Tíminn - 01.12.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.12.1976, Blaðsíða 3
Mi&vikudagur 1. desember 1976 3 u r gær Gsal-Reykjavik — i gær voru fjórar Jumbo-þotur á Kefla- vikurflugvelli, en slikt hefur ekki komiö fyrir áöur. Aö sögn starfsmanns hjá flug- vallarstjóra var ástæöan fyrir komu vélanna sú, aö starfsmenn á Heath- row-flugvellinum I Lundún- um eru i verkfalli og af- greiða ekki eldsneyti á vélarnar. Þær vélar, sein eru á leiö til Bandarikjanna, koma því viö á Keflavikur- flugvelli og láta fylla elds- neytisgeyma sina. Starfsmaðurinn kvað Jumbovélarnar vera frá þremur flugfélögum, tvær 'fá Pan-Am og ein frá Brit- ish Airways og ein frá TWA. Meðan brezku flugvallar- starfsmennirnir eru i verk- falli má búast við aukinni flugumferð á Keflavikur- flugvelli. Hátíðahöld stúdenta 1. desember F.I. Reykjavik. Hátiðahöld stúdenta i tilefni af full- veldisdeginum 1. des. hefjast samkvæmt venju meö stúdentamessu I kapellu H.f. kl. 11. Séra Arni Pálsson, þjónar fyrir altari, og Flóki Kristinsson, stud. theol. predikar. Guöfræðinemar undir stjórn dr. Hallgrims Helgasonar, syngja, en orgelleik annast Máni Sigur- jónsson. Þetta er almenn guðsþjónusta og eru allir velkomnir. Það er 1. des. nefnd Verð- andi, félags róttækra há- skólastúdenta, sem hafa mun umsjón með hátiöar- dagskránni i útvarpinu að þessu sinni. Hefst hún kl. 14.00. veröur hún hálfrar annarrar stundar löng. Ræöumenn hafa veriö fengnir sitt frá hverju lands- horninu og sérstöku blaöi, helguðu fullveldisdeginum og kjörorðum hans, hefur verið dreift um Reykjavik. Heiðbrá Jónsdóttir, stærð fræðinemi, einn af sjö fulltrúum Verðandi I 1. des. nefndinni mun sjá um inn- gangspistilinn af hálfu 1. des. nefndarinnar I útvarp- inu i dag. Fyrst ræðumanna veröur Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Starfsstúlknafé- lagsins Sóknar, og mun hún ræða um baráttu varkalýðs- ins gegn kjaraskerðingum rikisstjórnarinnar. Þá koma tveir ræöumenn utan af landsbyggðinni. Það eru þeir Jósep Kristjánsson, sjómaður á Raufarhöfn, sem ræða mun bráöabirgðalög sjómanna og Snorri Sigfinns- son, verkamaður frá Selfossi, en hann mun tala almennt um samstööu verkamanna og náms- manna. Siðastur á mælendaskrá verður Halldör Guðmunds- son, nemandi i bókmennta- sögu við H.l. og munu orð hans snúast um skóla- og lánamál. Stúdentarhafa einnig tekið saman þætti i samlestrar- formi um námslán fyrr og nú, og einn þátt úr sögu verkalýðshreyfingarinnar, Framhald á bls. 19. Engir samningar við Efnahagsbandalagið — nema um gagnkvæm veiðiréttindi, sagði utan ríkisráðherra á fundi Framsóknarfél. Reykjavíkur Gsal-Reykjavik — Framsóknar- félag Reykjavikur gekkst fyrir almennum fundi um landhelgis- málið i fyrrakvöld og var fundur- inn mjög fjölsóttur. Einar Agústsson utanrikisráðherra var frummælandi á fundinum, en auk hans tóku ellefu aðrir til máls. 1 framsöguræöu sinni sagði utanrikisráðherra m.a., að engir samningar kæmu til greina við Efnahagsbandalagið nema um gagnkvæm veiðiréttindi yrði að ræða. Utanrikisráðherra kvaðst vilja taka skýrt fram, að hann teldi rétt, að reyna að ná samningum um fiskvernd viö Efnahagsbandalagið og einnig að athugað yrði hvort heppilegt gæti talizt að gera samkomulag viö bandalagið um gagnkvæm veiði- réttindi. A fundinum kom fram hjá ein- um fundarmanni, aö samninga- maður Efnahagsbandalagsins hefði látið svo um mælt að Bretar myndu sennilega hef ja veiðar við Island eftir áramót. Óskaði hann upplýsinga um þessi ummæli, og sagði utanrikisráðherra i svari slnu, að samningamaður Efna- hagsbandalagsins hefði ekkert fyrir sér um það, aö Bretar gætu fiskað að nýju við landiö á næsta ári. Vegna fyrirspurnar um skýrslu fiskifræðinga, sagði Einar Agústsson, að skýrslur þeirra væru nauðsynlegar, og bezta rök- semd tslendinga i landhelgisbar- áttunni, en oft væri ekki unnt, af öðrum ástæðum, aö fara að öllu leyti eftir áliti fiskifræöinga. Að lokum sagði utanrikisráð- herra, að Oslóar-samningurinn hefði verið landvinningasamn- ingur en ekki landsafsalssamn- ingur, eins og sumir hefðu haldið fram. Enn setur rirntitiniii t gébé Rvik — Skuttogarinn ögri setti annað sölumet sitt I Grimsby I Bretlandi i þessum mánuöi, en I gær seldist rúmlega l66tonna afli skipsins fyrir 98.540 sterlings- pund, eöa rúmar 30,7 milljónir króna. Meöalverðiö var geysi- hátt, eða kr. 184,20 á kg. Fyrra sölumet ögra var sett 3. nóvem- ber s.I., en þá seldi skipið fyrir rúm 78 þúsund sterlingspund. Það met sló brezki togarinn Hamm- ond Innes fyrr í gærdag, og seldi fyrir 90 þús. sterlingspund, en „svo kom ögri og bætti um bet- ur”, eins og áöur er sagt. — ögri hefur fárið fjórar söluferðir tii út- landa, selt tvisvar i Þýzkalandi og tvisvar i Bretlandi. Þetta eru eitthvaðá niunda hundruö tonn og á núvcrandi gengi myndi heildar- verðmætiö vera yfir 107 milljónir króna, sagöi Ingimar Einarsson, framkvæmdastjóri Félags isl. botnvörpuskipaeigenda i gær. Samkvæmt fréttum i gær, munu vera einhverjar raddir uppi um það i Grimsby, að neita að af- greiða fslenzku togarana, eftir að brezkir togarar verða að hverfa af Islandsmiðum. Til að friður fdist á þingfundum md ekki trufla þingmenn HV-Reykjavik. —Þaö eru I raun ekki miklar breytingar, sem nú eru gerðar á reglum Alþingis. Þaö hefur komiö I ljós, aö þing- menn eru mikiö ónáöaöir meöan á þingfundum stendur, bæöi meö símtölum og vegna þess aö fólk kemur aö hitta þá, og þaö flýtir au&vitaö ekki fyrir störfum þingfundanna. Þvi er þaö, aö við forsetarnir viljum reyna aö gera tilraun til aö draga úr þessu, meöan á þingfundum stendur, meö þvi aö beina þvi til fólks, aö þaö hyllist til aö hafa samband viö þingmenn á ö&rum timum, sag&i Asgeir Bjarnason, forseti sameinaös Alþingis, i viðtali við Timann i gær. -r Þá hafa þingmenn einnig talið sig verða fyrir ónæði af kall- tækjum þeim, sem við höfum nú haft i notkun i tvö ár og hafa þvi viljað fyrirbyggja að þeir séu kallaðir upp meðan á þingfundum stendur. Þetta eru nú ekki stifar reglur, þvi hver og einn þingmaður er sjálfráður um það, hvort hann vill láta ná i sig inn á þingfundi. Við vildum þó draga úr truflunum á þingfundum, einkum núna siðustu vikurnar fyrir jól, þvi að þá er alltaf mikiö aögera. Þvi erhér meðkomið áleiðis til fólks, sem þarf að ná sambandi við þingmenn, að þaðleiti sambanda við þá á öðrum timum, en á milli klukkan 14 og 16 þá daga sem þingfundir standa. áviðavangi Orð Hannibals Hannibal Valdiinarsson, fyrrverandi forseti ASl, flutti ASI-þinginu, sem nú stendur yfir, kveöjur fyrrverandi for- ystumanna samtakanna i upp- hafi þingsins. Ræöa hans ein- kenndist I senn af hreinskilni, sanngirni og kjarki þess manns, sem einna lengsta reynslu hefur sem forystu- maöur verkalýöshreyfingar- innar hér á landi. c éJM ■■IBR 1 ræ&u sinni varpaöi i Hannibal m.a. fram þeirri spurningu, hvort nokkur árangur ynn ist af starfi verkalýðs- hreyfingar- innar. Siöan sagöi hann „Stundum er skriöur á skút- unni — stundum miöar Htt eöa ekki. Og stundum getur jafn- vel veriö hyggilegt, þótt illt þyki, aö hopa á hæli I bili, eöa láta undan siga, heldur en a& verða fyrir áfölium. Og þá skiptir öllu máli, aö viliö og vonleysiö veröi ekki yfirgnæf- andi, heldur ekki illkvittnin tortryggnin, heldur aö allir séu viöbúnir til nýrrar sóknar- lotu, þegar formaöurinn til- kynnir: „Nú er lag”. SHkan lifróöur hcfur verkalýöshreyf- ingin oft tekiö, þegar mikiö lá viö, aldrei brostiö kjark né á- ræöi og alltaf komiö heil og efldari en áöur aö landi.” „Allt er breytt — til hins betra" i framhaidi af þessu sagði Hannibal Valdimarsson: „Einn yfirhurö höfunt viö, þessir eldri fyrrverandi. V'iö höfum yfirsýn yfir alla ævi Al- þýöusambands islands — aft- ur fyrir fyrra strlð. Og meö þvi aö gera samanburö á lifs- kjörum alþýöufólksins I land- inu þá og svo nú, þá sjáum viö, aö inikiö hefur áunnizt þrátt fyrir allt. Þaö er sama hvort litiö er á mannréttindi, hús- næöi, klæönaö eöa mataræöi fólksins. Alit er brevtt — til hins betra. Þaö hefur skapazt nýtt og betra þjó&félag á ls- landi á seinustu 60-70 árutn. Og I þeirri gjörbrcytingu hafa verkalýöslelögin og Alþýöu- sambandiö veriö buröarásinn og driffjöörin. A þvi er enginn vafi. Eg þarf ekki aö taka eins djúpt í árinni, eins og bar- dagaklerkurinn Gunnar Bene- diktsson gerir nýlega I blaða- viötali, er hann segir: „Þcgar ég hóf þátttöku i pólitik, var hér á landi hcil stétt, sem nú cr alveg horfin, þaö er „stétt öreiganna”.” Fyrst þegar ég las þetta, fannst mér þaö fjarstæöa. En viö nánari athugun sé ég, aö þetta er rétt. Þaö cr vissulega til fátækt fólk i landinu ennþá, en heil stétt — öreigastétt — er ekki lengur til. Þetta er I hnotskurn árang- urinn af umbótastarfi og bar- áttu islenzkrar verkalýös- hreyfingar. En eru þá nokkur verkefni eftir? — kynni einhver aö spyrja. Já, verkalýöshreyf- ingin hefur ailtaf fangiö fullt af verkefnum. Þar veröur aldrei þurrö á. Þaö er ennþá óralangt frá takmarkinu: Jafnrétti allra stétta á ls- landi.” Stéttaskipting — forréttindi Það siöastnefnda i ræöu Hannibals, sem vitnaö er til, jafnrétti allra stétta, er vissu- lega ihugunarvert. Þrátt fyrir þá staöreynd, aö hér sé engin Framhald á bls. 19.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.