Tíminn - 10.12.1976, Blaðsíða 18

Tíminn - 10.12.1976, Blaðsíða 18
18 Föstudagur 10. desember 1976 TÍMA- spurningin Er gaman að skauta um Melavöllinn? Hákon Sigurhansson, 12 ára: — baö er ágætt vegna útiverunnar- og stelpnanna. Annars er ég aökoma hér i fyrsta skipti f ár. GIsli Gunnlaugsson, 10 ára: —Já, maöur fer sér siöur aö voða á skautum en sklöum og svo eru þaöfélagarnir, sem draga aö llka. Þóra Gunnarsdóttir, 11 ára: Ég skauta nú mest fyrir utan heima hjá mér, en þaö er stórkostlegt aö renna sér hér á vellinum. Nellý Pálsdóttir, 9 ára: — Já, þaö er dýrölegt. Ég byrjaði sjö ára, var þá alltaf á hausnum, en nú er ég miklu f ærari. lesendur segja Þeir sem ekki eiga fóður eða húsakynni fyrir bústofn sinn eru verstu skepnurnar Þaö er oft sagt, aö betra sé aö þegja en segja um og skipta sér af þvl, sem manni kemur ekki viö. En hvaö er mannlegt og hvaö er ekki mannlegt? Þaö læt ég öðrum eftir að dæma um. Ég ætla aö fara fáum oröum um búskap, og þá fyrst og fremst á Vestfjörðum, þar sem mér eru málin kunnust um þær slóðir. Þvi miður eru þar of margir svonefndir búskussar, sem viröast hvorki hafa vit né vilja til þess að afla fóöurs fyrir búfé sitt og I sumum tilvikum hafa þeir ekki heldur rænu á þvl aðkoma upp húskofum fyrir bú- fénaöinn. Þar aö auki finnst þeim ekki taka þvl að rýja féö, og hefur það gengiö svo langt, að ærnar eru nú I fjórfaldri ull. Þar sem þessi úrþvættis- háttur errikjandi á vissum slóö- um Vestfjaröa, og hefur veriö þaö á undanförnum árum og jafnvel áratugum, tel ég mér skylt aö benda viðkomandi yfir- völdum á, aö hér þarf aö taka til hendi og hreinsa slika kláöa- maura af íslenzkum land- búnaði. Hér er ekki nægilegt, aö foröagæzlumenn kæri til sinna yfirboðara. Viökomandi sýslu- menn virðist skorta vilja til aö taka slikt til greina, jafnvel þó að um sé aö ræöa kæru frá viö- komandi ráöunaut I viökomandi héraöi. Á síöastliðnu vori vissi ég dæmi þess, aö forðagæzlumenn, ásamt ráöunaut, kæröu sllka meöferö til sýslumanns. Hann hefur því miður ekkert látiö til sln heyra á þessi sviöi ennþá. Hvað veldur sllkri vanrækslu I starfi hans er mér ekki alveg kunnugt um, en þrennt er þar liklegast. 1 fyrsta lagi, aö lögin séu ekki fyrir hendi, I ööru lagi, aö vilja- eöa getuíeysi valdi hér nokkru, nema hvort tveggja sé, og I þriðja lagi gæti ástæöan verið pólitlskar ásthneigöir. Að mínum dómi skiptir þaö engu máli hver ástæöan er. Yfirvöld, sem ekki taka sllka kæru til greina, eru þvl miöur óhæf f sinu starfi. Ég þekki þess dæmi, aö sýslu- menn hafi bannaö mönnum bú- skap I sinu umdæmi og sé þaö hægt á einum staö á landinu, hlýtur það að gilda eins á Vest- fjörðum. Sem betur fer, er ekki hinn al- menni bóndi á Vestfjöröum þeirrar skoöunar, aö afuröir búsins séu aukaatriöi í búskapn- um, þótt dæmin sanni annaö I einstaka tilfelli. Nú á síöastliönu hausti komst einn bóndi niður I þaö aö hafa fimm kfló kjöts eftir ásetta kind annar komst í Sjö klló eftir ásetta kind. Meðal skrokkþungi dilka komst niöur I 12,4 kfló frá einu búi, svona mætti nefna fleiri dæmi þessu llk. Sumir vilja jafnvel halda þvl fram, að þaö sé óhófleg framúr- stefna aö hafa nægilegt fóöur fyrir búféö, aörir telja það óþarfa afskiptasemi af sínum einkamálum aö láta foröa- gæzlumenn fylgjast með ásetn- ingi og hiröingu búfjár. Til munu þeir bændur, sem alls ekki eiga hús yfir allt sitt fé og I einstaka hreppum mun ásetningur ekki vera fyrir hendi jafnvel þó aö skýrslur um foröa berist til yfirvalda. Ég lít svo á, aö hér séu málin svo rotin og illa að þeim staöiö af hálfu hinna opinberu aðila, aö hér sé nauösyn skjótra breyt- inga og mikilla. Þaö er ekki eölilegt, aö vissir aðilar missi tugi sauöfjár á hverju ári, ár eftir ár, og þvl siður tel ég þaö eðlilegt, aö þeir fái greitt úr sjóðum góöra bænda fyrir slika frammistöðu. Forðagæzlumenn hafa reynt að bæta úr þessum málum sums staðar en oröið lltt eöa ekkert ágengt. A meðan æöstu embættismenn I bændamálum láta sllkt sem vind um eyrun þjóta og sýslumenn sofa á málum þeirra, þá geta þeir ekki staðið að þessum málum eins og þeim er ætlað og lög mæla fyrir. Dæmi þekki ég nú þann 24. nóvember, aö bóndi með langt á fjóröa hundrað fjár eigi ekki til meira fóöur en ætlaö er hundraö og fimmtiu til tvö hundruö fjár. Ég vil því að endingu skora á alla þá, er láta sig einhverju varöa meöferðá dýrum, að taka saman höndum um land allt. Þar sem ill meöferð á skepnum fyrirfinnst, verði hún þegar I staö stöövuð meö einhverjum hætti. Þvi að þeir, sem ekki hiröa um aö eiga fóöur eöa húsakynni fyrir bústofn sinn, eru verstu skepnurnar og eiga ekkert gott skilið, fyrr en þeir gerast menn aö nýju. Þó að bú- stofn islenzkra bænda hafi þurft aö þola marga raunina, þá verða þessir menn að muna, aö það er álitiö ennþá, að þeir hafi meira vit en sauðirnir þeirra. Meö þökk fyrir birtinguna. GIsli Magnússon Um ný hús eða gömul (eða þingmaður í skotferð) Um ný hús og gömul (eða þingmaður I skotferö) Hin siöustu ár hefur myndar- legt átak verið gert I þvi efni aö endurnýja sláturhús landsins. Vafalaust var hér um brýnt verkefni að ræöa, ekki aöeins meö tilliti til útflutnings, heldur og meö tilliti til innlendrar mat- vælaframleiöslu. Mörg hinna eldri sláturhúsa voru orðin æöi hrörleg og fullnægðu hvergi nærri þeim kröfum, sem nú á tlmum veröur aö gera til fram- leiöslustööva, þar sem meö- höndlaöar. eru jafn viökvæmar afurðir og kjöt og innmatur. Ekki hefur verið hægt að komast hjá því, aö hin nýju sláturhús geröu óþörf og ónauö- synleg hin eldri húsin, enda var þaö beinlínis tilgangur þeirra framkvæmda, sem hér eru til umræöu — rétt eins og nýir vegir og nýjar brýr veröa til þess að eldri ^imferöar- mannvirki leggjast af. Þar sem eigendur aö gömlu húsunum og þeim nýju hafa verið þeir sömu, hefur þetta ekki skapað neinn vanda. Eigendur gömlu húsanna hafa látið sér skiljast að þeirra skeið var á enda runnið og að nýir timar kalla á ný og fullkomnari mannvirki. Þaö er þessi skilningur, sem*er forsenda allra framfara, ekki aðeins á þessu sérstaka sviði, heldurog öllum öörum. Þar sem þennan skilning brestur, halda menn áfram aö hokra I gömlu kofunum, i eiginlegri sem óeiginlegri merkingu. Svo haldiö sé áfram að ræöa um sláturhúsin sérstaklega, þá er þvl ekki aö neita, aö sums staöar hefur nokkur vandi komið upp, þar sem menn hafa haldið fast I aö fá aö nota gamaltsláturhús, enda þótt nýtt hús væri risið af grunni á staönum. Hér mun undan- tekningarlaust hafa veriö um aö ræöa aðila, sem ekki voru tengdir nýju húsunum. Astæöu- laust er aö gera lltiö úr þeirri staðreynd, aö slikur vandi, ef upp kemur, getur einnig átt sér efnahagslegar rætur. Ég segi „einnig”, þvl aö oft munu meöhaldsmenn gömlu húsanna láta stjórnast af pólitiskum metnaði og jafnvel beinum fjandskap við samvinnufélögin, sem að jafnaði eru eigendur nýju húsanna. Þegar upp kemur þessi vandi — og hverjar svo sem ástæö- urnar kunna aö vera — þá veltur á miklu, aö allir velviljaðir menn sameinist um aö finna á honum lausn. Því ber að vita harölega, þegar menn úr öðrum héruðum, jafnvel þingmenn aö sunnan, láta sig hafa þaö aö ganga fram fyrir skjöldu I þeim tilgangi einum aö þvl er virðist aö efla hatur og úlfúð meöal manna. Þegar slfk afskipti taka á sig þá mynd, sem landsmenn höfðu nýlega fyrir augum, fer að fara af gamaniö, og til voru raunar þeir.sem létu i ljósi efa um getu Alþingis til aö mæta þeim vanda, sem nú steöjar aö þjóöinni — „meöan heilsan hjá þingmönnum er svona”, eins og einn maöur sagöi. I viölesnu blaöi gat aö lita ljósmynd af einum þingmanna meö vænan hrút sér viö hliö og haföi uppi dólgslegar yfirlýsingar um aö bana skepnunni. 1 huganum sá maöur þingmanninn munda byssuna og manni datt I hug þetta, sem þeir segja I villta vestrinu — „have gun, will travel” — og mætti kannski snara á Islenzku „byssumaöur vill bregða sér norður”. Maöur aönoröan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.