Tíminn - 22.12.1976, Blaðsíða 8
8
/■
Miðvikudagur 22. desember 1976
..Ættkvísl í
Indíalandi"
bókmenntir
„Ættkvisl I Indialandi”
Gunnar Dal: KAMALA. Saga
frá Indlandi. Vikurútgáfan.
Reykjavik. 1976. 179 bls.
í formála að þessari sögu
segir Sigvaldi Hjálmarsson
fyrstra orða: „Fátitt er að
islenzkir höfundar heyi sér efni
til skáldverka úr fjarlægri
menningarheild, en það gerir
Gunnar Dal með þeirri bók sem
nú kemur fyrir sjónir manna.
Hann velur Indland og samfé-
lagsbyltingu þá sem veröur þar
af þvi nútimi Vesturlanda er að
ryðja sér braut inn i þorp lands-
ins.”
Gunnar Dal hefur ritað tölu-
vert um indverska heimspeki:
safn af þeim skrifum kom út I
einni bók fyrir fjórum árum.
bað kemur þvi i sjálfu sér ekki á
óvart að hann skuli sviðsetja
skáldsögu á Indlandi. — Vist er
nýjung að Islenzk skáldsaga
gerist i svo fjarlægu samfélagi.
Gunnar Dal
Helzt er að telja Gyðjuna og
uxann, sögu Kristmanns Guð-
mundssonar þar sem sviðið er
eyjan Krit. Þó er sá gagngeri
munur á að saga Kristmanns
gerist I löngu liðinni fortið, á
fjórtándu öld fyrir Krist, þar
sem saga Gunnars Dal er sam-
tiðarsaga frá Indlandi.
n] Abba — Arrival
□ Allan Brothers — Wipe the Windows
□ David Essex — Out on the Street
G Donna Summer — Four Seasons of
Love
l I Elton John— Blue Moves
□ George Harrison — Best of Georqe
Harrison 33 1/3
□ James Taylor — Greatest Hits
□ Joni Mitchell — Hejira
H Linda Ronstadt — Greatest Hits
□ Stevie Wonder — Songs in the Key of
Life
□ Tina Charles — Dance little Lady
□ Beatles — Flestar
□ Eagles — Flestar
□ Kevin Ayers — Flestar
I formála Sigvalda Hjálm-
arssonar segir að Kamala sé
sannferðug lýsing á indversku
sveitalifi þar sem arfi fortiðar
og möguleikum ókominna ára
eru að jöfnu gerð skil”. Sigvaldi
er öðrum íslendingum kunnugri.
á þessum slóðum og því ástæðu-
laust að véfengja orö hans. Hitt
er annað mál hvaða möguleika
aðvifandimenn á Vesturlöndum
(eins og amerisku hjónin i þess-
ari sögu) hafa til að skilja
menningu og hugsunarhátt svo
fjarlægra kynþátta. Þótt rithöf-
undar leggi sig fram aö kynna
sér lifshætti þjóðar eins og Ind-
verja hlýtur svo margt að skilja
á milli að mynd samfélagsins
verður varla annað en bjöguð.
Og við þvi er raunar ekkert að
segja: við sjáum þennan heim
ævinlega gegnum sjóngler Vest-
urlanda — hvernig sem að er
fariö.
Ekki verður sagt að Gunnar
Dal sæki djúpt I lýsingu sinni á
þessari framandi samfélags-
gerð. Hún getur vitaskuld verið
„sannferðug” þrátt fyrir það,
svo langt sem hún nær. I for-
málanum segir að „ekkertsem I
sögunni gerist falli utan við
hversdagsleika þeirra breyt-
ingatima sem nú ganga yfir
Indland”. En það sem „gerist” I
sögu, atvikarásin sjálf, getur
verið trúleg þótt litt sé skyggnzt
að baki hennar, persónur þurfa
ekki að vera ósennilegar þótt
lesandinn sjái þær einungis eins
og framhlið.
Sögusviðið er þorp þar sem
búa fjórir bræður með skyldu-
liði sinu. Kamala, fimmtán ára
dóttir eins bróðurins, hefur fellt
hug til frænda sins, Tara. Um
það er sagan hefst kemur hann
til þorpsins og boðar fólkinu á-
hrifarika kornræktaraðferð,
kennda við doktor Borlaug.
(Hann hlaut friðarverðlaun
Nóbels fyrir fáum árum). Þessi
boöskapur um „græna bylt-
ingu” fær dræmar undirtektir,
eins og hvatning Tara til fólks-
ins að snúa baki viö gömlum og
úreltum siðvenjum. Þær fólu I
sér fullkomið feðraveldi, eigin-
konur og dætur urðu að sýna
skilyrðislausa undirgefni.
Stöðnun samfélagsins og römm
stéttaskipting er vitanlega land-
eigandanum Neti Ram einum I
hag. Hann arðrænir ibúa þorps-
ins og hefur ráð þeirra allt I
hendi sér. Nú gerist það að
hann girnist Kamölu og faðir
stúlkunnar verður að heita Neti
Ram henni: ella á hann efna-
hagslega kúgun yfir höfði sér.
Sem vænta má tekst af þessu
nokkur rimma. En ekki er vert
að spilla eftirvæntingu lesenda
með þvi að rekja málalyktir
hér. Að sögulokum er tekið að
framkvæma grænu byltinguna,
en jafnframt látin I ljós vantrú á
þvi að hún muni duga hinum fá-
tækustu I samfélaginu: rauða
byltingu þurfti til að rétta hlut
þeirra.
Saga Gunnars Dal er liðlega
skrifuð og læsileg: söguþráður
greitt spunninn. Persónur eru
margar og heita torkennilegum
nöfnum en höfundur gerir les-
endufn þann greiða að birta
skrá um þær fremst i bókinni.
Slikt er fátitt nú orðið en var oft
gert áður fyrr þegar I hlut átti
mannmörg skáldverk: má þar
benda á rússneskar skáldsögur
nitjándu aldar.
Persónur sögunnar eru staðl-
aðar manngerðir. Hér er ungi
hugsjónamaðurinn, vondur
kapitalisti, spekingur, elskandi
ungmey. Allt eru þetta mann-
gerðir sem finna má I skáldsög-
um hvar sem þær eru sviðsett-
ar. Helzt er það jóginn Góvinda,
helgur maður, sem er sérind-
verskur, enda flytur hann lifs-
speki sögunnar og er raunar
eins konar miðpunktur hennar.
Þó gripur hann ekki inn I at-
burðarásina enda öll fram-
takssemi vlðsfjarri jóga. En það
verður að segja að þótt höfund-
ur hafi augljósan áhuga á að
koma á framfæri indverskum
spekimálum, Iþyngir hann sög-
unni ekki með þeim. Andstæður
eru hér settar fram á einfaldan
hátt: Krafa Tara um þjóöfé-
lagslegt réttlæti andspænis at-
hafnaleysi kenningu jógans. En
þannig eru I rauninni allar and-
stæður sögunnar.
Form Kamölu er athugavert.
Meginhluti hennar er lagður I
munn stúlkunni, lýsir reynslu
hennar sjálfrar og orðaskiptum
sem hún verður áheyrandi að.
En þegar minnst varir er tekið
að segja I þriðju persónu frá at-
burðum þar sem hún er ekki
nærstödd og jafnvel rekja hugs-
anir annarra manna. Nú væri
ekkert þvi til fyrirstöðu að
skipta um sjónarhorn til að
skyggna söguefniö frá þeim
hliðum, en þvl hefði þurft að
koma höndulegar fyrir. — Hitt
er svo annað mál hvort við telj-
um tal og hugsanir Kamölu
sjálfrar trúverðugt. Ekki er lík-
legt að indversk stúlka sem
hefur hlotið uppeldi að innlend-
um hætti taki svo til orða við
ömmu slna: „Ég er jafnrétthá
og karlmaður. Það er ekki hægt
að neyða mig til að giftast gegn
vilja mlnum eða neyða mig til
að vera hjá fjölskyldu manns
sem ég hata”. Þessi kvenfrels-
isboðskapur er einkar vestrænn,
en auövitað fer hann vel I ástar-
sögu hvar sem hún gerist.
Þrátt fyrir áðurnefnda form-
galla er Kamala mun betur
skrifuð en fyrri skáldsögur
Gunnars Dal. Sagan er framar
öðru látlaus, þykist ekki annað
eða meira en hún er. Af henni
má hafa skemmtun og hún vek-
ur til umhugsunar um fjarlægan
heim. Auðvitað höfum við haft
spurnir af honum: Davlð
Stefánsson orti um „ættkvisl I
Indialandi/ (sem) ber aldrei
gull né sverð”, en „dýrkar sin
lótusblóm”. Indversk áhrif I is-
lenzkri trúarhugsun eru vel
merkjanleg (Guðspekifélagið).
Úr f jölmiðlum höfum við tlðindi
af pólitiskum sviptingum, siðast
afnámi lýðræðis i landinu. Um
lif almennings vitum við öllu
minna. Saga Gunnars Dal er
vitaskuld ekkert fræðslurit um
Indland, en hún örvar fróðleiks-
fýsn lesandans um þetta mikla
rlki. Gunnar Stefánsson.
VINNINGSUPPHíÐ 1.000.000 KR
20993
A2035
VINNINGSUPPHÆO 500.000 KR.
264 38
Dregið hefur verið I fjórða sinn
i happdrættisláni rikissjóðs 1973,
Skuldabréf C, vegna vega- ,og
brúagerða á Skeiöarársandi, er
opni hringveg um landið.
Útdrátturinn fór fram i Reikni-
VINNINGSUPPHÍO 100.000 KR.
2589 '23221 33311 45560 46801 55297 65446 66693 70724 73587 74906 74929 80571 83754 89606 91098 91 733 93565
stofu Raunvisindastofnunar Há-
skólans með aðstoð tölvu Reikni-
stofunnar, skv. reglum er fjár-
málaráðuneytjð setti um útdrátt
vinninga á þennan hátt, I sam-
ræmi við skilmála lánsins.
97177
97193
VINNINGSUPPHÍ0 10.000 KR ,
592 11277 22331 35937 52363 62857 73430
1008 11854 23009 36086 52373 62912 73826
1246 12469 23174 36328 52432 63250 74217
1375 13135 2321 1 36604 52683 63855 74430
1421 13172 23415 36629 53041 63894 74638
1711 13229 2 349 5 36739 53123 645 04 74954
2 30 2 13402 235 19 36748 53177 64810 75019
25 97 13648 23782 37935 53474 64947 75 280
2707 13952 24223 40144 53818 65640 75670
3079 14227 24229 40148 54200 66168 76221
3186 14757 24505 40216 54396 66507 76278
3545 14833 24581 40 32 7 54519 66647 76680
3798 15121 247 15 40423 54543 68199 76849
44 17 15160 24764 40 5 84 54835 69114 76 909
5105 15335 25762 41919 5531 7 69327 77057
5234 ■ 15633 26098 42052 55492 69343 77492
6164 15707 26253 42253 56127 69595 77564
6702 1 6 30 1 26834 42 704 56143 712 99 77565
6913 17795 27475 42890 56247 71376 79556
70 16 17992 27733 44189 56549 71499 7 96 04
7281 18909 27946 4 5031 56789 71 543 79607
7940 19058 28279 45358 56820 71641 79711
7992 19623 28706 46726 57864 71666 80182
8587 19809 29657 47028 58827 71702 80715
9217 20263 29762 47202 59073 71717 81253
9563 20310 29980 48455 59862 71765 81360
9622 20341 30489 48616 60142 71997 81967
9849- 21286 31897 48840 60940 72313 82366
10234 21348 33478 51529 61510 72 42 3 82965
10399 21370 33513 5155 7 61615 72829 83441
11020 21655 35524 51948 61772 72 931 83543
11024 22093 35591 52346 61916 73326 83666
' F JSRMAL ARAOIJNEYT 1 0
REYK.JAVIK 20. DESEM8ER 1976
84286
84346
86279
87554
88 389
88429
88588
9086 5
91029
91346
91398
92736
92856
93514
93997
95236
96029
96372
96738
97511
98357
98627
98695
98811
99766
99912