Tíminn - 10.12.1976, Blaðsíða 11
Föstudagur 10. desember 1976
11
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. R:;stjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steingrímur Gislason.Ritstjórnarskrifstofur ( Edduhúsinu
viö Lindargötu, slmar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöai-
stræti 7, simi 26500 — afgreiösluslmi 12323 — auglýsinga-
simi 19523. Verö i lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr.
1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f.
Sjónvarpsáætlunin
Siðastliðið sumar fól Vilhjálmur Hjálmarsson
menntamálaráðherra þremur alþingismönnum að
gera áætlun um dreifingu sjónvarps með það fyrir
augum, að það næði til allra landsmanna. Þing-
mennirnir hafa nú skilað itarlegri áætlun. 1 stuttu
máli eru aðaltillögur nefndarinnar þessar:
1) Lokið verði við að koma sjónvarpi til allra not-
enda á landi á næstu fjórum árum (1977-1980) og
hafin verði bygging endurvarpsstöðva fyrir miðin
árið 1979.
2) Ákveðin verði fimm ára framkvæmdaáætlun
1977-1981, sem auk þess að ná til ofangreindra
atriða, nái til annarra nauðsynlegra framkvæmda á
sviði sjónvarps á timabilinu.
3) Innflutningur litasjónvarps verði gefinn frjáls.
Afnotagjöld af litasjónvarpstækjum verði hærri en
af svart-hvitum tækjum.
Tollatekjur renni óskiptar til framkvæmda, sam-
kvæmt framkvæmdaáætlun.
5) í afnotagjöldum verði gert ráð fyrir fjármagni
til endurnýjunar dreifi- og útsendingarkerfisins
meira en nú er gert.
6) Fjárvöntun verði mætt með lántökum, sem
endurgreiðist af tekjum sjónvarpsins fyrir 1989.
Menntamálaráðherra gerði þessa skýrslu að um-
talsefni á Alþingi siðastl. þriðjudag, þegar rætt var
um tillögu Ellerts B. Schram um litasjónvarp. Hann
sagði m.a.:
„1 tillögum milliþinganefndarinnar er gert ráð
fyrir þvi, að næstu fimm árin sé megináherzla lögð
á sjálfa dreifingu sjónvarpsins, á atriði eins og
endurnýjun bráðabirgðastöðvanna og skyld verk-
efni, á örbylgjusamböndin i framhaldi af þvi, sem
nú er verið að gera, á nýjar sjónvarpsdreifistöðvar
fyrir smærri hverfin, sem enn eru sjónvarpslaus.
Það er sem sagt gert ráð fyrir þvi i þessum tillög-
um, að láta þessi atriði hafa forgang áður en fyrir
alvöru er snúizt við litasjónvarpinu. Þó er einnig
gert ráð fyrir þvi að sinna strax fyrstu og ódýrustu
áföngunum, sem nefndir eru i litasjónvarpsskýrsl-
unni, en hinar dýrari framkvæmdir við litasjónvarp
kæmu þá til siðar. Þannig er i tillögum milliþinga-
nefndarinnar reynt að fara bil beggja. Flýta
dreifingunni en greiða einnig fyrir tilkomu litanna.
Mér er ljóst, að mikið verður þrýst á um hröðun
litasjónvarps, og ég tel nauðsynlegt að marka nokk-
uð ákveðna stefnu að þessu leyti.
Milliþinganefndin gerir ráð fyrir, að fram-
kvæmdir berist uppi að verulegu leyti af tolltekjum,
og gengur þá út frá þvi, að innflutningur litasjón-
varpstækja verði leyföur. Ég tel einnig, að það muni
verða gert i vaxandi mæli, Innflutningur almennt er
frjáls. En það breytir ekki þvi, að takmörkunin til
þessa hefur að minum dómi verið eðlileg, og algjör-
lega sjálfsögð, þegar takmarkanirnar voru ákveðn-
ar á sinum tima.
En eins og innflutningur sjónvarpstækja i vax-
andi mæli er fyrirsjáanlegur, þannig verður á sama
hátt ekki hjá þvi komizt að horfast i augu við miklar
og dýrar framkvæmdir til viðhalds og endurnýjun-
ar og útfærslu á tækjabúnaði og dreifikerfi rikisút-
varpsins sjálfs. Þetta kemur og fram i áliti milli-
þinganefndar, sem gerir ákveðnar tillögur um
tekjuöflun með innflutningstollum og hluta afnota-
gjalda. Tillögur nefndarinnar rek ég ekki nánar að
sinni, en visa til nefndarálitsins. Og ég vil sérstak-
lega þakka nefndarmönnunum, Steingrimi Her-
mannssyni, Sverri Hermannssyni og Inga Tryggva-
syni hve rösklega þeir hafa að verki gengið. Þetta
verður allt skoðað nokkuð nánar, en ég get strax
sagt það, að i grundvallaratriðum er ég samþykkur
þeim hugmyndum, sem fram eru settar i þessu
nefndaráliti, og mun beita mér fyrir aðgerðum.”
Þ.Þ.
Vladimir Senin, APN:
Óvæntir atburðir
í Bæjaralandi
Þeir geta haft mikil áhrif á þýzk stjórnmál
Eins og nýlega var rakiö i
Erlendu yfirliti, hefur flokk-
ur sá, sem er undir forustu
Strauss i Bæjaralandi, CSU,
ákveðið að sllta samstarfi á
þingi við flokk kristilegra
demókrata, CDU, en þessir
flokkar hafa frá upphafi
starfað saman sem einn
flokkur. Vmsir ætla, að það
sé ætlun Strauss að koma á
fuilum aðskilnaði milli
fiokkanna og láta flokk sinn
bjóða fram i næstu kosning-
um I Þýzkalandi öllu i stað
þess, að hann hefur hingað
til aðeins boðið fram i Bæj-
aralandi. Flokkur Strauss
myndi þá að öllum llkindum
taka upp ihaldssamari
stefnu en Kristilegi flokkur-
inn, ekki sizt i utanrikismál-
um. Rússar fylgjast vel með
þessum málum, þvi að þeir
óttast enn Þjóðverja meira
en aðrar þjóðir. 1 eftirfar-
andi grein kemur fram,
hvernig rætt er um þessi
mál i rússneskum fjölmiöl-
um um þessar mundir:
ÞAÐ ER ERFITT að spá fyrir
um afleiðingar samvinnuslita
flokks Strauss og kristilegra
demókrata fyrir innanlands-
stjórnmálin I Vestur-Þýzka-
landi, og þó alveg sérstaklega
fyrir utanrikisstefnu landsins.
Ágizkanir, spár og hreinar
getgátur, sem fylgt hafa i kjöl-
far ákvörðunar bæjarska
flokksleiðtogans bregða upp
mjög mótsagnakenndri og
ruglingslegri mynd af hugsan-
legri þróun mála i Vestur-
Þýzkalandi.
Tilgangur þessarar skurð-
aögerðar Strauss verður ljós-
ari þegar mesta geðshræring-
in er um garð gengin, og það
fer að skýrast betur eftir
hverju hann sóttist og hver
niðurstaðan verður. Þaö er þó
tiltölulega augljóst nú þegar,
að þetta er tilraun til að nota
nýjar skipulagsaöferöir og
tækni i baráttunni fyrir þvi að
koma hinni afturhaldssömu
stjórnarandstöðu aftur til
valda. En Strauss vill fá meira
en að komast til valda i rikis-
stjórn. Hann vill, aö stjórnar-
andstaðan nái völdum i
Schaumburghöll án þess að
láta fyrir róða slagorð og
kenningar Adenauers-tima-
bilsins, sem Strauss hefur
ásamt skoðanabræðrum sin-
um varðveitt af kostgæfni öll
þau ár, sem liðin eru, þvi
„spillandi” áhrifa alþjóðlegr-
ar spennuslökunar fór að
gæta. Hann grunar jafnvel
ihaldssama. félaga sina i CDU
um græsku og er hræddur um
„hreinleika trúarinnar”, ef
fíokkur hans heldur áfram að
vera á rikisþinginu i sömu
flokkssamsteypu og Kohl-
Biedenkopfflokkurinn.
Núverandi klofningur
stjórnarandstöðunnar er ný og
e.t.v. sterkasta tjáning
þeirrar kreppu, sem kristileg-
ir demókratar hafa lent i.
ósigrar i fyrri kosningum
hafa leitt til breytinga á for-
ustu CDU. Siðasti ósigur leiddi
tii klofnings. Augljóster þó, að
orsakir kreppunnar eru ekki
skipulagslegir vankantar eða
hæfileikaskortur einstakra
leiðtoga. Þaö er engin tilvilj-
un, að það færði CDU engan
sigur að setja Barzel i stað
Kissingers og Kohl i stað
Barzels.
ASTÆÐA kreppunnar felst i
stefnu kristilegra demókrata,
sem mæla vandamál samtim-
ans með mælistiku, sem er
Frans Josef Strauss
orðin úrelt fyrir löngu. Nægi-
legar sannanir þessa er að
finna i utanrikisstefnu og
einkanlegum raunverulegum
aðgerðum CDU og þó einkan-
lega CSU. Andstaða við
spennuslökun, að ala á
grundsemdum og vantrausti á
sviði alþjóðamála, skemmd-
arverkastarfsemi gagnvart
Evrópuráðstefnunni um
öryggis- og samstarfsmál,
andstaða gegn þvi að komið
verði á eðlilegum samskiptum
Vestur-Þýzkalands við
nágranna sina i austri og
áróður fyrir þjóðernisstefnu —
ailt er þetta i fullkomnu ósam-
ræmi við hina viðtæku
spennuslökunarstefnu sem
verið hefur rikjandi i Evrópu
og hlotið hefur stuðning allra
þjóða.
Það virðist ekki sem hin i-
haldssama stjórnarandstaða
hafi valið þá leið að leiðrétta
stefnumörkun sina i utanrikis-
málum. Flokkur Strauss slitur
hin hefðbundnu tengsl við
CDU og er aö breyta skipu-
lagslegri uppbyggingu
stjórnarandstöðunnar. Og þaö
sem meira er, þetta er gert i
þvi skyni aö varöveita gömlu
stefnuna. Auk þess má ráða
það af þvi sem talsmenn
kristilega flokksins i Bæjara-
landi segja, aö flokkurinn mun
þoka sér enn meir til hægri.
Um leið og hann gerir það
mun hann innlima alla hópa á
hægri væng i vestur-þýzkum
stjórnmálum og mun leitast
við að auka þrýsting sinn á
stefnu Vestur-Þýzkalands frá
hægri.
Kristilegi demókrataflokk-
urinn stendur nú á krossgöt-
um. Klofningur kristilega
flokksins i Bæjaralandi, sem
alltaf hefur barizt gegn þvi að
snúist væri i átt til raunsæis,
virðist hafa gefiö kristilegum
demókrötum frjálsar hendur.
Og nú komumst viö aö raun
um, hvort það var Strauss
einn sem kom i veg fyrir að
CDU snérist til raunsærrar
stefnu i utanrikismálum, eins
og svo oft hefur verið haldið
fram i Vestur-Þýzkalandi.
Strauss á ekki svo fáa banda-
menn. Þeir hafa oftsinnis látið
skoðanir sinar i ljósi á liðnum
árum og það er engin furða
þótt þeir flýti sér ekkert að
fordæma aðgeröir hans nú.
SÚ DEILA sem komið hefur
upp i herbúðum stjórnarand-
stöðunnar, mun nú um sinn
beina athygli hennar að sinum
eigin innanflokksmálum. Það
mun taka kristilega demó-
krata mikil umsvif og tima að
laga sig að hinum nýju að-
stæðum. Flokkarnir, er standa
að samsteypustjórninni, fylgj-
ast ánægðir með deilum póli-
tiskra andstæöinga sinna. Þaö
er þó mjög óliklegt, að sósial-
demókratar og frjálsir demó-
kratar muni fá langa hvild frá
innanlands stjórnmálabarátt-
unni. 1 framtiðinni verða þeir
e.t.v. að heyja enn harðari
baráttu en áður gegn CDU og
CSU.
Keppnin milli stjórnarand-
stöðuflokkanna mun knýja þá
til að herða þrýsting sinn á
rikisstjórnina. Auk þess kann
hinn skipulagslegi klofningur
þeirra aö leiða til nýrrar
dreifingar kjósenda, sem
snert getur rikisstjórnarflokk-
ana, hvort sem þeim likar bet-
ur eða verr. Augljóslega er
það ekki að ástæðulausu, sem
H. Wehner, formaður þing-
flokks SPD, sagði að nýjasta
herbragð stjórnarandstööunn-
ar væri i samræmi við „lang-
timaáætlanir” þeirra og mið-
aði að þvi að „hrekja sósial-
demókrata úr rikisstjórn og
einangra þá um langa
framtið.”
Sú furða sem Strauss vakti
hjá félögum sinum innan
stjórnarandstöðunnar með þvi
að slita samstarfinu við CDU
er af sumum i V-Þýzkalandi
skoðuö sem upphaf endalok-
anna fyrir formann CSU.
Framtiðin mun leiöa i ljós,
hvort svo er.
Aðalatriöið er þó ekki
Strauss sjálfur né það hvernig
stjórnarandstöðuflokkarnir
munu skipa sér á ný á pólitisk-
um vettvangi i V-Þýzkalandi.
Aðalatriðið eru þær afleiðing-
ar, sem þessi endurskipulagn-
ing getur haft á stefnu lands-
ins. Leiðir það til þess að V-
Þýzkaland styrki stöðu sina og
stuðning við áframhaldandi
þróun spennuslökunar á
alþjóðavettvangi, eða leiöir
það til aukinna áhrifa þeirra
sem vilja leggja stein i götu
þessarar stefnu. Þetta er sú
spurning sem vekur áhuga
margra bæði innan og utan
Vestur-Þýzkalands nú um
þessar mundir.