Tíminn - 22.12.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.12.1976, Blaðsíða 13
Mi&vikudagur 22. desember 1976 13 16.0 Fréttir . Tilkynningar . (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.30 Gtvarpssaga barnanna: „Vetrarævintýri Svenna i Asi” Höfundurinn, Jón Kr. Isfeld, les (4). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Dýralif í fjörum. Dr. Agnar Ingólfsson prófessor flytur fjóröa erindi flokksins um rannsóknir i verkfræöi- - og raunvísindadeild háskól- ans. 20.00 Kvöldvakaa. Einsöngur: Þuriöur Pálsdóttir syngur lög eftir Karl O. Runólfsson leikur á pianó. b. Bóndinn á Brúnum Sverrir Kristj ánsson sagnfræðingur flytur sjötta hluta frásögu sinnar. c. LJOD EFTIR Birgi Stefánsson Höfundur les. d. Draumar og dulsýnir Sigriöur Jónsdóttir frá Stöpum flytur frasöguþátt. e. Álfa- og huldufólkssögur Ingólfur Jónsson frá Prest- bakka skráði. Baldur Pálmason les. f. Haldiö til haga Grimur M. Helgason cand. mag. flytur þáttinn. g. Kórsöngur: Karlakór Akur- eyrar syngur. Söngstjóri: Guömundur Jóhannsson. 21.30 Gtvarpssagan: „Hrólfs saga kraka og kappa hans" Sigurður Blöndal les (4) 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöld- sagan: „Minningabók Þor- valds Thoroddsens” Sveinn Skorri Höskuldsson les (23). 22.40 Djassþátturi umsjá Jóns Múla Arnasonar. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp MIÐVIKUDAGUR 22. desember 1976 18.00 Hviti höfrungurinn. Franskur teiknimynda- flokkur. Þýðandi og þulur Ragna Ragnars. 18.15 Skipbrotsmennirnir. Astralskur myndaflokkur. 11. þáttur. Börnin i skógin- um. Þýðandi Jóhanna Jó- hannsdóttir. 18.40 Börn um viða veröld. Undir hliöum Himalaja. Mynd úr myndaflokki, sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur gert i sam- vinnu við kanadiska sjón- varpið. ÞesSi mynd er um 14 ára dreng, sem á heima i Nepal i grennd við hið helga fljót Bagmati, og lýsir hún átthögum hans og daglegu lifi. Þýðandi Stefán Jökuls- son. 19.05 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Jólamyndir kvikmynda- húsanna. Umsjónarmenn Sigurður Sverrir Pálsson og Erlendur Sveinsson. 21.40 Fjarskiptarásir um geiminn. Nýleg fræðslu- mynd um framfarir á sviði fjarskipta um gervihnetti i Kanada. Með tilkomu þeirra eiga Ibúar afskekkt- ustu byggða landsins i fyrsta skipti kost á beinum litsjónvarpssendingum og fullkominni simaþjónustu. Eins og kunnugt er, hefur framtið fjarskipta hérlendis verið ofarlega á baugi að undanförnu. Þýðandi og þulur Jón D. Þorsteinsson. 22.05 Margt er llkt með skyld- um. Harald Heide Steen yngri bregður sér i ýmis gervi og kémur fram i stutt- um skemmtiatriðum. Einn- ig syngur hann nokkur létt lög. Þýöandi Jóhanna ’ Jó- hannsdóttir. (Nordvision — Norska sjónvarpið) 23.30 Dagskrárlok. Hinrik konungur VIII og konur hans sex Eftir Paul Rival veiðar." Anna leyfði Hinrik að sofa, f imm eða sex stund- ir í dögun vakti hún hann, og hún hjálpaði honum að klæðast síðan stigu þau á bak og riðu út í döggvotan skóg- inn, þar sem enn var stjörnubjart. Hinrik sá Wolsey aldrei framar. Þennan sama morgun hafði Campeggio lagt af stað, hann var undrandi að dyrnar skyldu vera opnar, en í Dover verð hann fyrir áfalli. Anna hefði verið viss um að Campeggio hefði í fórum sínum skilnaðarleyfisskjalið undirritað af páfa. Hún sendi því hermenn á eftir hon- um, þeir ruddust inn í svefnherbergi hans og rifu upp farangur hans, sem þeir þeyttu út um allt. Þessir her- menn sökuðu kardinálann um að vera þjóf, sem hefði stolið verðmætum frá Woisey. Þeir þeyttu skikkjum og öðrum klerkaskrúða eins og skæðadríf u um herbergið á- samt nærfatnaði og gigtarumbúðum. Auðvitað fundu þeir ekkert þýfi né hirðisbréfið. Campeggio hafði óttast kænskubrögð stjórnmálmannanna og hafði því brennt umrætt skjal fyrir rúmum sex mánuðum. Að árásinni lokinni f lýtti Campeggio sér að láta niður farangur sinn og stiga á skipsf jöl þakkiátur fyrir að sleppa ómeiddur. Wolsey.var aftuntekinn við embætti sínu en núskipaði Hinrik nonum að láta af hendi konungsinnsiglið og verða á brott. Allir Lundúnarbúar þustu niður á árbakk- ann í þeirri von að sjá Wolsey fara hjá. Fólkið gerði ráð fyrir að farið yrði með hann til Tower og það fengi brátt að sjá höf uð hans falla fyrir öxinni. Hinn skrautlegi bát- ur Wolseys sigldi niður ána, innanum f jölda drekkhlað- inna varningsskipa. Fólksf jöldinn beggja vegna árinnar, var eins og þéttur veggur, sem stympaðist og æpti, ó- hljóðin urðu enn ha'værari, þegar nær dró Tower, en skip Wolseys lagði akki þar að landi. Wolsey steig ekki á land fyrr en hann var kominn langt frá London, Til Putney. Þar á árbakkanum beið hans riddari,maðurinn var vinur Boleynanna, sérstaklega Georgs og önnu. Þetta var Norris, einn af skjaldsveinum konungs. Norris var ný- kominn, þegar Wolsey, steig á land, hesturinn var í svitalöðri og Wolsey tárfelldi þegar hann kyssti bréf ið og hann kraup á kné þar í forinni. Norris gat ekki staðið og horftá þessa ógæfu hann kraup því við hlið kardinálans. Síðan steig Wolsey á bak múlasna sfnum og reið til sveitaseturs sem hann átti, í nágrenni Esher. Þessi bú- staður lét ekki mikið yfir áér. Hinrik sló eign sinni á lausafé Wolseys, en Anna á höll hans, þannig varð York House, Whitehall. Anna var orð- in dauðþreytt á að búa með Katrínu. Anna hljóp um ganga og sali, hún var stórhrifin af húsgögnunum og silfrinu. Hinrik fylgdi henni eftir, hann var þungstígur og dró á eftir sér fótinn, sem stöðugt gróf í. Hinrik hlust- aði á fagnaðaróp önnu sem bergmáluðu um salina. Þeg- ar Hinriksvo náði önnu lokaði hann dyrum að baki þeim og kyssti hendur hennar og pilsfald. Hún var enn hin ó- snortna brúður, sem var biðlað til af þeirri virðingu er slíkum ber, sem hefur ekki verið sigraður, hún gaf hon- um ekkert, nema að hálfu leyti. Bráðabirgða ráðuneyti Það f lýtti ekki fyrir skilnaðinum þó Wolsey væri vikið frá, heldur þvert á móti. Nú var enginn forystumaður á Englandi. Anna hugsaði ekki um annað en hefnd, hún gladdist yfir ógæfu Wolseys og leitaðist við að vinna honum meira tjón þessi tilgangslausa ánægja hennar varð til þess að hún vanrækti það, sem máli skipti. Anna var aðeins tuttugu ára, taugar hennar voru í megnasta ó- lagi. Katrin var enn hin viðurkennda drottning og lög- mæta eiginkona. Þau konungshjónin voru enn rekkju- nautar. Hinrik var f urðu lostinn yf ir dirf sku sir.ni að reka sinn fyrrverandi ráðherra, honum gleymdist að Anna hafði staðið við hlið hans og hvatt hann til þess, næstum neytt hann til framkvæmda. Hinrik hefði helzt kosið að taka stjórnartaumana algjörlega í eigin hendur. Það hefði hann dreymt um undanfarin tíu ár en þegar til kast- anna kom, gerði ef inn vart við sig. Hann ef aðist um eigin hæfnirhann fann til takmarkana, sem hann hafði ekki fyrr gert sér grein fyrir. Hann þorði ekki að gerast al- gjör einvaldur, en hann gætti þess að skipa ekki fram- takssama menn í ráðherrastöður. Hann myndaði bráðabirgðastjórn, hann valdi sér atkvæðalitla menn. Hinrikætlaði að kynna sér betur stjórnarhætti, hann ætl- aði sér að fá til starfa menn sem voru konungshollir og hlýðnir og gerast síðan einvaldur. Þessi ráðagerð neyddi Hinrik til að leggja skilnaðarmálið á hilluna um sinn. Þau Hinrik og Anna snéru sér nú eingöngu að stjórnmál- um og hættu að berjast fyrir ást sína, sem varð Wolsey að falli. Hinrik var önnum kafinn viðframtíðar áætlanir í þágu ríkisins, hann hafði nóg að starfa á meðan dagur var og sjálfsagt hefur hugur hans snúizt um hið sama um næt- ur. Þegar nú Wolsey var á brott, gátu lávarðarnir í stiórninni talið sér trú um að þeir væru húsbændurnir og Hinrik leyfði þeim að fara sínu fram. I ráðu- neyti Hinriks voru bæði hermenn og biskupar, innan vébanda þess voru nöfn eins og How- ard, boleyn, Brandon og jafnvel nokkrir vinir Katr- ínar. Hermennirnir voru háværastir. Þeir voru allir ó- vinir Wolseys og virtist því bandalag þeirra traust, en Hinrik vissi vel að þeir hötuðust, enda byrjuðu þeir strax að mögla þegar þeir höfðu skipt, þeim hluta af eignum Wolseys, sem Hinrik hafði eftirlatið þeim. Þegar bráðin var gleypt, vaknaði löngun eftir meira og þessir menn horfðu hungruðum augum hver á annann. Þetta hafði Hinrik séð f yrir, hann ætlaði sér að etja þeim saman, þar til þeir voru orðnír uppgefnir við innbyrðis ósamlyndi. Hinrik gerði sér vonir um að þessar deilur yrðu ekki op-, inberar,hann kærði sig ekki um stríð. Höf uðorrusta skýr- ir allar aðstæður og leiðir í Ijós hvar styrkurinn er mest- ur. Þá kemur sigurvegarinn f ram. Hinrik kærði sig ekki um sigurvegara. Vel gæti svo f arið að Howard stæði með pálmann i höndunum og þá yrði erfitt að losa þau tök sem hann næði, það yrði eins og að eiga við bolhund. Anna var ekki hrif in af f rama hins yf irlætisf ulla f rænda sins, Howard, það var nauðsynlegt að láta lita svo út, að þessir ránfuglar, sem sveimuðu fyrir krásum stjórnar- jötunnar væru þolinmóðir og samtaka og bæru virðingu fyrir hátigninni. Með þetta fyrir augum var nauðsynlegt að fá inn í stjórnina rhann, sem var einlægur og ráðvand- ur, til þess að stjornarherrarnir neyddust til að stilla í- hóf græðginni og látast vera dyggðum prýddir. Hinrik sótti æskuvin sinn, Tómas More, honum fékk hann nokk- urt sýndarvald, til þess að honum sjálf um gæf ist tími til aðfullkomnasitteigiðráðabrugg, sem hann hugðist bezt koma f ram með því að skapa glundroða aðgerðarleysi og deyfð. TómasMore bjó í einu úthverfi Lúndúnarborgar í Chelsea, sem var f riðsælt þorp á bökkum Thames árinn- ar. Tómas More var gæflyndur,hann unni bókmenntum og listum, hann var góður eiginmaður, indæll faðir og skyldurækinn sonur. Hann var heimspekingur og heima- Tómas More Hvað átti More sameiginlegt með Howardunum og Brandonunum? Hann var hinn hrekklausi Daníel i Ijóna- gryfjunni, hann átti ekkert það sem þarf til að verða leiðtogi. Hann var ekki skapheitur, hann óskaði eftir „Ég held aö hann geti loksins út- vegað mér bröður.... nú vill hann tala við þig.” DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.