Tíminn - 10.12.1976, Blaðsíða 17
Föstudagur 10. desember 1976
17
Hagsmunasamtök
hrossabænda
Aðalfundur Hagsmunasamtaka
hrossabænda var haldinn nú fyrir
skömmu.
Hagsmunasamtökin voru stofn-
uð fyrir rúmu ári eftir alllangan
aðdraganda og undirbúning. Að
samtökunum standa nú þegar,
félagsdeildir i þremur lands-
fjórðungum: Suðurlandi, Vestur-
landi og Norðurlandi, alls niu
deildir i tólf sýslum. Er þar um að
ræða öll þau svæði landsins, þar
sem veruleg hrossaframleiðsla
er. Langfjölmennust er Skaga-
fjarðardeildin, en segja má að
þar sé þátttaka i félaginu mjög
almenn, allflestir þeirra, sem
eiga hross að marki eru i félag-
inu.
A aðalfundinum kom fram i
skýrslu félagsstjórnar, að allmik-
ið hefur áunnizt á þessu fyrsta
starfsári. Ber þar fyrst að nefna,
að fyrir atbeina samtakanna var
áAlþingi ifyrravetursettinn i lög
um Framleiðsluráð landbúnaðar-
ins ákvæði, þar sem Hagsmuna-
samtökin eru viðurkennd, sem
aðili að Framleiðsluráði, og svo
kveðiðá, að þegar málefni er
varða hag hrossabænda eru til
umræðu og afgreiðslu i ráðinu
skuli fulltrúi frá hagsmunasam-
tökunum tilkvaddur.
Má þetta teljast stór áfangi og
um leið grundvallaratriði i öllu
starfi samtakanna.
A siðastliðnu sumri óskaði
stjórn hagsmunasamtakanna eft-
ir þvi við Framleiðsluráð, að
skráð yrði fast lágmarksverð á
folaldakjöti, sem tryggði bændum
sanngjarnt verð i hlutfalli við
annað kjöt. Formaður hags-
munasamtakanna sat fund með
sexmannanefnd, þar sem málið
var rætt.
Niðurstaða þess máls varð sú,
að skráð var fast lágmarksverð á
folaldakjöti, sem miðast við að
framleiðendur fái kr. 220 fyrir kg.
miðað við fyrsta flokk. Þessi
verðskráning má teljast mikil
réttarbót hrossabændum til
handa, þvi mjög hefur á skort, að
þessi framleiðsluvara nyti sann-
girni i verðlagningu að undan-
förnu.
Þá kom fram á aðalfundinum,
að tekizt hefir góð samvinna milli
Hagsmunasamtakanna og Sam-
bands islenzkra samvinnufélaga,
sem er langstærsti útflytjandi
reiðhrossa. Nokkur lægð hefir að
undanförnu gengið yfir varðandi
þann markað. En S.I.S. vinnur
ötullega að þvi að glæða hann á
ný, og má sjá þess merki nú, að
nokkuð vinnist i þvi efni.
Hagsmunasamtökin munu eftir
megni leggja þar lóö á metaskál-
ar. Uppi eru ýmsar hugmyndir
um endurskipulagningu útflutn-
ingsmarkaðarins, sem gætu orð-
LANDVERND
iðtilað auka hann og bæta og færa
verðlagningu nær sannvirði, mið-
að við tilkostnað og almennt verð-
lag. En stærsta atriðið i þessu efni
er, að bændur sjálfir vandi svo til
þessarar framleiðslu að ræktun,
góðri tamningu og þjálfun, að ein-
ungis séu góð reiðhross og úrvals-
reiðhross i boði.
Sli'kir gripir seljast alltaf fyrir
gott verð.
Þorkell Bjarnason hrossa-
ræktarráðunautur flutti mjög
fróðlegt og ihugunarvert erindi.
Fjallaði erindi Þorkels einkum
um hrossaf jölda i landinu með til-
liti til reiðliestaræktunar og
markaðsaðstöðu. Kom fram i er-
indi hans, að samhliða reiðhesta-
Sigurður Haraldsson i Kirkjubæ
ræktuninni fellur til svo mikið af
sláturafurðum, vegna eðlilegrar
grisjunar i stofninum, að það eitt
nægirtilað fullmetta innanlands-
markað fyrir hrossakjöt.
Fari hrossafjöldinn mikið fram
úr þvi, sem hæfilegt sé til að full-
nægja eftirspurn eftir reiðhest-
um, þurfi að leita annarra leiða til
að finna þeim afurðum markað.
En þá komi að sjálfsögðu fram sú
spurning, hvort slik hrossakjöts-
framleiðsla sé hagkvæm miðað
við aðra kjötframleiðslu.
Allmiklar umræður urðu um
hrossafjöldann, sem flestir töldu
að væri nú i hámarki, miðað við
hagkvæmni i búskap og skynsam-
lega nýtingu haglendis. Jafn-
framt átöldu menn harðlega þá
stefnu, sem nú virðist i uppsigl-
ingu hjá mörgum sveitarstjórn-
um, og þeim er stjórna gróður-
verndarmálum, að útiloka
hrossabændur frá þvi að nýta
beitarrétt jarða sinna á afréttar-
löndum. Sýnist þar ekki gætt
jafnréttis né sanngirni, en aö
margra dómi vafasamrar hag-
speki.
Gömulog ný eru þau búvisindi,
að „hrossabeit er hagabót”, ef að
er staðiö af skynsemi og gætni.
Það sem mest háir þessum
ungu hagsmunasamtökum, er
skortur á bráðnauðsynlegu
starfsfé. En eins og alkunna er
verður engu félagsstarfi haldið
uppi án nokkurra fjárráða, og þó
allra sizt sliku sem þessu, sem
krefst mikillar hreyfingar i starfi,
ferðalaga, simaþjónustu o.fl.
öll stjórn samtakanna var
endurkjörin, en hana skipa:
Sigurður Haraldsson bóndi
Kirkjubæ formaður, Grimur
Gislason fulltrúi Blönduósi ritari,
Guðmundur Pétursson ráðunaut-
ur Gullberastöðum gjaldkeri,
Kjartan Georgsson bóndi Ólafs-
völlum og Einar E. Gislason
ráðunautur Syðra-Skörðugili, en
þeir tveir siðasttöldu eru jafn-
framt sölufulltrúar félagsins.
1 varastjorn eru: séra Halldór
Gunnarsson i Holti, Sigurður Lin-
dal bóndi Lækjamóti, Sveinn Jó-
hannsson bóndi Varmalæk,
Sigurður Snæbjörnsson bóndi
Höskuldsstöðum og Halldór
Sigurðsson gullsmiður Reykja-
vik.
Sænska Lamell parketið er
ávallt fyrirliggjandi með öllu
tilheyrandi:
Listar, lakk, undirlag, Preem
hreinsibón.
BYGGIR H
Grensásvegi 12 — Sími 1-72-20.
Þessi glæsilegu sófasett bjóðum við bæði leðurklædd og
með vönduðu áklæði eftir eigin vali.
Við bjóðum ykkur velkomin að líta á þau.
Sófasettin eru til sýnis i verzlun okkar,
Skeifuhúsinu við Smiðjuveg.
Opið til kl. 10 i kvöld
SMIDJUVEGI6 SIMI 44544
C Verzlun D Þjónusta )
'Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^
LOFTPRESSUR OG SPRENGINGAR i 5
Tökum að okkur alla loftpressuvinnu, í 5
borun og sprengingar. Fleygun, múr- 5 á
brot og röralagnir. 5 á
Þórður Sigurðsson — Sími 5-83-71 ^
r/Æ/Æ/Æ/A
'Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J^
t/æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆAi
Ingibjartur Þorsteinsson
pipulagningameistari
Símar 4-40-94 & 2-27-48
Breytingar
Nýlagnir -
. ^ —----------„ ------- ----------- ~-------------- r Viðgerðir .... .
^/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ^ir/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ’/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ//á %r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/£ ^/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/*
\ \
f. t Blómaskáli
% i MICHELSEN
ý ^ Hverogerði • Simi 99-4225