjórnar? — Það verður að ná viðtæKri samvinnu um stöðugra verðlag. Það tala allir um að draga veröi úr verðbólgunni en fáir hafa vil jað gera mikið til þess. Það er nauðsynlegt að það komi i ljós á hverjum strandar. Þá er brýnt að stuðla að betri vinnslu á afurðum okkar. Viða fer mikið af verðmætum i súg- inn i úrgangi, sem fleygt er, og allt of algengt er, að fluttar séu út hrá vörur, sem unnið er úr er- lendis, en væri hægt að vinna hérlendis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.