Tíminn - 01.12.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.12.1976, Blaðsíða 10
10 Miðvikudagur 1. desember 1976 r Úr sovézkri klakstöð, þar sein tilraunir og rannsóknir fara fram með fullkomnum biinaði. Mikahaíl Tsjernisjof (APN) Fiskrækt og fiskræktar- hugmyndir í Sovétríkjunum A siðari árum hafa auknar fisk- veiðar um heim allan valdið of- veiði á ýmsum fisktegundum. Sovézkir sérfræðingar telja lausnina á þessu vandamáli fel- ast i uinfangsmeiri og nákvæm- ari rannsóknum á auðæfum hafsins, svo og því, að tekin verði upp fiskrækt i stórum stil þannig að unnt verði að auka bæði magn og gæði fisktegund- anna. Um þessar mundir eru starf- rækt i Sovétrikjunum 9000 fisk- ræktarbú og 350 sérhæfð rikisbú áþessu sviði. Samanlagt flatar- mál þessara búa er 190 þúsund hektarar. Notaðar eru sérlega smiðaðar gervitjarnir, mógraf- ir og stifluvötn. Tegundirnar sem ræktaðar eru, eru fyrst og fremst vatnakarfi, silungur, lax og styrja og ýmis afbrigði af þeim. Sovézkir visindamenn stunda umfangsmiklar rannsóknir á_ sviði fiskræktar. A tilraunastöð- inni i Kúrsk hefur náðst góður árangur i klaki fiskteg. af suðrænum uppruna og ná þærgóöum þroska. A árinu 1976 hafa fengizt að meðaltali 60 kg af söluhæfum fiski af hverjum fermetra gervitjarnanna þar, og gert er ráð fyrir að þessi tala verði 2,5-3 sinnum hærri i lok fimmáraáætlunarinnar. Góöir möguleikar eru einnig á rækt nýrra tegunda á þessari tilraunstöð, t.d. amerisku tegundinni buffalo. Hrygning haiyí fer fram á sama hátt og hjá vatnakarfanum, en buffalo- fiskarnir eru fjórum sinnum fljótari að bæta við sig þyngd. 1 Tjúmen-héraði er starfrækt tilraunastöð, sem framleiðir vatnakarfa og er þetta fyrsta og eina stöð sinnar tegundar, enn sem komið er. Stöðin er ólik öör- um aö þvi leyti, að hún viöhefur fjöldaframleiöslu á vatnakarfa i vatni, sem kemur úr 100 metra djúpum borholum. Jarð- fræðingar staðhæfa að geysi- stórt neöanjarðarhaf liggi undir öllusvæðinu frá Salehard til Al- tai og að öll Vestur-Sfberia „syndi” á yfirboröi þess. 1 venjulegum tjörnum er veið- iná einum hektara u.þ.b. 1 tonn af fiski að meðaltali. Meö þvi að halda vatninu heitu allan ársins hring er vatnakarfinn vakinn af vetrardvala og við það örvast vöxtur hans. Klakstöðvar eru rúmlega 140 talsins i Sovétrikjunum. Þar eru framleiddar yfir 40 verðmætar fisktegundir. í fyrra náðist i fyrsta sinn sá árangur að fram- leiða yfir 100 milljónir seiða i klakstöðvunum i Kaspia- og Azov-hafi. Hér er verið að vinna fyrir framtiðina, þvi að sumar þessar tegunda hrygna ekki fyrren eftir 12-20 ár. Við eðlileg skilyrði getur eitt af hverjum Hrognamergöin er mikil. Viðkoman er þviháó,aöhrognin klekist út og seiöin veröi ekki fyrir miklum skakkaföllum á meöan þau eru litt fær aö bjarga sér. 10.000 seiðum haldið lifsbarátt- unni áfram. Lifsmöguleikar þeirra seiða, sem fæðast i klak- stöðvunum eru mun meiri: 2- 3%. Seiðin eru aö visu mjög við- kvæm, en þau eru samt sterk- byggðari en hin, sem eru til komin við eðlilega hrygningu. Styrjuseiðin vega aðeins þrjú grömm, en seinna á lifsleiðinni geturstyrjan vegiðalltupp i eitt tonn. Starf það, sem sovézkir visindamenn hafa innt af hendi til að endurnýja styrjustofninn, á sér enga hliðstæöu i heimin- um. Upp á siðkastiö hefur þessi stofn verið styrktur mjög, en hann var á hraöri niðurleið. Mikið starf er einnig unnið á Kyrrahafsströndum Sovétrikj- anna. Þar er staðsettur fimmti hluti allra klakstööva i landinu, sem vinna að endurnýjun dýr- mætra fiskstofna, sem eru siðan veiddir af sovézkum og japönskum sjómönnum. A eynni Sakhalin nemur ársframleiðsla klakstöðvanna hálfum milljarði fiska. Loftslagsaðlögun er einnig stór liður i endurnýjun verð- mætra fiskstofna. Einnig á þessu sviði standa Sovétmenn mjög framarlega. Milljónir seiða eru flutt árlega milli vatna. Sérstakar stofnanir ann- ast strangt eftirlit með þessu starfi. Arið 1968 var gérð áætlun um loftslagsaðlögun fiskseiða fyrir árin 1970-1980, og er nú verið aðframkvæma hana með góðum árangri. Sovézku sérfræðingarnir hafa náð góðum árangri i loftslags- aðlögun Kyrrahafslaxins i Barentshafi og Hvitahafi. Hnúð- lax hefur veiðzt i stórum stil við Noregsstrendur og á svæð- inu frá Kirkjunesi til Tromsö var hann 2% af öllum laxi, sem veiddist. Norskir sjómenn kalla hnúðlax-’ inn „rússneska laxinn”. Frá ár- inu 1970 hafa fisktegundir frá austasta hluta Sovétrikjanna, hnúðlax og siberiulax, tekið sér bólfestu i Eystrasalti. í fisk- tjörnum við Eystrasalt og Hvítahaf er verið að rækta silung og lax. Við Barentshaf og Hvítahaf eru 8 klakstöðvar, sem á ári hverju framleiða 2,2 milljónir laxaseiða. Við Eystrasalt eru 6 slikar stöðvar starfræktar, og Styrjurannsóknir — styrjan sem er Irússnesku fljótunum er afar verömætur fiskur vegna hrognanna. framleiða 1 milljón laxaseiða á ári. Vandamál fiskveiða og fiski- ræktar eru mjög ofarlega á baugi við Eystrasalt. Eystrasalt geturekki staðið af sér nýtizku- lega flota margra rikja. Slld- veiöar hafa minnkað að undan- förnu i norður- og austurhluta Eystrasalts. I byrjun sjötta áratugsins ákváðu Sovétrikin hámarksafla i Rigaflóa, og 1972 einnig i Finnska flóanum. Einnig voru settar strangari reglur um leyfilegar sild- og þorskveiðar, svo og möskvastærð netanna. SjávarútVegsmálaráðuneytið hefursett sérstaka nefnd, sem á að fylgjast með verndun fisk- stofnanna. En til þess að raun- verulegur árangur náist á þessu sviði verður að koma náið sam- starfallra þeirra rikja sem land eiga að Eystrasalti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.