Fréttablaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 32
 14. janúar 2006 LAUGARDAGUR4 Þetta er í fyrsta skipti í 12 ára sögu verðlaunanna að sami bílaframleið- andi sigri í báðum flokkum. Að val- inu stóðu 49 blaðamenn fagtímarita frá Bandaríkjunum og Kanada. Bílar eru metnir út frá hönnun, öryggi, aksturseiginleikum, verði og gæðum. Talsmenn Honda sögðu mikla vinnu liggja að baki endurvakningar Civic línunnar og að verðlaunin væru laun margra ára vinnu. Vinnan virðist hafa skilað sér því Civic sedan var einnig valinn bíll ársins af Motor Trend bílablaðinu. Hagnýtar upplýsingar um eftirvagna. Á vef Umferðarstofu má finna hagnýtar upplýsingar um kerrur, hestakerrur, tjaldvagna, hjólhýsi og aðra eftirvagna fyrir fólksbif- reiðar. Þar er meðal annars bent á að hindri eftirvagn baksýn úr dráttarbíl skuli framlengja hlið- arspegla bílsins báðu megin. Eft- irvagnar mega vera allt að 2,5 metrar á breidd en þó ekki meira en 60 cm breiðari en dráttarbíll- inn. Lengdin má vera allt að 12 metrar en lengd bíls og vagns samanlagt má aldrei vera meiri en 18,5 metrar. Eftirvagn má aldrei vera þyngri en skráð er í skráning- arskírteini dráttarbílsins. Fyrir eldri bíla eru þessar skráningar ekki til og gildir þá sú regla að eftirvagn án hemla má ekki vera þyngri en helmingur af eigin- þyngd dráttarbílsins. Eftirvagn án hemla má þó aldrei vera með meira en 750 kg heildarþyngd. Almenna reglan er sú að fólks- eða sendibifreið með eftirvagn má ekki aka hraðar en á 80 km hraða. Sé tengitækið óskráð er hámarks- hraði 60 km. Á öllum eftirvögnum eiga að vera stöðu-, hemla-, stefnu-, þoku- og númeraljós. Að auki skulu vera þríhyrnd rauð glitmerki að aftan en ferhyrnd hvít að framan. Á hliðum eiga glitmerkin líka að vera ferhyrnd. [Efni sótt á vef Umferðarstofu, us.is] Mikilvægt er að hafa rúðu- þurrkurnar í lagi, ekki síst þeg- ar veður er rysjótt. Hið sígilda ráð er vitanlega að skipta um þurrkur reglulega en þó eru til nokkur ráð til að lengja líftíma þeirra. Á þessum tíma árs er mikilvægt að huga vel að rúðuþurrkunum á bílnum. Saltið sem til dæmis er borið á götur höfuðborgarsvæð- isins hefur afar tærandi áhrif á gúmmíið á rúðuþurrkunum auk þess sem bleyta og frost fara ekki vel saman þegar kemur að rúðu- þurrkum. Hvað er þá til ráða? Er eitthvað hægt að gera til þess að koma í veg fyrir að rúðuþurrkurn- ar slitni og eyðileggist? Í raun er fátt hægt að gera en þó eru nokk- ur praktískt atriði sem hægt er að huga að til þess að lengja líftíma rúðuþurrkanna. Mikilvægast af öllu er að vera búin/n að skafa allan klaka af rúðum og passa að rúðuþurrk- urnar séu ekki frosnar við bíl- rúðuna. Einnig þarf að hreinsa þurrkublöðin reglulega, helst með tjöruhreinsi og sérstaklega þegar salt er á götunum. Sé þetta gert reglulega er vel hægt að koma í veg fyrir ,,ótímabæran dauðdaga“ rúðuþurrka. Miklar framfarir hafa reynd- ar orðið á rúðuþurrkublöðum og endingartími þeirra hefur lengst mikið. ,,Það eru komnar svokall- aðar Aerotwin- rúðuþurrkur sem lagast betur að rúðunni og þurrka betur. Slíkar rúðuþurrkur eru á nýjustu bílunum,“ segir Örn Bjarnason verslunarstjóri Bíla- nausts á Bíldshöfða. Örn segir að eldri bílar geti ekki fengið umræddar rúðuþurrkur vegna þess að þær hafi annars konar festingar en þær eldri. Örn segir jafnframt að hægt sé að fá sérstakt efni sem sett sé í rúðupissið og verndar það rúðu- þurrkublöðin auk þess sem það hreinsar rúður bílsins mun betur en venjulegt rúðupiss. Umfram allt er þó mikilvægt að skipta um rúðuþurrkur um leið og þær byrja að láta á sjá. Slitnar rúðuþurrkur er sjaldnast hægt að laga. Það er nefnilega ekki mjög skynsamlegt að reyna að spara örfáa hundrað kalla þegar kemur að rúðuþurrkum. steinthor@frettabladid.is Viðhald á rúðuþurrkum Slitin og tjörulegin rúðuþurrkublöð gera fátt annað en að blinda manni sýn í umferðinni.FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hekla hefur í tilefni af París- Dakar rallinu sett upp breytt- an jeppa í Kringlunni. París-Daker rallið er af flestum talin erfiðasta rallkeppni í heimi en nú þegar hafa tveir látið lífið tengt keppninni, einn keppandi og einn vegfarandi. Þegar þetta er skrifað er Frakkinn Luc Alphand í forystu, en hann keyrir einmitt á Mitsubis- hi Pajero eins og reyndar Stéphane Peterhansel sem er í öðru sæti. Það virðist því fátt geta komið í veg fyrir sigur Mitsubishi í keppninni sjötta árið í röð en keppninni lýkur nú um helgina í höfuðborg Senegal, Dakar. Í tilefni af þessum góða árangri Mitsubishi hefur Hekla sett upp breyttan Mitsubishi Pajero á 33 tommu dekkjum á jarðhæð Kringl- unnar, gegnt ÁTVR, til sýnis gest- um og gangandi. Pajero-Dakar jeppi í Kringlunni Rétt er að hafa það á hreinu hvernig eftir- vagna má draga með hvaða ökuréttindum. Hvað má draga? Honda Ridgeline sem hlaut verðlaun í flokki stærri bíla. Civic og Ridgeline bílar ársins í Norður-Ameríku TVÆR HONDA BIFREIÐAR VORU VALDAR BÍLAR ÁRSINS Á BÍLASÝNINGUNNI Í DETROIT. Í FLOKKI FÓLKSBÍLA SIGRAÐI HONDA CIVIC SEDAN EN Í FLOKKI STÆRRI BÍLA BAR PALLBÍLLINN HONDA RIDGELINE SIGUR ÚR BÝTUM. Mitsubishi Pajero-Dakar jeppinn góði. Eftirvagnar eru hið mesta þarfaþing.FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÖK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.