Tíminn - 10.12.1976, Blaðsíða 21

Tíminn - 10.12.1976, Blaðsíða 21
Föstudagur 10. desember 1976 21 Ólafur og Axel — voru meðal dhorfenda TVEIR af okkar sterkustu hand- knattleiksmönnum, þeir ólafur H. Jónsson, fyrrum fyrirliði landsliðsins, sem hefur leikið 92 landsleiki fyrir island og Axel Axelsson, okkar bezta langskytta og „Iinumatari”, voru meðal á- horfenda i A-Berlin i gærkvöldi, þegar A-Þjóðverjar tóku okkur i kennslustund i handknattleik. Þegar að er gað, þá er það grát- broslegt, að þessir tveir sterku handknattleiksmenn séu á meðal áhorfenda, þegar landslið islands er að leika landsleik i handknatt- leik. Það hefur ekki átt sér oft stað, og þannig hafi staðið á og þarf að leita allt til ársins 1967 til að finna hliðstætt atvik, eða þegar Gunnar Hjálmarsson var á furðu- legan hátt settur út úr landslið- inu, þegar það lék gegn Tékkum i Reykjavik. Þreyttir FH-menn — léku gegn A-Þjóðverjum FH-ingarnir Geir Hallsteinsson, Viðar Simonarson og Þórarinn Ragnarsson mættu þreyttir til landsleiksins gegn A-Þjóðverjum i gærkvöldi. Þeir komu beint frá Póllandi, þar sem FH-ingar léku gegn „Slask” i Evrópukeppninni. FH-ingar töpuðu þar 18:22. Þeir Geir, Viðar og Þórarinn lögðu af stað til A-Berlinar strax eftir leik- inn — og ferðalagið stóð yfir i nær sólarhring, með leigubilum, lest- um og flugvél. Lands- leikurinn gegnA- verium: Góð að- vörun ISLENDINGAR fengu góða aðvörun í A-Berlín í gærkvöldi, þegar A-Þjóð- verjar skutu þá á bólakaf (25:18) í fyrri landsleik þjóðanna í handknattieik. Það var rétt ú byrjun að ís- lendingar náðu að veita A- Þjóðverjum keppni — komust yfir 3:1, en síðan ekki söguna meir. A-Þjóðverjar tóku leik- inn algjörlega í sinar hend- ur og það var aldrei spurn- ing um hvor myndi sigra, í| **’ §SS§I - • VIÐAR.... skoraði úr öllum vitum islendinga. heldur hvað sigur A-Þjóð- verja yrði stór. Islendingar byrjuðu leikinn mjög vel — Ólafur Einarsson opn- aði markareikninginn, með þvi að skora fyrsta mark leiksins — 1:0. A-Þjóðverjar náðu að jafna (1:1), en tslendingar svöruðu með tveimur mörkum frá Ólafi Einarssyni og Jóni H. Karlssyni. Þar með var úti ævintýri, þvi að A-Þjóðverjar settu á fulla ferð og voru fljótir að breyta stöðunni i 6:3 með 5 mörkum. Islendingar náðu aldrei að minnka þennan þriggja marka mun, þvi að A- Þjóðverjar juku forskotið jafnt og þétt og höfðu yfir (13:9) i hálfleik. Fljótlega i siðari hálfleik voru þeir búnir að ná 7 marka (16:9) Ipswich hefur áhuga á Pat Jennings.... — hinum snjalla markverði Tottenham og N-írlands Sex félög hafa nú mikinn áhuga á að fá hinn snjalla Tottenham-leikmann Pat Jennings, landsliðsmark- vörð N-lrlands, i sínar her- búðir — og eru þau tilbúin að greiða góða peninga- upphæð fyrir hann. Eitt af þessum liðum er Ipswich, sem hef ur tekið stef nuna á Englandsmeistaratitilinn. — Jennings er ekki til sölu, hon- um liður vel hér á White Hart Lane, sagði Keith Burkinshaw, framkvæmdastjóri Tottenham, þegar hann undirstrikaði það i gærkvöldi, að Jennings væri ekki til sölu. — Aftur á móti er ekki úti- lokað, að einhverjir leikmenn Tottenham verði látnir fara frá félaginu, áður en langt um liður, sagði hann. Skotinn — Alfie Conn hjá Tottenham, sem hefur átt við meiðsli að striða að undanförnu, er nú búinn að ná sér á strik — hann mun leika með Tottenham- liðinu gegn Manchester City á laugardaginn i Lundúnum. • PETER Osgood —sem hefur verið i láni hjá Norwich að undan- förnu, vill nú fara aftur til South- ampton. Norwich hefur ekki gert tilboð i Osgood. • CAMBRIDGE— býður nú eftir að íá hagstætt tilboð fyrir hinn 20 ára stórefnilega miðvörð, Steve Fallon. Vitað er, að Liverpool og Aston Villa hafa haft augastað á þessum unga leikmanni. • RAY HANKIN — sem Leeds keýpti frá Burnley á 150 þús. pund i september, mun að öllum likind- um verða skorinn upp vegna meiðsla i hné á næstu dögum. Hankin, sem meiddist i sinum fyrsta leik með Leeds, hefur ekki getað leikið með liðinu siðan. • M ANCHESTER CITY — er nú tilbúið aðláta Tommy Booth fara. Félagið hefur mikinn áhuga á að skipta á honum og Alex Forsyth hjá Manchester United. • MARTIN BUCHAN — fyrirliði Manchester United, sem meiddist Enskir punktar i HM-leik Skota og Tékka i Prag fyrir tveimur mánuðum, er nú til- búinn i slaginn. Buchan mun leika með United gegn Bristol City á laugardaginn. • JOHNNY GILES —leikmaður og framkvæmdastjóri West Bromwich Albion, hefur verið lagður inn á sjúkrahús — og verð- ur hann skorinn upp vegna meiðsla i fæti. Giles verður frá keppni i tæpa tvo mánuði. Þetta er mikið áfall fyrir W.B.A., þvi að Giles hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum með liðinu. forskoti, sem þeir héldu út leikinn og sigruðu — 25:18. A-Þjóðverjar voru fremri á öllum sviðum hand- knattleiksins og hefðu auðveld- lega getað unnið stærri sigur yfir tslendingum, sem léku einhæfan sóknarleik og varnarleikurinn var ekki upp á það bezta. Viðar Simonarson var drýgstur við að skora — hann skoraði 9 mörk þar af 8 mörk úr vitaköst- um. Ólafur Einarsson skoraði 3 mörk, Jón H. Karlsson 3, Björg- vin Björgvinsson 2 og Geir Hall- steinsson 1. Björgvin skoraði bæði mörk sin úr hornum, og sést bezt á þvi, að hann hefur litið haft að gera á linunni — enda enginn til að gefa knöttinn þar á hann. Að- eins þrjú langskot gáfu mörk, og er það saga til næsta bæjar, þvi að íslendingar hafa ávallt verið þekktir fyrir sinar skothörðu langskyttur. Ólafur Benediktsson, sem stóð allan leikinn i markinu, varði mjög vel — og á þvi sést að varnarleikur islenzka liðsins hefur verið i molum. Enda er það ekki eðlilegt að fá á sig 25 mörk i landsleik — það er mikið. Það er greinilegt á úrslitunum i A-Berlin i gærkvöldi, að við eig- um langt i land, með að byggja upp heilsteypt og öflugt landslið. Landsliðsmenn okkar fá nú i desember prófraunina — og ef þeir ná ekki að eflast á næstunni, þá er ekki nema eitt fyrir lands- liðsnefndina að gera — að kalla á útlendingana Axeel Axelsson, Ólaf H. Jónsson, Einar Magnús- son og Gunnar Einarsson heim, til að styrkja landsliðið. Sigmundur Ó. m Steinarsson ings PALL.... sést hér skora inark i landsleik gegn Norð- mönnuni. Páll Björgvinsson, liinn kunni handknattleiksmaður úr Víkingi, og fyrrum fyrir- liði landsliðsins, sem hefur leikið með Skagaliöinu I vet- ur, hefur ákveðið að ganga aftur til liðs við félaga sina I Víkingi og leika með þeim slðari hluta 1. deildarkeppn- innar, sem befst i janúar. Það þarf ekki að fara mörgum oröum um það, að Páll kemur til áð styrkja Víkings-liðið gifurlega mik- ið, og jafnframt kann svo að fara, að hann endurheimti landsliðssæti sitt, sem hann missti, þegar hann slasaðist illa i iandsleik gegn Jugó- slövum i Júgóslaviu i Novo Nesto i marz sl. Páll er 25 ára — og hefur leikið 22 landsleiki og skorað 54 mörk i þeim. PHIL BOERSMA... sést hér skora sigurmark (1:0) Middlesborough gegn West Ham á Upton Park á laugardaginn. Boersma, sem „Boro’ keypti frá Liverpool lætur skot sitt riða af, án þess að Kevin Lock takist að koma vörnum við. Graeme Souness sést fyrir aftan Boérsma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.