Tíminn - 22.12.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.12.1976, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 22. desember 1976 7 Þrír ungir fara á mót erlendis n Gsal-Reykjavik — Þrír ungir skákmenn fara utan á skákmót strax eftir jólin. Helgi Ólafsson og Jón Þ. Árnason fara báðir á ár- legt opið mót i Stokkhólmi, svo- nefnt „Rilton-Cup”, sem hefst 27. desember. Helgi fer á vegum Skáksambands íslands, en Jón á vegum Tafifélags Reykjavikur. Þá fer Jónas P. Erlingsson á Saga galdramála á íslandi: Galdrar og brennudómar gébé Rvik. — Mál og menning hefur sent frá sér bókina Galdrar og brennudómar eftir Siglaug Brynleifsson. Prentsmiðjan Hól- ar sá um prentun og káputeikning er eftir Þröst Magnússon. A bók- arkápu segir m.a.: „Galdrafárið er einhver óhugnanlegast vitfirr- ing sem yfir álfuna hefur gengið. I þessari bók er rakin saga þess og einnig þær hugmyndir, sem lágu að baki galdraofsóknum, með skirskotun til samfélags 16. og 17. aldar. I upphafi fjallar höf- undur um galdraöld i Evrópu al- mennt, en meginefni bókarinnar er saga galdramála á Islandi, frá fyrstu galdrabrennu til hinnar siðustu. Bókni er 231 bls. að stærð. Hugsa dýrin — ný bók eftlr Guðmund Þorsteinsson frá Lundi gébé Rvik —Hugsa dýrin? nefnist bók eftir Guðmund Þorsteinsson frá Lundi. Bókin hefur að geyma frásagnir af mönnum og dýrum. A kápu segir m ,a.: Oft tala menn um dýrin sem „skynlausar skepnur”, sem hagi sér eftir eðlishvöt en ekki vegna þess að þau geti hugsað rökrétt. 1 þessari skemmtilegu bók, segir höfundur margar sögur af samskiptum manna og dýra, og leiðir sterk rök að þvi, að dýrin séu ekki eins „skynlaus” og sumir hálærðir „spekingar” vilja vera láta. Þetta er áreiðanlega kærkomin bók öllum dýravinum, bæði ungum og öldnum. Bókin er 97 bls. að' stærð, og það erbókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri, sem gefur hana út. Kenni- mark kölska — ný bók frá ísa- foldarprentsmiðju gébé Rvlk. — Kennimark kölska nefnist nýútkomin bók hjá ísa- foldarprentsmiðju. Lýður Björns- son sá um útgáfuna. I inngangi segir m.a.: „Frá þvi að sögur hefjast, hafa menn trúað á tilvist galdra og að þá mætti nota til góðs eða ills. Trú þessi kemur fram i Biblfunni og sumum ís- lendingasögum, t.d. Eyrbyggju. Iðkendur galdurs virðast oftast hafa verið illa þokkaðir og oft voru þeir ofsóttir”. Og á bókar- kápu segir: 17. öld var öld galdra og galdratrúar. Hér eru prentað- ar ritgerðir um galdra eftir sr. Pál i Selárdal og Daða Jónsson, m.a. hið fræga verk Character bestiæ. Höfundarnir lýsa viðhorfi sinu til galdra og krydda frásögn- ina'með smásögum. Setning, um- brot og filmuvinnu annaðist Prentstofa G. Benediktssonar og offsetprentun og bókband Isafold- arprentsmiðja hf. Bókin er 176 bls. að stærð. alþjóðlegt unglingamót I Sviþjóð, svonefnt „Hallsberg-mót”. Hilmar Karlsson unglinga- meistari íslands átti ekki heim- angengt á það mót, svo að Jónas fer ihans stað, en hann hafnaði I 2. sæti á unglingameistaramóti Islands. I ,,Rilton-Cup” eru há verðlaun i boði eða 300 þúsund isl. kr. fyrir 1. s ætið og 250 þúsund fyrir 2. sæt- ið. Helgi Ólafsson mun eiga góða möguleika á þvi, að vinna sér alþjóðlegan titil á þessu móti, þ.e. siðari helming þess titils, en fyrri helming titilsins vann hann sér á móti I Bandarikjunum s.l. sumar. Námskeið á Beruf jarðarströnd Dagana 26.-29. nóv. s.l. var haldið að tilhlutan Ungmennafé- lags Beruneshrepps félagsmála- námskeið i Hamraborg. Leiö- beinendur voru frá Egilsstöðum, þeir Sigurjón Bjarnason, formað- ur U.I.A., og Helgi Gunnarsson. Námskeiðið sóttu niu konur og niu karlar. Kennt var námsefni félagsmálaskóla Ungmennafé- lags íslands. Þátttakendur voru hinir ánægðustu með námskeiöið og sammála um að það væri m jög gagnlegt, töldu það vekja og styrkja áhuga fyrir félagsmálum og hrekja á flótta ræðuskrekkinn alþekkta. Leiðbeiningar og kennsla I þessu formi virðist muni henta á fleiri sviðum og leysa úr brýnni þörf strjálbýlisins fyrir fullorð- insfræðslu. Ekki verður sagt að veðurguð- irnir hafi verið námskeiðsfólki hliðhollir. A öðrum degi fór að snjóa, næsta dag hvessti hressi- lega og spillti færð svo að bæðu þurfu menn að moka snjó og kafa til að sækja seinasta áfanga nám- skeiðsins. Formaður Ungmennafélags Beruneshrepps er ólafur Hjalta- son á Skála. Vf/ vi/ \f/ Vf/ M/ \t/ Sf/ \f/ I Vf/ Vf/ Vf/ Vf/ Vf/ Vf/ Vf/ Vf/ vf/ Vf/ V|/ V/ V/ Mánaðar og Veggplattar Skreyttir af MAGNÚS E BALDVINSSON l)RA- OG SKARTGRIPAVERZLUN laugavegO /IV /\ /j\ /f\ /IV /j\ /f\ /f\ /IV /ts /IV /IV /IV t /IV /IV /*\ /IV /IV /IV /IV /IV AUÐVELDIÐ yður matar- tilbúninginn LÁTIÐ OKKUR UM ERFIÐIÐ Jólasteikina FÁIÐ ÞÉR HJÁ OKKUR tilbúna í ofninn Vanti yður eitthvað sérstakt — þá spyrjið um verzlunarstjórann Úrvalið er meira en yður grunar (§> búðirnar Að þjóna yður er markmið okkar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.