Tíminn - 22.12.1976, Blaðsíða 10
10
Mifivikudagur 22. desember 1976
Heyrt, séð og lesið...... Fríða Björnsdóttir skrifar
Dagblöðin gefa út sjónvarps-
dagskrá i hverri viku. i henni er
ýmisiegt skemmtiefni, auk upp-
talningar á dagskráratriöum.
Hér er krossgáta tileinkuð Á
hverfanda hveli.
Sjónvarpið er
harður húsbóndi
Auglýsingarnar eru í 9
mínútu af hverjum 60
Hvorki meira né minna en 110 milljónir fylgdust með Clark
Gable og Vivien Leigh á sjónvarpsskerminum.
Er eftirsóknarvert að geta
valið á miili átta sjónvarps-
stöðva með mismunandiefni frá
klukkan sex á morgnana og allt
fram yfir tvö á nóttunni, aö
minnsta kosti sumar nætur? 1
fljótu bragði svöruðu eflaust
fiestir þessu játandi á tslandi
eftir að hafa ekki haft nema
eina sjónvarpsstöð og hana aö-
eins nokkra klukkutfma á dag,
og ekki einu sinni alla daga vik-
unnar, né alla mánuði ársins.
Eitt sé ég þó strax gott við að-
eins eina stöð, og það er, að fjöl-
skyldan þarf ekki að skiptast i
ótal andstæða hópa, sem ekki
geta komið sér saman um,
hvaða stöð eigi nú að velja
hverju sinni. Slikt stríð hlyti
óneitanlega að hefjast á Islandi
strax og dagskrár sjónvarpsins
yröu fleiri en ein, og á meöan
ekki er hægt að hafa nema eitt
sjónvarpstæki fyrir hvert af-
notagjald. Hins vegar er þetta
ekki svo mikið vandamál til
dæmis hér um slóöir, þvi fá held
ég séu þau heimili, sem aðeins
eiga eitt sjónvarp. Þar, sem
böm eða unglingar eru á heimil-
um, eru tækin oft á tiðum jafn
mörg og heimilisfólkiö, — hver
og einn hefur sjónvarp i sinu
herbergi.
Hér borga menn ekkert af-
notagjald, þar sem aug-
lýsingarnar I sjónvarpinu
standa straum af öllum kostn-
aði, og auk þess er það ekki
óyfirstiganleg fjárfesting að
kaupa sér sjónvarpstæki, þvi
þau kosta aðeins litið brot af
þvi, sem þau kosta á Islandi.
Það er hægt að kaupa sér litið
sjónvarp fyrir ca 25 þúsund
krónur, og siöan fer verðið stig-
hækkandi eftir stærð, og þó ekki
siður eftir umbúðunum. Þúsund
dollara litstjónvarp, sem kost-
aði um 190 þúsund krónur, eftir
gengi dollarsins i dag, er rokna
mubla, sannkallað stofustáss.
Það er sem sagt hægt að fá sjón-
varp við hvers manns hæfi.
Auglýsingar í
stað afnotagjalda
Já, hér losnar fólkið viö af-
notagjaldið, og fær auglýsingar
i staðinn. Ekkert hef ég á móti
auglýsingunum, aðeins ef þær
kæmu ekki á versta augnabliki i
hverjum einasta þætti og hverri
einustu kvikmynd, sem sýnd er.
Auglýsingar eru venjulega á
fimmtán minútna fresti og yfir-
leitt fara um það bil 9 minútur
af hverjum klukkutima i aug-
lýsingar. Auglýsingar geta ver-
ið fræðandi, af þvi að það er
ýmislegt sem þær sýna manni.
Sumir halda þvi lika fram, að
þærséu tilgóðs, verði tilþess að
' taugaspennan slakni, þegar
horft er á hryllings- eða glæpa-
myndir, og i hryllilegasta atrið-
inu er allt I einu klippt á og aug-
lýsing kemur um tannkrem,
hnetusmjör eða snjósleða. Ég
hef ekki heyrt sálfræðinga segja
álit sitt á þessu sem hvild fyrir
taugarnar, og ef til vill er þetta
. rétt ályktað, þótt auglýsendur
séu áreiðanlega ekki að hugsa
um taugarnar i okkur, þegar
þeir velja auglýsingunum stað i
dagskránni.
Fyrir nokkru var sýnd á einni
sjónvarpsstöðinni, NBC, kvik-
myndin Gone With the Wind,
eða A hverfanda hveli, eins og
hún heitir vist á islenzku. Þetta
er kvikmynd, sem fólk hefur
flykkzt til að sjá, hvenær, sem
hún hefur verið sýnd i kvik-
myndahúsum, allt frá þvi hún
var gerð, áriö 1939. Aðal-
leikararnir eru Clark Gable,
sem leikur Rhett Butler, Vivien
Leigh i hlutverki Scarlett
O’Hara, Olivia De Havilland
sem Melanie, og Leslíe Howard
lék mann hennar. Reiknað var
með, að hvorki meira né minna
en 110 milljónir manna myndu
horfa á kvikmyndina i sjón-
varpinu. Hún var sýnd i tvennu
lagi, á sunnudags- og mánu-
dagskvöld, og sýningartiminn
var þrir klukkutimar annaö
kvöldið og tveir hitt. A hverri
klukkustund voru auglýsingar i
9 1/2 minútu. Þessar auglýsing-
ar voru sannarlega ekki á neinu
afsláttarverði. Þær voru tvisvar
sinnum dýrari heldur en það,
sem gerist um auglýsingar i
beztu dagskrártimunum venju-
lega, og hver minúta var seld
fyrir 235 þúsund dollara, eða
milli 44 og 45milljónir islenzkra
króna, hafi ég margíaldað rétt.
Fyrir þessi tvö kvöld hefur NBC
þvi fengið 11 milljónir og 162
þúsund dollara i auglýsinga-
tekjur eða um tvo milljarða isl.
króna. Siðan þurfti sjónvarps-
stöðin að greiða fimm milljónir
dollara fyrir kvikmyndina, en
eftir stóðu samt sex milljónir
dollara i hagnað fyrir þessi tvö
kvöld. Þetta eru eiginlega tölur,
sem venjulegur íslendingur
skilur ekki, og heyrir tæpast
nema, þegar verið er að tala um
hallann á þjóðarbúinu eða ein-
hverjar Kröflu- eða Sigöldu-
framkvæmdir!
Vildi ekki sjá
sina eigin mynd
Aðeins ein stórstjarna úr
kvikmyndinni A hverfanda
hveli, er enn á lifi, og er það Oli-
via de Havilland. Hún lét hafa
það eftir sér iblaðaviðtölum, að
hún myndi alls ekki horfa á
myndina i sjónvarpinu. — Aug-
lýsingarnar eiga alveg eftir að
eyðileggja hana, sagði leikkon-
an. — Sjónvarpsstöðvarnar hafa
eyðilagt hverja stórmyndina af
annarri, með þvi að drita aug-
lýsingunum niður með fárra
minútna millibili. Það hefur
enginn ánægju af að sjá góöa
kvikmynd, hlutaða i sundur á
þennan hátt, sagði Olivia de
Havilland. En þrátt fyrir það,
að hún horfði ekki á myndina,
gerðu það sem sagt um 110
milljónir manna. Er það stærri
hópur, en nokkru sinni áður hef-
ur horft samtímis á sjónvarps-
dagskrá. Hæstu tölur til þessa
voru, þegar Ben Hur var sýnd-
ur, en 86 milljónir munu hafa
horftá hann og svo Guöfaðirinn
með 84 milljónir áhorfenda.
Sjónvarpsefnið
hækkar í verði
Miklir peningar fara i gerð
sjónvarpsdagskránna, og ný-
lega var sagt frá þvi i blöðum,
að á dagskrárárinu 1976-1977
myndu sjónvarpsstöðvarnar
eyða 875 milljónum dollara i
gerð nýs dagskrárefnis, og er
það 25% aukning frá árinu 1975-
1976. Kostnaðaraukinn er sagð-
ur eiga rætur sinar að rekja til
verðbólgu og hækkaðra launa.
Klukkustundardagskrá, sem
kostaöi i fyrra 250 þúsund doll-
ara kostar nú um 300 þúsund
dollara.
1 sambandi við launakostnað-
inn dettur mér i hug, að mikið
var skrifað um þaö fyrir nokkru
að tveir sjónvarpsþulir og dag-
skrármenn fluttust milli sjón-
varpsstöðva. Annar fór frá stöð
sinni og fékk um 100 þúsund
dollara i árslaun i nýja starfinu,
en sá, sem tók við af honum.átti
að byrja með 60 þúsund dollara
árslaun, en hækka svo um 5000
dollara eftir eitt ár. Sá meö
hærri launin fær þvi um 19 millj-
ónir i árslaun og hinn 11 til 12
milljónir. Sæmilegt árskaup
það.
Kapall kostar
1100 krónur
Afnotagjald greiða menn hér
ekkert, fyrir þær stöðvar, sem
þeir ná á venjulegan hátt með
loftnetum einum saman. En til
þess að hægt sé ab ná stöðvum
frá Bandarikjunum þarf meiri
tilfæringar en loftnet. Það þarf
að hafa svokallaðan „cable”
eða kapal, sem lagður er inn i
húsið eins og simalina. Fyrir
slikan kapal greiðir fólk tæpa 6
dollara á mánuði, eða um 1100
krónur. Þegar ég i upphafi tal-
aði um, að hér væri hægt aö
velja á milli að minnsta kosti
átta sjónvarpsstöðva, voru þær
meðtaldar, sem nást einungis á
kapal. Það er þvi tekið fram
sem hlunnindi, ef þú tekur á
leigu ibúð, að i henni sé kapall,
og ekki þurfi að greiða hann sér-
staklega, heldur séu afnotin af
honum innifalin i leigunni. Auð-
vitað hlýtur þó að vera gert ráö
fyrir þessum kostnaði i út-
reikningum leigunnar, svo trú-
lega borgar fólk ekki miklu
minna fyrir kapalinn þótt hann
sé innifalinn i heildarleiguupp-
hæðinni.
Sjónvarpið er
harður húsbóndi
Ég lét að þvi liggja hér i upp-
hafi, að sjónvarpið gæti verið
harður húsbóndi. Það er þó
sannarlega rétt. Sumirsegja ef-
laust, að þá vanti viðkomandi
aðeins sjálfstjórn, eða uppeldi
barnanna á heimilinu sé ekki
sem skyldi, ef þau séu látin
ráða, hvað horft er á. En maöur
getur tæpast láð börnum að þau
langi til þess aö fylgjast með
mörgu af þvi efni, sem þeim er
ætlað. Allt er lika upp úr þvi
lagt, að það séu framhaldsþætt-
ir, og missi barnið af þætti veit
það ekki, hvernig hetjan hefur
komizt úr klóm óvinarins, eða
1/2
hvað annað, sem það nú hefur
verið.
Mikið er um teiknimyndir fyr-
irbörn, og virðast þær það efni,
sem börn, og reyndar fullorðnir
lika, verða seint leið á. Má i þvi
sambandi benda á, hversu
áhugi fyrir teiknimyndablöðum
er alltaf mikill, og minnkar
ekki. Roy Rogers.Lone Ranger,
Get Smart, Læknastúdentarnir
og svo Söngelska fjölskyldan og
önnur fjölskylda The Brady
Bunch eru lika efni, sem börn
kunna að meta. Glæpaþættir eru
margir og þeirra á meðal bæði
McCloud og Colombo, sem is-
lenzkir sjónvarpsáhorfendur
þekkja vel. En nú litur helzt út
fyrir, að eitthvað sé farið að
halla undan fæti fyrir glæpa-
þáttunum. Ekki er þó vist,
hvernig fer, en athuganir i
Bandarikjunum hafa sýnt, að
fólk er farið að forðast vörur,
sem auglýstareru i mestu hryll-
ingsþáttunum, og sumir hrein-
lega neita að kaupa vörur, sem
auglýstar eru i myndum eins og
McCloud og Colombo eða öðrum
álika.
Taka sjónvarpið
framyfir föðurinn
Það er alltaf stöðugt verið að
gera skoðanakannanir i Banda-
rikjunum, og i einni slikri kom
fram, að nálægt 50% ungra
bama vilja heldur hafa sjón-
varpið en föður sinn hjá sér.
Könnunin var gerðá 156 börnum
á aldrinum 4 til 6 ára. Fyrst
voru þau spurð hversdagslegra
spurninga, til þess eins að róa
þau, og fá siöan sem eðlilegustu
Sunday
"isk-
©—Uncle Waldo
7:30 33— Dwayne Frien/
CD—Gerald Derst’ #;■>. (^rQð)
©-Volce Of Th
x
8:00 O CD—Scsanr
33—Re\ Iluir xmo/*æ
ClD-Jcrry F
*30Q®^Kr„, JPt
v.
v,
s,°
33— I^eroy Jenkins
(33—Kelifiious Ilall
8:55 O ®)—Ouvcrture El
Horairc
9:00 CJ (X) O—Meetlng P
AnÆS’ghSShÍl,1
w,thnRcverc„d J. ‘*
0®-Unlvers|ty Of The \\*J \ /
OE^-Iiay „f Oisco.^
V‘° A
r"i. n,°to
(33—Oral Hobcrts
- O(3)—ITinee Nolr <J
TfSeV*0 ,vWcS ouc 0®-T„umai (Vend.)
rsy-^vsO'0^* „ ' !®-News -
^C. M(33—Noonday
® O-Noon Show
ÖCSpShippy (Mcrc.) ar!~To»l>Jh.(rÞt)
O ®— Trince Noir (Jcu.)
““------------------
Sþ° ns
OPP°'
V.*
-«««• SJJaw
€»CIíS-'í0' , rt)-Voui Bear dST/7
Livcstock Rcport
”)—Farm Markcts ''fy ^ >0^
' -Wealher A JÖfó. V,
-Woman’s Wo Q/n/
/7
%3>'e
\ 5,
Hér er lltiö sýnishorn af þvi efni, sem sýnt er á hinum ýmsu
sjónvarpsstöðvum. Sjónvarpsdagskráin fylgir dagblöðunum á
laugardögum. Hún er jafnstór um sig og Heimilistiminn og 48
blaðslður að stærð.