Tíminn - 01.12.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.12.1976, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 1. desember 1976 Gamalíel Sveinsson, viðskiptafræðingur: Árlegur sparnaður í olíukaupum 700 milljónir fyrir fiskiskipin — ef gasolíunotkunin minnkaði um helming, en svartolíu- notkunin ykist um jafngildi þess í hitaeiningum gébé Rvik — Nýlega var haldin ráðstefna um brennslu svartoiíu i Islenzkum skipum, og var það sjávarútvegsráðuneytiö, sem fyrir henni stdö. Meðal erinda, sem fiutt voru á ráðstefnunni, var erindi Gamaliels Sveins- sonar viðskiptafræðings hjá Þjóöhagsstofnun, og f jallaði það um oliukostnað islenzkra fiski- skipa og áhrif svartoliunotkun- ar. t upphafi erindisins, sagðist Gamaliel ieitast við að gera grein fyrir ýmsum töiulegum upplýsingum um oliuinn- flutning, svo óg um olfukostnað islenzkra fiskiskipa og mikii- vægi oliunnar i rekstarkostnaði fiskiskipa. Hann tók einnig dæmi um áhrif svartoliu- brennslu. Sagöi Gamaliel, að meiri hluti þess talnaefnis sem hann setti fram, henði verið unninn i Þjóðhagsstofnun i . byrjun þessa árs, en efnið verið endurnýjað, eftir þvi sem við hefur átt. Fer erindi Gamaliels Sveinssonar hér á eftir: Oliuinnflutningur og oliunotkun Þegar litið er á tölur um heildarinnflutning á gasoliu og svartoliu undanfarin fimm ár, 1971-1975, kemur i ljós, að inn- flutningur á gasoliu hefur verið á bilinu 280-360 þús. tonn. Minnstur var innflutningurinn 1972 eða 277 þús. tonn en mestur á árinu 1974 eða 361 þús. tonn. Innflutningstölur þessar gef a þó ekki rétta mynd af notkuninni vegna birgðasveiflna. En undanfarin þrjú ár hefur notk- unin verið sem hér segir: A árinu 1977 er áætlað, að gas- oliunotkunin verði heldur minni en i ár eða um 280-290 þús. tonn. Innflutningur á svartoliu hefur verið á bilinu 80-110 þús. tonn undanfarin fimm ár, 1971- 1975. Minnstur var innflutning- urinn 1975 rúmlega 81 þús. tonn en mestur 1974 rúmlega 110 þús tonn. Notkunin hefur aftur á móti verið mun jafnari eða sem hér segir: A siðast liðnu ári nam innflutningsverðmæti þessara tveggja oliutegunda, gasoliu og svartoliu, röskum 6,2 millj- örðum króna c.i.f. og var þá 10,6% af heildarverðmæti alls almenns vöruinnflutnings. Arið áður eöa 1974 var hlutfallið svipaö en hafði þá hækkað úr 5- 6% af almennum vöruinn- flutningi vegna hinna miklu oliuveröhækkana, sem hófust i árslok 1973. Af þessu má ljóst vera, að oliuinnflutningurinn er veigamikill þáttur i þjóðar- búskapnum og til mikils er að vinna, að sem mestrar hag- kvæmni sé gætt i notkun þessara orkugjafa eða annarra, sem i stað hans koma. 1 þessu sambandimá nefna hinar miklu hitaveituframkvæmdir að undanförnu, en þær eiga mestan þátt i þeirri minnkun gasolfu- notkunarinnar, sem áðan var lýst. Um hitaveituframkvæmd- irnar og hagkvæmni þeirra hafa allir verið sammála, en sama verður ekki sagt um brennslu svartoliu i stað gasoliu I islenzkum fiskiskipum. Þar skiptast menn mjög i tvo hópa. Hér verður ekki tekin bein afstaða til þessa deiluefnis heldur einungis settar fram tölulegar upplýsingar, sem að gagni mættu koma, þegar málið er skoðað i heild sinni og tækni- legar og hagrænar forsendur metnar. Oliukostnaður i hlut- falli við aflaverðmæti Eitt af viðfangsefnum Þjóðhagsstofnunar eru athug- anir á framleiðslu og rekstrar- afkomu atvinnuveganna. Að þvi er fiskiskipaflotann snertir þá eru samin heildaryfirlit yfir rekstur hans eftir útgerðar- greinum i samvinnu við Fiski- félag íslands og Reikningaskrif- stofu sjávarútvegsins. Megin heimildin eru rekstrarreikn- ingar útgerðanna og afla- og úthaldsskýrslur Fiskifélagsins. Yfirlit þessi ná aftur til ársins 1969 og á grundvelli þeirra má m.a. fá upplýsingar um oliu- kostnað og aflaverðmæti eftir útgeröargreinum, það er bátum og minni og stærri skuttogurum svo og eftir stærðarflokkum báta. Þegar litið er á oliukostnað fiskiskipaflotans i heild i hlut- falli við aflaverðmæti kemur i ljós að á árunum 1969-1973 er hlutfall oliukostnaðar (og er þá smurolia meðtalin) af aflaverð- mæti nokkuð stöðugt eða 8-10%. Árin 1974-’75 hækkar þetta hlut fall i 19-22% m.v. óniðurgreitt oh'uverð en er nú að likindum nálægt 17-18% fyrir fiskiskipa- flotann i heild. Hæst er þetta hlutfall fyrir stærri skuttogar- ana, nú nálægt 25% en nálægt 15% fyrir bátaflotann. Hlutfallið er mjög breytilegt eftir báta- stærðum og vex eftir þvi sem bátarnir stækka, lægst er það fyrir báta undir 20 brl. að stærð 6-7% en fer yfir 20% fyrir stærstu bátana. Að sjálfsögðu er svo hlutfall oliukostnaðar af aflaverðmæti einnig mjög breytilegt innan hvers stærðar- flokks og fer það vitaskuld aðal- lega eftir fengsæld báta, þannig að fengsælli báltarnir þurfa yfir- leitt að greiða' minni hluta af aflaverðmæti sinu i oliukostnað en hinir. •> Þróun gasolíuverðs i hlutfalli við fiskverð og afurðaverð Þegar borin er saman þróun oliuverðs og fiskverðs yfir ákv. timabil er ekki nægilegt að lita á áðurnefndar tölur um hlutfall af aflaverðmæti þar eð breytingar i aflabrögðum og sókn geta verulega skekkt hlut- fallið sem mælikvarða á verðaf- stöður. Hérliggur þvibeinna við að- nota einingarverð. Sé það gert og tekiö annars vegar útsöluverð á gasoliulitra og hins vegar á kilógrammi af óslægðum þorski með haus kemur i ljós, að á timabilinu 1964-1971 hefur hver gasoliulitri kostað 42-52% af þvi sem þorsk- kflógramm hefur kostað. Arin 1972-’73 er þetta hlutfall komiö niöur i 32-35% en vex siðan aftur og fer upp i 60-63% árin 1974-’75 m.v. óniðurgreitt verð. Nú er þetta hlutfall um 45% eða innan þeirra marka, sem það var 1964- ’71.Segja má þvi, að þráttfyrir þær miklu verðhækkanir, sem orðið hafa á oliu undanfarin ár, sé oliuverð ekki hátt nú miðað við þorskverð. Þróun ufsaverðs er aftur á móti nokkru óhagstæðari. A timabilinu 1964-’73 var verð á gasoliu nálægt helmingi þess sem kilógramm af ufsa kostaði með þeim undantekningum þó að 1964 og 1970 komst oliulitrinn upp i nálægt 70% af ufsaverðinu. Arin 1974-’75 var þetta hlutfall 84 og 96% og komst enn hærra i árslok 1975. Er þá, eins og áður miðað við óniðurgreitt verð Nú er þetta hlutfall um 82%, sem sýnir, að ufsinn hefur ekki haldið I viö veröhækkanir á olíu eins og þorskurinn. Hér að framan hefur verð á fiski upp úr sjó verið haft til viðmiðunar. Fróðlegt gæti einnig verið að skoða gasoliu- verð i hlutfalli við afurðaverð þorsks og ufsa. Þá kemur i ljós, að verð á gasoliulitra I hlutfalli við f.o.b. verð á frystu kiló- grammi af þoski hefur verið á bilinu 5,2-7,4% á timabilinu 1964- ’71. Arin 1972-’73 fer þetta hlut- fall niður i4 til 4 1/2% en hækkar siðan upp i 8-9% á árunum 1974- 1975. Nú er þetta hlutfall um 7 1/2%. Gasoliuverð I hlutfalli við verð á kilogrammi af óverk- uðum saltfiski hefur verið öllu stöðugra eða á bilinu 8-10% allt timabilið 1964-’76 meö tveimur undantekningum. Aftur á móti hefur gasoliuverð i hlutfalli við verð á frystum ufsa hækkað mjög siöustu árin. Arin 1964-’73 var þetta hlutfall á bilinu 9-11% og fór eitt áriö upp i 13%. Arið 1974 var hlutfallið komið upp i 15% og i árslok 1975 I 19% en er nú um 16%. Þessi hækkun hlut- fallsins sýnir, að afurðaverðiö á ufsa hefur ekki hækkað nægi- lega til þess að vega upp verðhækkunina á oliu. Aö þessu leyti er þróunin i afurðaverði og hráefnisverði á ufsa hliðstæð. Dæmi um áhrif svartoliunotkunar Tölur þær sem nefndar voru hér að framan um oliunotkunina þ.e. 300-335 þús. tonn af gasoliu og 95-100 þús. tonnlaf svartoliu á ári, eiga við h^ildarnotkunina hér á landi á ári/ Þar af er oliu- notkun islenzkra fiskiskipa 130- 140 milljónir litrar af gasolfu og 7.500-8.000 tonn af svartoliu. Tölur þessar um oliunotkun eru byggðar á upplýsingum Oliu- sjóðs fiskiskipa um það magn oliu, sem niöurgreitt var á árunum 1974-’75. Verðmæti þessarar oliu til fiskiskipa á núgildandi útsöluverði er nálægt 3,7-4,0 milljörðum kr., þar af er verömæti svart- oliunnar um 150 milljónir. A grundvelliþessara talna má gera sér i hugarlund, hvaða fjárhæðir unnt er aö spara i oliukaupum, ef brennsla svart- oliu er tekin upp i rikara mæli en nú er i fiskiskipum. Ef tekið er dæmi um breytingu I notkun þannig, að gasoliunotkunin minnkaði um helming þ.e. um 65-70 milljónir litra en svartoliu- notkunin ykist um jafngildi þess i hitaeiningum eða nálægt 60 þús. tonn, gæti árlegur sparn- aður i beinum oliukaupum numið um 700 m.kr. fyrir fiski- skipaflotann i heild. Minnkun gasóliunotkunarinnar um 3/4 hluta af núverandi notkun gæti þýtt sparnað i beinum oliu- kaupum um röskar 1.000 millj- ónir á ári. Tölur þessar gefa að sjálfsögðu til kynna það hlutfall vélaraflsins, sem breyta þarf til þess að ná nefndri lækkun I olfu- kaupunum, en hlutfall báta- fjöldans, sem breyta þarf, er mun lægra. Sérstök áherzla skal á það lögð, að lækkun oliu- kaupanna um 700-1.000 milljónir kr gefur ekki til kynna hreinan ávinning útgerðarinnar af breytingunni. Eftir er að taka tillit til aukins viðhaldskostn- aðar á vél og aukinna þrifa, sem óhj ákvæmilega fylgja svartoliubrennslu. Auk þess fyigir breytingunni nokkur stofnkostnaður, skilvindur, hitarar, o.fl. sem þarf að endur- heimtast. Hér verður ekki sett fram tölulegt mat á þessum atriðum þótt segja megi að án sliks verði ekki komizt langt i mati á hagkvæmni breyting- anna. Hér verður hins vegar vikið aðeins nánar að þeim sparnaði i oliukaupum sem brennsla svartoliu leiðir til. Veigamesta atriðiö, sem áhrif hefur til sparnaðar i oliu- kaupum við breytingu yfir i svartoliu, er verðhlutfallið milli gasoliu og svartoliu. Frá ársbyrjun 1973 hefur þetta verð- hlutfall verið aU stöðugt og hefur svartoliutonnið oftast nær kostað 55-60% af þvi, sem þúsund litrar af gasoliu hafa kostað. Þá er miðað viö óniöur- greitt verð. A fjórum verðtimabilum hefur verðhlut- fallið þó farið rétt yfir 70% og er svo einmitt nú, en veröið á svartoliutonninu er nú 19.000 kr. en á þúsund litrum af gasoliu 27.050. Svartolia er þvi tiltölu- lega dýr nú miðað við gasoliu. Auk þess hefur þvi verið haldið fram, aö svartoliuveröið 19.000 hvert tonn sé jafnvel of lágt m.v. núgildandi markaðsverð erlendis, nær lagi væri að hafa hlutfallið nálægt 80%. Slik hækkun hlutfallsins dregur að sjálfsögðu úr þeim sparnaði i oliukaupum, sem hafa má af breytingu yfir i svartoliu Við mat á liklegu verðhlutfalli verður einnig að hafa i huga aö gæði þeirrar svartoliu, sem við fáum frá Rússum, eru meiri en verðið, semviðgreiðum, miðast við. Sú spurning hlýtur einnig að vakna, hvaða áhrif verulegur tilflutningur oliunotkunarinnar frá gasoliu yfir i svartoliu hefur á verðmyndunina hér innan- lands. Má ekki fremur gera ráð fyrir þvi, að tilkostnaður oliu- félaganna við bætt dreifingar- kerfi svartoliunnar, leiði til einhverrar hækkunar á verði svartoliu miðað við gasoliu þ.e. að hlutvallið hækki? Framangreindar tölur eru miðaðar við óniðurgreitt verð, en eins og öllum er kunnugt var gasolía og svartolia til fiskiskipa átórlega greidd niður frá ársbyrjun 1974 og til 15. feb. 1976. Upphaf niðurgreiðslnanna má rekja til þess, að oliuverðhækkanir sem hófust 1973 voru i fyrstu taldar timabundnar og þvi talið rétt að greiða niður oliuverðið með þvi að leggja á útflutningsgjald. Reyndin varð hins vegar allt önnur og niðurgreiðslurnar héldu áfram að aukast eftir þvi sem innflutningsverð á oliu hækkaði. í árslok 1975 var svo komið, að niðurgreiðslan var orðin kr. 18,40 á hvern litra af gasoliu en útsöluverðið var 5,80. Ljóst var, að við slik skilyrði veitti verðið ekki nauðsynlegt aðhald i notkun þessa mikU- væga kostnaðarþáttar og mis- notkun var jafnvel boðin heim. Fyrst I staö eða allt fram til miðs árs 1975 röskuðust verð- hlutföllin milli svartoliu og gas- oliu ekki vegna niðurgreiðsln- anna enda miðuðu þær að þvi, aö útsöluverð gasoliu og svart- oliu héldist óbreytt frá þvi, sem verið hafði haustið 1973, þ.e. gasoliulitrinn á kr. 5.80 og tonnið af svartoliu stórlega auknar og lækkaði þá niður- greitt verð á svartoliu i 1.015 kr. tonnið. V e r ð h 1 u t f a 1 li ð milli svartoliu og gasoliu lækkaði við þessa breytingu úr 57,4% i 17 1/2%. Þótt fullyröa megi, að þessi aukna niður- greiðsla á svartoliu hafi ekki skaöað Olíusjóðf þeim skilningi, að niðurgreiðslan til þeirra skipa, sem þá voru að taka upp svartoliubrennslu hafi verið minni en við gasoliubrennslu þeirra, verður að telja það mjög varhugavert að raska svo gjör- samlega verðhlutföllunum milli svartoliu og gasoliu. Ekki verður um það fullyrt, hvort þessi breý'ting hefur beinlinis haft áhrif i þá átt að auka svartoliunotkun istað gasoliu en engu að siður var hér um hvatningu að ræöa, hvatningu byggða á óraunhæfum verðhlut- föllum, sem ekki gátu staðizt til lengdar. Skynsamlegt mat á þjóðhagslegri hagkvæmni svartoliubrennslu i stað gasoliu verður ekki gert nema i ljósi „réttra” verðhlutfalla þ.e. innflutningsverðhlutfallinu. En niðurstaða um hagkvæmni breytingarinnar fæst ekki, fyrr en áhrifin á viöhaldskostnaöinn hafa verið könnuð til fullnustu og metin tölulega. 1974: 337 þús tonn 1975: 335 þús. tonn 0.8% minnkun f.f. ári áætl. 1976: 300 þús. tonn 10,4% minnkun f.f. ári 1974: 99,3 þús. tonn 1975: 95,2 þús. tonn 4,1% minnkun áætl. 1976: 100 þús. tonn 5.0% aukning ASB vill láta reka 25 miólkurbúðir STÉTTARFÉLAG starfsstúlkna i mjólkurbúðum hefur sent þing- mönnum bréf, þar sem skorað er á alþingismenn að breyta mjólkursölulögunum þannig, að 25 mjólkurbúðir verði reknar áfram i 5 ár. I bréfinu segir, að verulegir erfiðleikar séu á þvi, að eldri konur félagsins geti útvegað sér nýja atvinnu, og reynslan hafi þegar sýnt i Hafnarfirði, að þjón- ustan versnar, þegar mjólkur- búðirnar hætta. Þessar 25 mjólkurbúðir, sem félagiö vill að verði reknar áfram, myndu tryggja — að hluta elztu kvenn- anna yrði tryggð örugg atvinna um nokkurt skeið og þau hverfi, sem annars yrðu illa úti hefðu áfram fyrri þjónustu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.