Tíminn - 22.12.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.12.1976, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 22. desember 1976 ? Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Htjstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gisíason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, slmar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöai- stræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Verö i lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaðaprenth.f., Heimur þversagnanna Jarðarbúar eru taldir vera sem næst fjögur þús- und milljónir. Upp undir fimm hundruð milljónir búa við sifelldan eða timabundinn matarskort. Um hundrað þúsund börn missa árlega sjónina vegna fjörefnaskorts. Nokkur hundruð þeirra eru að tapa af siðustu ljósglætunni þessa sömu daga og við er- um að kaupa góðgætið i jólasteikina — rjúpumar, hambrogarhryggina, svinakjötið. Aðrir sjúkdómar, sem stafa af vannæringu, eru að slökkva liftóruna i öðrum hópum eða gera þá að kararaumingjum. Samtimis eru hundruð milljóna, sem eiga við annað vandamál að striða. Þeir éta og drekka sér til heilsutjóns og dómsáfellis og sóa auðæfum jarðar á ótimabæran hátt — taka ekki aðeins út á reikning hinna snauðu og soltnu, sem nú hjara, heldur einnig allra óborinna kynslóða, sem i mannsmynd munu fæðast. Þetta er þversögnin mikla. Þetta er hinn ægilegi dómur um kunnáttuleysi, getuleysi eða viljaleysi stjórnspekinganna, sem stöðugt er verið að hampa i f jölmiðlum — vanmátt og umkomuleysi alþjóðaþinga og ráðstefna, þar sem pappirs- haugarnir flæða um öll borð og orðin glymja veggja á milli, en verkin verða hvorki fugl né fiskur, og allt i skásta lagi veilt og hálft. í þessum heimi þversagnanna er möndull athafn- anna tilbeiðsla þeirra, sem nóg hafa, á hænunni, sem verpir gulleggjum, og kapphlaup hinna ofur- riku um meiri ofsagróða, sem ekki á annan tilgang en gróðann sjálfan, bankainnstæðurnar og völdin, sem auðæfin veita. í þessum heimi þversagnanna er þó mestri orku fórnað til togstreitunnar á milli stórveldanna, sem ekki vilja sjálf aðeins drottna og deila, heldur einnig láta sem flesta aðra deila út að þeim mörkum, sem þeim eru þénanleg. Mestu fé og frumgæðum jarðar er ausið i herbúnað og hernaðarbandalög og visindalegar rannsóknir á hrikalegri drápstækni og vanþróaðar þjóðir meira fóðraðar á vélbyssum og skriðdrekum en einhverju þvi, sem gæti létt raunverulega nauð þeirra. Færri virðast aftur á móti þeir, sem leiða hugann að þvi, yfir hverju hinir vopnaglöðu hershöfðingjar og stjórnmálamenn ætla að drottna, þegar gengið hef- ur verið til fulls fram af getu jarðarinnar til þess að standa undir brauki þeirra — hverjir þá eiga að taka i gikkina og styðja á hnappana og ákveða hvað sprengja skal og leggja i rúst. Þvi er spáð, að um næstu aldamót,eftir tuttugu og þrjú ár, verði jarðarbúar orðnir sex eða sjö millj- arðar, svo fremi að lögmál sjálfrar náttúrunnar taki ekki fyrr i taumana eða vopnabændurnir hafi sig upp i það að eyða hálfum heiminum. Fjölgunin, tveir eða þrir milljarðar, mun mestöll verða i lönd- um, þar sem neyðin er annað tveggja daglegt brauð nú þegar eða stendur i dyragáttinni svo að segja. í sumum Evrópulöndum eru barnsfæðingar aftur á móti orðnar svo fáar hlutfallslega, að ekki gerir stórum meira en vega á móti dánartölunni. I nokkr- um rikum löndum, eins og til dæmis Vestur-Þýzka- landi, fer fólki jafnvel fækkandi. Þetta stafar þó ekki af áhyggjum, sem tengjast þvi, að jörðin, sem er ábýh okkar allra, sé ofsetin, likt og ofbeittur hagi eða urin fiskimið. Þetta stafar yfirleitt ekki af neinni dyggð, heldur sjálfshyggju og sérhlifni, sem er fylgifiskur auðs og allsnægta — óbeit á þvi að binda sér bagga og stofna til fyrir- hafnar, sem ekki gefur af sér peninga til þess að fullnægja fleiri og meiri gerviþörfum. Áður hvöttu digurmæltir pótintátar til mannfjölgunar, svo að þeir hefðu nóg fallbyssufóður. En nú hefur tækni i striðsrekstri leyst þá hugsun af hólmi. Og svo höldum við jól i dýrlegum fagnaði — við, sem ekki erum börn hungurlandanna. Betlehems- stjaman er slegin gulli. Kannski gerist kvöldsett á Vesturlöndum. —JH ERLENT YFIRLIT Brésnjef meðal nýrra leiðtoga Hvernig semur honum við Carter og Hua? Brésnjef að undirrita Helsinkisáttmálann. LEONID Brésnjef leiðtogi rússneskra kommúnista, átti sjötugsafmæli á sunnudaginn var. Þess var minnzt meö mikilli athöfn i Kreml og var henni sjónvarpað um gervöll Sovétrikin. Honum var veitt tvö æðstu heiðursmerki Sovét- rikjanna og fært sverð að gjöf og sýndur margvislegur annar virðingarvottur af hálfu flokks og stjórnar. Sverðið fékk hann sem viðurkenningu fyrir þann þátt, sem hann hefði átt i þvi að styrkja varnir Sovétrikj- anna. Allir kommúnistaleið- togar Austur-Evrópurikja voru viðstaddir athöfnina. Brésnjef bárust heillaóskir frá forsetum eða forsætisráðherr- um flestra rikja, m.a. frá Geir Hallgrimssyni. Rússnesku blöðin komu út i viðhafnarút- gáfu og fluttar langar greinar um Brésnjef ásamt stórum myndum af honum. Brésnjef er þriðji leiðtogi Sovétrikjanna, sem nær sjötugsaldri meðan hann gegnir flokksforystunni. Mest lofið hlaut Stalin, þegar hann varð sjötugur, en hann lézt fjórum árum siöar. Sjötugsaf- mælis Krustjoffs var einnig veglega minnzt, en honum þó ekki sungið slikt lof og Stalin. Honum var steypt af stóli fáum mánuðum siðar. Segja máum afmælisathöfnina, sem fórfram i Kreml á sunnudag- inn var, að hún hafi farið bil beggja. Brésnjef var ekki hylltur eins og Stalin en hins vegar lofaður meira en Krustjoff. BRÉSNJEF hefur á sjötugsafmælinu getað horft til baka yfir valdaferil, sem hefur á margan hátt verið far- sæll. Aðeins Stalin einn hefur farið lengur með stjórn I Sovétrikjunum en hann. Rétt 12 ár eru liðin siöan Brésnjef tók við forystunni, þegar Krustjoff var steypt af stóli, og hefur hann veriö valda- mesti leiðtogi Sovétrikjanna siðan. Hann hefur ekki verið byltingarmaður eins og Stalfn eða breytingamaður eins og Brésnjef sem langafi. Krustjoff. Stefna Brésnjefs hefur markazt af þvi að halda i horfinu, forðast stórbreyt- ingar og láta málin þróast hægtog hægt. Þess vegna telja nú margir þeirra, sem eru lengsttil vinstri.að stjórnarfar Sovétrikjanna sé að verða ihaldssamt. Brésnjef hefur sennilega gert sér ljóst, að kerfið er ekki það sterkt, að það þoli miklar breytingar. Hann hefur þvi taliö hyggi- legast að fara varlega, slaka aldrei mikið á taumunum, en reyna að gera kerfið vinsælla með bættum lifskjörum. Hann hefur ekki verið fylgismaður hinna stöðugu byltinga eins og Mao, heldur lagt kapp á öryggi og hægar breytingar. Óneitanlega hafa orðið miklar framfarir I Sovétrikjunum I stjórnartið hans og lifskjör batnað, en frjálsræöi hefur ekki aukizt að ráði. Þó hefur heldur stefnt i þá átt og raunar hefur breyting orðið mikil, þegar Stalinstiminn er hafður i huga. Það er þvi næsta lik- legt að Brésnjef eigi eftir að hljóta þann vitnisburð, að yfirleitt hafi hann verið far- sæll forystumaður og Sovét- rikin hafi styrkt stööu sfna og áhrif undir leiðsögu hans. SIÐUSTU árin hefur Brésnjef látið alþjóðamál taka til sin i siauknum mæli. Hann hefur verið talsmaður þess, að reynt væri að minnka spennu og tortryggni i sambúð þjóð- anna. Ýmsir fjölmiðlar utan Sovétrikjanna hafa dregið i efa einlægan ásetning hans og talið hann hugsa mest um hvernig Rússar gætu komið sér bezt fyrir. óneitanlega hefur þó heldur stefnt til spennuslökunar siðustu árin en það er að visu ekki meira verk Brésnjefs en stjórnar- leiðtoga vestan tjalds. Ber i þvi sambandi ekki sizt að nefna Willy Brandt. Sennilega ernú að skapast tækifæri, sem getur veittBrésnjef aöstöðu til að sýna hvort hugur fylgir máli. A þessu ári hefur nýr maður komizt til valda i Kina og i byrjun næsta árs tekur nýr maður við stjórnar- taumum i Washington. Mjög verður fylgzt með þvi næstu misserin hvernig Brésnjef tekst að vinna með þessum mönnum, sem báðir eru óreyndari en hann. Reynir hann að nota sér reynsluleysi þeirra eða áhuga þeirra á bættri sambúð þjóöanna? Þannig er nú spurt viða. Athöfnin i Kreml á sunnudag- inn virtist benda til þess, að Brésnjef væri enn við góða heilsu öfugt viö þann orðróm, sem gekk um heilsufar hans fyrir nokkrum misserum. Flest bendir þvi til að hinum sögulega ferli hans sé ekki lokið, heldur geti hann jafnvel átt sögulegasta þáttinn eftir. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.