Tíminn - 01.12.1976, Qupperneq 11

Tíminn - 01.12.1976, Qupperneq 11
MiOvikudagur 1. desember 1976 11 Kristján Friðriksson: Ábending um aðeins eitt atriði Kristján Friðriksson Hvatinn aö þessum greinar- stúf eru umræður, sem fram fóru á fundi i fulltrúaráði Framsóknarfélaganna i Rvik þar sem skattamál voru tekin tilimeðferðar. Ég hef fengið til- 'mæli um aö gera nánari grein fyrir þeim skoðunum, sem ég setti þar fram. Arðgreiðsla af hlutafé Eins og málum er nú háttað er aðeins leyfilegt að greiða eitt- hvað um 10% sem arð af nafn- verði hlutabréfa (nema þvi að- eins að fyrirtækið greiði fyrst skatta af arðgreiðslunni, og svo er sama upphæð auðvitað lika sköttuð hjá þeim, sem arðinn fær i tekjur — þannig að sama sem ekkert verður eftir). Þetta verkar sama sem bann við þvi að fólk almennt léggi fé i nýjan atvinnurekstur — nema þá af hugsjónaástæðum, eða i atvinnuskyni i smáatvinnu- rekstri. öllum ætti að vera Ijóst, að einmitt nú stendur þjóðin á þeim timamótum, að sérstök þörf er fyrir nýmyndun i at- vinnurekstri, m.a. i nýjum iðnaði — þar sem siður er knýj- andi þörf fyrir aukningu i sum- um þeim atvinnurekstri, sem mest hefur kveðið að á undan- förnum áratugum. Ef þetta „bann” við almennri þátttöku i iðnrekstri verður látið haldast — leiðir það til þess, að öll ný starfræksla veröur að byggja svo til eingöngu á lánsfé, sem að sjálfsögðu er takmörk- um háð, hversu auðfengið er, eða þá öll nýmyndun i at- vinnurekstri lendir i höndum: a) hins opinbera, bæjarfélaga, sveitafélaga og rikisins. b) i höndum erlendra auðhringa. Hinum erléndu auðhringum verður gerður leikurinn sérlega auðveldur — þvi byggðarlögin neyðast til þess að taka við þeim til þess að fá þar atvinnu, þar sem þetta vitlausa ákvæði um arðgreiðslur af innlendu hlutafé lokar leiðinni fyrir félagslegum átökum landsmanna sjálfra um atvinnu-uppbyggingu. (En er- lendu fyrirtækin krefjast jafnan skatt- og tollfriðinda). Áhættufé á að njóta betri kjara en sparifé Augljóst ætti að vera, að þeg- ar menn leggja fé sitt i hlutafé- lag, þá er engin trygging fyrir þvi að féð gefi arð, né heldur að það fáist endurgreitt. Þar af leiðandi eru bréfin heldur engin venjuleg verzlunarvara, þó sama aðila kynni að liggja á að nota þetta sama fé siðar til ann- arra þarfa. Þetta tvennt lokar leiðinni til þátttöku almennings i hinni þjóðhagslega þörfu þátttöku al- mennings i nýrri iðnaðar- uppbyggingu. Þess vegna er það tillaga mín, að leyfilegt verði að greiöa arð af hlutafé eins og hvert fyrir- tæki hefur efni á, og sé sú arð- gjöf skattfrjáls hjá þeim sem arðinn tekur — upp að einh verju vissu marki. Mætti þar t.d. miða við, að hlutafjárarður, sem einn aðili fær, væri aðeins skattfrjáls meðan hann ekki nemur meira en svo sem 50% meðallauna i landinu — en það sem þar yrði umfram, yrði skattlagt eins og aðrar tekjur. Almenn þátttaka i at- vinnurekstri er mikil- væg Ef þessi leið yrði valin um skáttlagningu arðs af hlutafé, mundi það m.a. hafa eftir- greinda kosti i för með sér. 1) Stofnun innlendra fyrirtækja með háu hlutfalli eigin fjár yrði gerð möguleg. 2) "Hátt eiginfjár-hlutfall auoveldaöi lánasjóðum framlög til nýmyndunár i atvinnu- rekstri. 3) Leið yrði opnuð fyrir mikið fjármagn fjölda manna inn i at- vinnureksturinn. Fjármagn, sem annars færi e.t.v. i eyðslu, (utanferðir, bilakaup, óhófshús- næði, óhófsneyzlu) Þvi það er einmitt fjármagn hinna mörgu smáu, sem farveg vantar fyrir inn i uppbygginguna. 4) tslendingar hafa gaman af að vera með i uppbyggingu. Hafa lika gaman af að taka áhættu — það sýnir m.a. hin stórfellda verzlun i happdrætt- um. En auðvitað yrðu menn miklu fúsari til að leggja fram- lög i atvinnurekstur heldur en happdrætti — ef arðsvon er ein- hver, og ef menn sjá jafnframt að þeir eru að efla uppbyggingu i byggðarlögum sinum með framlögunum. 5) Með þvi fyrirkomulagi, sem hér er stungið upp á, yröu hlutabréfin seljanleg — auðvitað á misháu verði eftir arðgjafarvon — en það þýddi að menn gætu hvenær sem væri náð út framlögum sinum i þeim mæli sem efni stæðu til, með sölu bréfanna til nýrra aöila. 6) Abyrg þátttaka sem flestra i atvinnurekstri er menningaratriði og mikilvægt atriði i hinni eilifu sjálfstæðis- baráttu hverrar þjóðar og hvers einstaklings. 7) Sem almennust þátttaka, með sem beinastri ábyrgð ein- staklinganna — er i eöli sinu stjórnmálalegt stórmál. Allir sannirframsóknarmenn ættu að skilja að með þessu stækkar millistéttin. Mönnum með hina ábyrgu afstöðu „bóndans” fjölgar. Það er meginatriði i stefnu miðflokka. Auðvitað er þetta andstætt stefnu kommúnista, sem vilja hafa allan atvinnurekstur i höndum hins opinbera — og það er lika andstætt stefnu þeirra ihaldsafla, sem vilja greiða götu erlendra auðhringa. Lika and- stætt hagsmunum hinna skammsýnustu ihaldsafla, sem vilja islenzka iðnaðaruppbygg- ingu feiga — til þess að geta grætt á innflutningi sem flestra iðnaðarvara — (og fengið kommisjón.) Ég skora á alla góða fram- sóknarmenn og alla frjálslynda og velviljaða sjálfstæðismenn að taka þessar bendingar til at- hugunar — nú þegar skattalög- gjöfin er i endurskoðun hvort sem er. Ég hef heyrt þau barnalegu „rök” gegn uppástungunni um rýmri arðsúthlutun af hlutafé, að arðgreiðslan mundi veikja fjárhagsstöðu fyrirtækjanna. Þetta er auðvitað alveg öfugt, þvi féð leitar einmitt þangað, sem arðsvon er af þvi. Þessi breyting mundi lika hafa i för með sér aukið eftirlit hluthafanna með hlutafélögun- um — og með þvi hindra bruðl og tilraunir til undanskots frá skatti og draga úr tilhneigingu til þess að koma kostnaðarliðum yfir á fyrirtækin með vafasöm- um hætti. En svo verður lika að hafa i huga, að sá sem sparar, sá sem frestar neyzlu — með þvi að leggja fé sitt i uppbyggingu og áhættu, sem þvi fylgir — hann á betra skilið af þjóðfélagsins hálfu heldur en hinn, sem öllu eyðir jafnharðan, eða leggur fé sitt i þjóðhagslega óarðbæra fjárfestingu. Almenna bókafélagið: Þrjár nýjar Ijóða- bækur ALMENNA bókafélagiö hcfur sent frá sér þrjár ijóðabækur. ELFARNIÐ eftir Þórunni Elfu, og tvær fyrstu bækur kornungra höfunda, KOPAR Magneu Matthiasdóttur og í SKUGGA MANNSINS eftir Sveinbjörn Baldvinsson. Elfarniður er að visu fyrsta ljóðabók Þórunnar Elfu, en mun vera tuttugasta og önnur bókin, sem hún sendir frá sér, hinar bækurnar eru eins og kunnugt er skáldsögur og tvö smásagnasöfn. Auk þess hefur hún samið leikrit fyrir útvarp og ritað fjölda greina, sem birzt hafa víðs vegar. Ljóðin iElfarnið eru frá nokkuö löngum tima og i margs konar formi, rimuð og órimuð og mjög persónuleg. Þórunn Elfa skiptir bók sinni i fimm kafla, sem hún nefnir: Vor, Ungt lif Konan, Heit- urhyr,MarquisdeSade, I skugga skálmaldar og Milli vonar og ótta. Alls eru 32ljóð i bókinni, sem er 76 bls. að stærð, prentuð i prent- verki Akraness. Magnea Matthiasdóttir Kopar eftir Magneu Matthias- dóttur. Höfundurinn hefur verið við sálfræðinám i Kaupmanna- höfn, en er nú kennari i Grundar- firði. Magnea hefur áður birt eftir sig nokkur ljóð, m.a. i Nýjum Gretti, Samvinnunni og Lesbók Morgunblaðsins. Hún skiptir bók- inni i tvo hluta, Ný lif og gömul, alls 29 ljóð, og ljóðaflokkinn Til mannanna minna. Bókin er kilja, 62 bls. að stærð, prentuð i Alþýðuprentsmiðjunni. 1 skuggamannsins-eftir Svein- björn Baldvinsson. Höfundurinn er aðeins 19 ára að aldri, Reyk- vikingur, nemandi i siðasta bekk menntaskóla. Hann hefur birt áð- ur ljóð i Lesbók Morgunblaðsins og skólablöðum. Ljóðin i bókinni Sveinbjörn Baldvinsson eru alls 33 að tölu. Bókiri er kilja, 64 bls. að stærð, prentuð i Alþýðu- prentsmiðjunni. Þakkar- óvarp Beztu þakkir votta ég öllum þeim sem sýndu mér vinsemd og viröingu á fimmtugs afmæli minu. Jón Skaftason. Hannes Pétursson Ný bók eftir Hannes Pétursson Komin er út á vegum Iðunnar ný bók eftir Hannes Pétursson, er nefnist úr hugskoti og geymir bæði kvæði og laust mál. Bókin flytur fjölþælt efni, sem orðið hef- ur til á árunum 1969-1976. Ekki þarf að kynna Hannes Pétursson sem ljóðskáld, þvf að allt frá þvi að fyrstu ljóð hans birtust á prenti hefur hverrar nýrrar ljóðabókar frá hans hendi veriö beðið meö óþreyju. Einnig er flestum kunnugt, að honum lætur ekki siöur að tjá sig i lausu máli en bundnu. Nægir i þvi sam- bandi að minna á hinn eftirminni- lega söguþátt hans, Rauðamyrk- ur, sem út kom fyrir þremur ár- um. Arið 1974 hlaut Hannes bók- menntaverðlaun dagblaðanna, Silfurhestinn, fyrir bókina Ljóða- bréf. Og árið 1975 var hann sæmd- ur hinum viröulegu þýzku bók- menntaverðlaunum, Henrik- Steffens-Preis. Hin nýja bók Hannesar er 144 bls. að stærð, prentuð i Setbergi og bundin i bókbandi prentsmiðj-, unnar Eddu hf. Úr hugskoti

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.