Fréttablaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 4
4 14. janúar 2006 LAUGARDAGUR
Skeifan 4
S. 588 1818
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 13.01.2006
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur 61,08 61,38
Sterlingspund 107,91 108,43
Evra 73,64 74,06
Dönsk króna 9,872 9,93
Norsk króna 9,12 9,174
Sænsk króna 7,916 7,962
Japanskt jen 0,5331 0,5363
SDR 88,49 89,01
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
103,3046
WASHINGTON, AP George W. Bush
Bandaríkjaforseti hafnaði í gær
tillögu þýska kanslarans Angelu
Merkel um að loka fangabúðun-
um í bandarísku herstöðinni við
Guantanamo-flóa á Kúbu. En á
blaðamannafundi í Hvíta húsinu
eftir viðræður þeirra þar í gær
stóðu þau saman um að hvetja til
þess að öryggisráð SÞ grípi inn í
ef Íranar hætta ekki við að hefja
aftur vinnu við kjarnorkuáætlun
sína í trássi við samkomulag á
vegum Alþjóðakjarnorkumála-
stofnunarinnar.
Þetta er fyrsta heimsókn
Merkel vestur um haf eftir að hún
tók við embætti í nóvember. Hún
og gestgjafinn voru staðráðin í
að sýna að samskipti landanna
tveggja væru komin í samt lag
eftir stjórnarskiptin í Berlín, en
stirt hafði verið á milli Bush og
Gerhards Schröder, fyrrverandi
kanslara, vegna ágreinings um
Íraksstríðið.
Á blaðamannafundinum hafn-
aði Bush tillögu Merkel um lokun
Gua nta na mo -fa ngabúða n na .
Hann sagði búðirnar „nauðsyn-
legan þátt í landvörnum banda-
rísku þjóðarinnar“. Þær yrðu
starfræktar eins lengi og „stríð-
ið gegn hryðjuverkum“ stendur
yfir.
- aa
TENGSLIN BÆTT Angela Merkel og George
W. Bush á blaðamannafundinum í Hvíta
húsinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Merkel Þýskalandskanslari og Bush Bandaríkjaforseti hittust í Washington:
Ósammála um Guantanamo
IÐNAÐUR „Hækkunin á raforku til
iðnfyrirtækja hefur ekkert með
innleiðingu samkeppninnar eða
tilskipunar frá Evrópusamband-
inu að gera heldur notuðu orku-
fyrirtækin tækifærið á sama
tíma og breytingin tók gildi og
breyttu hjá sér gjaldskránni,“
segir Valgerður Sverrisdóttir
iðnaðarráðherra.
Þannig svarar hún gagnrýni
manna frá Samtökum iðnaðarins
og iðnfyrirtækja um að breyting-
ar á raforkulögum hafi leitt til
aukins raforkukostnaðar iðnfyr-
irtækja sem leiðir svo til hækk-
aðs verðs til neytenda.
Va l g e r ð u r
segir að við
g j a l d s k r á r -
b r e y t i n g u n a
hafi orkufyrir-
tækin fellt út
sérstaka taxta
sem buðust
fyrirtækjunum
en kominn hafi
verið tími til
að breyta því
fyrirkomulagi.
„Ég gerði mér
alltaf grein
fyrir því að
orkufyrirtæk-
in myndu skýla
sér á bak við
breytingu raf-
orkulaga í sam-
bandi við ákveðna tiltekt sem þeir
hafi þurft að gera,“ segir hún.
Guðmundur Þóroddsson, for-
stjóri Orkuveitu Reykjavíkur,
vísar þessum rökum Valgerðar
á bug. „Við vorum alltaf á móti
þessum nýju raforkulögum og
vissum að breytingarnar myndu
þýða hækkun á raforkuverði,“
segir hann. „Þau fólu það meðal
annars í sér að við yrðum að
afnema þessa taxta þar sem ekki
var lengur heimilt að niðurgreiða
verð og ekki mátti mismuna
kaupendum með því að bjóða
einum betra verð í dreifingu en
öðrum. Hinsvegar er það rétt hjá
Valgerði að þetta var orðið úrelt
fyrirkomulag og það var kominn
tími til að leggja það niður,“ segir
hann. Hann segir enn fremur
að raforkuverð sé því fyrst nú á
raunvirði til þessara fyrirtækja.
„Við erum með starfsemi í
þremur öðrum löndum og nú er
svo komið að í öllum þeim, og
þar á meðal í Makedóníu þar sem
raforka er framleidd með frek-
ar frumlegum hætti, er rafork-
an ódýrari en hér á landi,“ segir
Sigurður Bragi Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Plastprents.
„Svo erum við að borga um það
bil tíu sinnum meira fyrir kíló-
vattstundina en stóriðjan þannig
að annaðhvort erum við að nið-
urgreiða raforkuna fyrir álverin
í landinu eða orkufyrirtækin eru
svona illa rekin,“ segir hann. „Það
er alveg nægur flótti iðnfyrir-
tækja úr landi; raforkuseljendur
þurfa ekkert að flýta fyrir þeirri
þróun,“ segir hann að lokum.
Guðmundur segir að Orkuveit-
an verðleggi rafmagn frá eigin
virkjunum svipað á almennan
markað og til stóriðju.
jse@frettabladid.is
Ráðherra vísar ábyrgðinni
alfarið á raforkusalana
Iðnaðarráðherra segir breytingar á raforkulögum ekki hafa leitt til hækkunar heldur hafi orkufyrirtækin
skákað í skjóli þeirra. Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur vísar rökum ráðherra á bug. Nýju lögin hafi leitt til
hækkunar. Framkvæmdastjóri Plastprents segir raforkuverð ódýrara í Makedóníu en hér á landi.
VALGERÐUR SVERR-
ISDÓTTIR
HÚS ORKUVEITU REYKJAVÍKUR Iðnaðarráðherra og forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur greinir á
um það hvort breytingar á raforkulögum hafi leitt til aukins raforkukostnaðar iðnfyrirtækja
og hækkana á raforku til neytenda í kjölfarið. Forstjórinn heldur því fram að svo sé en
ráðherra vísar því á bug.
GUÐMUNDUR ÞÓR-
ODDSSON
UNDIRSKRIFTIR Borgar Þór Einars-
son, formaður Sambands ungra
sjálfstæðismanna, afhenti í gær
Páli Baldvin Baldvinssyni, nýjum
ritstjóra DV, undirskriftir 32.044
Íslendinga sem skoruðu á blaða-
menn og ritstjórn DV að endur-
skoða ritstjórnarstefnu sína.
Borgar Þór segir undirskrift-
irnar hafa orðið mun fleiri en
hann bjóst við í upphafi. „Okkar
hlutverk, í ritstjórn Deiglunnar,
var að skapa farveg fyrir þá fjöl-
mörgu Íslendinga sem vildu koma
skilaboðum sínum til ritstjórnar
DV áleiðis. Þetta var augljóslega
eitthvað sem brann á fólki í sam-
félaginu.“ - mh
32.044 mótmæltu:
Undirskriftir
afhentar DV
BORGAR ÞÓR EINARSSON Borgar sést hér
með undirskriftirnar á rauðum pappír.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
DÓMSMÁL 27 ára gamall maður
hefur verið dæmdur í 30 daga
fangelsi, haldi hann ekki skilorð í
tvö ár, fyrir sölu og neyslu á fíkni-
efnum.
Maðurinn var handtekinn með
tæplega hundrað grömm af hassi
í bifreið sinni. Við húsleit hjá
honum í Hafnarfirði fundust tæp-
lega tvö grömm aukalega.
Dómara í Héraðsdómi Reykja-
ness þótti rétt að skilorðsbinda
dóminn þar sem maðurinn hafði
ekki brotið af sér áður og þar
sem hann játaði brot sín skýlaust.
Hann greiðir verjanda sínum
tæplega 44 þúsund krónur í þókn-
un. - gag
Seldi og notaði fíkniefni:
Fær skilorðs-
bundinn dóm
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
ness hefur dæmt 25 ára konu í
fimm mánaða fangelsi fyrir að
smygla hálfu grammi af hassi inn á
Litla-Hraun. Fangaflutningamenn
fundu hassið við leit á henni. Hún
var einnig dæmd fyrir margvís-
legt hnupl en frá árinu 2003 hefur
hún hlotið sjö fangelsisdóma, aðal-
lega fyrir þjófnaði. - gag
Kona dæmd í fangelsi:
Smyglaði hassi
inn á Hraunið