Tíminn - 10.12.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 10.12.1976, Blaðsíða 13
Föstudagur 10. desember 1976 13 Hjalti Haraldsson: Undanfarið hafa farið fram umræður i blöðum um skólamál og kennsluhætti almennt. Einstaka hefur viljað rekja þessar umræður til þeirra að- gerða sem kennarar höfðu i frammi nú nýverið varðandi launakröfur sinar. Hvað sem um þaö er er þó hitt að ég held ,sanni nær að hér sé um eitt af eilifðar- málunum að ræða, enda ekki nema eölilegt að svo sé, þvi fáir foreldrar geta látið sér á sama standa um það hvernig um þau máíer' f jálla'ð, bæði frá' heridihins opinbera og á eg þar við löggjaí- ann, og þeirra sem af sumra vör- um er kallað að standa i skitverk- inu, þ.e.a.s. framkvæma itroðsl- una. Til þess að allt sé fullkomnaö höfum við verið á undanförnum árum að senda einstaka gáfnaljós vittum veröld til þess að kynnast þvi hverjir hættir eru hafðir á þessum málum meðal annarra þjóða og auðvitað að lokinni ferð hafa þessir menn staðið á frónskri grund með vizkusteininn í hend- inni. Nú skal enginn Stefán G. Stefánsson þurfa að gráta á milli þúfna lengur. Þessi Stefánsgrát- ur verður svo, að sumra dómi, hvatinn að irafárinu og ósköpun- um við að þagga grátinn i öllum Stefánum og bæta þar með fyrir allar drýgðar syndir allra alda i kennslu og uppeldi barna. En grætur ekki Stefán enn? Jú, segiég. Svo sannarlega. En ekki sá Stefán sem grundin vestur i Alberta grær nú kringum og þakkaði móður sinni betur fyrir kennsluna, er stýrði hendi hans hneppri um penna í fyrsta sinni er hann þreytti um á og b, betur en nokkur hefur áöur gert, og siðar svo vitað sé. ómurinn af móðurminninu nútimans berst nú til okkar frá hallærisplönum héö- anog þaöan,uppskrúfaðirskrækir sem endurkastast milli stórhýsa hinna virðulegu borgara. Sektið MEIRA þið bara skrilinn um fleiri þús- undkalla fyrir að kasta skit í lögg- una. Auðvitað- Pabbi kallinn borg ar, það vandamál er auðleyst. Það þarf vist orðið sérfróðan mann til þass að raða upp i réttri röð öllum stofnunum frá vöggu og upp, þangað til háskólanum sleppir. Vöggustofur, dagheimili, leikskólar og svo grunnskólinn, sem mér er nær að halda að eng- inn viti hvað er ennþá. Fjölbrauta skólinn með valgreinar i allar áttir, með háskólagráðu i ein- hverri valgreininni. Það lýsir svo sem á tikarskottinu, ekki sizt þeg- ar Kleppur og Litla-Hraun er i baksýn. Kannski finnst einhverjum sem þessar linur les heimskan taum- laus ef maður spyrði, eftir að hafa raðað upp þessum stofnunum upp i réttri röð, þessarar einföldu spurningar: Hvenær hafa þau Nonni og Sigga tima til þess að vera börn? - Ég man enn hann Jón fjósa- mann þegar hann var að troða i kýrníeisana 16 merkur, ekki lóði minna, með átökum og styinping- um tókst það. 1 Nonna og Siggu verður að komast ákveðið „kennslumagn” eins og svo skemmtilega er orðað á máli skólamanna. Það verður ekki mælt eða vegiö, en i þig skal það samt, þótt þú skælir af þreytu og óbeit, héðan i frá skal enginn Stefán þurfa að skæla af náms- löngun. Gráturinn stafar af öðru. UM NONNA OG SIGGU „Lonta i lækjarhyli lóan úti á mónum. Spurði ég þig móðir min þvi mildin þin allar gátur greiddi” Hvað kosta þær nú allar stofnanirnar sem ég taldi upp. Það veit enginn, ekki ég heldur. Við heimtum þær bara fleiri og stærri. ósköpin öll af þeim. Næsta Breiðholtsævintýri verð- ur suöur á Keili. Alténd erum við þó nær guði á himnum þar en i rassinum- á henni Raufarhöfn, sem skilar meiru i þjóðarbúið á hvert mannsbarn en nokkur ann- ar staður á þessu hrjáða landi. Auðvitað fáum við þetta. En til þess að svo megi verða þarf það opinbera skattana sina. Þegar heimilisföðurinn þrýtur að vinna fyrirþeim, verður konan aö vinna lika. Þarfir fyrir stofnanirnar aukast. Þannig er hjólinu komið af stað. Krafa fylgir kröfu. En hjarta Nonna og Siggu blæðir. Það gerir ekkert til? Ég las i blaði nú nýverið að vestur i Kaliforniu hefðu 45% af nýnemum við háskólann þar þurft að fara á þöngulhausa- nárhskeið til að læra að tala móðurmálið áour en sezt var á skólabekkinn. Liklega vantar þá kennaramenntaða menn þar og launa þá sennilega illa! Fyrir svo sem 10-12 árum var ástandið i kennslumálum þannig að norður fyrir Holtavörðuheiði var varla fáanlegur nokkur kenn- ari með réttindi. Þrátt fyrir þaö tókst að manna skólana og skila ekki lakari árangri en annars staðar. Þá var, ef mig misminnir ekki um 40% allra barnakennara án kennaraprófs. Nú eru rúmlega 20% án réttinda, en árangrinum hrakar. Þessi 20% réttindalausra kennara eiga að vera orsökin fyr- irsifellt lélegri árangri nemenda. Nonni og Sigga hefðu fengið núll á prófi fyrir að draga svona ályktun af þessum forsendum. Þaöhlýtur að hafa verið ókennaramenntað- ur maður sem kom þessu af stað og setti þetta skemmtilega pott- lok á stéttina. Við skulum segja það. Undanfarin ár hefur tal um náttúruvernd farið eins og eldur um sinu um hugi manna. Þessi klettur, þessi árhvammur, fjall, strönd og vað, varð að perlu sem varðveita skyldi. Melgrasskúfur- inn haröi sem hann Jón kveöur um uppi i Vonarskarði er oröinn að Edenslundi, sem bændadurgur má ekki undir neinum kringum- stæðum beita ánum sinum á. Sjórinn, árnar og vötnin verða að vera hrein og tær, allt eins og guð gaf það, mýrin og móinn meö allt sitt lif. Ef þú drepur maur ertu að skemma náttúruna. Breytir þú rennsli lækjarlænu ertu að fremja spjöll. Og ef þú ekki heldur þig á mottunni, karl minn, verður far- iði eitthvert Alviðrumál út af þvi. En hvað um blessuð börnin okk- ar. Hvarflar það virkilega að eng- um, að við séum að menga hugar- far þeirra. Slita upp með rót eða klippa sprota, steypa I mót, eða frysta. 1 siðvæddu þjóöfélagi og háþróuðu fjarlægjum við slíka hugsun. Senni lega er hætt að berja börn iskólum. Það er úr tizku, en þó er enn hægt að leggja á skrifborðið hjá menntamálaráðherra Islands vottorð frá lækni um að barni hef- ur verið misþyrmt i skóla. En hvað er það? Kannski við- komandi skólastjóri hafi gert andlitið á sér i við lengra, svo að það liktist meir andliti þess sem sagði: „Sælir eru einfaldir”. Gengið heim til 12 ára barnsins og beðið það afsökunar. Svona ein- faldir eru hiutirnir Og ekki bætir það úr skák hafi með i förinni ver- ið skólaráðsmaður með háskóla- gráðu i hnappagatinu. Það batnar litið þótt prófgráðan hækki. En und var opnuð sem seint grær. Gangir þú á röngum stað yfir mýri eða skjótir gæs frá skökkum punkti, eða öskri börnin á ykkur frá hallærisplönum, kemurvaldið til sögunnar. „Þú áttkannski i fjölsótta garð- inum gröf við gleymei og drjúpandi tré” Svo kvað Stefán, sem grét uppi Vatnsskarði forðum, þegar hann kvaddi hana Kurly. Hversu mörg móðirin hefur ekki grátið auga- steininn sinn, sem skondraöi að heiman að morgni, en kom ekki aftur? En hugsið ykkur þá harm þeirra mæðra, sem þurfa að gráta lifandi börn sin. Það er mannlegt að villast, en ræfildómur að vilja ekki viður- kenna það. Kannski við getujn áttað okkur áður en það er orðið of seint. Leyniþjónusta Bandaríkjemna telur sig vita, aó í Austur-Evrópuríki einu hafi kunnur vísindamaður uppgötvað efni, sem orðið gæti háskalegra og mikilvirkara en öll önnur áður þekkt gereyðingarvopn. Og nú eru lögð á ráð um það, hvernig takast megi að hremma þessa uppgötvun. Víðfrægur sirkus er látinn fara í’sýningarferð til lands þessa. „I fremstu röð ævintýralegra og spennandi bóka samtímans . . . í einu orði sagt: stórfengleg." The New York Times „Hammond Innes er fremstur nútíma- höfunda, sem rita spennandi og hroll- vekjandi skáldsögur." Sunday Pictoriai „Hammond Innes á sér engan líka í að semja spennandi og ævintýralegar skáldsögur." Elizabeth Bowen, Tatler Rambo var stríðshetja. Hann var mótaður af miskunnarlausri styrjöld, þar sem mannslífin voru lítils metin. Hann var þrautþjálfaður til hvers konar harðræða . . . í friðsælli smáborg þekkti hann enginn, en hann var framandi og líklegur til áð valda vandræðum. Þess vegna var honumívísað brott og engan grunaði hinn skelfilega eftirleik . . .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.