Tíminn - 01.12.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.12.1976, Blaðsíða 16
16 Miövikudagur 1. desember 1976 ÞorgeirÞorgeirsson Einleikur á glansmynd Skáldsaga Skdldsaga Þorgeir Einleikur á gtansmynd ný skáld- saga eftir Þorgeir Þorgeirsson Komin er út á vegum Iðunnar ný skáldsaga eftir Þorgeir Þor- geirsson. Nefnist hún Einleikur á glansmyndog er 144 bls. að stærð prentuð i Setbergi. Þetta er nútimasaga i bókstaf- legri merkingu raunsæileg lýsing á samfélagi okkar i dag, þar sem m.a. er fjallað um hin óhugnan- legu glæpamál samtimans. Einleikur á glansmynd er fimmta bókin sem Iðunn gefur út eftir Þorgeir Þorgeirsson. Aður eru komnar út bækurnar Yfir- valdið, Kvunndagsfólk, 9563-3005 II, ljóð og ljóðaþýðingar og Þaö er eitthvað sem enginn veit, og er sú fyrstnefnda að heita má uppseld. eftir Almenna bókafélagið: Handhæg uppsldttar bók um Evrópu gébé- Rvík. — Almenna bókafé- lagið hefur gefiö út myndarlega handbók um Evrópulönd, jarð- fræði þeirra og náttúru, atvinnu- vegi og mannllf. í bókinni, sem nefnist EVRÓPA, eru skýr landa- bréf Evrópulanda, þar sem merktir eru helztu staðir, sem fólk spyr gjarnan um, svo sem borgir, vegir járnbrautir, brýr, fljót og meiri háttar fossar, kirkj- ur kastalar og aörir merkisstaöir. Þessi fróðleikur er allur settur fram á sem gagnorðastan hátt og I töflum, myndum og áérkortum yfir margvíslegustu efni. Bókin eru einkar handhæg upp- sláttarbók, enda eru siðast i henni mjög nákvæmar skrár, bæði nafnaskrár úr kortahluta og nöfn og atriðisorö úr inngangshluta. Dr. C. Berkhouwer forseti Evrópuþingsins i Strassbourg 1973, ritar formála fyrir bókinni. Bókin Evrópa er 70 bls að stærð I stóru (27,5 x 37,5). Hún er upphaflega unnin á Bretlandi en islenzka þýðingu hefur annazt Arngrlmur Thorlac- ius ásamt fleirum. Ný barnabók eftir Guðrúnu Helgadóttur gébé Rvík —1 afahúsi nefnist ný bók eftir Guörúnu Helgadóttur, sem bókaútgáfan Iðunn hefur gefið út. Flestir kannast við fyrri bækur Guðrúnar um þá bræður Jón Odd og Jón Bjarna, en þær hafa nú verið gefnar út I nýjum útgáfum og fást nú um land allt að nýju. 1 nýju bókinni, I afahúsi, er aöalsöguhetjan Tóta litla 8 ára gömul, en óvenjulega greind og bráðþroska eftir aldri. Tóta þarf að mörgu aö hyggja og ýmislegt óvænt gerist i lifi hennar og fólks- ins í afahúsi, og skortir ekki skemmtileg atvik né hnyttin til- svörfrekar en i fyrri bókum Guð- rúnar Helgadóttur. Bókin er prýdd fjölda mynda eftir Mikael V. Karlsson, en prentun annaðist Hafnarprent. Guórún Helgadóttir í afahúsi Kerlingarslóðir, saga eftir Líneyju Heimskringla hefur gefið út sögu eftir Lineyju Jóhannes- dóttur, Kerlingarslóöir. Sögu- sviðiö er Reykjavik nútfmans og sögutimi frá vori til vetrar. Sögu- hetjan er ungur drengur, sem sú, er söguna segir, komst I kvnni viö, af tilviljun. Drengurinn er sonur korn- ungrar stúlku, og er mjög nær- færin lýsing á sálarlifi barns og lifandi mynd islenzkra nútiðar- hátta. öllu er mjög stillt i hóf, og felst raunar meira milli linanna en sagt er berum orðum. Liney Jóhannesdóttir hefur áöur skrifað barnaleikrit og barnasögur, og i fyrra kom út ágæt endurminningabók, Þaö er eitthvaö, sem enginn veit, er til varð I samvinnu við Þorgeir Þor- geirsson. Hin nýja saga hennar, Kerl- ingarslóöir, er 88 blaðslður. lesendur segja Hvað md gera til úrbóta? Stöku sinnum finnum við og skiljum, að ekki er allt eins og það ætti að vera. Island kallast fullvalda riki, og þar býr frjáls þjóð, án allrar herskyldu og lof- andi ævarandi hlutleysi i styrjöldum. Og svo, einn góðan veðurdag , mæta friðsamir borgarar i höfuðstaö landsins ungum mönnum á götu, Islendingum, vopnuðum öflugum byssum og skjótandi á hvað, sem fyrir er, jafnt lifandi og dautt, svo sem ætla mætti vera suður i Beirút, og jafnvel McCloud gæti þurft að taka á „þeim stóra sinum” til að sleppa lifandi! Hópur lögreglumanna er til staðar, en þeir virðast sem aðrir máttvana gegn ofbeldinu. Loks — með þvi að beita véltækninni, loka sig inni i öflugum bil og aka á annan árásarmanninn, fella hann i götuna og brjóta, nær lögreglan yfirhönd. Hvernig stendur á þessu? Hvað er að? Er þessi frjálsa, fullvalda þjóð á villigötum? Vill hún ekki, eða getur hún ekki komið i veg fyrir að slik og þessu lík atvik gerist aftur og aftur um ófyrirsjáanlega fram- tið: ofbeldi, rán, manndráp? Eigum við að sætta okkur við það helzt til úrbóta, að ætla lög- reglumönnum okkar áhættu- þóknunofan á venjuleg laun, til þess að halda uppi lögum og reglu meðal okkar sjálfra? Það held ég ekki. Það væri mikil uppgjöf. Upptakanna, orsak- anna, verður að leita. og ,,aö ósi skal á stemma” Margt bendir til þess, að af- brot á ýmsum sviðurn, sé bara eðlileg afleiðing þess, sem börnum okkar og ungmennum mætir svo viða nú, það sé bara námsárangurinnúr skóla llfsins á okkar dögum. Sjáið og ályktið sjálf: Tveggja til sex ára drengir fá leikföng i hendur, oft þúsunda virði: striðstæki, skriðdreka, byssur. „Gjörðu svo vel! Leikið ykkur nú, elskurnar”. Og þvi er vel tekið. „Bomm, bomm, gjóta Bóa, gjótaBabba!”Sjónvarp og barnamyndir i bió hjálpa svo gjarnan, þar er fullkomin sýni- kennsla i. ofbeldi, innbrotum, manndráp'um! „Alltaf fer Dengsa minum fram”, sagði kerlingin, roggin, „i fyrra sagði hann, „andinn, andinn,” en nú segir hann fullum stöfum „fjandinn, fjand- inn!”. Svo fer fleirum. Nú segir „pollinn” ekki lengur „gjóta, gjóta” heldur „skjóttu nú ræfil- inn!” Og nú er horfið frá leik- föngunum að afkastameiri tækjum. Hvernig var það með Alla litla? Hann rifjaði upp: Hann mundi lifiö á dagheimilinu, stundum gaman þar, en þö var miklu betra, þegar hann fékk að vera i sveitinni hjá frænda. En verst, að enn i haust, var hann drifinn þaðan grátandi, einmitt þegar fara átti i göngurnar, og féð átti að koma i réttina og heim, og þá lika hún Koila litla, lambið hans! Og siðan er hann rifinn upp kl. hálfátta á morgn- ana, til þess aðfara i bannsettan skólann, dauðsyfjaður og sár- leiður. Hann er nú orðinn 12 ára og búinn að fá meira en nóg af sex ára hangsi á skólabekk. Eftir langan og leiðan dag röltir hann heim i rökkrinu. En þá er þar enginn, sem tekur á móti honum með hlýju og skilningi, mamma er alltaf að vinna úti til kl. 6 Hann ranglar um húsið og nennir ekki aö fara að lesa um árnar i Siberiu, reikna brota- dæmin eða lesa herjans ensk- una! Það verður að hafa það. Hann fær sér bara gos og kex- köku og fer svo út til strákanna. Hann fær sér svo lika eina sigarettu úr „gestakassanum” hennar mömmu, og það er ekki i fyrsta skipti gert. Svo standa þeir, félagarnir, Alli, Siggi og Nonni, við einn búðarglugga skotfæraverzlunar og skipta á milli sin beztu byss unum, látast! Pabbi Sigga á riffil og hefur stundum lofað drengnum að skjóta. „Það er enginn vandi og ofsagaman. Ég gæti vel náð I hann seinna og lofað ykkuraö prófa.” En hér er nú meira safnið góðra gripa, margar fallegar byssur og rifflar i röðum á borðinu, innan við gluggann. „Ég tek þessa, hún er áreiðanlega bezt, hann var með svona i myndinni i bió i gær og drap þrjá, svaka spennó, maður!”. „Heyrðu”, sagði Nonni, það er fimmtudagur, og þá er mamma með boð i kvöld, og þá vill hún ekki hafa mig heima. Ég fæ þá oft þúsundkall, svo að viö skulum skemmta okkur. Við getum farið i bió, ég þekki kall- inn við dyrnar og hann lofar méroftinn, við komumst a.m.k. inn i hálfleik. Og þetta er alveg rosamynd og bönnuð innan 16 ára!” ,,Já, komum kl. 8, ég fæ lika „moninga” og i sjoppunni „getum við fengið okkur „smok” og eitthvað brallað fleira”. „Samþykkt, allir með! ” — Leiðin er opin og greið, en —hvert stefnir? Eigum við bara að horfa á og heyra og láta sem þetta snerti okkurekki, ef við i sumum tilvikum getum sagt: „Það er ekki svona hjá mér. Ég sé um mina!” Já, ef allir gætu sagt svo og staöiö viö þaö. En svo er vissulega ekki. Og eitt- hvað mætti nú reyna að hamla móti straumnum, þótt sterkur sé. Mætti t.d. ekki athuga: 1. Eitt hið fyrsta, sem alis ekki ætti að leyfa innflutning á, eru leikföng af þvi tagi, sem hér voru umtöluö. Fyrir utan það, aöalatriðið.að þau leiða huga barnsins afvega, þ.e, frá mannúð og kærleika til of- beldis- og drápshugleiðinga, mun erlendur gjaldeyrir til annars nauðsynlegri þjóö á gjaldþrotsbarmi. 2. Herða eftirlit með kvikmynd- um, sem börnum eru ætlaðar, svo og við sýningar á mynd- um, sem bannaðar eru börn- um, og draga úr sýningum á hverskyns ofbeldi og glæpum i sjónvarpi. Peningasjónar- miða gætir alltof viða. 3. Vinna gegn námsleiðanum i skólum, stytta námstimann, a.m.k. að hausti og vori, leyfa þá, bæði þeim yngri og eldri, þátttöku i lifrænu starfi i samræmi við atvinnuvegi þjóðarinnar, til kynningar, ánægju og svo tekjuauka fyrir þá,sem nú virðast sveltandiá sinni erfiðu menntabraut. Miða þarf kennsluna strax og alltaf meira en er algengast, við það, að nemandinn á að mæta lifinu og lifa þvi starf- andi af drengskap og heiöar- leik i friði viö aðra. 4. Reyna að gera heimiliö barn- inu meira athvarf en nú er viða. Samanborið við við þann gæfugjafaog þá þjóöar- nauðsyn, að sinnt sé af alúð uppeldi barnanna, má það kallast ,sókn eftir vindi’ fyrir móðurina, að leita sér vinnu utan heimilis, til þess t.d. að geta eignazt nýtt sófasett, eða fé fyrir árlegri ferð til sólar- landa, til kaupa á áfengi og tóbaki o.fl. „Mannsæmandi llfi” er unnt að lifa án þessa, en ekki þar, sem börninverða að flýja heimilið og lenda á „útigangi”. 5. Setja ströng lög varðandi inn- flutning skotvopna, varð- veizlu þeirra og sölu, reglur um byssuleyfi og alla meðferð þessara drápstækja. — Hér eru lagðir fram nokkrir punktar til athugunar. — Ef viðbrögðin gagnvart ofbeldi og öðrum glæpafaraldri á þessum siðustu og vara- sömustu timum eiga fyrst og fremst að verða þau, að veita lögreglumönnum okkar áhættuþóknun i starfi, má gera ráð fyrir, að ekki dugi minna en þjálfaöur hertil að halda uppi lögum og reglu, með okkur sjálfum í eigin landi, innan fárra áratuga! -0- Þegar ég er að ljúka vélritun þessara hugleiðinga, hefst i útvarpinu þátturinn „Um daginn og veginn” og ég fer að hlusta, eins og vant er. Og þetta var sannarlega gott erindi hjá ólafi H. Arnasyni, og ég þakka það innilega og vona, að það verði einnig birt á prenti, mér og öðrum til nánari athugunar. Orð hans um skólamálin og áfengisvandann sýndu mér fátæktorða minnahér, og létu mig finna, að miklu itarlegar hefði þurft að ræða efnið, bæði um vafasamt álag námsefnis i skóla, og ofmat á úrskurði prófa á þekkingar-atriðum, svo og áhrif áfengisins, sem vissulega á drjúgan þátt i miklum hluta alls ofbeldis og glæpaverka með islenzkri þjóð. Það er skuggavaldurinn mesti. „Brekknakoti”, 15. nóv. ’76. Jónas Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.