Tíminn - 01.12.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.12.1976, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 1. desember 1976 13 19.35 Fullveldisspjall. Gisli Jónsson menntaskólakenn- ari á Akureyri flytur. 20.10 Kvöldvaka. a. Einsöng- ur: Guðrún Tómasdóttir syngur lög eftir Sigursvein D. Kristinsson við ljóð eftir Þorstein Erlingsson. Ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. b. Bóndinn á Brún- um. Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur flytur fjórða hluta frásögu sinnar. c. „Svo frjáls vertu, móðir”. Guðrún Guðlaugsdóttir les ættjarðarljóð eftir nokkur skáld. d. Lögberg. Helgi Haraldsson á Hrafnkels- stöðum hvetur til óyggjandi ályktunar um þingstaðinn. Agúst Vigfússon flytur er- indið. e. Sungið og kveðið. Þáttur um þjóölög og al- þýðutónlist i umsjá Njáls Sigurðssonar. f. Hestur og hestamaður. Asgeir Jóns- son frá Gottorp segir frá ferðalagi á Blesa sinum. Baldur Pálmason les úr „Horfnum góðhestum”. g. Kórsöngur: Tónlistarfé- lagskórinn syngur þætti úr Alþingishátiðarkantötu Páls Isólfssonar við ljóð Daviðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Sinfóníuhljóm- sveit íslands leikur með. Stjórnandi: Dr. Victor Ur- bancic. Einsöngvari: Sig- urður Skagfield. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Minningabók Þorvalds Thoroddsens”. Sveinn Skorri Höskuldsson les (17). 22.40 Danslög. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. sjonvarp MIÐVIKUDAGUR 1. desember 18.00 Þúsunddyrahúsið Norsk myndasaga. Lokaþáttur. Frú Pigaiopp er söm við sig. Þýðandi Gréta Sigfúsdóttir. Sögumaður Þórhallur Sig- urðsson. (Nordvision — Norska sjónvarpið) 18.20 Dagúr i sovéskum skól- um Mynd um barnaskóla á ýmsum stöðum i Sovétrikj- unum. Fylgst er með bók- legri og verklegri kennslu i mörgum greinum. Þýðandi og þulur hallveig Thor- lacius. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Vaka Dagskrá um bók- menntir og listir á liðandi stund. Umsjónarmaður Magdalena Schram. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 21.25 Magnús og baunasteikin Bresk fræðslumynd um til- raunir visindamanna til fljótvirkari matvælafram- ieiðsiu en nú þekkist. Mat- vælafræðingurinn Magnus Pyke kynnir ýmsar leiðir, sem kunna að opnast i framtiðinni til að metta hungrað mannkyn. Þýðandi og þulúr Ellert Sigurbjörns- son. 21.50 Undir Pólstjörnunni Finnskur framhaldsmynda- flokkur byggður á sögu eftir VainöLinna. 2. þáttur. Efni fyrsta þáttar: Jussi Koskela er vinnumaður á prests- setri. Presturinn leyfir hon- um að brjóta landskika til ræktunar. Vinir og vanda- menn hjálpa Jussa og ölmu konu hans að reisa hús, og loks rennur sú stund upp, að f hann getur gerst leiguliði. Gamli presturinn deyr, og eftirmaður hans setur Jussa mun harðari leiguskilmála. Arið 1905 skellur á alls- herjarverkfall i Finnlandi, sem verður til þess að Halme klæðskeri stofnar verkalýðssamtök. Þýðandi Kristin Mantyla. 22.40 Dagskrárlok Hinrik konungu konur hans Eftir Paul Rival ríkir. Frakkakonungur vildi verða keisari, það vildi Eng- landskonungur líka, en ákafastur var Spánarkonungur, Karl var einkaerfingi Maximillians, hann taldi því arf- leifð sína vera Austurríki og Týról ásamt öllu landi Habsborgara. Þýzku kjörfurstarnir komu saman til fundar, þá urðu Hinrik og Wolsey að gera sér Ijóst að þeir þýzku létu ekki kaupa sig. Karl lofaði Wolsey að hann skyldi sjá um að Wolsey yrði páfi, við næsta páfa- kjör. Hinrik afsalaði sér keisaradæminu, til þess að ónýta valdadrauma hins alltof gæfusama Frakkakon- ungs. Hinrik beitti sér því fyrir því að Karl hreppti hnossið. Margrét, frænka Karls útvegaði sér lán hjá hin- um þýzku bankamönnum og lét þá haf a Antwerpen, sem tryggingu. Belgíumenn vorþ ósparir á fé, til handa þeim er áttu að kjósa keisarann. Karl hlaut kosningu og varð Karl V, og eignaðist þar með næstum alla Evrópu, að undanskildu Frakklandi, Englandi og nokkrum sviss- neskum héruðum, ásamt slitrum af (talíu. í raun og veru hefði Hinrik átt að verða skefldur, við þessi málalok og gera bandalag við Frakkakonung, en Hinrik hræddist Karl ekki, Karl var smávaxinn, langleitur og raunamæddur á svip. Karl fyrirleit burt- reiðar og hann var lítið gefinn fyrir konur. Þar að auki var hann systursonur Katrínar og hafði lofað Wolsey páfadómi og að lokum þá stafaði Frakklandi hætta af honum og allir Englendingar hötuðu Frakka. Fransis skrifaði Hinrik, að hann óskaði eindregið eftir að hitta hann, hann taldi að honum tækist að vinna vináttu Hinriks, með því að sýna honum viðhöf n og virð- ingu, en þar skjátlaðist Frakkakonungi. Hinrik svaraði bréfinu, og sagðist mundi koma til Frakklands, en hann virtist ekki ætla að flýta sér. Fransis lagði fast að Hinrik, sem svaraði að hann mundi ekki skera skegg sitt fyrr en þeir hefðu hitzt. Þá lét Fransis sér vaxa skegg, það var vel gerandi, þar sem skegg var þá að komast i tízku. Skegg Hinriks var rautt og alltof mikið það varð til þess að kjálkar Hinriks sáust betur, í stað þess að skýla þeim. Katrín vissi að þetta skegg táknaði væntanlegt bandalag við Frakka, hún lék hina feimnu og duttlunga- fullu eiginkonu og kvartaði undan skeggbroddunum, sem hún sagði særa sitt viðkvæma hörund, þegar Hinrik heiðraði hana með blíðu sinni. Hinrik rakaði sig þá, en Fransis hélt sínu skeggi og sagði að raksturinn væri Hinriki til skammar. Það fór nú að hvarf la að Hinrik að fólk héldi að hann veigraði sér við að standa andspænis hinum fríða Fransis. „Það verðurbráðum fariðaðlíta á mig, sem asna, eða þá hermann, sem kaf nar undir naf ni, eða jaf nvel nirf il." Hinrik samþykkti þvi að fara yf ir sundið, hann skipaði aðalsmönnum sínum að klæðast hinu fegursta skarti, þeir leituðu því í fatakostum sínum, hinir fátækari urðu að veðsetja landeignir sínar, til að geta verið nógu skrautbúnir. Frakkarnir seldu líka jarðeignir og korn- myllur, í sama augnamiði. Á milli Guines og Ardres, á landamærum hins enska léns, Calais, voru reistar tvenn- ar tjaldbúðir, tveir bæir, tjaldaðir gullklæði. Völlurinn, sem var tjaldaður gulli í júnímánuði, þegar Hinrik var á leiðinni til Dover, steig Karl V, á enska grund og hélt áf ram til Canterbury. Erindi hans var að faðma Hinrik og hina ágætu móður- systur sína Katrínu, hann ætlaði sér líka að ræða við Wolsey um páfadóminn. Karl virtist vera feiminn og laus við valdaf íkn, framkoma hans var þannig að menn hefðu mátt halda hann lénsmann Englandskonungs. Hinrik komst við, er hann sá hve mjög hann skaraði fram úr þessum þungbúna og skuggalega manni. Hinrik lofaði honum að gera enga samninga við Frakkakonung, og að heimsækja hann strax að loknum fundi sínum við Fransis. Þegar svo Hinrik komst að lokum til hinnar drottin- hollu borgar sinnar, Calais, settist hann um kyrrt, hann var staðráðinn í að hvílast, nokkra daga. Hann ætlaði sér að líta eins vel út og kostur var, þegar hann hitti Fransis og hinar hræsnisfullu frönsku hirðmeyjar. Hinrik var einnig ákveðinn í að hætta sér ekki of langt frá yf irráða- svæði sínu, nú mörkum þessa litla enska virkis. Wolsey hafði útbúið mikla höll, þegar á völlunum, höll þessi var reist af viði, en allt tréverk var tjaldað atlasksilki, rósofnum veggtjöldum og glitvefnaði, í kring um þessa höll reistu svo aðalsmennirnir tjöld sín, sem voru næsta furðuleg útlits. Svo kom að því að Hinrik lagði af stað frá Calais, við mikla viðhöfn, sólin skein ,úðrar voru þeyttir og á eftir konungi riðu hirðmenn hans, á f jörmiklum gæðingum og öflugar varðmannasveitir umkringdu konung. Næst konungi reið Katrín og hirðmeyjar hennar, þær voru með slegið hár, þar næst komu átta hundruð hermenn, með blaktandi f jaðraskúfa, á eftir þeim kom svo f jöldi presta i viðhafnarskrúða en skrautbúnastar voru þó hersveitir aðalsmannanna, þarna voru einnig f immtíu þingþjónar, síðastur reið Wolsey, hann hafði brett upp kardinálakáp- una, vegna þess mátti sjá hversu rauðklæddir kálfar hans þrýstu þétt að síðum reiðskjótans, Wolsey hafði skrautlegan kardinálahattinn aftur á hnakka. Ekki stóð skrúðf ylking Frakkanna hinni ensku að baki, þar sem hún birtist í júnísólinni. Fransis þeysti fram, til móts við Hinrik, þeir stigu báðir af baki og föðmuðust. Fransis sýndi Hinrik svo mikla athygli og vinsemd að það jaðraði við hroka, en Hinrik hafði ekki augun af fót- leggjum Fransis, þeir voru óneitanlega grannir. En ekki er allt fengið með grönnum fótleggjum. Þessi hávaxni drengur var allur á iði af eldlegum ákafa og það var einmitt þess vegna, sem hann gékk svo mjög í augun á konum, hirðmeyjar Katrínar urðu sem bergnumdar af hrifningu og Hinrik fann að hann roðnaði, vegna feimni sinnar og frumstæðu ævintýra. Englendingarnir voru nokkrum þumlungum hærri en Frakkarnir, en þeim fannst þeir vera stirðir og klaufa- legir, samanborið við þessa bölvuðu litlu hörundsdökku menn, sem voru svo leikandi í stimamýkt sinni og snérust brosandi í kring um kvenfólk sitt og fengu það til að skilja sig með allskyns merkjum. Þeir slógu kon- un um óspart gullhamra, jaf nvel þó þeim f yndist lítið til þeirra koma. Vinir Hinriks voru óánægðir, þeir ráðlögðu varúð. Frakkar áttu það til að reynast svikulir, þeir gætu lagt snörur fyrir Hinrik og flutt hann með sér fanginn, sliku var auðvelt að láta Hinrik trúa. Hann fór aðeins í viðhafnarheimsóknir til Fransis og gætti þess vel að hafa meðsér nógu marga varðmenn. Þegar hann kom úr þessum heimsóknum, fór hann huldu höfði og skipti jafnvel um föt við fylgismenn sína, minnsti hávaði olli honum áhyggjum. Fransis sýndi enga slika varúð, einn fagran morgun kom hann einn til hinna ensku tjaldbúða, hann óð inn í svefnskála Hinriks, sem var ekki kominn á fætur, hann kyssti hann og hrópaði: „Hér hefur þú mig, ég er fangi þinn". Hinrik trúði varla sínum eigin augum, hann var enn þrútinn eftir svefninn, hann néri augun, en Fransis heimtaði að fá að þjóna honum, hann dró hann fram úr rúminu og færði hann í skyrtuna. Hinrik reyndi að sýna Fransis stórlæti sitt, hann sló yfir herðar sér stórkost- „Vertu ekki svona prúð.... þvi þá litur út fyrir að við hin séum ein- hverjir óþekktarormar.” DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.