Tíminn - 01.12.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.12.1976, Blaðsíða 5
Miövikudagur 1. desember 1976 5 r ÞeirerumeöHtiö senditækifaliöidóti k sinu! Sem égsetti Ég veit fljótlega hvar þaö er sem Punja heldur > Geiri handtekur tvo eyöimerkurþjófa, en lofar þeim siöan aö sleppa! ’paðtókst!' Núeltiégþá til herbúða Punja! Auka ber fræðslu um eðli og verkanir vímugjafa F.I. Reykjavik.— Islenzkir ung- templarar gengust fyrir nám- skeiði „Viðhorf til vimugjafa” með nemendum úr Voga- og Vörðuskóla dagana 12.-15. nóv. s.l. Var námskeiðið haldið i ölfus- borgum og voru þátttakendur alls 29auk tveggja leiðbeinenda. Aöur en lagt var af stað úr Reykjavik var komið við hjá F'ikniefnadeild lögreglunnar, þar sem tækifæri gafst til að sjá helztu tegundir fikniefna og fræðzt um starfsemi deildarinnar. I ályktun nemendanna kemur fram, að fjölga beri verulega mannafla i Fikniefnadeild lög- reglunnar og bæta skuli tækjakost hennar eftir þörfum. Fjármagn sem tekið er við sölu eða kaup á fikniefnum eigi að renna til rannsóknar á fikniefnamálum og hal'i lögreglan frjálsari hendur viö þær rannsóknir en nú er. Þyngja skuli refsingar fyrir smygl og sölu fikniefna og herða beri eftirlit með útgáfu lyfseðla á róandi lyfjum. Einnig benda nemendurnir á, að reglugerð um bindindis- fræðslu, sem gefin var út árið 1956, sé löngu úrelt, og þvi sem næst engin lræðsla eigi sér stað i skólum um eðli og verkanir vimu- gjafa. Sú fræðsla eigi fyrst og fremst að vera hlutlæg og draga fram raunveruleikann t.d. með hjálp kvikmynda. Formaður 1UT er Halldór Arnason. HINN 26. nóvember 1976 afhenti Niels P. Sigurðsson Rudolf Kirchschlaeger, forseta Austur- rikis, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Islands i Austurriki. Utanrikisráðuneytið, Reykjavik, 29. nóv. 1976. Sinfóníuhljómsveit íslands: Hafliði Hallgrímsson ein- leikari á næstu hljómleikum gébé Rvik — Fimmtudagskvöld 2. desember n.k. heldur Sinfóníu- hljómsveit tslands tónleika f Há- skólabiói kl. 20.30. Einleikari á tónleikunum er Hafiiöi Hail- grfmsson cellóleikari, en á efnis- skrá er m.a. verk eftir Hafliöa, sem nefnist Hoa-Haka-Nana-Ia, og einleikari í þvi verki er Gunnar Egilsson, en Hafliöi hefur til- einkaö Gunnari þetta verk sitt. Þá eru einnig á efnisskránni sellókonsert eftir Saint-Saens og sinfónia nr. 4 eftir Bruckner. Stjórnandi er Páll P. Pálsson. Hoa-Haka-Nana-Ia eða „Brotn- andi öldur” tónverk Hafliða, fjallar um höggmynd, sem er af frumstæðum risa og er varðveitt I safninu Museum of Mankind i London. — Tónverkið fjallar um æfin- týralega stemn ingu i safninu þegarenginn er á ferli, og er m.a. hugleiðing um höggmy ndina, sem er frá Páskaeyjum i Kyrrahafi. Hafliði Hallgrimsson, lauk burtfararprófi I sellóleik frá Tón listarskólanum i Reykjavik 1962. Hann stundaði siðan nám i Róm, lék með Sinfóniuhljómsveit ís- lands og helt siðan til London til framhaldsnáms. Þar hefur hann starfað siðan hann lauk prófi viö kennslu, sem einleikari og hefur viða komið fram. Hafliði leggur einnig stund á tónsmiöar. Hann hefur að undanförnu feröazt með kammerhljómsveitum Yehudi Menuhins og Daniels Barenboim viða um heim. Hafliöi Hallgrfmsson, selióleikari. Hafnfiröingar og nágrannar geta nú fagnaö þvl aö nú hefur tekiö til starfa bflaþjónusta f Hafnarfiröi, þar sem aöstaöa er til þvotta á bilum og til minni háttar viðgeröa. Bflaþjónustan er til húsa aö Dalshrauni 20 (bak viö Fjarðarkaup) í björtu og rúmgóöu húsnæöi. Sam- tals er aðstaöa fyrir 9-10 bíla innifeinu. Sem fyrr segir þá er þarna aðstaða til þvotta ogviögeröa. Verkfæri eru á staönum og veröur úrval þeirra aukiö smám saman. Umsjónarmenn munu veita tilsögn I viögeröum sé þess óskaö. Einnig veröur þarna til söiu bón og ýmsir smáhlutir. Fyrst um sinn veröur opiö frá klukkan 19 til 22 virka daga, en kl. 9 til 21 á laugardögum og sunnudög- um. Stefnt er aö þvi aðopna fyrr á daginn mjög fljótlega. Eigendur Bflaþjónustunnar Dalshrauni 20 eru þeir Erlendur A. Erlendsson og Ægir Björgvinsson. Skrúfan tekur stakkaskiptum gébé Rvik — Skrúfan, málgagn vélskólanema, hefur nú tekið miklum stakkaskiptum, og I leiö- ara blaösins, sem nýkomiö er út, segir, að þaö breytist úr þvf aö vera skrautrit, sem komi út einu sinni á ári — á Skrúfudaginn — I þaö aö veröa málgagn Vélskólans og vélstjórastéttarinnar I heild. Er því áætlað að blaöiö komi út nokkrum sinnum á ári, og veröur þaö I fimm þúsund eintaka upplagi og dreift ókeypis til nemenda og vélstjóra. Með breyttri útgáfu blaðsins, hefur aukizt áhugi vélskólanema á að skrifa i blaðið en hugmyndin er að safna saman á einum stað þeim upplýsingum og fróöleik, sem talið er að varði vélstjóra á hverjum tima, segir i leiðara blaðsins, sem ritstjóri þess, Kristján Kristjánsson skrifar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.