Fréttablaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 30
[ ]
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI
Sópurinn getur komið sér vel á morgnana þegar bíllinn er á kafi í snjó.
Það er fljótlegast að sópa snjóinn bara af bílnum og lítil hætta á því að
lakkið rispist.
Renault Modus er hvort tveggja
í senn, smábíll og fjölnota bíll.
Við hönnun hans er áhersla
lögð á gott innanrými og marg-
breytilega notkunarmöguleika.
Aksturseiginleikar bílsins eru
einnig ljómandi góðir.
Nýjasti meðlimur Renault-fjöl-
skyldunnar heitir Modus. Hann er
jafnframt minnsti meðlimurinn.
Samt sem áður er þetta fjölnota bíll
sem þýðir að innanrýmið í honum
er bæði mikið og býður upp á marg-
háttaða notkunarmöguleika.
Rými í fram- og aftursætum er
gott og vel fer um bæði bílstjóra og
farþega. Setið er hátt í bílnum sem,
ásamt stórum gluggum, gerir að
verkum að útsýni bílstjóra er afar
gott. Vinnuaðstaða bílstjóra er góð
með góðu aðgengi að stjórntækjum.
Mælaborðið er reyndar miðjusett
sem er örlítið önugt fyrir óvana en
venst vel.
Bíllinn er afar vel búinn geymslu-
rýmum sem er haganlega og ekki
síður frumlega fyrir komið.
Bíllinn sem reynsluekið var
er með 1,6 lítra vél, sjálfskiptur
með beinskiptivali. Hann reyndist
ágætlega snarpur á lengri sprett-
um og vitanlega afar lipur í borg-
arakstrinum. Í Comfort-útgáfunni
er hið svokallaða Triptic-sæta-
kerfi eftirtektarvert. Það lýsir sér
þannig að aftursætið er á sleða
þannig að hægt er að renna því
aftur til að auka fótarými og fram
ef ekki er þörf fyrir svo mikið
rými fyrir fætur en meiri þörf
fyrir pláss í skotti. Auk þess getur
það bæði verið tveggja manna og
þriggja manna. Í þriggja manna
stillingunni er það slétt en með því
að fella miðjusætið inn í bakið og
renna hinum tveimur saman, sem
er einföld og auðveld aðgerð, er aft-
ursætið orðið rúmgott og þægilegt
tveggja manna sæti.
Eins og aðrir bílar af Renault
gerð hefur Modusinn skorað hátt
í árekstrarprófinu Euro NCAP og
er með fullt hús stiga, eða fimm
stjörnur, sá eini í sínum stærðar-
flokki. Þetta er vitanlega gríðar-
legur kostur við bíl sem ekki síst
hentar barnafjölskyldum.
Í Renault Modus kemur saman
smábíll og fjölnota bíll. Bíllinn
býður vitanlega ekki upp á sömu
möguleika og stærri fjölnota bílar
þótt innanrýmið sé stórt miðað
við smæð bílsins. Á móti kemur
að Modusinn er mun liprari í allri
umferð en stærri fjölnota bíll og
hefur ekkert af þeim geimskipsein-
kennum sem þá vilja einkenna.
steinunn@frettabladid.is
Öruggur og skemmtilegur
fjölnota franskur smábíll
Renault Modus er nokkuð laglegur að utan þótt vissulega sé hann kubbslegur eins og aðrir fjölnotabílar.
Að innan er bíllinn flottur og nútímalegur,
enda Frakkar þekktir af öðru en að búa
til gamaldags bíla. Einnig er mælaborðið
miðjusett eins og nú er talsvert í tísku.
Skottið er vissulega ekki stórt en þó ágæt-
lega rúmgott miðað við stærð bílsins. Að
sjálfsögðu má svo auka farangursrými með
því að leggja niður aftursæti.
Farangurslúgu má opna í tvennu lagi í
Dynamic.
Geymslurýmum er komið fyrir af mikilli
hugvitssemi.
Útlitið svíkur ekki hjá hönnuðum Renault
eins og sjá má.
Litli spegillinn fyrir ofan baksýnisspegilinn
er til að hægt sé að fylgjast með börnun-
um í aftursætinu.
RENAULT MODUS
1.2 Acces 75 hö kr.1.490.000
1,2 Comfort 75 hö kr.1.590.000
1,4 Comfort 100 hö kr.1.650.000
1,5 Dísel 85 hö kr.1.790.000
1,6 Comfort sjsk. 115 hö kr.1.850.000
1,6 Dynamic Lux sjsk. 115 hö kr.1.990.000
REYNSLUAKSTUR