Tíminn - 01.12.1976, Qupperneq 7

Tíminn - 01.12.1976, Qupperneq 7
Miðvikudagur 1. desember 1976 7 Fjórða þing Rafiðnaðarsambands íslands: Uppbygging atvinnuveg- anna getur ein tryggt at- vinnu og afkomu launþega Vegna siendurtekinna fullyrð- inga Röntgentæknafélags íslands idagblöðum um að röntgentækn- ar vinni nákvæmlega sömu störf- in og röntgenhjúkrunarfræðingar vill Félag röntgenhjúkrunarfræö- inga taka fram eftirfarandi: Röntgenhjúkrunarfræðingar hafa lokið sérnámi i röntgen- myndatöku og röntgenlækning- um að loknu 3ja ára almennu hjúkrunarnámi. Röntgentæknar hafa hins vegar aðeins lokiö sex mánaða sjúkraliðanámi og 2ja ára námi i röntgenmyndatöku. Röntgenhjúkrunarfræöingar hafa þannig hlotiö miklu meiri mennt- un i liffærafræði, sjúkdómsfræöi, lyf jafræði og almennri meðhöndl- un sjúklinga heldur en röntgen- tæknar. Þess vegna hafa röntgen- hjúkrunarkonur leyfi til aö sprauta sjúklinga og til lyfja- gjafa, en til sliks hafa röntgen- tæknar ekki leyfi, enda ekkert lært i lyfjafræði. Auk þess má benda á, að vegna þess að röntgentæknar hafa aðeins sér- hæft nám i röntgenmyndatöku, hafa þeir ekki menntun til að vinna við stórar „sterilar” rann- sóknir, t.d. hjartáþræðingar. Af þessu er augljóst, aö röntgenhjúkrunarfræðingar eru hæfir til ýmissa starfa á röntgen- deildum, sem röntgentæknar eru ekki. Við visum þvi á bug þeirri fullyrðingu RTÍ, aö röntgentækn- ar vinni nákvæmlega sömu störf- in og röntgenhjúkrunarfræðing- ar. 1 yfirlýsingu RTl, sem birtist i dagblöðum nú i vikunni, segir m.a. að eina krafa röntgentækna séusú aö laun þeirra séu ,,færö til samræmis við laun þeirrar stétt- ar, sem við vinnum viö hliðina á”. Ef þetta er röksemd fyrir kröfu um hærra kaup, er þá ekki sjálf- sagt að krefjast þess að fá sömu laun og læknarnir, sem bæði röntgentæknar og röntgen- hjúkrunarkonur vinna við hliðina á? 25. nóv. 1976 F.h. Félags röntgenhjúkrunar- fræðinga Nanna Friðgeirsdóttir Námskeið fyrir verðandi leiðsögumenn F.I. Reykjavik. — Akveðið hefur verið, að Ferðamálaráð íslands efni til námskeiðs fyrir verðandi leiðsögumenn erlendra ferða- manna i innanlandsferðum. Námskeiðiö stendur yfir frá janúar til mai 1977. Þeir, sem hafa hug á að sækja framangreint námskeið, geta gefið sig fram á skrifstofu Ferðamálaráðs Is- lands, Skúlatúni 6, Reykjavik, simar 15677 og 27488. 1 skrifstofu Ferðamálaráðs liggja frammi umsóknar- eyðublöð, ásamt námsskrá og öðrum frekari upplýsingum um námskeiðið. Námskeiöiö fer fram i húsaky nnum Háskóla Islands og verða haldin tvo daga i viku á kvöldin og eftir hádegi á laugar- dögum. A undanförnum árum hefur verið mjög mikil aðsókn að leiö- sögumannanámskeiðum og verð- ur nU eins og áöur að takmarka þátttakendur viö húsrýmiö. Umsóknarfrestur um þátttöku i námskeiðinu er til 6. des. n.k. Aðalvinningurinn I Happdrætti Hjartaverndar 1976 var Mazda bifreið station 4 dyra og kom vinningur- inn á miöa nr. 37796. Hér á myndinni er frú Hjördis Kröyer fulltrúi Hjartaverndar aö afhenda hinum heppna eiganda Þóri Baldurssyni, Tjaldanesi 13, Garöabæ happdrættisvinninginn. F.I. Reykjavfk. — A fjórða þingi Rafiðnaðarsambands Islands, sem fór fram i Reykjavik dagana 20.-21. nóv. s.l. voru gerðar ýmsar ályktanir um kjara- og atvinnu- mál, menntamál, löggildingar- skilyrði, vinnulöggjöfina og stefnuyfirlýsingu ASI. Telur þingið launamál is- lenzkra launþéga með öllu óviðunandi, enda séu kjör verka- fólks á tslandi lægri en þekkist f nálægum löndum. Bendir þingið á i framhaldi þessara staöreynda, að viöþæraðstæður óöaveröbólgu og kjaraskerðingar, sem rikt hafi og riki hér á landi, geti aöeins markviss uppbygging atvinnu- veganna tryggt atvinnu og af- komu launþega. Efling verkmenntunar er að dómi þingsins grundvallarskil- yrði fyrir þvi, að hér á landi kom- ist á sú iðnvæöing, sem er for- senda bættra lifskjara þjóðarinn- ar. Þingið fordæmir þau vinnu- brögð menntamálaráöuneytisins, að stinga undir stól itarlegum tillögum fulltrúa vinnumarkaðar- ins um átak i endurskipulagingu verkmenntunar á framhalds- skólastigi, en láta þess I stað hefja áróðursherferð fyrir hug- myndum embættismanna, sem settar eru fram án nokkurra sam- ráða viö atvinnulifiö. Þingiö telur fráleitt, a,ö próf frá Raftæknideild T.í. sé krafizt af þeim rafvirkjum sem sjálfstæöan atvinnurekstur stunda, og telur rafvirkjastéttina búa þar við allt önnur skilyrði en aörar iönaðar- mannastéttir. Lýst er yfir eindreginni and- stöðu viö framkomnar tillögur um breytingar á gildandi lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Einnig telur þingið timabært, að ASl skilgreini meö stefnuyfirlýs- ingu meginhlutverk og markmiö sambandsins I efnahagslegu-, fé- lagslegu- og menningarlegu til- liti nánar en gert er I gildandi lögum þess. Formaður Rafiönaðarsam- bands Islands er Magnús Geirs- son. Ný bók eftir Hammond Innes gébé Rvlk— Til móts við hættuna nefnist ný bók, sem þýdd hefur verið á íslenzku eftir brezka met- söluhöfundinn Hammond Innes. Þetta er tiunda bók höfundar, sem þýdd er á islenzku. Sagan, sem gerist að mestu i háfjöllum Noregs, segir frá æsilegum átök- um og er geysispennandi út i gegn. Aödáendur Hammond Inn- es hafa án efa beðiö með óþreyju eftir nýrri bók frá honum, og þeir veröa svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum, nú fremur en endra- nær. Þýðandi er Aifheiður Kjartans- dóttir, en prentsmiðjan Setberg prentaöi. Yfirlýsing fró Félagi r öntg enh j ú kr u n a rf ræð i n g a FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Framkvæmdastjórn SUF Taka ber upp persónukjör með valkostum Mó-Reykjavik — Á fundi Fram- kvæmdarstjórnar Sambands ungra framsóknarmanna, sem haldinn var um helgina, var svo- hljóðandi samþykkt gerð: „Framkvæmdastjórn SUF. lýs- ir ánægju sinni meö það sam- starf, sem tekizt hefur með sam- tökum ungra framsóknarmanna, jafnaðarmanna og sjálfstæðis- manna um skipan kjördæma og kosningalaga. Framkvæmdastjórnin lýsir eindregnum stuðningi sinum viö þær hugmyndir samstarfsnefnd- ar þessara þriggja samtaka, að taka beri upp persónukjör meö valkostum og fella niður upp- bótarþingsæti. Við útfærslu hugmyndanna leggur framkvæmdastjórnin áherzlu á, að ekki er nauösyn, að öll kjördæmi hafi jafnmarga þingmenn, enda mega þau ekki vera óeðlilega viðviðáttumikil. Einnig þarf að tryggja rétt þeirra, sem fjarri miðstöðvum valdsins búa með hærra vægi at- kvæða en i tillögu nefndarinnar er gert ráð fyrir. HMV Sjónvarpstæki HIS MASTER’S VOICE sjónvarpstæki eru heimsþekkt gæðavara meðáratugs reynslu á íslenskum markaði. Fást með 20” og 24”skjá. Fást einnig víða um land. Góð greiðslukjör.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.