Tíminn - 22.12.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.12.1976, Blaðsíða 16
16 l'JMH'iH1 Miövikudagur 22. desember 1976 5. BINDI GRÚSKS EFTIR ÁRNA ÓLA gébé Rvik —Hjá Isafold er komiö úí nýttbindi af Grúski Arna Óla. í þvl eru átján þættir og kennir þar margra grasa eins og I fyrri bind- unum fjórum. Árni Óla er löngu þjóðkunnur rithöfundur. Eftir hann liggja meira en 30 bækur um margvisleg efni, auk ótölulegra blaða- og timaritsgreina. Þar á meðal eru Reykjavikurbækurnar 7, sem hafa skipað Arna I fremstu röð þeirra manna sem gerst vita um hina gömlu Reykjavík. Aðrar bækur Arna Óla eru mest megnis þjóðlegs efnis, þar kafar hann niður I djúp sögunnar og dregur fram I dagsljósið ýmislegt, sem öðrum er hulið. Á langri ævi og löngum blaðamannsferli sínum hefur hann stöðugt verið að grúska I gömlum fræðum og sög- um. Úr þessu grúski hans hafa orðið til fjórar bækur, Grúsk 1-4, og nú bætist sú fimmta við. Þess má geta, að þessu bindi fylgir efnisflokkun fyrir öll fimm bindin. Prentstofa G. Benediktssonar sá um setningu, en bókband og prentun annaðist ísafoldarprent- smiðja. Atli Már teiknaði bókar- kápu. Afhenti trúnaðarbréf Hinn 14. desember 1976 afhenti oréf sitt sem sendiherra Islands á Hans G. Andersen Blas Roca, for- Kúbu. Utanrikisráðuneytið, seta þjóðþings Kúbu, trúnaðar- Reykjavik, 15. desember 1976. Æfingasvœði á stofuborðið og verðlaunaþraut að auki. Umferðarkortið fœst, gegn 200 króna gjaldi, á aðalskrifstofu okkar, í umboðum okkar ýmsum verslunum. I HEIMILI: SAJVIVIINNUTRYGGINGAR. GT. . ÁRMLILA 3. SlMI 38500 1 S|MI l SVARSEÐILL 2,2 1.1 □□3,1 1.2 □□3,2 1.3 □□ 3,3 1.4 □□ l.Sa) □□*/ b) □ □ 4,2a) b) □ □4,3 □ □ 4,4a) □ □ b) □ □ 4,5a) b) já net □ □ 5,1 a) □ □ b) □ □ c) 5,2a) □ □ b) □ □ 5,3a) □ □ b) □ □ □ □ 6,Ia) □ □ b) □ □ □ □ □ □ 7,la) □□ □ □ b) □□ □ □ y,2a) □□ □ □ b) □□ □ □ 7.3a) □□ □ □ b) □□ □ □ □ □ □ □ NAFN ÞÁTTTAKANDA: FRAMSÓKNAR- FLOKKSINS 19 Vinningar: 1. Trésmíðavélasett Kity 2. Seglbátur Enterprice 3. Litsjónvarpstæki 4. Ritvél Olivetti 5. Kvikmyndasýningarvél 6. Málverk e. Höskuld Björnsson 7. Dýrabók Gröndals 8. Kvikmyndatökuvél 9. LJósmyndavél 10. Ferðabók Eggerts og Bjarna 11. Sportvörur frá Sportval 12. -15, Bækur frá Erni og Örlygi, kr. 10.000 hver vinningur 400.000 300.000 200.000 í 50.000 115.000 95.000 60.000 50.000 40,000 25.000 25.000 40.000 . ■ m Samlals kr. 1.500.000 | ■.| [_____ Nr. ’ 14123 MSSI&sllSllKiiii;.,,:,asassmi'ís : S:r.- iMmmm, Fjöldi útgefinna miða: 35 þúsund. Verð miðans: 300 krónur. Dregið verður 23. desember 1976. Upplýsingar að Rauðarárstlg 18, Rvík, sími 2-44-80. EINN AF 15 VINNINGUM: /jtUllj trésmíðavélasett Vinningar eru að verðmæti 1,5 milljón. Dregið 23. desember. Drætti ekki frestað. Skrifstofan að Rauðarórstíg 18 er opin til kl. 6. Einnig er tekið á móti uppgjöri á afgreiðslu Timans, Aðalstræti 7 og þar eru einnig miðar til sölu. Stefdn Jónsson: 9. bindi ritsafns- ins komið út gébé Rvik - Fólkiö á Steinshóli er níunda bindi heildarútgáfu Isa- foldar á barna- og unglinga- bókum Stefáns Jónssonar. Bókin kom fyrst út 1954, og er þetta önnurútgáfa hennar. Þessi skáld- saga er skemmtileg i bezta lagi eins og aðrað bækur Stefáns, þó að undirtónninn sé alvarlegur. Hún gerist bæði I sveit og borg og sumarbústaðahverfi i nágrenni Reykjavikur. Aðalsöguhetjan, Þormóður Sveinsson, er reyk- vískur drerigur, sem tekur tryggð við sveitarfólkið og tengist ör- lögum þess vegna sins góða hjartalags, meginvettvangur hans er þó borgin með sitt fjöl- breytta mannlif, full af mótlæti bæði i skóla og á heimili, en á llka slnar björtu hliðar og spennandi ævintýri. Tiunda bindi ritsafnsins verður bókin Hanna Dóra. SöGUFÉLAG Siglufjarðar hefur sent frá sér Siglfiröingabók ’76, en þetta er annaö bindiaf safnriti, sem ætlað er að stuðla að varð- veizlusiglfirzks fróðleiks, gamals og nýs. Bókin er á þriðja hundrað siður. Birtar eru skopteikningar af nokkrum kunnum bæjarbúum, sagt frá Þorvaldi rika og nefndir afkomendur hans i fjóra ættliði, rakin saga Sigluness og getiö bú- enda þar frá 1703 til þessa dags. Rifjað er upp ýmislegt um fjall- veginn yfir Siglufjarðarskarð, gerð grein fyrir snjóflóöum við Siglufjörð og hugsanlegum vörn- um gegn þeim, minnzt þeirra bæjarbúa sem létuzt i fyrra og raktir merkustu viðburðir áranna 1973 og 1974. Þá eru I bókinni margar aðrar styttri greinar. A fjórða tug mynda prýða Siglfirð- ingabók að þessu sinni, en hún er unnin i Siglufjarðarprentsmiðju hf. Ritstjóri bókarinnar er Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, skólastjóri á Siglufirði. Vogun vinnur — eftir fjallgöngu- manninn Edmund Hillary gébé-Rvik. - VOGUN VINNUR nefnist ný bók eftir einn mesta fjallagarp og ævintýramann heims, Edmund Hillary, en þar segir hann frá hættum og manri- raunum. Bókin er skrifuð af geisl- andi fjöri og leiftrandi lifsgleði. Um alla frásögnina leikur hug- ljúfur og heillandi ævintýrablær, tærog ferskur einsog fjallaloftið. Þetta er saga fullhuga, sem í orösins fyllstu merkingu hugsaði og náði hærra en samferðamenn hans, manns sem ungur að árum uppgötvaði undraheim fjallanna á Nýja-Sjálandi, hinna hrikalegu og fögru fjalla, sem heimamenn kalla „Alpana”. Hann fór i fjall- göngur hvenær sem færi gafst einn eða með öðrum, honum var fyrirölluaðnjótaþess frelsissem hvergi er að finna nema á fjöllum uppi. Þessi ást hans á fjöllum og fimindum varð til þess, að hinn 29. mai 1953 varð hann fyrstur manna til að stiga fæti á hæsta tind jarðar, Everesttindinn i Himalajafjöllum, á mörkum Nepals og Tibets. Hersteinn Pálsson sneri bókinni á islenzku en hún er gefin út af Skuggsjá, sem einnig sá um prentun og setningu. Bókin er 256 bls. og er prýdd fjölmörgum ljós- myndum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.