Fréttablaðið - 08.01.2006, Side 73

Fréttablaðið - 08.01.2006, Side 73
SUNNUDAGUR 8. janúar 2006 33 FÓTBOLTI Aðstandendur voru geysilega ánægðir með hversu vel tókst til með mótshaldið enda var mótið nánast á áætlun allan tímann. Auk mótsstjórnarinn- ar tóku um 100 foreldrar úr HK og Breiðabliki þátt í mótshaldinu. Dómarar voru líka fjölmargir en keppt var í Smáranum, Fífunni og Digranesi. Keppt var í tólf flokkum og þátttökuliðin 233 talsins frá tuttugu félögum. Mótið verður klárlega haldið á ný um næstu jól. Líf og fjör á Jólamóti SPK Gleðin réð ríkjum á hinu árlega Jólamóti SPK sem fram fór á milli jóla og nýárs. Þetta er í fjórða skipti sem Breiðablik og HK standa fyrir þessu skemmtilega móti. MARGIR LÆRISVEINAR 233 lið tóku þátt á mótinu og því ekkert grín fyrir þjálfara liðanna að hafa stjórn á lærisveinum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA RÉTT FRAMHJÁ Vonbrigðin leyna sér ekki hjá þessari stúlku sem skaut rétt framhjá úr upplögðu færi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA EINBEITING Varnarmaður Breiðabliks hafði lítið að gera í þennan sóknarmann Tindastóls sem sýndi snilldartakta við að komast í gegn. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA HÁLOFTABOLTI Hér sjást þrjár stúlkur reyna sitt besta við að ná lausum bolta í leik Breiðabliks og Hauka. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA FLJÚGANDI TÆKLINGAR Þegar komið er í eldri flokkana eykst alvaran í leikjunum og þá er ekkert gefið eftir. Eins og sést á þessari mynd veigra leikmenn sér ekki við því að renna sér í skriðtæklingarnar.FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA FÉLAGAR Þau Bergrún, Hrannar, Gunnar og Katrín skemmtu sér vel á jólamótinu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA FLOTT LIÐ Lið Hauka í 4. flokki kvenna stóð sig mjög vel á Jólamótinu, enda tólf stúlkur í leikmannahópnum, hver annari áhugasamari. Þessar stelpur munu án efa ná langt í íþróttinni á næstu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA KAPPHLAUP UM BOLTANN Sóknarmaður Leiknis hefur hér betur gegn einum leikmanna Víkings. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA STALDRAÐ VIÐ Miklu máli skiptir að hita vel upp og teygja síðan vel á stífum vöðvum eftir leikina. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA HRESSAR Þær Hildur Sif, Ísabella, Ásta Eir og Sandra Kristín notuðu tímann á milli leikja til að hvíla lúin bein. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA FYLGST MEÐ OG LÆRT Það er oft árangursríkt að staldra við á hliðarlínunni og fylgjast með öðrum leikjum til að bæta leikskilninginn. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA BARÁTTA UM BOLTANN Lið Breiðabliks var sigursælt í kvennaflokkunum á mótinu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA GÓÐAR Katrín, Kolbrún, Sólborg og Vigdís spiluðu mjög vel með liði Breiðabliks. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA ÁFRAM BREIÐABLIK Erna Helga og Katrín stóðu sig vel í grænu búningunum á jólamótinu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA ÞRÍR Á MÓTI EINUM Leikmenn Blika spiluðu dúndrandi sóknarbolta í leikjum sínum á jólamótinu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA SÓLAÐIR UPP ÚR SKÓNUM Þessi ungi leikmaður FH fór illa með leikmenn Breiða- bliks. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.